Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 9 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? • • Orlar á smálaxi í Miðfirði ÞAU TÍÐINDI hafa borist að norð- an, að reytingur hefur verið af væn- um og fallegum smálaxi í Miðfjarð- ará. Hópur sem hætti þar í gærdag hélt heimleiðis með 31 lax og var megnið af því 5-6 punda fiskur og nýgenginn. Ef til vill er þetta vís- bending um að batnandi veiði sé í vændum í ám á Norðurlandi. Ekki alveg steindautt... „Þetta er búið að vera erfitt sumar, en það er þó ekki alveg steindautt hjá okkur. Hópurinn fór með 31 lax og megnið af því var nýr smálax. Þá var það athyglisvert, að nú er að veiðast vænn og fallegur smálax, 5 til 6 pund, en fyrr í sumar vorum við að fá hálfgert rusl, fiska allt ofan í 1,2 kg. Það eru nú komnir 452 laxar á land,“ sagði Böðvar Sigvalda- son á Barði við Miðfjarðará í sam- tali við Morgunblaðið í gærdag. Hann gat þess einnig, að vatn væri mjög þverrandi í ánum og svæðið „þyldi vel góða rigningarskvettu“. „Aust- uráin heldur sínu og Miðij'arðaráin er vel veiðandi, en Vesturá og Núpsá eru orðnar ansi vatnslitlar,“ bætti Böðvar við. Víðidalsá „vatnslaus" „Áin er nánast vatnslaus og búin að vera það lengi. Þá er gengið veru- lega á stóra laxinn sem gekk í vor og varla smálax að sjá. Það er að veiðast einn og einn smálax og jafn- vel 2-3 dagar á milli. Alls eru komn- PÉTUR Svavarsson fékk þennan 18 punda hæng í Núpá á Snæfellsnesi á dögunum. ir 402 laxar aland og það er helst að við séum að reyta lax upp úr Fitj- ánni. Þar er nokkuð af laxi. Þegar ástandið er svona, þá skiptir veður sköpum. Þannigveiddist enginn lax á síðdegisvaktinni í gær, en svo kom rigningarskvetta um nóttina og skýj- að var fram eftir morgni. Þá var ekki sökum að spytja, það komu 9 laxar á land,“ sagði Hjalti Björnsson Svæðisskipulag fyrir miðhálendið OPNUÐ hafa verið, samkvæmt frétt frá Ríkiskaupum, tilboð vegna út- boðs á skipulagsráðgjöf við gerð svæðisskipulags fyrir miðhálendi ís- lands. Eftirfarandi eru bjóðendur og tilboðsupphæðir eins og þær komu fyrir við opnun tilboða: 1. Alfa hf., Fjarhitun hf., Hag- vangur hf. kr. 24.707.000,- 2. Landmótun kr. 26.772.000,- 3. Lendis, Skipulag hf. kr. 27.540.000,- 4. Skipulags- arkitekta og verk- fræðist. kr. 39.333.750,- 5. Nýsir hf. kr. 43.350.912,- 6. Ragnhildur Skarphéðinsd., Ög- mundur Skarphéðinss., Línuhönnun hf., L.H. Tækni hf., kr. 49.540.000,- 7. Landsarkitektar R.V. og Þ.H. Almenna verkfræðist. Ingvi Þor- steinss. kr. 49.835.000,- 8. Gylfi Guðjónsson/Pétur Jóns- son kr. 53.949.000,- 9. Vinnust. arkitekta hf., Verkfr.st. Sig. Thoroddsen hf. kr. 149.850.000,- Eftir er að yfirfara og meta tilboð- in með tilliti til tæknilegra úrlausna o.fl. Því liggur ekki fyrir hvaða tilboð telst hagstæðast segir í frétt frá Ríkiskaupum. Bflaleigubflar um allan heu.. Sími 91-880880, fax 91-881881. Betra verð hjá FráLeTruc Glœsilegur haustfatnaður Ný sending G u ð r ú n, Rauðarárstíg, sími 615077. í veiðihúsinu að Tjarnarbrekku við Víðidalsá í gærdag. Hjalti gat þess að auki, að tals- vert væri gengið af sjóbleikju. „Þess- ar stóru 5-6 punda þleikjur eru ekki komnar, en það er talsvert magn af 2 til 4 punda fiski og menn þakka fyrir hana þegar laxinn bregst,“ sagði Hjalti. Stórir fiskar eystra... Það gengur alveg hreint þokkalega víða á vatnasvæðinu Hvítá-Ölfusá þessa daganna. Tölur eru lægri held- ur en oft áður, en á móti kemur að stórir laxar eru í aflanum og sagði Ágúst Morthens að talsvert hefði veiðst af 15 til 20 punda löxum víða á svæðinu og nokkrir væru allt að 29-30 pund. „Sá stærsti kom þó ekki á stöng, heldur í net fyrir nokkr- um vikum. Það var 29 til 30 punda fiskur,“ sagði Ágúst. Þessa daganna standa yfir veiðidagar sem Veiðifélag Árnesinga hafa til afnota í Ijáröflun- arskini. Er þá selt á vel flest veiði- svæði þessa mikla vatnakerfis. Þó ekki öll, t.d. ekki á Iðu eða í Ásgarð í Sogi. Um viðhorf... Kristján Kristjánsson, eða KK, einn af gamalreyndari fluguveiðimönnum landsins er í viðtali í nýútkomnu Sportveiðiblaði. Það kennir ýmissra gi'asa í spjallinu við hann, s.s. við- horf einstakra veiðimanna til laxa og silunga. KK segir m.a. þessa eftir- minnilegu sögu: ^Eg var að veiða í Laxá í Aðaldal. Ég var að ganga. á milli hylja og sé þá mann setja í fisk. Hann er voða spenntur fyrst en spól- ar síðan afullri ferð inn. Þá kemur í ljós að þetta er 2 til 3 punda urr- iði. Maðurinn sleit fiskinn af önglin- um, sló honum við stein og sparkaði honum síðan út í ána. Mér ofbauð svo að ég spurði manninn hvað hann væri að gera? „Blessaður góði haltu kjafti," sagði hann og hrækti í áttina til mín. Auðvitað hlýddi ég og þagði, en hvílíkt ógeð sem svona lagað er. Ef maðurinn vildi ekki halda þessum fiski átti hann að losa hann af ofur varlega. Sttjúka undir kvið fisksins í vatninu og sleppa honum.“ Franskar dömubuxur Verð frá kr. 7.000 TESS Ne&st vi& Dunhaga, s: 622230 Opi& virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14 og EYRNATAPPAR ÖNDUNARGRÍMUR ÁRVÍK ÁRMÚL11 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295 Útbob ríkisbréfa og ríkisvíxla fer fram mibvikudaginn 17. ágúst RÍKISBRÉF Um er aö ræða 3. fl. 1994 til 2ja ára. Útgáfudagur: 22. júlí 1994. Gjalddagi: 19. júlí 1996. Ríkisbréfin eru óverðtryggö og bera 6% fasta vexti sem leggjast viö höfuöstól á 12 mánaöa fresti. Ríkisbréfin verða gefin út í þremur verðgildum: 100.000, 1.000.000 og 10.000.000 kr. að nafnvirði. Ríkisbréfin eru seld með tilboðs- fyrirkomulagi. Löggiltum verðbréfa- fyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisbréfin skv. tiltekinni ávöxtunarkröfu. Lágmarkstilboð er kr. 5.000.000 að nafnvirði. RÍKISVÍXLAR Um er að ræða 16. fl. 1994 í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til 3ja mánaða með gjalddaga 18. nóvember 1994. Ríkisvíxlarnir eru seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. Löggiltum verðbréfa- fyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana. Lágmarkstilboð skv. tiltekinni ávöxtunarkröfu er kr. 5.000.000 og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er kr. 1.000.000. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisbréf og ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við ofangreinda aðila sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða ríkisvíxla (meðalávöxtun vegin með fjárhæð), en Seðlabanka Islands er einum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða í ríkisbréf. Ríkisbréfin og ríkisvíxlarnir verða skráðir á Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki þeirra. Öll tilboð í ríkisbréf og ríkisvíxla þurfa aö hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14 á morgun, miðvikudaginn 17. ágúst. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.