Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunar um afkomu ríkissjóðs Sýnir betri afkomti en áætlað hafði verið Ríkisendurskoðun segir að rekstrarhalli ríkissjóðs stefni í 11 milljarðaí ár REKSTRARHALLI ríkissjóðs stefnir í að verða 11 milljarðar króna á þessu ári að meðtalinni niðurfellingu lána Atvinnutryggingardeildar Byggðastofnunar að upphæð rúmlega einn milljarður króna. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem gert hefur athugun á framkvæmd fjárlaga fyrri helming ársins, en fjárlög voru afgreidd með 9,6 milljarða króna halla. Þá gerir Ríkisendurskoðun ráð fyrir að tekjur verði þremur milljörðum meiri en ráð var fyrir gert í fjárlög- um og útgjöld fjórum milljörðum hærri. Þá er gert ráð fyrir að láns- fjárþörf ríkissjóðs verði 31 milljarður króna í ár, sem er 3,3 milljörðum króna hærra en ráð var fyrir gert í fjárlögum, en þessi aukna lánsfjár- þörf skýrist fyrst og fremst af auknum lánveitingum til Byggingar- sjóðs ríkisins. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, segir að í fljótu bragði virðist sér skýrslan sýna betri afkomu en áætlað hafí verið. í athuguninni kemur ennfremur fram að áform í fjárlögum um að ná fram sparnaði í sjúkratrygging- um, rekstri sjúkrahúsa og lífeyris- tryggingum með sérstökum að- gerðum hafí ekki náðst fram það sem af er árinu. Það sama gildi um spamað hjá Atvinnuleysis- tryggingasjóði og áform í fjárlög- um um að fækka ársverkum hjá A-hluta stofnunum. Tekjur af beinum sköttum 1,1 milljarði hærri Gert er ráð fyrir að þriggja milljarða tekjuauki skiptist þannig að tekjur af beinum sköttum hækki um 1,1 milljarð króna, óbeinir skattar hækka um 1,6 milljarða króna og aðrar tekjur eru 300 milljónir. Viðbótarútgjöld rík- issjóðs upp á fjóra milljarða má einkum rekja til sjúkra- og lífeyris- trygginga, 1.100 milljónir, niður- fellingar lána til Atvinnutrygg- ingadeildar, 1.032 milljónir, 480 milljóna króna framlags vegna aðstoðar við Vestfirði, 300 miil- ljóna króna framlags til Vest- fjarðaganga, 350 milljóna til At- vinnuleysistryggingasjóðs, 200 milljóna vegna flutnings fjárheim- ilda milli fjárlagaára, 500 milljóna króna vegna sjúkrahúsa og 500 milljóna króna vegna ýmiss ann- ars. Tekjur og gjöld í hærri kantinum Friðrik Sophusson sagði að skýrslan byggði á sex mánaða uppgjöri og það yrði að hafa allan fyrirvara á varðandi spár síðari hluta ársins, „en í fljótu bragði sýnist mér afkoman verða heldur betri en áætlað hefur verið í fjár- málaráðuneytinu. Ég tel að mat Ríkisendurskoðunar bæði á tekj- um og gjöldum sé heldur í hærri kantinum, en það er hins vegar ánægjulegt að afkoman skuli nú sýnast ætla að vera nálægt því sem fjárlög áætluðu, ekki síst í ljósi þess að enginn viðskiptahalli er og þess vegna engar tekjur í ríkissjóð af innflutningi umfram útflutning, en ríkissjóður hefur í gegnum árin alltaf fengið ýmis konar veltitekjur af viðskiptahal- lanum,“ sagði Friðrik. Hann sagði að í vor hefði því verið spáð að ríkissjóðsshallinn yrði 13-14 milljarðar króna, en sér sýndist á skýrslunni að hann yrði á bilinu 10-11 milljarðar. Hann benti á að í skýrslunni kæmi fram að ársverkum hjá ríkinu hefði ekki fjölgað á árabilinu 1992-94. Það væri ábyggilega einsdæmi hvað það snerti því á árunum þar á undan hefði ársverkunum fjölgað stöðugt. Morgunblaðið/Sigurgeir OGTÖLVUK Ævintýraleg títboð ! 21 dag frá 16. áqúet tíl 6. eeptember '94. r™.~»*** I Vi-Gir:*; i09*900c m.rn MEÐ Morgnnblaðinu í dag er dreift 8 síðna kynningarablaði frá Tæknivali hf. Bygging fjölnota íþróttahúss Istak dustar rykið af gömium tillögum Eyjapeyjar bjarga lundapysjum ÓVENJU lélegri lundavertíð lauk í gær. Lundaveiðimenn hafa velt upp ýmsum skýringum á lélegri vertíð. Margir kenna um veðráttu o g óhagstæðum vindáttum, en aðrir telja að eitthvað í fæðukeðj- unni hafi haft áhrif á viðgang stofnsins. Menn benda á í því sam- bandi að algjört hrun hefur orðið í ritustofninum. Næstu dagar verða annasamir hjá Ejjapeyjum og Eyjameyjum, sem keppast við að bjarga lundap- ysjum frá dauða. Pysjunum hættir til að villast og fljúga í átt að Ijós- unum í Vestmannaeyjabæ og liggja svo ósjálfbjarga á jörðinni. Börnin keppast við að tína þær upp og kasta þeim til flugs yfir sjávarfletinum. ISTAK sendi borgarverkfræðingi bréf í gær þar sem þess var farið á leit að fyrirtækið fengi tóm til þess að fullvinna tilboð í íþróttahús í Laugardal. Jónas Frímannsson, verkfræðing- ur hjá ístaki, segir að fyrir 3-4 árum, hafi ístak lagt fram ýmsar hugmynd- ir um hús sem nýtast mætti fyrir ráðstefnur, sýningar og íþróttavið- burði. Það hafí verið varanlegt hús af svipaðri stærð og það sem núna sé á dagskrá. Af þeim sökum hafí rykið verið dustað af gömlum hug- myndum og tilboðum og þau end- umýjuð þannig að þau svöruðu til þeirra krafna sem gerðar væru í dag. Jónas segir að í áðurnefndu bréfí hafí verið getið um samstarfsaðua og ýmis rök færð fyrir því að þennan kost ætti að skoða. Aðspurður um það hvort Iðnlánasjóður kæmi að fjármögnun sagði Jónas að líklegt væri að hann kæmi inn í málið til að brúa einhver bil í fjármögnun en sagði að sér fyndist ólíklegt að hann yrði aðalfjárfestir. Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður segir að á föstudag hafí borist bréf frá Electrolux þar sem frá því er greint að fyrirtækið þurfí meiri tíma til að vinna tilboð í húsið. Hann sagði að bréf Istaks yrði tekið fyrir á borg- arráðsfundi í dag og þar yrði farið yfír íþróttahússmálið í heild. Tók stúlku í bíl sinn og nauðgaði í kirkjugarði MAÐUR á fertugsaldri hefur játað að hafa nauðgað 16 ára stúlku í Fossvogskirkjugarði aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins tók maður- inn stúlkuna upp í bíl sinn á Laugavegi á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudags, ók með hana í kirkjugarðinn í Fossvogi og kom þar fram vilja sínum við hana. Stúlkan lagði fram kæru vegna málsins á lögreglustöð síðar um nóttina og sam- kvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kom maðurinn þangað einnig og gaf sig fram. Maðurinn játaði brot sitt við yfírheyrslur og var laus úr haldi lögreglu í gær. Leitað með hljóðsjá í Jökuls- árlóni TVEIR bandarískir sérfræð- ingar eru komnir hingað til lands með sérstaka hljóðsjá til leitar í Jökulsárlóni á Breiða- merkur- sandi. Landi þeirra, sem fórst þar við köfun á föstudag, hét Christ- opher Stok- es og var 33 ára, frá Mt. Clemens í Mic- higan-ríki. Hann var iðnaðar- maður og hafði starfað í tvö ár í deild verklegra fram- kvæmda bandaríska hersins í Keflavík. Stokes lætur eftir sig eiginkonu. Stokes var þjálfaður kaf- ari. Fundi banka og neyt- endasam- taka frestað SAMBAND íslenskra við- skiptabanka og Samband sparisjóða hafa farið þess á Ieit við Neytendasamtökin að fundi sem bankastofnanir og viðskiptaráðuneyti voru boð- uð til 15. ágúst verði frestað til þriðjudagsins 23. septem- ber. Neytendasamtökin sendu bréf þar sem fyrrgreindum aðilum var boðið til fundar til viðræðna um ágreining um réttmæti ýmiss konar þjónustugjalda 0g fengust þær upplýsingar hjá Neyt- endasamtökunum að beiðni um frestun yrði tekin til greina. Christopher Stokes

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.