Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matargerð • • BORNIN TÍNA BER Kristín Gestsdóttir á ömmustelpu sem bjó í Danmörku í nokkur ár. Þegar litla stúlkan flutti heim og amma bauð henni krækiber, svaraði sú stutta: „Nei takk, ég borða bara brómber.“ ERU þAÐ bara íslensk böm sem tína krækiber, eða eru þau hætt því? Von-Nj andi ekki, en eitthvað hefur áhugi þeirra dvínað, sem er kannski ekkert skrítið, þegar allar búðir em fullar af alls kon- ar ávöxtum og beijum. En þetta er regluleg synd, krækiberin okk- ar eru hrein náttúruafurð og full af vítamínum og svo er líka gam- an að tína ber. Við eram svo heppin að auk krækibeija vaxa hér bæði bláber og aðalbláber, sem eru mun ljúffengari en inn- flutt ræktuð ber og að sjálfsögðu laus við allt rotvarnarefni. Hér sunnanlands er því miður lítið um aðalbláber, en þau vaxa helst þar sem snjóa leysir seint svo sem í skorningum. Ég ólst upp þar sem mikið var af aðalblábeijum, en við krakk- arnir fórum oft í beijamó og komum heim með fleytifullar skjólur af þeim. Við vorum sjö systkinin og langt að fara, en aðeins voru til tvenn reiðhjól á heimilinu og enginn bíll. Allt var þetta á fótinn og því ekki gott að hjóla, en á heimleiðinni komu hjólin í góðar þarfir, þá vora skjólurnar hengdar á stýrið sitt hvora megin og þau leidd niður brekkurnar. Fyrrnefnt barnabarn mitt fúls- aði við krækibeijunum hér um árið, borðar mikið af krækibeij- um í dag og er fyrst allra til að hella sér yfir beijaþúfurnar. Við sátum saman um daginn og ma- treiddum gómsæta krækibeija- rétti, sem við viljum gefa fleiri íslendingum tækifæri á að reyna. Blábeijaréttirnir bíða betri tíma. 8 stórar grófar kexkökur 3 msk. hunang I pk. Toro-sítrónuhlaup 1 dl krækiberjasafi ______2 meóafstórir bananar______ 400 g hreinn rjómaostur, 1 stór pakki 1 lítil dós hrein jógúrt ______________1 egg______________ I banani+ 1 dl krækiber til Hitið hunangið örlítið, t.d. í ör- bylgjuofni, setjið saman við kexm- ulninginn. Þrýstið á botninn í glærri skál. 2. Takið li msk. af hlaupduftinu frá og geymið en leysið hitt upp í 1 dl af sjóðandi krækibeijasafa. Krækiberin má meija í blandara eða kvörn og sía á vírsigti. Látið safann kólna án þess að hlaupa saman. 3. Hrærið saman ijómaost, jóg- úrt og egg. Meijið 2 banana með gaffli og setjið saman við, setjið saman við kaldan hlaupsafann. Hellið varlega yfir kexmulninginn í skálinni, setjið í kæliskáp og látið stífna. 4. Takið úr kæliskápnum, skerið bananann í sneiðar og raðið í hring yst ofan í skálina, en stráið krækibeijum í miðjuna. 5. Leysið hlaupduftið sem þið tókuð frá upp með 1 idl af sjóð- andi vatni. Kælið að mestu en hellið síðan varlega yfír skálina. Setjið aftur í kæliskápinn og látið stífna. Krækiberjatrifli 100 g möndumakarónur 1 dl eplasafi 3 græn epli 4 dl krækiber 1 msk. sykur msk. vanillusykur 1 peli rjómi skrauts 1. Setjið kexkökurnar í plast- poka og meijið með kökukefli. 1. Meijið möndlumakarónurnar örlítið og setjið á botninn á skál, hellið eplasafa yfir og látið blotna. 2. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann, rífíð gróft á rifjárni. Þvoið krækiberin. Blandið saman við eplin og stráið sykri yfir. 3. Þeytið ijómann með vanillu- sykri, setjið saman við epla/krækibeijablönduna og látið yfir makarónukökurnar í skálinni. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Áskorun til Sam-bíóanna HÖSKULDUR er aðdá- andi Stjörnustríðsmynd- anna og hann skorar á Sam-bíóin að endursýna þessar myndir. Hann segir að THX-hljóðkerfi hafi orðið til með þriðju Stjörnustríðsmyndinni og því mundi sú mynd njóta sín til fullnustu í nútíma- sölum. Fjöldi fólks sem hann veit um hefur áhuga á að sjá þessar myndir aftur. Orðsending frá Kattholti SIGRÍÐUR í Kattholti hringdi til Velvakanda og bað hann að koma því á framfæri til kattaeigenda að nú er mikill fjöldi katta í Kattholti, allt að 40 dýr. Biður hún alla þá sem týnt hafa köttum sínum að hafa samband við hana upp í Kattholt og vitja dýranna því ekki er hægt að geyma þau þar lengi. Einbúavísurnar KONA hringdi til Velvak- anda og bað hann að aug- lýsa eftir einhveijum sem kynni vísurnar um einbú- ann. Allar upplýsingar eru vel þegnar í síma 38732. Tapað/Fundið Úr tapaðist KVENGULLÚR á gullk- eðju tapaðist sl. föstudag. Mögulegir staðir eru í verslunarkjarnanum í Mjódd eða á göngu í Elliða- árdalnum. Finnandi vin- samlega hringi í síma 74698. Úr tapaðist GULLÚR af gerðinni Citiz- en tapaðist aðfaranótt sl. föstudags eða laugardags í Reykjavík. Finnandi vin- samlega hringi í síma 672912 eða símboða 984- 55581. Veski tapaðist SVART seðlaveski með skilríkjum tapaðist á leið- inni frá Ingólfstorgi upp á miðjan Laugaveg aðfara- nótt sl. laugardags. Skil- ríkin eru eigandanum dýr- mæt. Upplýsingar í síma 10856. Halldór. Hjól tapaðist BLÁTT og svart Icefox- fjallahjól tapaðist frá Stigahlíð 20 einhvem tíma á bilinu frá laugardeginum 6. ágúst til þriðjudagsins 10. ágúst. Hafi einhver orðið var við hjólið er hann vinsamlega beðinn að hringja í Sólveigu í síma 686547. Slæða fannst SILKISLÆÐA með rauð- um kanti og blómamynstri á brúnleitum grunni fannst á Suðurgötu fyrir ofan íþróttahús Háskólann sl. mánudagsmorgun. Eig- andi má hafa samband í síma 22844 eða 694346. BRIDS Umsjón Guóm. Páil Arnarsnn FRAMFARIR í varnar- samstarfi hafa á síðustu árum einkennst af vaxandi notkun hliðarkalls. Hjá samspiluðum pörum getur hliðarkallið komið að not- um í mjög fjölbreytilegum stöðum. Hér er dæmi: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ Á95 ♦ 42 ♦ ÁGIO ♦ D8653 Vestur Austur ♦ 1074 ♦ KDG63 : r iiii: g™ ♦ K1094 ♦ G2 Suður ♦ 82 ♦ DG8 ♦ KD9642 ♦ Á7 Vestur Norður Austur Suður - - Pass 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass Pass 2 spaðar 3 grönd Pass Allir pass 2 grönd Spilið kom upp í keppni í Bandaríkjunum í vor. í AV voru þekktir spilarar, Michael Becker og Ron Rubin. Becker kom út með hjartaþrist, fjórða hæsta, og Rubin átti fyrsta slag- inn á kónginn. Hann skipti yfir í spaðakóng, fékk að eiga þann slag og hélt þá áfram með spaðadrottn- ingu. Sagnhafí dúkkaði aftur og nú var tilgangs- laust að halda áfram með spaða. En Rubin spilaði ekki hjarta, lit makkers, heldur laufgosa!! Með því tryggði hann vörninni fimmta slaginn á laufkóng. Ef Rubin spilar hjarta, fríar hann níunda slag sagnhafa á þann lit. Þessi frábæra vörn virð- ist hafa á sér nokkurt heppnisyfirbragð. En heppni kom hér hvergi við sögu. Rubin og Becker hafa spilað saman í árarað- ir og vita hvað þeir eru að gera í vörninni. Becker lét spaðaijarkann í kónginn, sem er einfaldlega kall í litnum. Þegar Rubin spilaði næst drottningunni, átti Becker 107 eftir. Þar sem fyrirsjáanlegt var að aust- ur kæmi til með að eiga slaginn á spaðadrottningu, var rökrétt að stýra fram- haldinu með spaðahundun- um tveimur. Becker lét sjö- una, lægra spilið, sem var þá kall í lægri lit. ÞESSIR krakkar héldu hlutaveltu nýlega til styrkt- ar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 875 krón- ur. Þau heita Kristín Eva Bjarnadóttir, Hákon Þrast- ar Björnsson, Björney Inga Björnsdóttir og Anna Katrín Snorradóttir. ÞÆR Anna Katrín og Björney héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 843 krónur. Víkverji skrifar... að hefur ekki bara verið á Sval- barðasvæðinu sem íslenskir sjómenn hafa fiskað þorskinn grimmt að undanförnu. Hér á heimamiðum okkar hafa þeir einnig verið iðnir við kolann, svo iðnir raunar, að í það stefnir að þorsk- afli landsmanna á fiskveiðiárinu sem lýkur nú í lok ágústmánaðar fari heil 20% fram úr úthlutuðum veiðiheimildum fyrir tímabilið. Um síðustu mánaðamót voru komin 184 þúsund tonn á land af þorski og telja sérfræðingar að þau verði hátt í 200 þúsund tonn áður en þessi mánuður er allur, og því verði þorskveiðin um 30 þúsund tonnum umfram veiðiheimildir. xxx thygli vekur að þorskafli krókaleyfisbáta var um mán- aðamótin orðinn 15 þúsund tonnum meiri, en gert hafði verið ráð fyrir að hann yrði og stóð þá í 34 þús- und tonnum. I júlímánuði einum fiskuðu smábátar helming alls þorsk sem veiddist á íslandsmiðum, en í sama mánuði í fyrra, var þorsk- afli þeirra Ijórðungur af heildarafl- anum. Hér er ekki um ólöglegar þorskveiðar að ræða, nema þá kannski að örlitlu leyti, en miðað við úthlutaðar veiðiheimildir og það að heildaraflinn verður um 20% umfram þær, virðist sem brotalam- irnar á fiskveiðistjórnunarkerfinu séu svo alvarlegar, að vandséð er að barið verði í brestina, þannig að til bóta verði. Það getur varla verið eðlilegt, þegar allar ákvarðanir um fiskveiðistjórnun miða að því að vernda þorskstofninn, svo hann nái að eflast og byggja sig upp hið fyrsta, að smábátarnir fái óheft að stórauka afla sinn, en togaraflotinn verði að sætta sig við stórskertan hlut. xxx Víkveija fannst í síðustu viku sem dómgreind Húsvíkinga væri eitthvað farið að förlast, þegar þeir tóku á móti stýrimanninum af Hágangi II eins og þjóðhetju, en hann hafði það til afreka unnið, að hafa skotið úr haglabyssu í átt að starfsmönnum norsku strandgæsl- unnar, sem voru við skyldustörf á Svalbarðasvæðinu. Að vísu segist stýrimaðurinn hafa skotið púður- skotum og langt yfir Norðmennina, en þar standa orð gegn orði. Hvor útgáfan sem rétt er, er Víkveiji þeirrar skoðunar að það sé óafsak- anlegt athæfi að skjóta úr byssu, í átt að mönnum á hafi úti og slíkt athæfi eigi ekki að verðlauna. Ef við hugsum okkur að það hefðu verið íslenskir sjómenn um borð í gúmbátnum, en ekki norskir strandgæslumenn, og að þeir norsku hefðu skotið úr haglabyssu í átt að íslensku sjómönnunum, er auðvelt að ímynda sér þjóðarreiði íslendinga, sem myndu gagnrýna svívirðilegt athæfí á hafi úti, þar sem lífi og limum islenskra sjó- manna væri stofnað í stórkostlega hættu. Þá hefði hver röddin af ann- arri risið upp, hávær og full af heil- agri vandlætingu og reiði í garð Norðmanna - það leikur ekki minnsti vafi á því. Verður það allt- af svo, að um okkur sjálf gildi aðr- ar og rýmri siðareglur, en gengur og gerist almennt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.