Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 \ MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fylgi Bills Clintons Bandaríkjaforseta er orðið hættulega lítið samkvæmt skoðana- könnunum og mikill ósigur blasir við dem- ókrötum í þingkosning- unum 8. nóvember. For- setinn virðist í örvæjit- íngarfullri leit að at-. kvæðum og utanríkis- stefna hans þykir ein- kennast að mestu af þrýstingi áhrifamikilla hópa heima fyrir frekar en hagsmunum Banda- ríkjanrta. Ef marka má skoðanakann- anir eru aðeins 39% Banda- ríkjamanna ánægð með frammistöðu Bills Clintons í for: setaembættinu og 52% eru óánægð. ; Aðeins þriðjungur er ánægður með frammistöðu hans í utanríkismálum. Flestir telja hann ekki standa sig í stykkinu sem leið- togi eina stórveldisins sem eftir er í heiminum - og margt bendir til þess að utanríkismálin verði honum að falli þegar hann sækist eftir endurkjöri. Hans bíði sömu örlög og Jimmy Carters. Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu óttast að stjórn Clintons sé nú komin í mikl- ar ógöngur vegna herskárra yfir- lýsinga sinna um herforingjastjórn- ina á Haítí. Óhjákvæmilegt virðist fyrir stjórnina að fyrirskipa innrás á Haítí til að bjarga andlitinu, þótt margir telji reyndar Clinton þá manngerð sern geri helst ekkert í dag sem hægt er að fresta fram á næstu viku. Bandaríska stjórnin vill að al- þjóðlegar hersveitir geri innrás á Haítí og Clinton sendi háttsetta embættismenn í vikunní sem leið til að tryggja stuðning ráðamanna í Karíbahafslöndum við áformin. Sú tílraun mistókst því niðurstaðan var sú að af 10.266 herrnönnum í „fjolþjóðahernum" verða 10.000 bandarískir. Demókratar örvænta Kosningarnar 8. nóvember eru að mörgu leyti mikövægar. Barist er um öll 435 þingsætin í fulltrúa- deildinni og þriðjung sætanna í öld- ungadeildínni. Demókratar eru í meiríhluta í báðum deildunum en talið er nánast öruggt að þeir tapi meirihluta sínum í öldungadeild- inni. Það yrði til þess að enn erfið- ara yrði fyrir stjórnina að knýja fram frumvörp sín. Ennfremur er útlit fyrir mjög harða baráttu um ríkisstjóraemb- ættin í fjölmennustu ríkjunum - Kaliforníu, Texas, New York og Florida - og margir núverandi rík- isstjórar úr röðum demókrata eru í hættu. Fylgisleysi forsetans er orðið slíkt að landsnefnd Demókrata- flokksins hefur ráðið frambjóðend- um frá því að minnast á Clinton í kosningabaráttunni. Jafnvel einn af ráðgjöfum forsetans, Stanley Greenberg, hefur ráðlagt frambjóð- endunum að leggja áherslu sjálf- stæði sitt og gera lítið úr tengslun- um við forsetann. Líklegt þykir að demókratar gjaldi afhroð í Suður-, Klettafjalla- og Miðvestur-ríkjunum, og fari svo er ólíklegt að þeir'fyrirgefi forset- anum. Þingmenn demókrata yrðu jafnvel enn erfiðari viðureignar fyr- ir forsetann en þeir voru á fyrri helmingi kjörtímabilsins. Ljóst er því að Clinton þarf að INNRAS ORÞRIFA- RÁD CLINTONS? A atkvæða- veiðum? BILL Clinton á nú í vök að verj- ast, m.a. vegna utanríkisstefnu sinnar sem þykir einkennast af þrýstingi áhrifamikilla hópa í Bandaríkjunum frekar en af hagsmunum landsins. Forset- inn er sagður á örvæntingar- fullum atkvæðaveiðum og lík- legt þykir að hann fyrirskipi innrás á Haítí til að styrkja stöðu sína. Hann er einnig sak- aður um ósamkvæmni með því að herða refsiaðgerðirnar gegn Kúbu á sama tíma og embættis- menn hans ræða við Kúbverja um hversu margir blásnauðir flóttamenn fái að komast til Bandaríkjanna. A efri mynd- inni grátbiður flóttakona frá Kúbu áhöfn bandarjsks strand- gæsluskips um að bjarga sér úr báti. Neðri myndin er af mótmælum Haítí-búa við bandaríska sendiráðið í Port- au-Prince. gera eitthvað til að bæta stöðu sína og auka áhrif sín á þinginu. Líkleg- ast þykir að hann grípi til þess ráðs að gera innrás á Haítí. Tvöfalt siðgæði Þótt Haítí sé lítil og fátæk eyja, með fámennan her, hafa embætt- ismenn í varnarmálaráðuneytinu áhyggjur af afleiðingum hugsan- - legrar innrásar. Eins og hernaðar- íhlutun Bandaríkjamanna í Sómalíu sýndi yrði leikur einn að senda þangað hermenn, en miklu erfiðara að koma þeim í burtu. Eftir síðustu innrás Bandaríkjamanna á Haítí voru bandarískir hermenn þar í tæpa tvo áratugi, en þeim tókst samt ekki að knýja fram varanlegt lýðræði. Fáir Bandaríkjamenn andmæla því að bandaríska stjórnin hafi rétt til að ráðast á eyjuna, enda telja þeir hana á áhrifasvæði Bandaríkj- anna. Þeir eiga hins vegar erfitt með að kyngja því tvöfalda siðgæði sem virðist einkenna utanríkis- stefnu stjórnarinnar. Þörfin á að koma á lýðræði á Haítí er sögð réttlæta innrás, rétt eins og herforingjastjórnin þar sé eitthvert einsdæmi í heiminum. Clinton segir markmið sitt að koma Jean-Bertrand Aristide forseta til valda á ný vegna þess að hann sé þjóðkjörinn, ekki vegna þess að það þjóni hagsmunum Bandaríkjanna. Aristide hefur reyndar haft andúð á Bandaríkjunum. Á sama tíma fer viðskiptaráð- herra Clintons til Kína til að »tryggja viðskiptahagsmuni Bandaríkjanna" en minnist ekkert á mannréttindamál. Áður hafði Clinton framlengt samning um hagstæðustu viðskiptakjör við Kín- verja þótt þeir hefðu ekki gengið að skilyrðum hans um að virða mannréttindi. Ósamkvæmni í KúbumálinU Margir Bandaríkjamenn telja einnig að Bandaríkjastjórn sé ekki samkvæm sjálfri sér í Kúbu-mál- inu. Þeir sjá ekki samkvæmnina í því að herða viðskiptabannið á Kúbu og standa á sama tíma í við- ræðum víð þarlenda ráðamenn um hversu margir flóttamenn fái að komast til Bandaríkjanna. Mörgum þykir hjákátlegt að Clinton - vinstrimaður sem lagðist gegn stríðinu í Víetnam - skuli nú heyja kalt stríð gegn Fídel Kastró, sem er ekki lengur talinn ógnun við Ban.daríkin. Ýmsir hafa spáð því að þrátt fyrir harðar yfírlýsingar sínar muni Bandaríkjastjórn gefa eftir, hefja víðtækari viðræður við kúbverska ráðamenn og að lokum aflétta við- skiptabanninu. Þrýstihópar ráða ferðinni Stefna stjórnarinnar í Haítí-mál- inu ræðst einkum af þrýstingi blökkumanna á þinginu, sem hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og vilja að Aristide komist aftur til valda. Sú ákvörðun stjómarinnar að afnema 30 ára gömul lög, sem veittu Kúbverjum sjálfkrafa rétt til að fá hæli í Bandaríkjunum, var tekin vegna þrýstings frá ríkisstjór- anum í Florida, sem er demókrati og óttaðist að hann myndi tapa í kosningunum ef stjórnin kæmi ekki í veg fyrir að flóttamenn streymdu þangað frá Kúbu. Stefna stjórnarinnar virðist þannig ráðast að mestu af hags- munum demókrata í einstökum ríkjum, en ekki hagsmunum Bandaríkjanna eða baráttunni fyrir mannréttindum. Eftir að Clinton var kjörinn for- seti fyrir tæpum tveimur árum lagði hann ríka áherslu á að hann myndi einbeita sér að því að bæta efnahag Bandaríkjanna. Clinton á nú í vök að verjast á nánast öllum sviðum, nema efnahagsmálunum, og mörgum þykir kaldhæðnislegt að nú, þegar kalda stríðinu er lok- ið, skuli það enn vera utanríkismál- in sem stefni Bandaríkjaforseta í hættu. Heimild: The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.