Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ I DAG Deyfilyf fundust í hestinum Gými RANNSÓKNIR á sýnum úr hestin- um Gými, benda til þess að hann hafi verið sprautaður með staðdeyfi- lyfinu Litocain innan við 10 klukku- stundum áður en hann var felldur, að sögn Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Liðbönd í fæti Gýmis slitnuðu á landsmóti hestamanna á Gaddstaða- flötum þann 3. júlí sl og var dýrið Tveir með 4 milljónir TVEIR heppnir einstaklingar fengu fimm rétta í íslenska lottóinu á laug- ardaginn var. Hvor um sig fær tæp- ar fjórar milljónir í sinn hlut. Tíu einstaklingar voru með fjórar réttar tölur og eina bónustölu og fá hver um sig rúmar eitt hundrað þúsund krónur. Miðarnir með vinn- ingstölunum fimm voru seldir annars vegar á Patreksfirði og hins vegar í Grindavík. fellt um klukkustund eftir að það meiddist. Frekari rannsóknir standa yfir þar sem frekari vísbendinga um lyfjagjöf er leitað, að sögn rannsóknarlög- reglu. Þá er yfirheyrslum vegna rann- sóknarinnar ekki lokið. RLR vildi ekki upplýsa hvort niðurstöður lyfja- sýnanna kæmu heim og saman við framburði þeirra sem önnuðust hest- inn. Rannsóknarlögreglan rannsakar málið með hliðsjón af 6. grein nýrra dýravemdunarlaga, sem öðluðust gildi 1. júlí sl., tveimur dögum áður en Gýmir var felldur. í lagagreininni er lagt bann við að nota í keppni hormón, deyfilyf eða hliðstæð efni til að hafa áhrif á afkastagetu dýra í keppni og geta brot og hlutdeild í brotum varðað sektum eða varðhaldi. Rannsóknarlögreglan segir ekki ljóst hvenær rannsókn málsins ljúki en að henni lokinni verður málið sent ríkissaksóknara til ákvörðunar um framhald þess. fjalir frá 11. eða byrjun 12. aldar ÞRJÁR útskornar fjalir frá 11. eða byrjun 12. aldar komu í ljós á bænum Rauðhúsum í Eyjafirði fyrir nokkrum dög- um. Á einni fjölinni er útskurð- ur með Hringaríkisstíl. Dr. Vilhjálmur Örn Vil- hjálmsson, fornleifafræðingur á Þjóðminjasafni íslands, sagði að óneitanlega væri hér um afar merkan fund að ræða. Hann sagði að talið væri að fjalirnar væru upphaflega frá Möðrufelli í Eyjafirði og hugs- anlega úr stafldrkju enda svip- aði þeim til þilja/stafa frá Möðrufelli sem komu á safnið fyrr á öldinni. Endurnotkun slíkra viða gegnum aldirnar sýni vel hve menn hafi verið nýtnir á húsaviði. Hreindýraveidar ganga vel HREINDÝRAVEIÐAR hafa gengið vel upp á síðkastið og að sögn Aðalsteins Aðalsteinssonar framkvæmdastjóra Hreindýraráðs er vonast til að það takist að fella þau 740 dýr sem léyfilegt er að veiða, en hreindýrastofninn í apríl sl. var tæplega 2.400 dýr. Veiði- tímabilið stendur til 15. september næstkomandi og segir Aðalsteinn sölu veiðileyfa bæði innanlands og erlendis hafa gengið vel og verið vaxandi í ár. Þúsund dýra hreindýrahjörð kom niður á brúnir Hrafnkelsdals í norðanáttinni í lok síðustu viku, en að sögn Aðalsteins hafa dýrin fært sig suður á við á ný og er hjörðin eitthvað farin að dreifa sér. Segir hann það vera til bóta þar sem erfiðara sé að veiða dýrin ef þau eru saman í stórum hjörðum Aðgerðir vegna skemmda á skógi Vegna skemmda sem orðið hafa á skógi á Fljótsdalshéraði af völd- um hreindýra hefur samkomulag tekist milli Hreindýraráðs, Veiði- stjóraembættisins, Skógræktar ríkisins og Héraðsskóga á Egils- stöðum um að grípa til aðgerða í því sambandi. Að sögn Aðalsteins felast þær m.a. í því að Skógrækt ríkisins og Héraðsskógar gera út- tekt á skógarskemmdum og Hreindýraráð mun stuðla að áframhaldandi fækkun dýranna. Þá munu þessir aðilar beita sér fyrir því með öllum tiltækum ráð- um að fastur starfsmaður Veiði- stjóra verði á Egilsstöðum og hafi hreindýrarannsóknir að meginvið- fangsefni. 49.733,- raetMfö BÆJARHRAUNI 6, HAFNARFIRÐI, SlMI 651499 TIL AFGREIÐSLU STRAXI GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar Starfið ekkert hættulegra en mörg önnur Reglulega eru flutt- ar fréttir af því að sprengjur af ýmsu tagi hafi fundist og verið gerðar óvirkar. Þeir sem taka að sér þessi hættulegu verkefni eru þrír sprengjusérfræðing- ar Landhelgisgæslunnar. Þremenningarnir eru starfsmenn tæknideildar Gæslunnar en sinna verk- efnum sprengjudeildar eftir þörfum. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við einn af sprengjusér- fræðingum Gæslunnar, Gylfa Geirsson, um starf- semi sprengjudeildarinn- ar. - Hefur sprengjudeild- in lengi verið starfrækt hér á landi? „Starfsemin hefur verið innan verkahrings Landhelgisgæslunnar allt frá stofnun hennar árið 1926 en mest hefur borið á henni eftir seinna stríð." - Hvert er hlutverk deildarinn- a r? „I fyrsta lagi eigum við sam- kvæmt lögum um Landhelgis- gæslu íslands að Ijarlægja eða gera skaðlausar sprengjur og tundurdufl sem sjófarendum eða almenningi getur stafað hætta af. Starfsemin er þar af leiðandi að mestu leyti byggð á þessari Iaga- grein. Á síðari árum hefur færst meiri breidd í starfsemi deildarinnar. Við komum t.a.m. að ýmsum verkefn- um sem tengjast heimatilbúnum sprengjum eða sprengjuhótunum. Þar fyrir utan sinnum við fræðslu fyrir sjófarendur og eins fyrir þá sem vinna með sprengiefni. Loks sjáum við um fræðslu og þjálfun fyrir lögreglumenn í Lögregluskól- anum og tollverði og annað starfs- fólk á Keflavíkurflugvelli." - Sinnið þið mörgum verkefnum á ári hverju? „Við sinnum að meðaltali 50-70 verkefnum á ári en í fyrra voru skráð verkefni 49 talsins." - Eru verkefnin fjölbreytt? „Já, svo sannarlega. Satt að segja spanna þau allt sviðið. Alltaf er töluvert af tundurduflum á hveiju ári en öðru hveiju rekumst við á djúpsprengjur. Þá göngum við úr skugga um að ýmis dufl sem reka á fjörur séu hættulaus. Við erum énnfremur oft kallaðir í verkefni þar sem fundist hafa stríðsminjar, sprengjur úr sprengjuvörpum, fallbyssukúlur og fleira.“ - Þið funduð nýlega sprengju á Austfjörðum sem sett verður á safn, ekki satt? „Jú, það er rétt. Það var sprengja úr sprengjuvörpu og hún verður sett á stríðminjasafn á Reyðarfirði." - Getið þið gert sprengjurnar óvirkar án þess að eyði- leggja þær? „Það er hægt en það þýðir að sprengjusér- fræðingar þurfa að _______________ leggja sig í meiri hættu fyrir vikið. Starfið byggist á því að fara varlega og fara frekar öruggari leiðina ef um tvær eða fleiri er að ræða.“ - Er þetta hættulegt starf? „Nei, ef menn fara varlega er þetta ekkert hættulegra en hvað annað. Það byggist á þjálfun og þekkingu og rétt er að benda á það að við förum reglulega í end- urþjálfun. Það eru ýmsar aðferðir sem menn hafa ekki tækifæri til GYLFI GEIRSSOIU ►GYLFI Geirsson sprengj- usérfræðingur hjá Landhelgis- gæslunni er fæddur árið 1948 í Vík í Mýrdal. Hann lauk prófi frá Loftskeytaskólanum árið 1967. Hann hóf störf hjá Land- helgisgæslunni árið 1971 og starfar nú í tæknideild og sinnir verkefnum sprengju- deildar eftir þörfum. Hann út- skrifaðist sem sprengjusér- fræðingur frá skóla danska sjó- hersins árið 1982 og lauk einn- ig námskeiði hjá breska land- hernum árið 1984. Á árunum 1985-1991 var hann fulltrúi Landhelgisgæslunnar hjá Varnarliðinu. Gylfi er kvæntur Steinunni Ingólfsdóttur full- trúa í umhverfisráðuneytinu og eiga þau tvö börn, Geir og Jóhönnu. 50-70 verk- efni að meðal- tali á ári að nota eða æfa á löngu tímabili og verða því að riíja upp reglu- lega.“ - Er eitthvert verkefni þér sér- staklega minnisstætt? „Fyrir nokkuð mörgum árum var hringt til mín að nóttu til úr báti sem hafði fengið óþekktan hlut í trollið og var hann kominn upp á dekk. Skipsstjórinn á bátn- um sagði hlutinn vera kassalaga og taldi helst að um hluta úr rann- sóknardufli væri að ræða. Það varð úr að báturinn fór heim til Vestmannaeyja en til öryggis flaug ég með þyrlu til Eyja. Þegar ég loks kem á bryggjuna og horfi nið- ur á dekkið á bátnum þá blasir við mér heilt tundurdufl á dekkinu. Við fluttum síðan duflið með þyrlu upp á land og sprengdum það á Landeyjarsandi. Sprengingin var svo öflug að hús í Vestmanna- eyjum nötruðu.“ - Hvaða ráð getur þú gefið óvönum mönnum sem telja sig hafa fundið sprengju? „Það fyrsta sem við ráðleggjum sjófarendum ef þeir hafa fengið tundurdufl eða annað torkennilegt í veiðarfæri sín er að koma í veg fyrir að hluturinn verði fyrir hnjaski. Síðan er nauðsynlegt að hafa samband við Land- helgisgæsluna og gefa sem bestar upplýsingar um hlutinn. Greinargóðar upplýs- ingar eru mjög mikilvægar til þess að við getum áttað okkur á því um hvað er að ræða hverju sinni. Þá ráðleggjum við fólki sem finnur grunsamlega hluti í fjöru að snerta þá ekki. Við mælum fremur með því að það merki fund- arstaðinn eða leggi aðstæður á minnið og tilkynni síðan um fund- inn til lögreglu eða Landhelg- isgæslu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.