Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 21

Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 21 LISTIR Einn glæsilegastibíll landsins Honda Legend Coupe árgen Ríkulega búinn, t.d. klæðning að innan úr Ijósu leðri, rafstýrð sæti með minnisstillingu, tölvustýrð loftkæling samkvæmt hitamæli, rafdrifin huröalokun fjarstýrð hurðalæsing, hraðalæsing (cruise control), ABS bremsukerfi o.fl. Ekinn 14.610 km. Verð 3.800.000 HONDA, Vatnagöröum 24, sími 689900 Magnaður Mótettukór TONLIST Skálholtskirkja ÓRATÓRÍAN SÁL EFTIR HÁNDEL Mótettukór Hallgrímskirkju og hljómsveit undir stjóm Harðar Askelssonar. Einsöngvarar: Andreas Schmidt, Hrafnhildur Guðmunds- dóttir, Karl-Heinz Brandt, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Margrét Bóasdóttir, Marta G. Halldórsdóttir, Snorri Wium og Heimir Wium. HÖRÐUR Áskelsson, Hann- fried Lucke og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. GEISLADISKVÆÐING síðustu 12-14 ára, ásamt leit plötuútgefenda að óþvældu klassísku efni, hefur framkallað hálfgerða Ilándel-bylgju. Það hefur nefnilega komið í ljós, að ítölsku óperur hans — sem þykja lítt sviðsvæniegar nú á dögum — henta ljómandi vel hæg- indastólum heimilanna. Ensku óratór- íurnar hans gera það ekki síður. En þó að óratór- íur Hándels hafi flestar haldið vin- sældum sínum á heimaslóðum, þá eru þær enn nán- ast- óþekktar í konsertsölum utan Bretlands; eða hver man hér á landi eftir öðru en Messíasi? Kannski fer þetta loks að breytast. Ef Sál er marktæk vfs- bending, þá leyn- ist sitthvað af gulli og gimstein- um meðal óratór- ía „saxans“ sem löngu er tímabært að endurvekja, því tóndrama hans og Charles Jenn- ens úr Fyrri Samúelsbók var sann- kölluð opinberun á að hlýða. Fjöl- breytni, hugmyndaauðgi og drama þessa 2'h klst. barokverks (frumfl. 1739) eru með ólíkindum. Flutningur hljómsveitar, einsöngv- ara og — umfram allt — kórs — var með enn meiri ólíkindum. Undirritað- ur hefur engar handbærar upplýs- ingar um, hvort Sál hafi verið flutt áður á íslandi, en það má einu gilda, frammistaða aðstandenda nægði fyllilega til að gera þennan flutning að eftirminnilegum atburði í íslenzku tónlistarlífi. Fyrir Mótettukórinn var þetta stórsigur. Nákvæmur og hreinn hef- ur hann löngum verið, en ég minnist ekki að hafa heyrt slíka dýpt, slíkan kraft, slíkan sveigjanleika og slíka sönggleði frá kórnum áður, og kann hin frábæra akústík Skálholtskirkju að hafa verið dropinn sem fyllti gleði- bikar söngfólksins, auðvitað að ógleymdri frábærri og gefandi stjórn Harðar Áskelssonar. Það hvarflaði að mörgum áheyrandanum þetta laugardagssíðdegi, hvort hér færi ekki réttmætur áskorandi að titlinum „Bezti blandaði kór landsins". Of langt mál yrði að telja upp gæsahúðaraugnablikin; tónverkið var fleytifullt af snjöllum atriðum, sem sum vissu fram á Messías, sum alla leið fram á síðklassísku og frum- rómantísku skeiðin. Á stangli mætti nefna Dauðamarsinn og org- el/flautudúóið, „draugamúsíkina“ í Endor, öll stemningsmálverkin í millispils-„sinfóníum“, klukkuspils- atriðið er konur hylla sigur Davíðs á Golíat. .. Staðirnir eru legíó. Sumu virðist maður hafa heyrt ávæning af í seinni tíma tónverkum (t.d. klukku- spili drengjanna í Töfraflautu Moz- arts (‘Das klinget so herrlich’)). Sumt endurómar fyrri tíma (stefið úr 3ja radda invensjón Bachs í a-moll er t.d. nauðalíkt orgelintrói Allegro- kafla sinfóníunnar í öðrum þætti (eft- ir kórinn Is there a man, í þeim kór er svo reyndar strófa (‘He makes them yield to virtue’s charms’) sem minnir sterklega á In dulci jubilol). Þannig mætti halda áfram, en eft- ir situr, hvað tónlistin er samt sem áður ótrúlega fersk og frumleg á 257. aldursári. Einsöngvarar stóðu sig með stakri prýði. Stjarnan meðal hinna erlendu gesta var, eins og við var að búast, barytonsöngvar- inn Andreas Schmidt, sem hafði greinilega öll tögl og hagldir á hlutverki Sáls. Bar hann að öðr- um ólöstuðum af hvað varðar tján- ingardýpt og textatúlkun, auk þess sem rödd hans — e.k. sam- bland af Kieth Engen, Franz Crass og Fischer- Dieskau — er sannkallað hun- ang fyrir eyrað. Er á engan hallað, þótt fullyrt sé, að aðeins Sigrún Hjálmtýsdóttir í hlutverki Merabar hafi staðið þess- um hvalreka sum- arsins á sporði, aríunni Author af söng af frábærri með hápunkti í peace, sem hún geislandi mýkt. Það sást ekki gjörla, aftast úrtroð- fullri kirkjunni, hvort upptökuhljóð- nemar væru mættir á staðinn. Hafi svo ekki verið, er það skandall. Ríkarður Ö. Pálsson .. ...*'«■* STARFSFÓLKIÐ sem stóð að afgreiðslu bókanna, Lilja, Guðný, Anna og Sesselía. Bókatilboð Fróða ÖLLUM skuldlausum áskrifendum hjá tímaritaút- gáfunni Fróða stóð til boða að fá ókeypis bók fyrir 1. ágúst sl. I fréttatilkynningu frá útgáfunni kemur fram að alls lögðu um 500 manns leið sína á skrif- stofu fyrirtækisins í sumar til að ná sér í bók fyrir sumarleyfið. Áskrifendur gátu valið milli 10 titla úr ólíkum flokk- um bóka, barnabóka, ævisagna, skáidsagna, ungl- ingabóka og heimildarbóka. Sú bók sem naut mestra vinsælda var spennusagan Ekki er allt sem sýnist eftir Jeffrey Archer, saga Rósu Ingólfsdóttur skráð af Jónínu Leósdóttir fylgdi fast á eftir og ævisaga Sigurðar Ólafssonar, I söngvarans jóreyk skráð af Ragnheiði Davíðsdóttur, var þriðja vinsælasta bókin. ■■ H&M Rowells PONTUNAR- m RCWELLS 300 SIÐNA PONTUNARLISTI SENDUR HEIM Náðu þér í nýja haust- og vetrarlistann frá H&M Rowells, 300 blaðsíður af góðum og fallegum fatnaði á dömur, herra og börn á mjög hagstæðu verði. Hringdu í síma 91 884422 eða fylltu út þessa auglýsingu og sendu okkur í pósti og þú færð listann sendan um hæl gegn 350 kr. greiðslu. NAFN HEIMILISFANG POSTNR./STAÐUR » FYRIR ALLA f ►FJOLSKYLDUNNN H&M Rowells ► Kringlunni 7 103 Reykjavík^Fax91-884428 UTSALA io-6o O Opið lammrdag kl. 10-16. o AFSL. © SPORTBÚDIN Ármúla 40.Simar 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.