Morgunblaðið - 16.08.1994, Síða 44

Morgunblaðið - 16.08.1994, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM DANSATRIÐI úr Svanavatninu? Kyle Keyser og Linda Latzlberger dansa í risa- stórum leðjupolli. UNGUR friðarunnandi er borinn af þvögunni. 300.000 manns á forugri Woodstock ’94 HATIÐARGESTIR renna skriðu. ser aur- GRÍÐARSTÓR tónlistarhátíð var hald- in um helgina vegna þess að tuttugu og fimm ár eru liðin frá hinni sögu- legu Woodstock-hátíð. Talið er að um 300.000 manns hafi mætt á tón- listarhátíðina, sem' stóð yfír í þrjá ^daga. Alveg eins og Woodstock fyrir tuttugu og fimm árum, kem- ur þessi tónlistarhátíð til með að verða lengi í manna minnum. Gífurlegt umferðaröngþveiti myndaðist umhverfist hátíðar- svæðið og margir urðu að bíða í fleiri klukkustundir eftir því að komast inn á svæðið. Þegar þangað kom tók ekkert skárra við og fólk stóð í löngum röðum eftir að komast á klósett og að matar og drykkjarföngum. Tónlistarhátíðin bergmálaði Woodstock frá árinu 1969 að því leyti að öryggisgæslan annaði hvergi fólksstraumnum, tugþúsundir manna komust ókeypis inn á svæðið og síðan rigndi eins og hellt væri úr fötu. Hvorir tónleikarnir voru betri? Woodstock ’94 gaf upprunalegu tónleikunum lítið eftir hvað varðar gæði tónleikanna. Þrátt fyrir að Hendrix væri sárt saknað vöktu hljóm- sveitir og tónlistarmenn eins og Aerosmith, Blind Melon, Peter Gabri- el, Joe Cocker, Red Hot Chili Peppers, Bob Dylon, Santana, Cypress Hill og fleiri og fleiri stormandi lukku meðal áhorfenda. Það vakti eftirtekt hversu hljómgæðin voru miklu betri á Woodstock ’94, enda hefur tækninni fleygt fram. Rick Danko úr hljómsveitinni „The Band“ spilaði bæði á Woodstock 1969 og núna. Hann sagði „Ég var á síð- ustu Woodstock-hátíð og þessi var áberandi betri. Þótt einhveijum tækist illa upp var engin leið að kenna hljóðkerfinu um.“ JESSIE Harrity situr á háhesti. Fjögur brúðkaup og eitt andlát Pjögur brúðkaup voru haldin á Woodstock-hátíðinni. Meðal þeirra sem giftu sig voru rússneski innflytjandinn Viktoría Súkanov og Maurice Methot. Þau höfðu ráðlagt að gifta sig í heimabæ sínum, Rhode Island, þegar svaramaður brúðgumans sagðist ekki komast í brúðkaupið vegna þess að hann yrði á Woodstock. Hjónaefnunum fannst það þá vera tilvalinn staður fyrir brúðkaupið. Hjónavígslan fór fram á MTV-sviðinu fyrir framan 300.000 manns og fjölda ljósmyndara. Brúðurin, sem er þijátíu ára, geymdi brúðarkjólinn í bakpoka allan daginn. Hún var í hvítum brúðarkjól með kórónu úr plasthaustlaufum á höfði. Brúðguminn sagði þetta vera mesta ævintýri sem hann hefði Ient í á Iífsleiðinni og brúðurin sagði brosandi út að eyrum: „Það er alveg öruggt mál að við komum með börnin okkar á næstu hátíð.“ Á hátíðinni andaðist einn maður, fjörutíu og íjögurra ára gamall, en hann hafði átt við sykursýki að stríða um árabil. Hátíðarsvæðið drullusvað Urhellisrigning var yfir helgina, sem olli því að hátíðarsvæðið varð eitt allsheijar leðjusvað og margir leituðu skjóls og skriðu inn í tjöldin sín eða yfirgáfu tón- leikasvæðið. Stemmninguna rigndi þó ekki niður og fjöldi hátíðargesta fagnaði rigningunni. Fólk dansaði, velti sér um / og renndi sér niður brekkur í leðjunni / og afklæddist jafnvel hverri spjör. Eins og á upprunalegu Woodstock-hátíðinni létu menn rigninguna ekkert á sig fá og einn hundblautra hátíðargesta sagði: „Sú upplifun að skemmta sér með öllu þessu fólki er þess virði. Á meðal \ 200.000 manns hef ég aðeins hitt ( einn fábjána og ég kem til með að segja bömum mínum söguna af Woodstock ’94 þegar fram líða tímar.“ X / Ný ögrandi mynd frá Pedro Almodóvar. KIKA er ein vinsælasta myndin í Evrópu í ár og fatnaðurinn, sem Jean Paul Gaultier hannaði fyrir myndina, er heitur tískuvarningur. Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers vakti lukku með líf- legri sviðs- framkomu. LINDA Latzlberger sveiflar hári sínu meðan hún leikur sér í leðjupolli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.