Morgunblaðið - 23.08.1994, Side 19

Morgunblaðið - 23.08.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 19 Deng Xiaoping níræður Sænsk hneyksli eftir pöntun Sóst eftir óþægilegum upplýsingum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. VALDAMESTI maður kínverska kommúnistaflokksins, Deng Xia- oping, varð níræður í gær. Honum til heiðurs var, meðal annars, sett upp ljósmyndasýning í Peking þar sem þessi ónefndi borgarbúi leit inn. Stærsta blað landsins, Dngblnð alþýðunnar, birti á forsíðu tíu ára gamla mynd sem sýndi leiðtogann glaðlegan, brosandi og reykjandi sígarettu, og leiða fréttaskýrend- ur getum að því, að myndin hafi átt að slá á myndina af veikluleg- um og titrandi Deng sem kom fram í sjónvarpi í febrúar. I leið- ara blaðsins var Deng hrósað fyr- ir þjóðfélagsumbætur, sem hafi gert Kínveijum mögulegt að efn- ast, og voru þær sagðar jafn mikil- vægar og marxisminn, lenínism- inn og hugmyndir leiðtogans mikla, Maos Tsetungs. Kommúnistaflokkurinn hefur veðjað öllu á hugmyndir Dengs um aukið frelsi í efnahagsmálum, um leið og alræði flokksins í sljórnmálum er treyst í sessi. For- ysta flokksins vill fyrir alla muni forðast alla óvissu í stjórnmálum, sem gæti fylgt í kjölfar fráfalls Dengs, og aftekur með öllu mögu- Ieika á valdabaráttu að Deng gengnum. Deng lét formlega af embætti í stjórn landsins fyrir fjórum árum, en hefur í raun ráðið því að flokkurinn hefur sæst á kapít- alískar hugmyndir sem einu sinni voru forboðnar, allt frá verðbréfa- mörkuðum til fasteigna einstakl- inga. Efnahagsumbæturnar hafa komið af stað í Kína einhveijum hraðasta hagvexti i heiminum, og hefur hann verið um 13 prósent tvö ár í röð. EFTIR hneykslismál í sænsku at- vinnulífi undanfarna mánuði hafa forstöðumenn ýmissa öryggis- og upplýsingaskrifstofa, sem taka að sér verkefni fyrir einkaaðila, upplýst að iðulega sé leitað til þeirra eftir upp- lýsingum, sem komið geti höggi á leiðandi menn í stjórnmalum og at- vinnulífi. í Bandaríkjunum er það alþekkt fyrirbæri að ýmsir hafa at- vinnu af því að leita eftir slíkum upplýsingum, en ekki hefur áður vitnast um slíka starfsemi á Norður- löndum. Búist er við að einhver hneykslismál komi brátt upp á yfir- borðið, því þingkosningar verða í Svíþjóð í september. í grein í Svenska Dagbladet í vik- unni er haft eftir Lars Moberg, yfir- manni öryggis- og upplýsingafyrir- tækis, að meðal þeirra, sem starfi í þessum geira, sá álitið að afsögn tveggja leiðandi manna í Svíþjóð undanfarið, eftir að blöðin höfðu birt fréttir um þá, eigi rætur að rekja til þess að markvisst hafi verið safnað upplýsingum um þá og þeim síðan lekið til fjölmiðla. I vor neyddist Stig Malm, fyrrum formaður sænska Al- þýðusambandsins, til að segja af sér, eftir að blöðin höfðu birt fréttir um launasamninga, sem hann hafði gert við yfirmenn í fyrirtækjum, tengdum verkalýðshreyfingunni. Aukin eftirspurn Lars Moberg segir að fyrirtæki, sem taka að sér að sjá um öryggis- mál og leita upplýsinga um fólk, nokkurs konar spæjaraskrifstofur, fái í æ ríkari mæli beiðnir um að safna upplýsingum um ákveðna að- ila. Þær séu þess eðlis, að greinilega eigi að nota þær annaðhvort til að ná tökum á viðkomandi, eða til að koma þeim á framfæri við flölmiðla. Þeir sem panta slíkar athuganir eru að leita eftir atriðum, sem orka tví- mælis á einhvern hátt og sem hafa á sér hneykslisblæ. Þessi upplýsingaleit er ný í Sví- þjóð, en eftirspurnin eykst hröðum skrefum. Þó það hafi lengi tíðkast að reyna að koma höggi á til dæmis pólitíska andstæðinga er það nýtt að upplýsingum skuli safnað mark- visst og greitt fyrir þá söfnun. Slík starfsemi er þróuð bæði í Bandaríkj- unum og Bretlandi, þar sem stjórn- málahneyksli eru fastir liðir. Að sögn Mobergs berast pantanir um slíkar persónunjósnir bæði frá opinberum aðilum og einkaaðilum. Hann segist nú hafa í athugun þrjá leiðandi aðila í sænsku þjóðlífí, eftir að hafa fengið pantanir þar að lút- andi. Ef þeir sem panta vilja koma upplýsingunum áleiðis til almennings er haft samband við blaðamann sem fær nægja vitneskju um málið til að geta komið saman frétt. Þegar málið er komið á kreik eru venjulega ein- hveijir sem vilja bæta við vitneskjuna og málið rúllar sjálfkrafa af stað eins og snjóflóð. Blaðið hefur eftir Mo- berg að blaðamennirnir séu mikil- vægasta vopnið í þessu atriði máls- ins. Ef vel tekst til, frá sjónarhóli þeirra, sem komu málinu af stað, lýkur því svo með afsögn þess, sem málið snýst um. Það eru öryggis- og eftirlitsfyrir- tæki í einkaeigu, sem beðin eru um að leita upplýsinganna. Fyrirtækin eru undir venjulegu eftirliti hins opin- bera hvað bókhald og annan rekstur varðar, en ekki um einstök verkefni. Meginverkefni flestra fyrirtækjanna eru næturvarsla og eftirlit á mann- lausum svæðum, til dæmis bygging- arlóðum, en njósnastarfsemin er að- eins lítill hluti reksturs þeirra. Ernesto Zedillo hrósar sigri í forsetakosningumim í Mexíkó Með litla per- sónutöfra en vel unna stefnuskrá Mexíkó. Reuter. Reuter ERNESTO Zedillo, forsetaframbjóðandi Byltingarfiokksins í Mexíkó, lýsir yfir sigri sínum í kosningunum sem haldnar voru á sunnudag. ERNESTO Zedillo, leiðtogi Bylting- arflokksins (PRI) sem hrósaði sigri í forsetakosningunum í Mexíkó á sunnudaginn, skaut snögglega upp á stjörnuhimininn í mexíkóskum stjórnmálum með loforðum um aukið frelsi í viðskiptum og herta baráttu gegn djúpstæðri spillingu. Hann er 42 ára, og álitinn hæfur tæknikrati með vel unna stefnuskrá, en heldur skorta persónutöfra, og það gæti reynst honum þrautin þyngri að auka lýðræði í landinu án þess að missa völdin sjálfur. Þegar búið var að telja um 15 prósent atkvæða í gær hafði Zedilio örugga forystu á Diego Fernandez de Cevallos í Þjóðarflokknum og Cuauthemoc Cardenas í Demókrata- flokknum. Óspennandi Zedillo kom fram á sjónarsviðið í lok mars, eftir að frambjóðandi Bylt- ingarflokksins, Luis Donaldo Colosio var myrtur á kosningafundi í Tiju- ana. Þrátt fyrir andstöðu innan flokksins tilnefndi fráfarandi forseti flokksins, Carlos Salinas de Gortari, Zedillo sem eftirmann sinn og tryggði þannig frekari framgang efnahagsumbóta sinna. Það varð úr að flokksmenn fylktu liði að baki nýja frambjóðandanum, og sérfræð- ingar lögðu nótt við dag við að breyta ímyndinni sem landsmenn höfðu af honum sem vel gefnum en heldur óspennandi manni. „Við höfðum tæpa fimm mánuði til þess að breyta honum úr óþekkt- um tæknikrata í forseta," sagði einn helsti ráðgjafi hans. Lögð var áhersla á ímyndina um drenginn sem ólst upp í verkamannastétt, en gat unnið sig upp með dugnaði og góðum gáf- um. Faðir Zedillos var rafvirki, móð- ir hans hjúkrunarkona og sjálfur gekk hann í lítt þekktan háskóla áður en hann hélt til náms í útlöndum og tók að lokum doktorspróf í hag- fræði frá Yale-háskóla. Fyrir kosn- ingarnar á sunnudaginn hafði hann aldrei verið í framboði til opinbers embættis. Þungur róður í kosningabará'ttunni kynnti Ze- dillo hveija 10 þrepa áætlunina af annarri um efnahaginn, réttarkerfið, lýðræðið, landbúnaðinn, fátækt og heilbrigðismál, auk stjómarfarsins. Fréttaskýrendum þótti hann oftar minna meira á stjórnarandstæðing en arftaka forsetans, þar sem hann beitti sér gegn spillingu innan lögreglunnar og sérsveita hersins og lofaði að byija nýja lýðræðistíma, eftir áratuga einræði. Hann leggur til að stofnaður verði sjóður til þess að standa straum af verkefnum við uppbyggingu innanlands og ráðstöfunum til þess að auka einkafjárfestingu, og væntir þess að hagvöxtur aukist um að minnsta kosti 3,8 prósent fyrir vikið. Fáir stjórnmála- og fréttaskýrend- ur hafa efast um ágæti áætlana Zedillos, en hann hefur verið gagn- rýndur fyrir að skorta pólitíska hæfi- leika til þess að fylgja þeim eftir og koma á jafnvægi í stjórnmálum landsins. Hann segist vilja styrkja löggjafarþingið, dreifa valdinu og bæta samskiptin við aðra flokka. En þar eð Zedillo verður að líkind- um fyrsti forsetinn sem er kjörinn með innan við 50% atkvæða og stendur frammi fyrir sterkri stjórn- arandstöðu á þinginu, má búast við því að hann verði gagntýndur af meiri óvægni en nokkur foivera hans. Það er hefð fyrir því í Mexíkó að forsetinn hafi allt að því alræðis- vald, en það eykur á vanda Zedillos að sú hefð sætir nú sífellt meiri gagn- rýni, bæði innan flokks hans sem utan. Dúdajev sakar Rússa um íhlutun DZHOKHAR Dúdajev, leið- togi Kákasushéraðsins Tsjetsjníju, sem hefur lýst yfir aðskilnaði frá Rússlandi, sak- aði Rússa um hernaðaríhlutun í héraðinu á sunnudag. Hann sagði á útifundi í Grozny að 30 brynvarðar bifreiðar hefðu farið frá Rússlandi á yfirráða- svæði andstæðinga hans í norðurhluta héraðsins. „Þar eru einnig leiðbeinendur og málaliðar úr rússneska hern- um,“ var haft eftir Dúdajev. Tyminski fram að nýju PÓLSKI kaupsýslumaðurinn Stanislaw Tyminski lýsti því yfir um helgina að hann hygð- ist bjóða sig fram að nýju í forsetakosn- ingum, sem haldnar verða á næsta ári. Jafnfram lýsti Tym- inski því yfir að úrslitum forsetakosn- inganna árið 1990 hefði verið hagrætt en þá tapaði Tyminski fyrir Lech Walesa. Ólga á fjár- málamarkaði RÓRRA var yfir fjármála- mörkuðum í ísrael í gær eftir mikla ólgu um helgina, en á sunnudag hrundi verð hluta- bréfa um 10% vegna frétta um að ríkisstjórnin hygðist koma á fjármagnstekjuskatti. Búist er við að mikil óvissa muni ríkja áfram vegna áætlana stjórnarinnar. Samstarfi við sósíalista hafnað VINSTRIFLOKKAR í Þýska- landi höfnuðu í gær samstarfi við Flokk lýðræðislegs sósíal- isma (PDS), sem fyrrverandi kommúnistar í Austur-Þýska- landi stofnuðu, eftir að hann hafði lofað að styðja þá ef þeir færu með sigur af hólmi í þingkosningunum í október. Jafnaðarmannaflokkurinn og Græningjar sögðust ekki ætla að mynda minnihlutastjórn, sem yrði að treysta á stuðning PDS, jafnvel þótt slíkt yrði til þess að koma stjórn Helmuts Kohls frá völdum. Nágrannar Iraka þinga ÞRJÚ nágrannaríki íraks með kúrdíska minnhlutahópa hófu viðræður í Damaskus á sunnu- dag til að leita leiða til að binda enda á bardaga stríð- andi fylkinga Kúrda í norður- hluta Iraks. Utanríkisráðherr- ar Tyrklands, Sýrlands og. ír- ans tóku þátt í viðræðunum og Mumtaz Soysal, utanríkis- ráðherra Tyrklands, sagði að bardagar milli Föðurlands- sambands Kúrdistans (PUK) og Lýðræðisflokks Kúrdistans (KDP) stefndu öryggi þessa heimshluta í hættu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.