Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 30

Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ _____________AÐSENDAR GREINAR_ Island - veradum það allt Seljalandsfoss ÞAÐ LIGGUR í eðli mannsins að vilja fræðast um umhverfí sitt sem og alla aðra þætti tilveru sinnar. Það er engin nýlunda að menn leggi land undir fót til þess að sjá með eigin augum þá staði sem markverð- ir þykja fyrir sakir fegurðar eða annars er gerir þá sérstæða. Á síð- ustu áratugum hefur það hins vegar stórlega færst í vöxt að fólk fari Um land sitt eða leggi leið sína um framandi lönd til þess að skoða og kynnast af eigin raun náttúru þeirra. Af sjálfu leiðir að aukin umferð fólks, hvort sem það er gangandi, akandi eða ríðandi, skap- ar mikið álag og jafnvel umhverfis- vanda á fjölförnustu stöðum. Þessi vandi varð ekki umtalsverð- ur hérlendis fyrr en um og eftir 1970. Sú staðreynd er auðskýrð með því að um það leyti varð gífur- leg aukning á ferðalögum fólks um landið, bæði innlendra og erlendra ferðalanga. Mér er það minnisstætt að um 1970 var ég við störf í Mý- vatnssveit og fór þá um alla helstu ferðamannastaði þeirrar fögru sveitar. Síðan leið rúmur áratugur svo að ég kom ekki á þessar slóðir, en það sem vakti sérstaka athygli var að þegar litið var til Hverfjalls blasti nú við áberandi slóð upp hlíð- ina allt upp á brún barmsins þar sem engin ummerki um mannaferð- ir höfðu verið augljós áður. Þessi slóð eftir gangandi fólk var auðsæ sönnun vaxandi ágangs um svæðið. Á öðrum stöðum í sveitinni mátti einnig sjá merki vaxandi umferðar og jafnvel svo að sums staðar jaðr- aði við náttúruspjöll. Þessa sögu má færa yfir á marga, jafnvel flesta þá staði sem vinsælir eru hjá ferða- Iöngum, og víða er vá fyrir dyrum. Nú er svo komið að við mjög marga ferðamannastaði blasa við mikil spjöll og þau geta ekki annað en aukist ef ekkert er að gert. Nefna má þessu til staðfestingar að skömmu fyrir 1990 var umferð fólks við Seljalandsfoss undir Eyja- fjöllum orðin svo mikil að hrikalegar skemmdir blöstu við í hlíðunum báð- um megin næst fossinum. Höfundur þessa greinarkorns á rætur að rekja til þessara slóða og sveið honum sárt að sjá hvemig landið var Ieikið og ekki síður hitt að ferðalangar áttu í erfiðleikum með að komast að þessari náttúruperlu. Fossinn er þannig frá náttúrunnar hendi að gengt er bak við hann og þykir mikilfenglegt að standa undir hon- um. Á þessum tíma voru hlíðarnar svo illa leiknar að þær vom nánast eitt samfellt forarsvað og fólk átti jafnvel á hættu að missa hand- og fótfestu og renna stjórnlaust niður hlíðina og margir lögðu sig ekki í þá hættu. Fyrir hönd iandeigenda hafði ég samband við starfsmenn Náttúru- verndarráðs, en þar voru engin úr- ræði önnur en þau að benda á Poka- sjóð Landverndar þar sem 'sækja mætti um styrk til að leggja göngu- stíga og lagfæra gróðurskemmdir. Skemmst er frá því að segja að sótt var um styrk til Pokasjóðsins. Úthlutunarnefnd sjóðsins brást vel við umsókninni og veitti styrk til verksins árin 1991 og 1992. Vegna þessara styrkveitinga og með lið- veislu Sjálfboðaliðasamtaka um náttúruvernd, auk heimamanna, varð unnt að hefja framkvæmdir við fossinn og tókust þær einstak- lega vel að flestra mati og aðgengi bak við fossinn varð nánast á allra færi. Sár í gróðurþekju hlíðanna við fossinn vora grædd og nýr göngu- stígur lagður undir brekkurótum að sunnanverðu. Pokasjóður Landverndar hefur veitt styrki til framkvæmda við fjöl- marga aðra fjölsótta staði þar sem aðgerða hefur verið þörf vegna mik- illar umferðar ferðamanna, og er eini sjóðurinn sem veitt hefur fyrir- greiðslu í þessu skyni. Úthlutunar- nefndin hefur lagt áherslu á að styrkja framkvæmdir sem stuðla að Sár í gróðurþekju hlíð- anna við fossinn voru grædd, segir Hálfdan Ómar Hálfdanarson, og nýr göngustígur lagður undir brekkurót- um að sunnanverðu. náttúruvernd og eru öllum almenn- ingi þessa lands til hagsbóta. Poka- sjóðurinn hefur styrkt framkvæmdir við margar af helstu náttúruperlum landsins og hefur þannig komið í veg fyrir náttúruspjöll og jafnframt í mörgum tilvikum stuðlað að lag- færingu á spjöllum sem orðið hafa. Það er augljóst að sjóður á borð við Pokasjóð Landverndar er ómet- anlegur fyrir náttúruvernd í landinu. I mörgum tilvikum geta landeigend- ur alls ekki borið þann kostnað eða lagt til þann mannafla sem þarf til að hindra að óumflýjanleg og sjálf- sögð umferð ferðamanna valdi nátt- úruspjöllum. Vonbrigði og uggur í bijósti eru því eðlileg viðbrögð manna þegar þær fregnir berast að kippa eigi stoðum undan Pokasjóðn- um og undrun þegar það spyrst að þar eigi verslunarkeðjan Hagkaup hlut að máli, það fyrirtæki sem stuðlað hefur öðrum fremur að því að lækka vöruverð í landinu og hef- ur sett hag almennings í fyrirrúm. Nú verður ekki annað séð en nokk- ur kúvending hafi orðið í afstöðu þess til almenningsheilla. Forsvars- menn Hagkaupa hafa sem kunnugt er óskað þess að fá meiri völd við úthlutun úr Pokasjóði og lýst þeim vilja sínum að verja veralegum hluta af ijármunum sjóðsins til eins af- markaðs verkefnis, það er upp- Fjarkennsla um tölvur Mennturnar er þörf ÞAÐ ER öllum kunnugt, að nú- tíminn krefst menntunar og að þegnar þjóðfélagsins þurfa á sí- felldri endurmenntun að halda til þess að geta staðið réttir { þeirri samkeppni, sem .samtími okkar krefst. Þessar kringumstæður valda því, að einstaklingurinn verður að afla sér menntunar innan síns starfssviðs og jafnvel utan þess, til þess að öðlast öryggi í því starfi, sem hann stundar, og vaxa með því. Aukin ferðalög, ýmis áhugamál og margt annað vekur líka upp þörfína fyrir frekari menntun og ekki síður löngunina til þess að afla sér hennar. Um þessa þætti hefur verið nokkur umræða undan- farið jafnt af hálfu opinberra aðila sem einstaklinga. Með öðram þjóðum er sama hugsun uppi. Þar hafa mennta- stofnanir boðið upp á kennsiu á mörgum sviðum. Svo er einnig hér á landi. Framhaldsskólar hafa boðið upp á öidungadeildir og bréfaskólar eru til. Opinberir aðilar og aðrir bjóða upp á námskeið af ýmsu tagi og kvöldskólar, sem taka fyrir margskonar fræði, starfa víða um landið ýmist í tímabilum eða sam- fellt. Aðstaðan til náms Þeir, sem ekki eiga heimangengt vegna starfa sinna eða annarra at- riða, eiga ekki gott með að nýta sér námskeið, kvöldskóla eða annað námsframboð, sem er staðbundið. Þar hafa bréfaskólar komið til og leyst vandann að nokkru. Nú á tím- um rafrænna samskiþta hefur orðið til önnur leið til þess að ná til þeirra, sem ekki hafa aðstöðu til þess að fara að heiman eða frá vinnustað sínum til þess að stunda nám. Tölvutæknin gerir fært að koma á beinu sambandi kenn- ara eða kennslustofn- unar og nemanda. Með tengingu tölvunnar við símakerfi landsins í gegnum svokallað mótald er unnt að nota hana til boðfiutninga, sem bæði ganga hratt og eru öruggir. Þessi tækni jafnar aðstöðu manna til þess að stunda nám langt umfram aðrar leiðir, sem til þessa hafa ver- ið færar. Pósturinn, sem almennir bréfa- skólar nýta, er vissu- lega góður, en hann tekur iðulega dijúgan tíma, svo að boðskipti verða ekki svo hröð sem æskilegt er og jafnvel nauðsynleg. Tölvusamskipti ganga mun hraðar. í raun eru þau ekki miklu seinlegri en hið talaða mál. Boð frá einni tölvu til annarrar ganga á milli með svipuðum hætti og símtal. Sé því sambandið í lagi, fara bréf frá sendanda til móttak- anda á fáeinum sekúndum. Notandi tölvusamskipta af þessu tagi þarf ekki að hafa annað en tölvu sína, mótald og að sjálfsögðu tengingu við símakerfið. Sé þetta fyrir hendi, er hann kominn í sam- band og getur gerst nemandi við kennslustofnun, sem býður upp á fjarnám um tölvur. Samskiptin Nám um tölvur fer framá síma- tengdu neti, sem kallað er íslenska menntanetið. Það er að frumgerð smíð hugsjónamannsins Péturs Þor- steinssonar, skólastjóra á Kópa- skeri. Um þetta net fara boð frá sendanda til móttakanda. Þeim er stýrt í pósthólf móttakandans, en hann hefur sérstakt netfang, sem er nokkurs konar heimilisfang á menntanetinu, sem beinir þeim boðum, sem honum eru ætluð, inn í hans hólf. Þangað sækir hann það efni, sem honum hefur verið sent. Enginn kemst í þau boð, nema viðkom- andi notandi, því að til þess að komast að efn- inu í pósthólfinu þarf lykilorð, sem notand- inn einn þekkir. Þetta er öryggt og einfalt samskiptakerfi, sem fljótlegt er að komast upp á lag með að nota. Þegar frum- skrefin hafa verið stigin, svo sem i sambandi við nám með tölvusam- skiptum, opnast jafnframt aðgang- ur að alheimsneti samtengdra tölva, sem geyma ógrynni efnis um hina fjölbreyttustu þætti mannlífs og fræða. Þar er náma upplýsinga og menntunar, sem seint verður tæmd. Kennsla um tölvur í nokkur ár hafa verið gerðar tilraunir með kennslu um tölvur hér á landi. Til dæmis hafa Ármúlaskól- inn í Reykjavík, Fjölbrautaskólinn á Akranesi, Kennaraháskólinn og fleiri stofnanir unnið nokkuð á þessu sviði. Þar hefur mest verið um að ræða kennslu skóla á milli, til dæmis þannig, að nemendur skóla hafa sótt nám í annan um tölvusamskipti. Einna helst hefur verið um kennslu í ýmsum þáttum tölvunotkunar að ræða. Verkmenntaskólinn á Akureyri hóf kennslu með þessum hætti á vorönn síðasta skólaárs (1993-94). Þar er markmiðið að ná til einstak- linga, þar sem þeir eru staddir: Húsfreyjunnar í sveitinni, vitavarð- arins á annesinu, sjómannsins á hafi úti eða annarra, sem búsetu Haukur Ágústsson Verkmenntaskólinn á Akureyri býður upp á fjarnám í gegnum tölvu, ---------------3»----- segir Haukur Agústs- son; boðið verður upp á kennslu í íslensku, ensku, dönsku, þýsku, stærðfræði, bókfærslu og sálfræði. sinnar vegna eða annarra þátta áttu þess ekki kost að komast í nám, sem þeir höfðu löngun til að stunda. Á fyrstu önn fjarkennslu um tölv- ur við Verkmenntaskólann á Akur- eyri var einungis boðið upp á ensku. Enskunámið var sniðið eftir námi í samsvarandi áföngum í almennum framhaldsskóla og lauk með próf- um, sem tekin voru á sama tíma og próf stóðu í Verkmenntaskólan- um á Akureyri. Langflestir, sem próf þreyttu, náðu góðum árangri og voru með mjög góðar einkunnir — og enginn náði ekki prófi. Nemandi í fjamámi um tölvur við Verkmenntaskólann á Akureyri þarf að afla sér nokkurra gagna, svo sem bóka, í upphafi námsferils- ins, eins og aðrir nemendur. Öll kennslan fer síðan fram um tölvu- samskipti. Nemandinn fær verkefni sitt frá kennaranum um tölvuna, vinnur verkefnið á hana, sendir það yfir netið til kennarans, sem fer yfir verkefnið og sendir það til baka með athugasemdum til nemandans. í raun fær þannig hver nemandi sína eigin yfirferð og sem næst einkakennslu. Árangur nemenda í námi með þessum hætti samkvæmt til dæmis erlendum heimildum er í samræmi við þetta. Hann er jafnan betri og að minnsta kosti jafngóður græðslu Hólasands í Suður-Þingeyj- arsýslu. Það verkefni er vafalaust þarft, en mjög umdeilanlegt er hvort það er þarfara eða brýnna en að leggja fé til svipaðra verkefna og úthlutunarnefnd Pokasjóðs Land- verndar hefur stutt svo dyggilega á undanförnum árum. Mér er það reyndar hulin ráðgáta með hvaða rökum þeir Hagkaupa- menn telja sig þess umkomna að ráðstafa því fé sem viðskiptavinir þeirra leggja til með kaupum á plastpokum í verslunum Hagkaupa. Það liggur í augum uppi að hér er um fjármuni sem almenningur þessa lands leggur til en ekki framlag Hagkaupa, og því er eðlilegt að þeim sé úthlutað með heill almenn- ings í huga. Úthlutunarnefnd Poka- sjóðs Landverndar hefur sýnt það og sannað að hún hefur haft fagleg sjónarmið að leiðarljósi þegar hún hefur veitt fé til verkefna sem stuðla að vérnd lands og náttúru. Nefna má lagfæringar við Víðgelmi í Hvít- ársíðu, friðun Þengilhöfða í Grýtu- bakkahreppi, gróðurvernd í Þórs- mörk, heftingu vikurfoks í Vest- mannaeyjum og landverndaraðgerð- ir Mál- og landverndarfélagsins Þjóðhildar við Stöng í Þjórsárdal. Það er einnig athyglisvert að Nátt- úruverndarráð hefur fengið fjár- muni hjá Pokasjóðnum til þess að standa straum af kostnaði við lagn- ingu göngustíga í Dimmuborgum í Mývatnssveit og í gervigígunum við Skútustaði, við Gullfoss og á Hvera- völlum. Það er að sjálfsögðu ekki nema gott eitt um það að segja að Hagkaupamenn vilji græða upp landið og vinna að náttúruverndar- málum. Mér fyndist það hins vegar stórmannlegra ef þeir legðu sjálfit' til fjármuni til þeirra verka og létu það vera að sækja þá í vasa almenn- ings. Með því móti eru þeir að vinna gegn almennri náttúruvernd á þessu landi, en reisa sér í besta falli minn- isvarða sem kemur fáum til góða. Höfundur er líffræðingur og áhugamaður um almenna náttúruvernd. því, sem best gerist með öðrum hætti. Framhaldið Á komandi skólaári (1994-95) býður Verkmenntaskólinn á Akur- eyri upp á íjarnám gegnum tölvur. Nú verður framboð námsefnis mun meira en á vorönn 1994. Boðið verð- ur upp á kennslu í íslensku, ensku, dönsku, þýsku, sálfræði, sögu, bók- færslu og stærðfræði og ef til vill í fleiri greinum. Það fer að sjálf- sögðu nokkuð eftir nemendafjölda í áfanga, hvort unnt verður að kenna hann. Allt námið verður miðað við sam- svarandi áfanga í almennum fram- haldsskóla og gert ráð fyrir því í yfirferð, að nemendur þreyti próf á sama tíma í annarlok og dagskóla- nemendur gera. Fjarkennslunem- endurnir munu teljast til nemenda við Verkmenntaskólann á Akureyri og fá útskriftir einkunna og náms- ferils eins og aðrir nemendur skól- ans. Nám þeirra verður því jafngilt því, sem stundað er í dagskóladeild eða öldungadeild Verkmenntaskól- ans á Akureyri. Með þessu náms- framboði opnar Verkmenntaskólinn á Akureyri nýja leið til mennta. Hún er vissulega að nokkru hlið- stæð ýmsum þeim námskeiðum, sem í boði hafa verið til þessa, en þó mjög ólík. Þessi leið býður upp á nánari samskipti nemenda og kennara en fjarkennsluleiðir þær, sem hingað til hafa verið í boði. Það ætti að leiða til góðs árangurs, eins og reyndar sýndi sig í því starfi á þessu sviði, sem þegar er að baki við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hér er því í boði námsleið, sem ætti að geta verið fær mörgum þeim, sem menntun þrá, hvort held- ur til réttinda og prófatöku eður ei, en hafa ekki getað sótt sér hana vegna öndverðra aðstæðna hveijar sem þær eru. Höfundur er kennslustjóri öldungadeildar við Verkmenntaskólnnn á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.