Morgunblaðið - 23.08.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 23.08.1994, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. 1 lausasölu 125 kr. eintakið. CASTROI TÍMAHRAKI EFTIR andlát Kim Il-sung er Fidel Castro, forseti Kúbu, síðasti fulltrúi kaldastríðskynslóðar komm- únistaleiðtoga, sem enn er við völd. Á meðan ríki Austur- Evrópu stefna hraðbyri inn í samfélag vestrænna þjóða og jafnvel stjórnvöld í Norður-Kóreu eru farin að þreifa fyrir sér með stjórnmálsamskipti við Bandaríkin þrjósk- ast Castro enn við. Á nýlegum fundum með öðrum þjóðarleiðtogum í Róm- önsku-Ameríku hefur hann verið hvattur til að snúa við blaði og taka upp lýðræði og markaðshagkerfi á Kúbu. Það er þó harla ólíklegt að hann verði maðurinn, sem breyti því kerfi, er hann kom sjálfur á í kjölfar byltingar- innar fyrir 32 árum. í heimsókn í Kólumbíu fyrr í mánuð- inum viðurkenndi hann vissulega að margt væri að á Kúbu og að óánægja almennings væri ekki ástæðulaus. En í stað þess að viðurkenna gjaldþrot hitabeltissósíalis- mans varpaði hann ábyrgðinni á ástandinu yfir á Vestur- lönd og þá sér í lagi Bandaríkin. Orsök efnahagslegrar örbirgðar þegna sinna sagði hann að rekja mætti til við- skiptabanns Bandaríkjanna á Kúbu. Ummæli af þessu tagi boða ekki gott fyrir íbúa Kúbu, hin raunverulegu fórnarlömb Castro-stefnunnar. En þau gætu einnig verið fyrirboði um að hugsanlega verði dag- ar Castro í embætti brátt taldir. Reynsla undanfarinna ára er sú að þeir kommúnistaleiðtogar, sem neituðu að horfast í augu við staðreyndir, og ákváðu að sitja sem fastast er óánægja almennings fór að verða opinber, urðu fljótlega að víkja. „Sagan refsar þeim sem koma of seint,“ sagði Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti og beindi þá orðum sínum til ráðamanna í fyrrum Austur-Þýskalandi. Þau hefðu hins vegar allt eins getað átt við aðra einræð- isherra austantjalds, sem hrökkluðust frá völdum, hver á fætur öðrum á árunum 1989-1990, eða þá Gorbatsjov sjálfan, sem allt í einu varð að horfast í augu við að sagan hafði skilið hann eftir. Ástandið á Kúbu þessa stundina er um margt hlið- stætt því sem var að finna í Austur-Evrópu fyrir fimm árum. Efnahagserfiðleikar síðustu ára hafa gert það að verkum að kjör almennings eru orðin óbærileg. Matvæla- framleiðsla hefur dregist saman um helming frá árinu 1989 og var ekki of mikil fyrir. Sá fæðuskammtur, sem fólk fær úthlutað daglega, dugar vart fyrir einni máltíð á dag. Orsök þessa er ekki að Bandaríkjamenn neita að eiga viðskipti við Kúbu heldur sú ákvörðun Sovétstjórnar- innar árið 1989 að eiga viðskipti við Kúbu á markaðs- grundvelli. Áratugum saman hafði hinni kúbversku blekkingu ver- ið haldið lifandi af Sovétmönnum með gríðarlegum fjár- framlögum. Fólust þau ekki síst í því að Kúbverjum var seld olía langt undir markaðsverði og helsta útflutningsaf- urð þeirra, sykur, keypt á uppsprengdu verði. Er þessum skrípaleik lauk hrundi spilaborg Castros. Rétt eins og í Austur-Evrópu er það nú fólkið sjálft sem hefur baráttuna gegn einræðisherranum. Þúsundir hafa nú þegar flúið yfir hafið til Bandaríkjanna og fyrir skömmu kom til fyrstu fjöldamótmælanna í Havana gegn stjórninni. Það slagorð sem oftast heyrðist var: „Við þol- um þetta ekki lengur". Svari stjórnvalda á Kúbu svipar um margt til við- bragða sósíalistaleiðtoga í Austur-Evrópu. Hundruðum þúsunda var smalað saman á fjöldafund í miðborginni til að lýsa yfir stuðningi við stjórnvöld. Enn heldur þó flótta- mannastraumurinn áfram þrátt fyrir að Bill Clinton for- seti hafi nú horfið frá þeirri stefnu að veita flóttafólki frá Kúbu hæli í Bandaríkjunum. Breytt afstaða Banda- ríkjastjórnar í þessu efni er sérlega athyglisverð og kann að hafa mikil áhrif á Kubu þegar til lengri tíma er litið. Útilokað er að segja til um hversu langur tími mun iíða áður en sagan skilur Castro eftir eða hvort sá tími verður talinn í mánuðum eða árum. Þróunin er samt sem áður hafin og niðurstaðan er óhjákvæmileg. Castro er í tímahraki. Kjötútflytjendur leita nýrra markaða fyrir kindakjötið austan hafs og vestan Reynt að nota viðskiptasam- bönd fisksölu- fyrirtækjanna Víða er nú veríð að leita nýrra markaða fyrir íslenskar kjötvörur utan hefðbundinna mark- aða í Svíþjóð og Færeyjum, og er þá einatt reynt að markaðssetja kjötið sem umhverfís- væna vöru. Vonir standa til að markaðir opn- ist fyrir unnar kjötvörur t.d. í Sviss og Belg- íu, en nokkrir byrjunarörðugleikar hafa verið við að uppfylla settar kröfur um vinnslu kjöts- ins. Hallur Þorsteinsson ræddi við nokkra aðila sem að kjötútflutningnum hafa komið. NÝRRA markaða fyrir íslenskt kindakjöt hefur verið leitað í auknum mæli síðustu misseri og hafa til- raunasendingar meðal annars farið til Sviss, Belgfu og Bandaríkjanna. Hafa framleiðendur m.a. notið að- stoðar Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna og íslenskra sjávarafurða í því skyni að nýta þau viðskiptasam- bönd sem þessi fyrirtæki hafa komið á í fisksölu. Nær allur kjötútflutning- urinn hefur verið á vegum Kjötum- boðsins/Goða og af framleiðslu haustsins 1993 hafa verið flutt út samtals 985 tonn. Langmest hefur farið á hefðbundna markaði í Svíþjóð og Færeyjum, eða 572 tonn til Sví- þjóðar og 181 tonn til Færeyja. Til Japans hafa farið 125 tonn af mjög feitum skrokkum, bæði af fullorðnu og lömbum, og þá hafa 46 tonn ver- ið seld til Grænlands í heilum skrokk- um. Útflutningsbætur voru iagðar af með gildistöku búvörusamningsins 1992, og var ísland meðal fyrstu þjóða til að afnema þær með öllu. Það kindakjöt sem flutt hefur verið út er nær eingöngu svokallað um- sýslukjöt, ?n það er það kjöt sem bændur framleiða umfram kvóta og afsetja á eigin ábyrgð. Ekki er hagnaður af þess- um útflutningi og í Svíþjóð t.d. hafa aðeins fengist um 250 krónur fyrir kílóið af fyrsta flokks kjöti og er skilaverð til bænda almennt um 155 kr., en auk þess hafa þeir fengið greitt sérstaklega fyrir gærurnar. Til þess að útflutningurinn skili ein- hveijum hagnaði er hins vegar talið að bændur þurfi að minnsta kosti að fá um 260 krónur fyrir kílóið og afurðastöðvarnar um 80 krónur. Margir aðilar á mörgum vígstöðvum Ari Teitsson formaður útflutn- ingshóps kindakjöts sagði í samtali við Morgunblaðið að ýmsir aðilar væru nú að reyna útflutning kjöts á mjög mörgum vígstöðvum, en í flest- um tilfellum hefur aðeins verið um smáar tilraunasendingar að ræða. Sagði Ari málið vera mjög flókið og mikla óvissu ríkjandi um framhaldið. Almennt mætti þó segja að vaxandi áhugi væri fyrir því sem kallað hefur verið hreint kjöt eða umhverfisvænt, og langflestir hugsanlegra kaupenda vildu frekar kaupa unnar kjötvörur en kjöt í heilum skrokkum. Þetta kallaði hins vegar á vinnslu kjötsins í sláturtíðinni því vondur kostur væri að þíða upp frosið kjöt, vinna það og frysta síðan aftur og flytja úr landi. Þetta sagði Ari að væri mikið vandamál, og einnig væri það vandamál við sölu á unnu kjöti að léttara er að selja læri og hryggi heldur en framparta. Þá væri það til vandræða að kaupendurnir gerðu mjög strangar kröfur til sláturhús- anna og aðeins hluti húsanna upp- fyllti þær. „Það virðast þó vera vaxandi möguleikar á því að selja íslenska kjötið á hærra verði vegna sannan- legs hreinleika. Við erum hins vegar á ákveðnum byrjunarreit og okkur vantar reynslu í að vinna kjötið og aðstæður til þess í sláturtíðinni, og okkur vantar markaðstengsl og traust sambönd erlendis. Almennt kindakjötsverð á heimsmarkaði er aðeins 160-180 krónur fyrir kílóið komið á hafnir í Evrópu, og það verð getum við einfaldlega ekki framleitt fyrir. Ef við ætlum að ná hærra verði þá verður það því að vera vegna þess að það sé viður- kennt að þetta sé hreinna og betra kjöt en annað, og það þarf að vera vel fram borið, snyrtilega pakkað o.s.frv. Þarna er því mjög mikið verk óunnið á öllum sviðum en mér finnst samt að viðbrögð þeirra kaup- enda sem við höfum verið í sambandi við bendi til þess að þetta sé ekki vonlaust," sagði Ari. Hann gat þess sérstaklega að fyr- ir milligöngu Silfurstjömunnar sem selt hefur eldisfisk til Evrópulanda hefði verið leitað markaða fyrir unn- ið kindakjöt í Sviss og þangað hefðu nokkrar tilraunasendingar farið og gott verð fengist fyrir. Kjötið hefði líkað vel en hins vegar hefði verið fundið að því hvernig það hafi verið unnið. Reynt hefði verið að koma til móts við þær kröfur og sagðist Ari telja að í Sviss væri örugglega mark- aður fyrir íslenska kindakjötið. Engar stórar nýjungar Jóhann Steinsson hjá Kjötumboð- inu/Goða sagði að í auknum mæli væri farið að selja stykkjað og pakk- að kjöt til Svíþjóðar, en hins vegar færu mestmegnis heilir skrokkar til Færeyja, og sama ætti við um feita kjötið sem selt hefði verið til Japan. Til Grænlands voru seld 46 tonn í heilum skrokkum og til Danmerkur voru seld 12 tonn af kældu kjöti í Mjög mikið verk óunnið á öllum sviðum Utflutningur kindakjöts 1970, 1980 og frá 1988 4.397 S?-\ ... 4000tonn 3000 r-, 2000 1000 1970 1980 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 síðustu sláturtíð en í haust stendur til að selja þangað allt að 50 tonnum af kældu kjöti. Til Bandaríkjanna hafa síðan farið 49 tonn af ærkjöti fyrir milligöngu Kaupsýslunnar hf. Hann sagði að á síðasta ári hefðu bændur fengið greiddar á bilinu 151-156 krónur fyrir kílóið af um- sýslukjötinu, en óskastaðan væri hins vegar að þeir fengju í sinn hlut 260 krónur og sláturhúsið 80 krón- ur. Mjög erfitt væri hins vegar að ná því markmiði. „Þetta er í stórum dráttum það sem við höfum unnið á og kannski engar stórar nýjungar á þessum mörkuðum, en í dag erum við auk þessa að undirbúa sölur á kældu kjöti til Þýskalands. Þá eru alltaf þreifingar á möguleikum okkar í Ameríku, en þar erum við í sam- bandi við 2-3 fyrirtæki, og stílum upp á að selja undir því mottói að við séum með umhverfisvænar vör- ur,“ sagði Jóhann. Hann sagði að Kjötumboðið hefði verið með miklar þreifingar um sölu kindakjöts í Belgíu fyrir milligöngu íslenskra sjávarafurða og þar stæðu vonir til að hægt yrði að selja eitt- hvað magn af frosnu kjöti. Sagði hann samvinnuna við fisk- -------- sölufyrirtækið mjög já- kvæða og áhugaverða, en hjá því væri mikil reynsla fólgin í sölumennsku og kunnáttu á markaðnum. held ég að menn þurfi að kanna af gaumgæfni að koma þessu í ein- hvern sölufarveg. Öll sala innanlands hefur að sjálfsögðu forgang og kanna þarf alla möguleika þar,“ sagði hann. Grillkjöt til Svíþjóðar 1.017 tonn Finnur Árnason hjá Sláturfélagi það sem Suðurlands sagði að fyrirtækið hefði aferári flutt út 155 tonn af umsýslukjöti á þessu ári og þá fyrst og fremst til Svíþjóðar og Færeyja. Tilraunir hefðu verið gerðar með sölu krydd- aðs grillkjöts til Svíþjóðar auk gróf- hlutaðs kjöts og kjöts í neytenda- pakkningum. Þá hefði verið mjög góð sala á unnu kjöti í Bónusverslan- imar tvær í Færeyjum og aukning væri fyrirsjáanleg á sölu til verslan- anna. Hann sagði að hjá SS hefði verið lögð áhersla á að vinna kjötið og selja sem merkjavöru. Þannig hefði kjötið í Svíþjóð verið selt undir vörumerkinu Icelamb, en í Færeyjum hefur það verið selt undir SS merk- inu og hafa íslenskar sjónvarpsaug- lýsingar sem aðlagaðar hafa verið með færeyskum texta verið notaðar í Færeyjum og skilað góðum árangri. Langt í land ennþá Aron Reynisson hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sagði að þar á bæ væri verið að skoða hvaða möguleik- ar væru á kjötsölu erlendis, en um væri að ræða frumkvæði SH í fram- haldi af útflutningi á hrossakjöti. Hann sagði hins vegar ljóst að langt væri í land með að íslenska fram- leiðslan stæði jafnfætis erlendri hvað varðar t.d. gæði. „Kjötiðnaður hér á íslandi er mjög aftariega miðað við það sem gengur og gerist í heiminum og hann er í raun og vem staðnaður um tuttugu ár. Þetta hefur verið rekið þannig að ekki hefur mátt eyða neinum pening í endurbætur á slát- úrhúsunum, og það eru kannski ekki nema fimm fullvinnslufyrirtæki á íslandi sem segja má að séu rekin með sómá. Markmiðið hjá okkur hefur verið að gera ekki neitt nema það skili því sem bændur þurfa, en ___________________ 160-170 kr. skilaverð er Æskilegt að bara hreint tap,“ sagði 260 kr. komi í hann Aðrar kjöttegundir Þá sagði Jóhann að einnig hefði ver- ið kannað með sölu á fersku kjöti í Frakklandi, og víðar væri verið að kanna möguleikana á sölu þótt ekk- ert ákveðið hefði enn komið út úr þeim könnunum. Markaður fyrir innmat Kjötumboðið ’nefur að sögn Jó- hanns samið við stórfyrirtæki í Þýskalandi og Bretlandi um verð fyrir innmat sem nota ætti í gælu- dýrafóður, og því hefði verið lögð áhersla á það við sláturhúsin að hirða allan þann innmat úr sláturdýrum sem hingað til hefur að mestu leyti verið grafinn. Sagði hann að það verð sem samið hefði verið um nægði fyrir öllum kostnaði við að hirða inn- matinn og flutning á honum auk þess sem um smávægilegan hagnað væri að ræða. „Okkur er alveg ljóst að það kem- ur innan tíðar að því hér á landi eins og í nágrannalöndunum að bann kemur frá heilbrigðisyfirvöldum við því að grafa sláturúrganginn. Þarna hlut bóndans “““"■■■““ Útflutningur hrossa- kjöts til Japan hófst á vegum Sam- bandsins fyrir tólf árum í smáum stíl, en í dag er staðan hins vegar sú að frekar hefur skort kjöt til út- flutnings en hitt. I fyrra voru flutt út um 60 tonn og er búist við svip- uðu magni á þessu ári. Þá hefur Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna flutt út hrossakjöt á vegum Sláturfélags Suðurlands til Japan og fara viku- lega um 2,5 tonn af úrbeinuðu hrossakjöti, eða sem svarar 50 hross- um á viku. Verðið sem fæst fyrir hrossakjötið er nokkuð sveiflukennt, en algengt er að bændur fái um 25 þúsund krónur fyrir hrossið. Nautgripabændur hafa verið að afla markaða fyrir framleiðslu sína í Bandaríkjunum og fara fyrstu send- ingarnar utan næstu daga. Lands- samband kúabænda hefur samið um sölu á 300 tonnum á ári til verslanak- eðju sem sérhæfir sig í hreinleikavör- um, og ætti skriður að geta komist á þann útflutning líki neytendum kjötið sem nú fer utan en þar er um að ræða 10 tonna tilraunasendingu. ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 27 HÖRÐ VIÐBRÖGÐ VIÐ HÆKKUN Á BENSINVERÐI Samráð eða samkeppni? Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra, segist vera sannfærður um að olíufélögin hafi haft samráð þegar þau hækkuðu verð á bensíni um tvær krónur 18. ágúst sl. Geir Rotterdamverð á blýlausu bensíni 1993-94 200 dollarar/tonn 180 Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, segir í samtali við Egil Olafsson að olíufélögin hafí dregið að hækka eins lengi og þau gátu. FMAMJJÁSON Heimild: Hagstofa Islands, verslunarskýrslur Hámarksverð á bensíni frá d AF INNLENDUM VETTVANGI Akvarðanir olíufélaganna um að hækka verð á bensíni um tvær krónur hafa vak- ið hörð viðbrögð og ásak- anir hafa komið fram um að þau hafi haft samráð. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi ásökun er sett fram, enda hefur bensín hækkað með sama hætti áður, þ.e. um sömu krónutölu á sama degi. „Mér finnst alveg ljóst að þarna hefur átt sér stað samráð. Eg er al- veg klár á því. Forsvarsmenn olíu- félaganna hafá sagt að þeir hafi vit- að hver af öðrum. Hvað er það ann- að en samráð að menn viti hver af öðrum? Olíufélögin hafa lengi kvartað yfir því, að mínu mati með réttu, að þau hafi ekki fengið að stunda frjálsa samkeppni fyrir ríkisvaldinu. Þegar ríkisvaldið loksins gefur lausan tauminn birtist ekki samkeppni. Þá er ekki nema þrennt að gera, að fara með málið fyrir dómstóla, setja bens- ínverð undir verðlagsákvæði aftur eða spytja olíufélögin hvaða trygg- ingar þau geti gefið fyrir því að eðli- leg verðsamkeppni hefjist," sagði Sighvatur Björgvinsson, viðskipta- ráðherra. Hve mikið hækkaði heimsmarkaðsverðið? Heimsmarkaðsverð á bensíni hækkar jafnan á vorin vegna aukinn- ar eftirspurnar. í samræmi við það hækkaði bensínverð á markaði í Rott- erdam í apríl, maí og júní. í júlí stóð verðið í stað, en það sem af er ágúst hefur það hækkað mikið. Olíufélögin eiga að jafnaði birgðir af bensíni til 1-2 mánaða og þess vegna koma verðhækkanir síðar fram hér en ann- ars staðar. Þá ber að hafa í huga að olíufélögin kaupa bensín ekki á dagprísum, þ.e. því verði sem fæst í Rotterdam þann daginn. Flest þeirra kaupa bensín á meðalverði tiltekins tímabils, t.d. meðalverði í 30 daga eða 90 daga. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, staðfesti þetta og segir að menn séu búnir að brenna sig á því hversu varasamt sé að kaupa bensín á dagverði. Þeir hafi oft talið að bensínverð væri búið að ná botni og gert kaupsamn- inga út frá þeirri forsendu, en síðan hafi bensínverð haldið áfram að lækka. Runólfur Olafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir að verslunarskýrslur Hagstofunnar um innkaup olíufélag- anna á bensíni endurspegli ekki stóra verðsveiflu í vor. Óveruleg hækkun FÍB hefur beðið eftir svari frá Samkeppnis- stofnun í rúmt ár á innkaupsverði hefði átt sér stað frá mars til júní. Þessi sveifa gefi alls 'ekki tilefni til þessarar miklu hækk- unar sem varð sl. fimmtudag. Innkaupsverðið er mismunandi Áður fyrr keyptu olíufélögin allt bensín frá Rússlandi á sama verði. Nú hafa olíufélögin meira frelsi og kaupa bensín víða að og ekki öll á sama tíma. Þau ná þannig mismun- -andi samningum um verð og kjör. Þess ber þó að geta að Olís og Skelj- ungur hafa flutt sína bensínfarma til landsins með sama skipi og fylgj- ast því að varðandi innkaupsverð. Geir Magnússon viðurkennir að birgðaverð olíufélaganna geti verið mismunandi vegna ólíkra innkaupa, en hann segir að það þurfi ekki að endurspeglast í útsöluverðinu. Hann segir að ef Olíufélagið myndi lenda í því að gera verri innkaup en keppi- nautarnir myndi félagið bregðast við með því að lækka álagningu sína. Félagið treysti sér ekki til að selja bensín á miklu hærra ______________ verði en keppinautarn- ir af ótta við að við- skiptavinirnir hætti viðskiptum við félagið. Kristinn Björnsson tekur undir þetta og riflar upp að í fyrra ákvað Skeljungur að “ lækka ekki þegar hin félögin lækk- uðu bensínverð um eina krónu. Ástæðan var að stjórnendur félagsins töldu sig sjá að framundan væri gengisfelling. „Það varð allt brjálað. Við vorum skammaðir fyrir rudda- skap og við neyddumst að lokum til að lækka líka,“ sagði Kristinn. Stuttu seinna varð gengisfelling og olíufé- lögin hækkuðu öll bensínverð. Hver er eðlilegur verðmunur? Allir sem skoðað hafa verðmyndun á bensíni á íslandi og það kerfi sem á bak við það liggur eru sammála um að aldrei geti orðið mjög mikill verðmunur á bensíni milli olíufélaga. Mönnum verður hins vegar svarafátt þegar spurt er hver sé eðlilegur munur. Munurinn hefur sjaldan orðið meiri en 10 aurar, en algengast er að hann sé minni, ________________ m.ö.o. að verðið sé það sama. I dag selja Olíu- félagið og Skeljungur 92 oktana bensín á 67,50 kr., en Olís á 67,40 kr. Dæmið snýst við í 98 oktana bensíni þar sem Olís er 10 aurutn fyrir ofan hin félögin, sem selja bensínið á 73,40 kr. Öll olíufé- lögin selja 95 oktana bensín á 69,90 kr. Verðmunurinn á bensíni á íslandi í dag er u.þ.b. 0,15%. Víðast hvar erlendis er verðmunur milli olíufélaga mun meiri. í Þýska- landi er t.d. munurinn frá hæsta og lægsta verði 8-9% og i Austurríki er munurinn 6-8%. í þessum löndum er frelsi í verðlagningu reyndar mun meira en hér á landi. Þar má olíufé- lag vera með mismunandi verð frá 68kr./kg 1 0/ 1993 =1 V |L 1994 66 1 n\ *— Gengi var fellt í lok júní b—j-1 64 FMAMJJÁSONDJFMAMJJÁ einni bensínstöð til annarrar, en hér á landi er hvert olíufélag skuldbundið samkvæmt lögum til að hafa sama verð alls staðar á landinu. Umræður hafa farið fram um að breyta þessu, en samstaða hefur ekki tekist um það vegna andstöðu lands- byggðarinnar, sem óttast að breyt- ingin myndi leiða til þess að bensín- stöðvar á landsbyggðinni verði neyddar til að selja dýrara bensín en á höfuðborgarsvæðinu, þar sem eftir- spurnin er mest. Fáum blandast hug- ur um að ef flutningsjöfnun á bensín yrði afnumin myndi verð á bensíni á höfuðborgarsvæðinu lækka og verð- munur á bensíni aukast. Geir Magn- ússon segir að verðmunurinn milli Reykjavíkur og Vopnafjarðar myndi ____________ að öllum líkindum verða nokkrar krónur ef flutningsjöfnun yrði afnumin. Olíufélögin reka nokkrar olíustöðvar á landsbyggðinni í sam- einingu. Þetta gerir ^““ það að verkum að þau verða að láta hvert annað vita um leið og þau taka ákvörðun um að breyta verðinu. Viðskiptaráðherra hefur sagt að þetta feli í reynd í sér samráð. Talsmenn olíufélaganna hafna þessu og segja ekkert vit í að breyta þessu fyrirkomulagi. Það verði ekki til að auka samkeppni heldur muni kostnaður aukast við olíudreif- ingu. Kristinn Björnsson segir að það sé ekkert vit í því fyrir félögin að reka margar stöðvar á iitlum stöðum. Félögin ættu að gera meira af því að reka bensínstöðvar saman. Samkeppnin kom í veg fyrir hækkun í sumar I fyrra breyttist verð á bensíni níu sinnum til hækkunar og lækkunar, en það sem af er þessu ári hefur verð á bensíni einungis breyst tvisv- ar, þ.e. 1. maí og 18. ágúst. Það er ástæða til að spyrja af hvetju bensín hækkaði ekki fyrr í sumar þegar heimsmarkaðsverð hækkaði. Svarið ligg- ur í því að það hentaði olíufélögunum ekki að hækka í sumar. Bæði Olíufélagið og Skeljungur voru að kynna nýjungar í sölu á bensíni í sumar. Olíufélagið setti safnkortin á markað og Skelj- ungur kom með „Betra bensín". Geir Magnússon staðfestir þetta. „Ég á von á því að það hafi verið erfiðara að hækka í sumar þó að til- efni hafi vissulega verið fyrir hendi. Við vorum á þessum tíma að kynna safnkortin og það hefði ekki verið markaðslegt að fara að hækka á sama tíma og við vorum að kynna Verðmunur á bensíni á íslandi er 0,15%, en 8% í Þýskalandi þessa nýjung. Við treystum okkur ekki til að endurskoða verðið við þessar aðstæður. Það hefði bara ver- ið að skjóta sig í fótinn," sagði Geir. Geir sagði að Olíufélagið hefði minnkað álagningu sína í sumar til að geta haldið verðinu óbreyttu. Heimsmarkaðsverð hækkaði lítið í júlí og sagði Geir að það hefði gefið mönnum ástæðu til að bíða og sjá til. Þá hefði gengið á dollar komið til hjálpar og dregið úr hækkunar- þörfinni. Bensín undir verðlagsákvæði? Samkeppnisstofnun er þessa dag- ana að skoða hvort ásakanir um að olíufélögin hafi haft samráð um að hækka eigi við rök að styðjast. Sam- kvæmt lögum getur Samkeppnisráð tekið ákvörðun um að setja verðlagn- ingu bensíns undir verðlagsákvæði að nýju, en verðlagning bensíns var gefin frjáls fyrir tveimur árum. Georg Ólafsson, forstöðumaður Sam- keppnisstofnunar, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þetta sé einn af þeim möguleikum sem stofnunin sé a_ð skoða. FÍB ritaði Samkeppnisstofnun bréf í maí árið 1993 þar sem óskað var eftir að stofnunin athugaði hvort ol- íufélögin hefðu haft samráð um verð- lagningu á bensíni og þar með brotið samkeppnislög. Einnig að athugað yrði hvort sameiginlegur rekstur olíu- félaganna á nokkrum bensínstöðvum stæðist lög. Samkeppnisstofnun hef- ur ekki enn svarað þessu bréfi. Neytendasamtökin eru mjög gagn- rýnin á ákvarðanir olíufélaganna. „Þetta er í annað skiptið á tiltölulega skömmum tíma sem þau hækka öll sama dag um sömu krónutölu. Við höfum verið mjög hlynnt frjálsri verð- myndun, en við segjum hins vegar að frjáls verðmyndun kemur ekki til greina þar sem ekki er um virka samkeppni að ræðá. Við sjáum enga virka samkeppni. Við sjáum bara samráð. Þar með er grundvöllurinn brostinn. Framkoma olíufélaganna er það gagnrýnisverð að þetta hlýtur að kalla á mjög hörð viðbrögð og að þetta verði hreinlega allt endurskoð- að,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. „Við teljum að verið væri að stíga skref aftur á bak ef bensín yrði sett undir verðlagsákvæði," sagði Geir Magnússon. Kristinn Björnsson tekur undir þetta og spyr hvort með sömu rökum mætti segja að setja ætti Hita- veitu Reykjavíkur, rafmagnsveiturn- ar og Póst og síma undir verðlagsá- kvæði. Hann bendir á að þessi fyrir- tæki hagnist um hundruð milljóna á hveiju ári og spyr hvers vegna rnenn sætti sig við að fyrirtækin taki sér þennan hagnað, en sjái síðan ofsjón- um yfir hagnaði olíufélaganna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.