Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Aldarfjórðungur frá því breskir hermenn komu tii Norður-Irlands Adams bjartsýnn á friðarhorfur London, Londonderry. Reuter. ÁTÖKIN á Norður-írlandi gætu brátt heyrt sögunni til, sagði í skila- boðum frá Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, stjómmálaarms írska lýð- veidishersins (IRA), til útifundar sem haldinn var í London á laugardag í tilefni af því, að aldarfjórðungur er liðinn síðan breskir hermenn voru sendir til Norður-írlands. í Londond- erry fóru um 10 þúsund mótmælend- ur í kröfugöngu, og lýstu stuðningi sínum við Bretland. Trumbur voru slegnar og blásið í flautur. Það var árið 1969 að kaþ- ólskir unglingar réðust gegn göngu mótmælenda, sem voru að minnast 300 ára afmælis sigurs síns á kaþ- ólskum, og óeirðir brutust út í kjöl- farið. Lögregla náði ekki að hemja ólætin og breski herinn kom til að skakka leikinn. Síðan hafa hermenn verið á Norður-írlandi. Adams bjartsýnn Adams sagðist vera bjartsýnn á að friðarviðræður færu að skila árangri. „Ég er sannfærður um að við erum nú á lokaspretti þessa langa ófriðar. Ég veit ekki hve lang- ur þessi sprettur mun verða, en hugrekki og ákveðni mun leiða til lausnar," sagði í skilaboðum Adams til fundarins í London. Adams er óheimilt að ferðast til Bretlands samkvæmt tilskipun stjórnarinnar, og rödd hans má ekki heyrast í breskum fjölmiðlum. Látið hefur verið í veðri vaka að undanförnu að IRA, sem hefur í 25 ár barist gegn breskum yfirráðum á Norður-írlandi, muni innan skamms lýsa yfir vopnahléi. Adams lét ekki í ljósi neinar vísbendingar um hvenær af því kynni að verða. Reuter GERRY Adams, t.v., óg aðstoðarmaður hans, Martin McGuinn- ess, fara fyrir kröfugöngu í miðborg Belfast á sunnudag, í til- efni af því að aldarfjórðungur er liðinn síðan breskir hermenn voru sendir til Norður-írlands. Manfred Wörner framkvæmdastjóri NATO látinn Kaldastríðshaukur sem barðist fyrir nýju hlutverki bandaiagsins MANFRED Wörner á skrifstofu sinni í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins í Brussel. London. Thc Daily Telegraph. MANFRED Wörner, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sem lést í Brussel á laugardag, 59 ára að aldri, hafði orð á sér fyrir að vera kaldastríðshaukur. Hann lagði hins vegar mikið af mörkum til að finna bandaiaginu nýtt hlutverk utan hemaðarsviðsins, þegar kalda stríðinu lauk. Banamein hans var krabbamein. Áður en Wörner tók við fram- kvæmdastjóraembættinu árið 1988 gegndi hann embætti vamarmála- ráðherra Þýskalands um sex ára skeið. Hann er fyrsti Þjóðveijinn sem gegnt hefur þessu embætti. Það var ekki síst vegna þeirra breytinga, sem fyrirsjáanlegar voru vegna per- estrojka-steínu Míkhaíls Gorbatsj- ovs Sovétforseta, sem Wörner varð fyrir valinu. Var talið tilvalið að hinn íhaldssami Wörner myndi taka við af Carrington lávarði til að tryggja staðfestu og stöðugleika á umbrota- tímum. Þá hafði þjóðerni hans táknrænt gildi og harka hans í afvopnunarmál- um aflaði honum stuðnings meðal hershöfðingjanna. Hann var aldrei óumdeildur. Sumir töldu hann of sjálfsöruggan, aðrir óttuðust að vin- fengi hans við Frakka gæti ógnað bandalaginu í heild. Með tímanum afiaði hann sér þó mikillar virðingar og var talin hafa náð mesta hugsan- lega árangri miðað við hinar erfíðu aðstæður. Atlantshafsbandalagið var upp- haflega stofnað árið 1949 sem varn- arbandalag Bandaríkjanna og Vest- ur-Evrópu gegn útþenslustefnu Stal- íns. Þegar kalda stríðinu lauk var fótunum hins vegar að hluta kippt undan bandalaginu. I augum flestra var NATO hemaðarbandalag en ekki pólitískt og blasti tilgangsleysi og upplausn við. Wörner átti aftur á móti frum- kvæði að því að fínna bandalaginu nýtt hlutverk og taldi hann nauðsyn- legt að NATO aflaði sér efnahags- legra og pólitískra tengsla í austur- hluta Evrópu til að tryggja stöðug- leika í álfunni. Tók Wörner persónu- lega mikinn þátt í því að efla tengsl og traust milli Austur- og Vestur- Evrópu. Árið 1991 var Norður-Atlants- hafssamstarfsráðið stofnað sem formlegur samráðsvettvangur NATO-ríkjanna og ríkja Austur-Evr- ópu og Mið-Asiu. I janúar sl. var svo fyrrum Varsjárbandalagsríkjunum boðið upp á að taka þátt í Samstarfi í þágu friðar, eins konar takmark- aðri aukaaðild að bandalaginu. Wömer var þeirrar skoðunar að NATO ætti að láta til sín taka í Bosníudeilunni. Hann varð undir í þeirri umræðu þó svo að það hafi að mestu verið honum að þakka að NATO greip til fyrstu hernaðar- London. Thc Daily Telegraph. RUUD Lubbers, fyrrum forsætis- ráðherra Hollands, er talinn lík- legastur til að verða fyrir valinu, sem eftirmaður Manfreds Wörn- ers í embætti framkvæmdastjóra NATO. Lubbers sóttist fyrr á árinu eftir embætti forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins en varð undir í þeirri baráttu. Verði hann fyrir valinu yrði hann fyrsti fyrrum forsætiráðherrann er gegndi embættinu. Aðrir, sem sterklega eru taldir koma til greina, eru Thorvald Stoltenberg, fyrrum varnarmála- ráðherra Noregs, sem gegnir embætti sáttasemjara í Bosniu- deilunni. Stoltenberg er einnig fyrrum yfirmaður Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. aðgerða sinna frá upphafi er þotur þess skutu niður fjórar serbneskar flugvélar, sem brutu flugbann Sam- einuðu þjóðanna yfir Bosníu. Manfred Wörner fæddist í Stuttg- art árið 1934 og nam alþjóðalög við háskólana í Heidelberg, París og Munchen. Hann hóf starfsferil sinn sem embættismaður og gekk árið 1956 til liðs við Kristilega demó- Þá hefur verið nefndur til sög- unnar ítalinn Sergio Balanzino, aðstoðarframkvæmdastjóri NATO, sem sinnt hefur störfum Wörners frá því heilsu hans hrakaði mjög fyrir þremur mán- uðum. Hann mun einnig gegna embættinu þar til nýr maður verður skipaður í það. Það eru ekki aðeins hæfileikar viðkomandi einstaklinga sem skipta máli heldur einnig þjóð- erni þeirra. Útilokað er talið að Breti hljóti embættið þar sem forveri Wörners, Carrington lá- varður, var Englendingur. Þá er yfirmaður herafla NATO í Evr- ópu Bandaríkjamaður og því ekki hægt að skipa Bandaríkja- mann yfirmann skrifstofu NATO. krataflokkinn. Síðar var hann kjör- inn á þing fyrir þann flokk og var þá yngsti þingmaðurinn á þýska þinginu. Sérhæfði hann sig snemma í öryggis- og varnarmálum og var meðal þeirra, sem gagnrýndu Ost- politik Willys Brandts hvað harðast. Árið 1982 var Wörner skipaður varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Helmuts Kohls og taldi hann standa sig mjög vel. Skrifræðið í kringum stjórnsýsluna fór samt í taugarnar á Wörner, sem var fyrrum flugmað- ur í þýska flughernum. „í klukku- tíma flugferð tekur maður fleiri sjálfstæðar ákvarðanir en á heilu ári í þinginu," sagði hann eitt sinn. í varnarmálaráðherratíð sinni lagði hann áherslu á að bæta and- rúmsloftið innan hersins, efla NATO og viðhalda góðum tengslum við Bandaríkjastjórn. Samskipti forvera hans í embætti, jafnaðarmannsins Hans Apels, og Bandaríkjamanna voru sögð hafa verið „eitruð“. Hann var dyggur stuðningsmaður tvíþættu ákvörðunar NATO frá 1979 um vígvæðingu og viðræður en í henni fólst að settar voru upp meðal- drægar eldflaugar í Vestur-Evrópu, sem andsvar við uppsetningu SS-20- flauga Sovétmanna. Taldi hann að ef þetta yrði ekki gert myndu tengsl- in milli Vestur-Evrópu og Bandaríkj- anna rofna. „Hernaðarmátt er ekki aðeins hægt að nota í stríði. Rússar vilja vinna friðinn, i friði,“ sagði Wörner. Hann lét andmæli friðarhreyfinga í Þýskalandi ekki á sig fá og í nóvem- ber 1983 voru fyrstu flaugarnar settar upp. Taldi hann þær vera órjúfanlegan þátt af vörnum Þýska- lands og ættu ekki vera til umræðu í afvopnunarviðræðunum í Genf. Mótmælti hann harðlega en árang- urslaust seinni tíma ákvörðunum um að taka flaugarnar niður. Vandræðalegasta málið á ferli Wörners, að hans eigin mati, var mál Kiesslings hershöfðingja. Hann var háttsettur Þjóðveiji í höfuðstöðv- um NATO en Wörner rak hann úr embætti eftir að hafa fengið í hendur leyniþjónustuskýrslu um að hershöfð- inginn væri tíður gestur á samkomu- stöðum samkynhneigðra. Kiessling neitaði ásökununum og málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum. Var Wörn- er sakaður um að hafa rekið Kiessl- ing þar sem honum kom illa saman við bandaríska yfirmenn sína. Lubbers talinn líkleg- asti eftirmaðurinn Afsögn japansks ráðherra Murayama RÁÐHERRA í ríkisstjórn Jap- ans tilkynnti um afsögn sína á sunnudag, vegna þess að hann hafði með orðum sínum móðg- að ná- grannaþjóðir í Asíu. Shin Sakurai, um- hverfismála- ráðherra í stjórn Tomi- ichi Muray- ama, sagðist á fréttamanna- fundi á föstudaginn, ekki halda að Japanir hefðu ætlað sér að heyja árásastríð í síðari heimsstyrjöld. Sakurai er fé- lagi í Frjálslynda lýðræð- isflokknum, sem er stærsti flokkurinn í samsteypustjórn Murayama. Suður-Kóreu- menn og Kínveijar brugðust ókvæða við orðum Sakurais á föstudag, og Murayama baðst bæði ríkin afsökunar og setti ofan í við umhverfismálaráð- herrann. Sakurai er annar jap- anski ráðherrann sem segir af sér á þessu ári vegna til- rauna til að hvítþvo hernaðar- hyggju Japana í fortíðinni. Leyniskyttur bannfærðar SKOTHRÍÐ leyniskyttna hélt áfram í Sarajevo í gær, þrátt fyrir samkomulag stríðandi fylkinga um að stöðva árásir leyniskyttnanna, sem undirrit- að var í borginni á sunnudag. Hétu fulltrúar Bosníu-Serba og múslima því að gefa út til- skipanir sem bönnuðu leyni- skyttum að skjóta á hermenn, almenna borgara og starfslið Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Þá hétu þeir því munnlega að koma í veg fyrir skothríð í námunda við flugvöllinn í Sarajevo. Friðarumleit- unum neitað YITZHAK Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, neitaði í gær fréttum þess efnis_ að Saddam Hussein, forseti íraks, hefði leitað sátta við ísraela. Þá bar íraska upplýsingamálaráðu- neytið til baka þessar fréttir, sagði þær ekki á rökum reist- ar og stærsta dagblað íraks, Babel sakaði Bandaríkjamenn um að standa að baki fréttun- um, til að renna stoðum undir enn frekara viðskiptabann. Bjóða N-Kóreu kjarnakljúf STJÓRNVÖLD í Suður-Kóreu ætla að bjóða Norður-Kóreu- mönnum nýjan kjarnakljúf, að andvirði um eins milljarða Bandaríkjadala, ef þeir geta fært sönnur á að þeir hafi ekki reynt að hefja framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Kemur þetta tilboð í kjölfar ákvörðun- ar Bandaríkjastjórnar að að- stoða Norður-Kóreu við að breyta kjarnorkuiðnaði sínum og taka upp takmörkuð stjórn- málasamskipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.