Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 31 TRÖLLAHNOÐRI SKESSUHNOÐRI BLOM VIKUNNAR Lnisjón Agústa Björnsdóttir ÁRI GARÐSINS má skipta í 4 skeið líkt og almanaksárinu. Þannig má tala um vor-, sumar-, haust- og jafnvel vetrargarð. Aðrir kjósa frekar að tala um vor-, snemm- sumars-, síðsumars- og haustgarð. Hvað sem þessu líður, er víst, að þær jurtir, sem setja svip sinn á garða á vorin, eru nú búnar að blómstra. Laukjurtir, svo sem krókusar, páskaliljur og jafnvel túlipanar eru nú búnar að safna forða til blómgunar næsta vor og blöð þeirra farin að visna. Þá er best að ijarlægja lauf krókusa og páskaiilja. Aftur á móti eru skiptar skoðanir um hvað gera skal við túlipana. Sumir kippa þeim upp með lauk og öllu saman um leið og blómblöðin falla og gróðursetja sumarblóm í þeirra stað. Aðrir bijóta frævuna af, leyfa laukunum að safna forða eins og þeir geta og taka þá ekki upp fyrr en blöðin taka að sölna. Þá kemur í ljós að þar sem settir voru niður 5 laukar síðasta haust koma upp 10-15 stykki, því túlipanar fjölga sér með því að mynda smálauka, sem síðan stækka og blómstra að ári eða eftir nokkur ár. Laukarnir eru geymdir við herbergishita fram á haust og þeir stærstu gróðursettir að nýju en smælkið fer á safnhaug- inn. Hérlendis er á mörkunum að túlipanalaukar nái að þroska blóm- vísi, standi þeir óhreyfðir í moldu og því undir hælinn lagt að þeir skili sér með blómgun, sé ekkert gert. Mestu máli skiptir að haga svo til í garðinum að ekki komi í hann skellur, þótt einhver jurt hafí lokið 297. þáttur blómgun. Láta t.d. jurtir með mikinn blaðvöxt vaxa nálægt vorblómstrandi lauk- um. Eins þarf að raða saman jurtum með misjafnan blómgun- artíma, þannig að alltaf sé eitthvað sem gleður augað. Þau blóm, sem hvað mestan svip setja á steinbeð síðari hluta sumars eru gjarnan af hnoðra- ættkvíslinni - Sedum. Þessi ættkvísl tilheyr- ir helluhnoðraættinni, sem telur meira en 1300 tegundir. Hnoðrarnir eru nær 500 og vaxa flestir á norðurhveli jarðar og jafnvel hátt til fjalla sums staðar á suðurhvelinu. Blómin eru oftast með 5 bikar og krónublöð- um, 10 fræflum og einni tvískiptri frævu. Hnoðrarnir eru þykkblöð- ungar, þ.e.a.s. blöðin eru safarík og þykk, en ysta frumulagið er þétt og oft vaxkennt og lokar þann- ig safann inni. Flestir hnoðrar hafa jarðlægan vöxt og greinarnar, sem oft geta skotið rótum, mynda fljótt lágvaxnar breiður. Hnoðrar eru flestir háfjallaplöntur og kjósa sér sólríkan og ekki of rakan vaxtar- stað. Þeir eru þó margir mjög skuggaþolnir og eru oft settir í vandræða skuggaskot. Steina- hnoðrinn, sem er líklega algeng- asti hnoðrinn í íslenskum görðum, hefur oft mátt líða fyrir hversu skuggaþolinn hann er, en það kem- ur líka niður á blómguninni. íslenskir hnoðrar eru 4 talsins, burn, helluhnoðri, skriðuhnoðri og flagahnoðri. Burn, sem er gömul lækningajurt, og helluhnoðri eru vinsælar og fallegar garðjurtir. Hinir tveir íslensku hnoðrarnir, eru lítt ræktaðir í görðum enda einræn- ir og ekki eins mikið fyrir augað. Hnoðrar, sem hér eru ræktaðir í göðrum eru komnir víðs vegar að úr heiminum, frá Ameríku, Evrópu og Asíu. Flestir eru þeir fjölærir og fremur lágvaxnir, en þó ekki þeir tveir, sem ég ætla að gera að umræðuefni. Tröllahnoðri - Sedum kirilowii var. linifolium - og skessu- hnoðri - S. semenowii - eru svo stórvaxnir að þeir eiga heima í fjöl- æringabeði en naumast steinhæð. Tröllahnoðrinn er ættaður frá Tí- bet, Burma og Kína. Hann blómg- ast óvenju snemma miðað við aðra hnoðra eða fyrri hluta júní, jafnvel í maílok. Tröllahnoðrinn minn er 40-60 sm á hæð, blaðstönglarnir uppréttir eða uppsveigðir, þétt- setnir aflöngum, nálægt 5 sm lensulaga blöðum, dökkgrænum á lit. Blómskipunin, sem situr á stöngulendanum, er rauð og flöt og gjarnan um 5 sm í þvermáli. Síðari hluta sumars verður trölla- hnoðri dálítið rytjulegur. Þá er í lagi að klippa hann og láta blað- mikla nágranna um að loka gatinu. Skessuhnoðrinn er líka Asíubúi, frá Turkestan. Hæð skessuhnoðr- ans er nokkuð breytileg eða frá 30-100 sm. Vaxtarlagið er líkt og hjá tröllahnoðra, en blöðin fíngerð- ari og smærri, líklega 3-4 sm á lengd. Blómleggirnir enda í 10-15 sm langri skipan hvítleitra 5 skiptra blóma, sem taka á sig blei- kleitan blæ með aldrinum. Hann blómstrar í lok júlí eða fyrri hluta ágúst. Skessuhnoðrann er skemmtilegt að þurrka og nota skreytingar. Stundum veitir honum ekki af stuðningi við lengstu legg- ina svo þeir rétti sem best úr sér. Báðir þessir hnoðrar hafa fremur svera og volduga jarðstöngla, sem eru oft mikið ofanjarðar. Þeir eru fyllilega harðgerðir. Hnoðrum er auðvelt að fjölga með skiptingu eða sáningu. i UDDSKÓLI hefst 1. september næstkomandi. Hægt er að velja um dagnám eða kvöld- og helgamám. Upplýsingar og skráning í símum 676612 og 876612 Smiðshöfða 10,112 Reykjavík alla virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.