Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gallerí opn- að á Suð- ureyri Suðureyri - RÓBERT Schimdt opnaði gallerí þann 29. júlí sl. að Aðalgötu 16 á Suðureyri. Róbert hefur einnig vinnuaðstöðu sína á sama stað. Þar eru til sýnis blý- antsteikningar eftir hann sem flestar eru gerðar á þessu og síð- asta ári. Myndefnið sækir hann aðallega úr heimabyggðinni Suður- eyri við Súgandafjörð. Myndir úr daglegu amstri hversdagsins auk andlitsmynda. Þetta er fjórða einkasýning Róberts. Á opnunardaginn mætti fjöldi gesta í galleríið og frá þeim degi hafa margir kíkt inn til þess að skoða bæði teikningamar og fjölda ljósmynda sem eru á staðnum. í galleríinu er setustofa þar sem gestir geta tilit sér niður með kaffí og fylgst með Róberti að störfum. Á næstunni er fýrirhugað að sýna ljósmyndir og vera með skyggni- sýningar í galleríinu. Sýning á verkum Róberts er fyrirhuguð út ágúst. Morgunblaðið/Sturla RÓBERT Schmidt við hluta blýantsteikninga sinna í gall- eríi hans á Suðureyri. MENN bera regnbogann. Vatnslitir, 1994. VIÐBÓT VIÐ TTLVERUNA Sýning á verkum Karólínu Lárusdóttur í Cambridge 29. JUNI síðastliðinn var opnuð sýning á verkum Karólínu Lárusdótt- ur í sýningarsal CCA Galleries í miðbæ háskólabæjarins Cambridge í Englandi. Karólína hóf myndlistarnám sitt hér á landi en hélt til frekara náms við Ruskin School of Art í Oxford í Englandi á sjöunda áratugnum og hefur hún verið búsett í Englandi síðan. Hún nam einnig við Barkling College of Art. Karólína hefur haldið fjölda einka- sýninga í Englandi, í London, Cam- bridge og víðar, og árið 1987 hélt hún sýningu í Gallery Gammelstrand í Kaupmannahöfn. Hér á landi á hún sífellt stærri hóp aðdáenda sem fjöl- mennt hefur á sýningar hennar; á Kjarvalsstöðum árið 1982 og 1986, í Gallerí Nýhöfn árið 1990 og í Gall- erí Borg árið 1991. Auk þess hefur hún átt verk á samsýningum í Eng- landi, Frakklandi, Póllandi og víðar og unnið til verðlauna fyrir verk sín, þ.e. Dicks and Greenbury Prize árið 1989 og verðlaun á Premio Biella Intemazionale per Tlncisione á Ítalíu árið 1990. Karólína hefur getið sér gott orð fyrir list sína, bæði sem málari og grafíklistamaður, og er- félagi í nokkrum virtustu félögum myndlist- armanna í Bretlandi. Þegar við þetta bætist lofsamleg umfjöllun um verk hennar í síðustu tölublöðum þriggja alþjóðlegra tíma- rita um myndlist, Modem Painters, Art Review og Second Shift, er engin furða þó mikillar eftirvæntingar hafí gætt við opnun sýningarinnar. Stór hópur fólks var þar viðstaddur og við- brögð allra voru á einn veg. Endur- spegluðust þau ekki síst í sölu mynd- anna því meirihluti þeirra 58 verka sem á sýningunni vora, bæði olíu- og vatnslitamyndir, var seldur innan fárra mínútna. (Einnig vora til sölu hjá CCA listhúsinu nokkrar graflk- mynda Karólínu, en þær vora ekki hluti af sýningunni.) Þó nokkrir Is- lendingar vora meðal opnunargesta. Karólína sækir myndefni sitt að mestu í minningar frá uppvaxtarár- um sínum. Foreldrar hennar ráku fataverslun í miðbæ Reykjavíkur og afi hennar var hinn landsþekkti Jó- hannes Jósefsson er kenndur var við Hótel Borg, sem hann byggði og rak um margra ára skeið. Margar mynda Karólínu sýna at- burði og fólk í hinu litríka umhverfi hótelsins og verslunarinnar - hótel- gesti, kokka og herbergisþernur og fólk að skoða og handfjatla ýmsan verslunarvaming. Það er þó ekki allt- af innandyra, kokkar renna matar- vagni á undan sér úti í guðsgrænni náttúrunni, þjónustufólk bíður við uppdekkað borð sem stendur úti í litlum hólma, konur skoða efnis- stranga í húsagarði. Sú veröld sem birtist okkur í myndum Karólínu er iðulega ekki af þessum heimi - landslagið er ís- lenskt en fólkið, eins og hún segir I M P E X Sterkt • auðvelt • fljótlegt Hillukerfi sem allir geta sett saman - ■ 0DEXION SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 ■ SÍMI 62 72 22 Danse Macabre TONLIST Ilallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR Hannfried Lucke frá Liechtenstein lék verk eftir Messiaen, Grigny, Bach, Mozart og Widor. Sunnudagur- inn 14. ágúst, 1994. NÚ LÍÐUR senn að því að tón- leikaröðinni „Sumarkvöld við org- elið“ ljúki og sl. sunnudagskvöld var það Hannfried Lucke frá Liec- htenstein, sem lék á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Lucke hóf tón- leikana með kafla úr Fæðingu Gail flísar i: ‘i Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 frelsarans eftir Mess- iaen, nánar tiltekið þeim með yfirskrift- inni „Guð á meðal vor“, sem Lucke lék mjög vel og nýtti sér frábærlega radd- brigði orgelsins. Tvö næstu verkin eru samin af Nicolas de Grigny (1672- 1703), Tierce en taille du gloria (Þrennd dýrðarinnar) og Dia- logue sur les grands jeux (samleikur á stórraddir orgelsins), hreint ágæt tónlist, sem Lucke lék vel. Grigny var í miklu uppáhaldi hjá J.S. Bach og það fór því vel á því að leika 6. sónötuna, í G-dúr (BWV 530), sem eitt af glæsilegustu org- elverkum meistarans og er t.d. miðþátturinn (Lento), einn af raddferlisgöldrum hans. Fyrir undirritaðan var verkið í heild nokkuð um of hratt leikið, því raddfleygunin vill renna saman í hröðum leik, jafnvel þó mótun tónhendinga sé greinilega útfærð og raddskipanin hrein, ein og hjá Lucke. Leipziger-gikkur- inn eftir Mozart var einkennilega leikinn og í raun engin þörf á að stæla raddskipan klukkuorgels. Fantas- ían í f-moll, einnig eft- ir Mozart, var frábær- lega vel leikin og sama má segja um þætti úr orgelsinfóníu eftir Widor, sérstaklega Cantabile-þáttinn. Sem aukalag flutti Lucke orgelútfærslu á Danse Macabre (Dauðadansinn), eftir Saint-Saens, sem verður að teljast nokkuð óvenjulegt, sé tillit tekið til myndarinnar, sem Saint-Saens er að tónlýsa, en þar ber fyrir augu karlar og konur, dansandi undir stjórn Dauðans. Jón Ásgeirsson Hannfried Lucke SÆLKERAVEISLA BÆNDA AÐ LAUGALANDI í H0LTUM 19/8 KL. 20. KK SEXTETT, RAGGI BJARNA 0G ELLÝ VILHJALMS. Uppl. og miðasala í síma 98-75199 kl. 16-19 í dag. 3ja daga ævintýri 19.-21. ágúst á Ciaddstaðanötum við Hellu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.