Morgunblaðið - 23.08.1994, Síða 4

Morgunblaðið - 23.08.1994, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ Margir segjast hafa fengið bót meina sinna RÚMLEGA 4 þúsund manns sóttu samkomu hjá bandaríska sjónvarpsp- rédikaranum Benny Hinn í Kapla- kríka í Hafnarfírði í fyrrakvöld. Þurfti mikill fjöldi frá að hverfa, sumir telja á annað þúsund. Áð sögn viðstaddra telja margir að þeir hafi fengið lækningu á sam- komunni. Mikil stemmning í húsinu, mikill söngur og önnur tónlist. Hafliði Kristinsson, forstöðumaður Fíiad- elfíusafnaðarins, túlk- aði fyrir Hinn. í prédik- uninni lagði Hinn út frá 1. kafla, 1. versi Jó- hannesarguðspjalls þar sem segir: „I upphafi var orðið, orðið var hjá guði og orðið var guð.“ Hafliði segir að Hinn hafí sagt að Jesús væri ekki bara til, hann væri tilveran sjálf. „Hann lagði geysilega áherslu á að Jesús væri sá sem læknaði, hvorki Benny Hinn né neinn annar. Við gætum beðið til guðs í Jesú nafni og þar í ættum við fyrirheitin," sagði Hafliði. Hundruð komu upp Eftir prédikun bað Hinn fyrir fólki úti í sal. Síðan spurði hann hvort það hefði upplifað kraft eða sérstaka til- finningu, hvort það fyndi fyrir lækn- ingu og ef svo væri, þá bað hann það að koma upp. Að sögn Hafliða komu þá fleiri hundruð manns upp að sviðinu og margir sögðu frá því sem þeir hefðu upplifað, einhvers konar snertingu eða lækningu. Hinn bað fyrir mörgum sem komu upp og segist Hafliði hafa heyrt af mörgum sem höfðu reynt kraftaverk. Hafliði segir að Hinn leggi mikla áherslu á að fólk leiti læknis tíl að fá staðfest- ingu þess að það hefði hlotið lækn- ingu. Aðspurður um þá gagnrýni sem fram hefur komið um að sá bati sem fólk upplifír á svona samkomum sé ekki varanlegur sagði Hafliði: „Margir sem komu inn upplifðu eng- an bata, hvorki stundarbata né lengri, það er allt til í því. Sumir upplifðu, að því er virðist, fullan bata, sumum leið betur án þess að geta sagt að þeir væru alveg heilir. Aðrir sögðu að þeir hefðu ekki fund- ið fyrir neinu sérstöku.“ Hafliði seg- ir að Hinn leggi mikla áherslu á að stærsta kraftaverkið sé aldrei líkam- leg lækning, heldur það að einstakl- ingurinn fái fyrirgefn- ingu synda sinna og samfélag við guð. Aðspurður sagði Hafliði að lækningar Hinns fælust eingöngu í bænum og fyrirbænum og djúp gjá væri á milli samkoma eins og þeirra sem Hinn stæði fyrir og miðilsfunda. Veit ekki hvað gerist Aðspurður um það hvað gerðist þegar fólk hnigi niður við snertingu Hinns sagði Hafliði: „Það er talað um að fólk falli fyrir krafti heilags anda, þetta gerist mikið á samkomum. Allir sem ég hef talað við upplifa notalegheit, kraft guðs og nærveru hans. Hinn veit í raun ekki hvað gerist," sagði Hafliði. Hafliði segir að meðal þeirra sem hlutu lækningu á samkomunni hafí verið kona sem gekk við hækjur þeg- ar hún kom upp en gat gengið ein og óstudd eftir að Hinn hafði beðið fyrir henni. Þá sagðist Hafliði vita um ungan mann sem hefði verið slæmur í hnjám í mörg ár og átti að skera hann upp í gær. Á samkom- unni hurfu verkir í hnjánum og mað- urinn ákvað að fresta aðgerðinni. Ætlar að koma aftur Hinn kom til landsins á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Ómega. Eirík- ur Sigurbjömsson, framkvæmda- stjóri stöðvarinnar, segir að Hinn hafi komið til landsins á eigin kostn- að. Samskotum var safnað á sam- komunni og segir Eiríkur að það fé sem safnaðist hafí farið í að greiða fyrir kostnað hérlendis, húsaleigu o.þ.h. Hann segþr að samskotaféð dugi ekki til en Hinn muni greiða það sem upp á vantar. Hann hefur til þess stuðning safnaðar síns í Flórída sem er mjög stór. Eiríkur segir að Hinn ætli sér að koma aftur til íslands en ekki hefur verið ákveð- ið hvenær það verður. Þá muni verða reynt að standa fyrir fleiri samkom- um. Benny Hinn og íeiagasamtoK. : Oryggl vid---------- - fyrir verktaka, vinnuvélaeigendur og sveitarfélög. Að eldasl með reisn - fyrir félagasamtök, heilsugæslustöðvar og sveitarfélög. Suðurlandsbraut 20, símar 35150 og 31920, símbréf 688408. FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir RAGNAR Stefánsson jarðskjálftafræðingur með útprentanir úr jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í gær. Ovarlegt að gera ráð fyrir að hrinan sé búin LÍTIL virkni var á jarðskjálftasvæð- inu í nágrenni Hveragerðis á sunnu- daginn og í gær, og segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu íslands að ekki sé hægt að útiloka að í framhaldið komi skjálfti sem yrði jafnvel eilítið stærri en þeir stærstu sem komið hafa hing- að til. Segir hann óvarlegt að gera ráð fyrir að skjálftahrinan sé búin, en það sé heldur ekki hægt að úti- loka að þau höft í jarðskorpunni haldi sem nú er eftir að btjóta. í framhaldi af skjálftanum sem varð síðastliðið föstudagskvöld kl. 19.19, en. hann varð efst uppi í Reykjadal um 3-4 km norðvestur af Hveragerði, var mikil skjálftavirkni fram á laugardag en þá dró hratt úr virkninni eftir því sem leið á dag- inn. Kl. 16.40 kom svo stærsti skjálftinn til þessa, en upptök hans voru á mjög svipuðum slóðum og mældist hann 4,2 á Richterkvarða. Mikil virkni var síðan fram eftir sunnudagsmorgninum enn verulega dró úr henni þegar leið á daginn. Síðdegis í gær var ennþá lítil virkni, eða 10-15 smáskjálftar á klukku- stund. Ragnar sagði að frá því á föstudag og laugardag hefðu hreyfíngarnar heldur færst fjær Hveragerði eða á svæði um 5 km norðan og norðvest- an Hveragerðis. Nýr sveit- arstjóri á Raufarhöfn GUNNLAUGUR Júlíusson hagfræð- ingur Stéttarsambands bænda hefur verið ráðinn sveitarstjóri á Raufar- höfn. Guðmundur Guðmundsson sem verið hefur sveitarstjóri á Raufarhöfn und- anfarin þrjú ár hefur tekið við starfí sveitar- stjóra á Hvamms- tanga. Gunnlaugur Júlíusson stundaði Júlíusson nám í búnaðar- hagfræði við háskóla í Svíþjóð og Danmörku og að loknu prófí árið 1987 var hann ráðinn til Stéttarsam- bands bænda. Þar hefur hann starfað síðan að undanskildu einu og hálfu ári sem hann starfaði í landbúnað- arráðuneytinu. Eiginkona Gunnlaugs er Sigrún Sveinsdóttir lyfjafræðingur og eiga þau þrjú börn. -----» ♦ ♦----- Prestskosningar á Selfossi Einn dró sig til baka Selfossi, Morgunblaðið. EINN frambjóðenda við prestskosn- ingar á Selfossi, séra Guðmundur Guðmundsson, hefur dregið fram- boð sitt til baka. Þrír verða í kjöri, séra Gunnar Sigutjónsson, séra Haraldur M. Kristjánsson og séra Þórir Jökull Þorsteinsson. Kosning- in fer fram 10. september. Allur loðnuflotinn í grænlenskri lögsögu MESTALLUR íslenski loðnuflotinn, upp undir 30 skip, er kominn til veiða í grænlenskri lögsögu sunnan Scoresbysunds. Fjögur skip lönduðu fullfermi á Siglufírði í gær en þróar- rými á Bolungarvík var þrotið. Að sögn Eggerts Jónssonar, stýrimanns á Svani RE, er loðnan stór og falleg en hún er dreifð. Fjórtán köst þurfti til að ná fullfermi um borð í Svan- inn. Hjálmar Vilhjálmsson telur hugsanlegt að veiðistofninn haldi sig í námunda við Grænland fram á haust. Auk Svans lönduðu á Siglufírði í gær Örn, Kap og Þórshamar, allir með fullfermi. Frá upphafi loðnu- vertíðar hafa borist á land um 160 þúsund tonn frá íslenskum skipum. Við Grænland hafa veiðst undan- farna daga um 10 þúsund tonn og eru um 3-4 þúsund tonn komin á land. Styst er að fara til Bolungar- víkur af miðunum en þar er þróar- rými eins og fyrr segir þrotið. Þórð- ur Jónsson, rekstrarstjóri hjá SR- mjöli á Siglufirði, sagði að vertíðin nú hefði farið betur af stað en oft áður. „Ég held að það trúi því allir að það sé mikið til af loðnu og flestir hallast að því að útlitið sé bæri- legt,“ sagði Þórður. Sjö norskir bátar Eggert Jónsson, stýrimaður á Svaninum, sagði að það hefði tekið einn og hálfan sólarhring að fylla bátinn. „Við köstuðum fjórtán sinn- um og það þarf því að hafa virkilega mikið fyrir þessu. Loðnan er dreifð og ekki mikið af henni. Það er líka mikið af bátum þarna og ég heyrði talað um að þarna væru sjö norskir loðnubátar," sagði Eggert. Hann sagði að svipuð aflabrögð hefðu ver- Um 10.000 tonn hafa fengist af loðnu sunnan Scoresbysunds ið hjá öðrum bátum. Hann sagði að miðin væru suður af Scoresbysundi í um 50 sjómílur frá landi. Um sext- án tíma stím er til Siglufjarðar af miðunum. Hjálmar Vilhjálmsson, fískifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði að mjög hlýtt hefði verið norð- ur í höfum í sumar. Af þeim sökum væri talið langlíklegast að loðnan héldi sig mjög vestarlega sem virðist hafa gengið eftir. „Það hefur verið þarna mikill ís að undanförnu og er það kannski ástæðan fyrir því að engin loðna hefur fundist fyrr en núna,“ sagði Hjálmar. Dæmi um að loðnan haldi sig við Grænland Hann sagði að þegar sunnanáttir eða hálfgerðar áttleysur ríktu á þessum slóðum virtist eins og renns- listruflun yrði í sundinu milli Vest- fjarða og Grænlands og rekís hlæð- ist upp norður fyrir sundinu sem loðnan lenti undir. „Þess eru dæmi, síðast 1988, að nánast allur veiði- stofninn haldi sig þarna vestur í sundi og austur úr Scoresbysundi langt fram eftir hausti. Það er margt sem bendir til þess að svipað sé upp á teningnum núna,“ segir Hjálmar. Hann segir það óheppilegt haldi loðnan sig fram á haust milli Vest- fjarða og Grænlands vegna mikilla strauma þar og vondra haustveðra. Heppilegra sé út frá veiðisjónarmið- um að hún haldi sig norðar í hafinu. Veitt samkvæmt samningi Samkvæmt þríhliða samningi |s- lands, Noregs og Grænlands er ís- lendingum heimilt að veiða ótak- markað magn loðnu innan græn- lensku lögsögunnar á hvaða tíma sem er. Lítil framleiðsla hefur verið und- anfarið á mjöli og lýsi. Gunnar Pet- ersen hjá Bernhard Petersen hf. kveðst telja að cif-verð á loðnumjöli sé núna um 320 sterlingspund á hafnir í Norður-Evrópu, sem er svip- að og í fyrra. Flestir stærstu lýsis- kaupendurnir hafa hins vegar birgt sig upp og þurfa ekki lýsi fyrr en í október-nóvember og sumir jafnvel ekki fyrr en um áramót. Gunnar telur að það fengjust um 290 dollar- ar fyrir lýsistonnið nú. í fyrra feng- ust allt upp í 360-370 dollarar fyrir tonnið. > : ' > E i i i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.