Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 17 PÓSTIIR OG SÍMI I dag opnar Postur og simi nyja GSM farsimakerfið Með opnun GSM kerfisins markar Póstur og sími þáttaskil í fjarskiptum og stigið er stórt skref með tengingu við alþjóðlegt farsímakerfi, sem er mjög fullkomið tæknilega. KOSt ' G5V A£ GSM kerfið er stafrænt kerfi með mikla þjónustumöguleika. Mikil afkastageta GSM tryggir öruggt samband. Um er að ræða minni og handhægari farsíma og meiri talgæði. Með notkun aðgangsnúmers eykst öryggi notanda. GSM kerfið er erfitt að hlera og samtöl njóta meiri leyndar. GSM farsímakerfið mun ekki einungis veita notendum aðgang að íslenska GSM farsímakerfinu, heldur einnig að sams konar farsímakerfum í öðrum Evrópulöndum. Póstur og sími mun kappkosta að veita notendum góða þjónustu í nýja farsímakerfinu og vinna að uppbyggingu kerfisins hér innanlands. Á næstunni verður gengið frá samningum við rekstrar- aðila í öllum þeim Evrópulöndum sem hafa GSM kerfi. Kynntu þér nýja GSM farsímakerfið og stígðu skref í átt til framtíðarfjarskipta. Allar nánari upplýsingar um GSM farsímakerfið, tæknilegar upplýsingar, gjaldskrá, aðgang að kerfinu og þjónustusvæði færðu á næstu póst- og símstöð, í söludeildum Pósts og síma og hjá öðrum seljendum farsímatækja. PÓSTUft OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.