Morgunblaðið - 23.08.1994, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN GUNNLAUGSSON,
Víðilundi 13,
Akureyri,
lést á heimili sínu 20. ágúst sl.
Guðrún Jónsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg eiginkona mín,
VALBORG KRISTJÁNSDÓTTIR,
Strandgötu 32,
Neskaupstað,
sem lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 17. ágúst, verður
jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Björn Stefánsson.
STEINAR ÁGÚSTSSON
+ Steinar Ágústsson var
fæddur í Reykjavík 16.
febrúar 1936. Hann lést í Vest-
mannaeyjum 7. ágúst síðastlið-
inn og fór útförin fram frá
Landakirkju 13. ágúst.
SUNNUDAGINN 7. ágúst sl. lést
Steinar Ágústsson á Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja eftir erfíða og
stranga baráttu við krabbameinið
sem lagði hann að lokum. Kynni
mín af Steinari hófust þegar ég fór
að starfa fyrir Alþýðuflokkinn í
Vestmannaeyjum. Allt frá þeirri
stundu varð mér ljóst að Steinar
var mikill baráttumaður fyrir jöfn-
uði og réttlæti í þjóðfélaginu.
Hann hafði ákveðnar skoðanir
og hann lá ekkert á þeim og var
til, hvar og hvenær sem var, að
ræða þau mál í botn. Þá skrifaði
hann blaðagreinar og var eftir þeim
tekið. Hann hafði sitt að segja, var
rökfastur og fylginn sér. Oftar en
ekki endaði hann mál sitt með því
að beija hnefanum í borðið og þá
oftar en einu sinni ef málefnið varð-
aði vin hans Jón Baldvin Hannibals-
son, en á þeim manni hafði hann
miklar mætur. Þegar hann rifjaði
upp heimsóknirnar til vina sinna,
þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins
á Vesturgötuna, kom glampi í aug-
un.
Það var aldrei nein lognmolla í
kringum Steinar, hvort sem honum
líkuðu hlutirnrir betur eða ver.
Hans stíll var með þessum eldheita
hætti sem samræmdist vel þeirri
hugsjón sem hann barðist fyrir og
vann með. Ég hef oft velt þvi fyrir
mér hvort Steinar hefði ekki verið
einn af þeim sem klifið hefði á tind
stjórnmálanna ef hann hefði ekki
verið jafn óreglusamur og hann var
í gegnum tíðina. Hann hafði sitt
að segja en þegar óreglan var sem
mest voru eyrun kannski ekki mörg
sem hlustuðu.
Oft hringdi Steinar og alltaf hafði
hann eitthvað til málanna að leggja.
Stundum var maður hund-
skammaður ef hann var ekki sam-
mála því sem verið var að gera og
stundum stappaði hann í mann stál-
inu ef honum sýndist að þess væri
þörf. Ráðin voru góð og ef við vor-
um ekki sammála náði það ekkert
lengra. Undir það síðasta var veru-
lega dregið af Steinari og máttur
lítill en þrátt fyrir það var hugurinn
mikill og hugsunin skýr. Þó að rödd-
in væri brostin hafði hann sitt að
segja og þegar ég heimsótti hann
undir það síðasta talaði hann af
sama sannfæringarkraftinum þó að
hann hafi þurft að hvísla. Hann
sagði mér frá blaðagreinum sem
hann hefði verið að skrifa og þeirri
ætlan sinni að efla Alþýðublaðið og
stórauka áskrift þess í Vestmanna-
eyjum.
Hann Steinar bar ekki veikindi
sín á torg og þegar maður spurði
hann hvernig honum liði þá sagðist
hann allur vera að hressast og þetta
væri allt að koma hjá sér. Nú ert
þú farinn vinur og röddin þögnuð.
Megi Guð blessa þig og varðveita.
Hafðu þakkir fyrir samfylgdina og
allt sem þú hafðir að gefa.
Guðmundur Þ. B. Ólafsson.
t
Ástkær eiginmaður mí.nn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN PÉTURSSON,
Skarðsbraut 9,
Akranesi,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 20. ágúst sl.
Útför hans verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 26. ágúst
kl. 14.00.
Kristín Svafarsdóttir,
og fjölskylda.
t
Litla dóttir okkar,
MÁLFRÍÐUR,
sem lést 16. ágúst, verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju á morgun, miðviku-
daginn 24. ágúst, kl. 13.30.
Regína Reginsdóttir, Siguröur Vilmundarson.
JÓNA B. ING VARSDÓTTIR
+ Jóna B. Ingvarsdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 28. desem-
ber 1907. Hún lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans 29. júlí síð-
astliðinn og fór útför hennar
fram frá Kópavogskirkju 12.
ágúst.
ÞEGAR ég var lítil stelpa var
vesturbær Kópavogs sá heimur sem
lítil börn elska að alast upp í. Ómal-
bikaðar göturnar voru uppspretta
endalausra leikja þar sem allir gátu
verið allt og ekkert var ómögulegt.
Það var sama hvernig viðraði, alltaf
voru hrúgur af krökkum alls staðar
og leikfélagar á hveiju strái. I minn-
inguni eru þetta hamingjuár, ár
frelsis og jafnvægis og þar voru
líka fastir punktar sem tilveran
snerist um. Einn þessara föstu
punkta var hún Jóna.
Frá því ég man eftir mér bjó hún
á Þinghólsbrautinni, í næsta húsi
við mig, og var Jóna hans Kjart-
ans. Hún var skemmtileg og lífleg
kona og eitt af því allra skemmtileg-
asta sem ég gerði var að banka upp
á hjá henni og spjalla litla stund.
Hún var ákaflega ræðin og hlátur-
mild og lét sig varða allt sem var
að gerast í heimi okkar barnanna.
Hún fylgdist grannt með öllu og
ef við komum ekki nógu reglulega
kallaði hún í okkur, fékk fréttir af
hinu og þessu og gaukaði að okkur
glaðningi í leiðinni. Sælgæti var
sjaldan til heima á þessum árum
fyrir utan hátíðis- og tyllidaga. En
Jóna átti alltaf eitthvað. Ósjaldan
sátum við í eldhúsinu með köku og
mjólk og ræddum um alla heima
og geima, en stundum fékk ég að
koma inn í stofu og prófa flygilinn.
Það voru hátíðarstundir í huga lítill-
ar telpu. Ég held líka ða hún Jóna
hafi vitað það.
Mér finnst merkilegt til þess að
hugsa að þrátt fyrir að Jóna hafi
átt barnabörnin og þekkt ógrynni
af fólki skyldi hún samt alltaf nenna
að taka á móti mér og öllum hinum
krökkunum sem bönkuðu upp á.
Og hún lét manni líka alltaf finnast
maður vera sérstakur. Það eru
eiginleikar sem allt of fáir búa yfír.
Þegar fjölskylda mín flutti þótti
Jónu það ekki góð tíðindi. En hún
tók samt þátt í gleðinni sem fylgdi
því að eignast nýtt og stærra hús
og dásamaði garðinn okkar mikið.
Við héldum áfram að heimsækja
Jónu og hún kom líka oft í heim-
sókn Melgerðið og henn fylgdi mik-
ill kraftur og fjör.
Eftir því sem árin hafa liðið hef
ég sjaldnar komið til hennar á Þing-
hólsbrautina. Ekki nema þá helst
til að fara með eitthvað eða sækja.
En hún fýlgdist alltaf með okkur
systkinunum og var iðin að hringja
og fá fréttir.
Það brást heldur aldrei að hún
myndi eftir afmælum, fermingum,
útskriftum, brúðkaupum og barns-
fæðingum.
Og nú er Jóna öll. Það er skrýtið
að hugsa til þess að nú sé komið
að kveðjustund. Ég get ekki verið
við jarðarför vinkonu minnar, en
sendi börnum hennar, barnabörnum
og öðrum ættingjum samúðarkveðj-
ur. Og Jónu minni þakka ég sam-
fylgdina.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesú í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ég bið algóðan guð að taka vel
á móti Jónu.
Bergljót Hreinsdóttir.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR
SANDHOLT,
Hæðargarði 33,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 24. ágúst kl. 10.30.
Þeir, sem vilja minnast hennar, eru
beðnir að láta Kristniboðssambandið
eða KFUM og KFUK í Reykjavík njóta þess.
Stefán Sandholt, Maria I. Aðalsteinsdóttir,
Gunnar M. Sandholt, Linda Lea Bogadóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JUDITH SVEINSDÓTTIR,
Langholti 14,
Akureyri,
er lést 14. ágúst sl., verður jarðsungin
frá Glerárkirkju þriðjudaginn 23. ágúst
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent
á Kvenfélagið Baldursbrá.
Bergsteinn Garðarsson,
Barbara, Sigurveig, Jónas,
tengdabörn, barnabörn
og langömmubörn.
ÓLAFUR SKAFTASON
+ Ólafur Skaftason fæddist í
Reykjavík 31. desember
1922. Hann andaðist á Land-
spítalanum 9. ágúst síðastliðinn
og fór útför hans fram frá Sel-
Ijarnarneskirkju 17. ágúst.
OKKUR setti hljóð við fregn af
andláti Ólafs Skaftasonar. Við
höfðum hitt hann hér á Akureyri
fyrir mánuði hressan í anda þótt
líkamlegt ástand væri bágborið og
átt með honum stund.
Við kynntumst Ólafi fyrst sem
húsverði í Vogaskóla fyrir meira
en 30 árum. Engum duldist að þar
fór góður maður til orðs og æðis.
Með okkur tókst vinátta sem hald-
ist hefur síðan.
Á unga aldrei fékk hann alvar-
legan sjúkdóm sem háði honum alla
tíð. Hann gekkst undir ígræðslu á
hornhimnu í Svíþjóð og lagaðist
sjónin í nokkur ár en fór seinna
versnandi og síðustu árin var hann
nánast blindur.
Fyrir rúmum tveim áratugum
greindist Ólafur með MS (mænu-
sigg) og ágerðist sá sjúkdómur
meira og meira. Hann var bundinn
við hjólastól um langt árabil. Margt
fleira angraði Ólaf heilsufarslega
sem ekki mun talið hér.
Flestir hefðu látið bugast við
minni áföll en hér eru talin, en svo
var ekki með Ólaf. Hann naut þess
að lifa. Hann hélt glaðlyndi sínu,
kjarki og reisn til hinstu stundar.
Hann lifði lífinu lifandi. Ekkert var
honum óviðkomandi.
Ólafur naut þess alla tíð að ferð-
ast. Hann unni gróðri, unni náttúr-
unni. Hann var ljósmyndari af guðs
náð meðan hann hélt nokkurri sjón.
En kannski naut hann tónlistar
meira en nokkurs annars.
Nú er andi hans ftjáls úr fjötrum
illa farins líkama. Gengin er ein af
hetjum hversdagsins, hins raun-
verulega lífs.
Við hjónin og börnin okkar þökk-
um liðnu árin og óskum Ólafi alls
góðs yfir móðuna miklu.
Inger og Kristján.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR FARESTVEIT
forstjóri,
Garðatorgi 17,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
í Reykjavík miðvikudaginn 24. ágúst
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands.
Guðrún Farestveit,
Steinar Farestveit, Cecilia Wenner,
Arthur Farestveit, Dröfn H. Farestveit,
Edda Farestveit, Gunnsteinn Gíslason,
Gerda Farestveit, Þórður G. Guðmundsson,
Hákon Einar Farestveit, Guðrún A. Farestveit,
barnabörn og barnabarnabörn.