Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Aðalfundur Skógræktarfélags Islands skorar á landbúnaðarráðherra Sérstök fjárveiting til plöntu- kaupa fyrir Landgræðsluskóga AÐALFUNDUR Skógræktarfélags íslands skorar á landbúnaðarráð- herra og fjármálaráðherra að sjá til þess að tryggð verði til aldamóta sérstök fjárveiting á fjárlögum til Larídgræðsluskóga. Takmarkið verði að gróðursetja 20 millj. plantna á vegum verkefnisins fram að þeim tíma. í greinargerð með áskorun um sérstaka fjárveitingu til Land- græðsluskóga segir að gróðursetn- ing skógánna sé eitt stærsfá sfcóg- ræktarverkefni sem ráðist hafi verið í hér á landi. Síðastliðin fimm ár hafí verið gróðursettar rúmlega fimm milljónir plantna á 80 stöðum víðsvegar um land. Árangur starfs- ins hafí verið framar öllum vonum og hefur verkefnið unnið sér fastan sess í íslensku skógræktarstarfi. Bent er á að samstaða og samvinna séu kjörorð Landgræðsluskóga. Þar hafi lagst á eitt félagasamtök, ríkis- stofnanir og sveitarfélög, sem gert hafi markmið átaksins að veruleika. Mikil óvissa hafi ríkt um hvort og hve mikið af plöntum væru fáanleg- ar til Landgræðsluskóga á hverju ári og væri sú óvissa enn til staðar. Með viljayfirlýsingu stjórnvalda um áframhaldandi stuðning með .sér- stakri fjárveitingu til kaúpa á plönt- um yrði traustari stoðum rennt und- ir þetta samvinnuverkefni um leið og eytt yrði þeirri stöðugu óvissu sem ríkt hefur um áframhald þess á hverju ári. Þá var samþykkt að beina því til rannsóknastofnana að auka rann- sóknir á framvindu gróðurs á ís- landi. Við friðun lands og skógrækt yrðu breytingar á gróðurfari sem nauðsynlegt er að fylgjast með til að auka þekkingu á hinum ýmsu stigum gróðurframvindunnar. Land tíl skógræktar Bent er á að fyrirsjáanlegur skort- ur sé á landsvæðum til skógræktar og nauðsynlegt að unnið sé að því að skógræktarfélög og einstaklingar hafi jafríán greiðán aðgang að landi til skógræktar og uppgræðslu. Sam- þykkti fundurinn að beina þeim til- mælum til stjórnar félagsins að tekn- ar verði upp viðræður við landbúnað- arráðuneytið og stjórn sveitarfélaga um farsæla lausn málsins. Samþykkt var að fela stjórn fé- lagsins að beita sér fyrir söfnun birkifræs og að gerðar verði saman- burðartilraunir með birki frá stöðum, þar sem veðurskilyrði eru erfið. Lagt var til að Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá hugi sérstaklega að þeim möguleikum sem felast í söfnun á trjátegundum, runnum og fjölærum plöntum við strendur Noregs allt frá Sogni í Vestur-Noregi til Lofoten í norðri. Fundurinn harmaði þann ágrein- ing sem upp er kominn um fjármögn- un og verkefni Pokasjóðs Land- verndar og skorar jafnframt á stjórn Landverndar, Kaupmannasamtökin, Samvinnuverslunina og Hagkaup að , leita leiða til að tryggja áframhald- andi starfsemi sjóðsins. ¦ Aðalfundur/B16-B17 Smábátur vélarvana LÍTILL bátur strandaði á sand- rifí í Leirvogi upp við Mos- fellsbæ snemma í gærmorgun. Báturinn varð vélarvana og rak að landi. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Engin hætta var á ferð, en stillt veður var í gær. Lögreglan fór á báti út á Leirvoginn eftir að sjónar- vottar létu hana vita af óhapp- inu. Báturinn náðist flótt á flot og bátur frá Snarfara dró hann til hafnar. . Bílþjófnaðir í Eyjum Á SKÖMMUM tíma hefur fjór- um bílum verið stolið í Vest- mannaeyjum. í þremur tilvik- um var um réttindalausa öku- menn að ræða sem voru að stela bílum foreldra sinna. Einn ökumannanna velti bflnum og skemmdist hann mikið. Piltur- inn slapp hins vegar lítt meidd- ur. Nú síðast stal maður um tvítugt bíl og ók honum ölvaður á annan bíl og skemmdi hann. Rall- og torfærumót RALL- og torfærumót verður í Jósefsdal í dag, sunnudaginn 11. september, kl. 13. Á sama stað verður síðasta sérleiðin í alþjóða Kumho rallinu kl. 13.30. Endamark verður við Hjólbarðahöllina við Fellsmúla kl. 15.00. Nýrjeppi kynntur TOYOTA-umboðið í Kópavogi býður gestum og gangandi upp á kaffi og pönnukökur í sýn- ingarsal sínum um helgina. Tilefnið er nýr bíll frá Toyota. Raunar þykir bílinn, RAV4, sameina kosti jeppa og venju- legs fólksbíls. Fjöldi annarra bíla er til sýnis í umboðinu. Strax var margt um manninn þegar sýningin var opnuð í hádeginu í gær. Víðast hvar eru tveir aðilar um GSM-kerfið AF ÁTJAN löndum sem eiga aðild að samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið eru aðeins þrjú þar sem einvörðungu einn aðili rekur síma- þjónustu í tengslum við GSM-sím- kerfið og Island er eitt þessara landa. 500 GSM-símkort hafa selst hér- lendis frá því sala hófst í síðasta mánuði. íslensk fjarskipti hf., sem er í eigu þriggja fyrirtækja, selur sex tegund- ir GSM-síma en auk þess selur Póst- ur og sími og nokkrir aðrir aðilar síma. Kristján Gíslason hjá Radíó- miðun _hf., sem er einn þriggja eig- enda íslenskra fjarskipta, kveðst ekki vilja láta uppi hve marga síma fyrirtækið hefur selt svo lengi sem Póstur og sími gefur ekki upp sínar sölutölur. „Forsenda fyrir árang- ursríkum viðskiptum er að taka rétt- ar ákvarðanir á réttum tíma sem grundvallaðar eru á réttum upplýs- ingum. Meðan við höfum ekki þessar upplýsingar sjáum við ekki fyrir þró- uhina og getum ekki fyrirbyggt mis- tök I pöntunum o.þ.h.," segir Krist- ján. Kristján segir að íslensk fjar- skipti verði að láta Fjarskiptaeftirlit- ið samþykkja hvern síma sem fyrir- tækið flytur inn og greiða fyrir það 5 þúsund kr. en einstaklingar sem koma með farsíma með sér frá út- löndum þurfi þess ekki. „Fjarskipta- eftirlitið mismunar því fyrirtækjum og einstaklingum," segir Kristán. Guðmundur Ólafsson forstöðu- maður Fjarskiptaeftirlitsins segir þetta misskilning. GSM-símar séu fyrsta dæmi úr flokki samskipta- tækja sem mega samkvæmt samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið fara frjálst um löndin sem eiga aðild að samningnum, þó með þeim fyrirvara að tækin séu merkt Evrópustaðli. Hins vegar hefði eftir- litið kannað ómerkta síma sem hing- að bárust fyrstu dagana eftir að þetta símkerfTvar tekið upp. Guðmundur segir að tveir eða fleiri aðilar séu annað hvort komnir í gang með rekstur GSM-kerfisins í EES-löndunum eða tekin hafi verið ákvörðun um hafa þá fleiri en einn. Aðeins á íslandi, Belgíu og Lúxem- borg sé einn aðili um rekstur GSM- kerfisins. Bæjarstjórinn í Bolungarvík um samstarf Óseyrar og Þuríðar ÓLAFUR Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að Ósvör hf. sé reiðubúin til að eiga samstarf við Þuríði um viðskipti, en hann segist hins vegar ekki sjá að nein- ar rekstrarlegar forsendur séu fyr- ir sameiningu fyrirtækjanna. Meginsjónarmið Osvarar verði að vera að fá sem mestan arð út úr þeim takmarkaða kvóta sem fyrir- tækið ráði yfir. Ólafur sagði að engar tölulegar upplýsingar íægju fyrir um að sam- eining Ósvarar og Þuríðar styrkti rekstrargrundvöll fyrirtækjanna og þess vegna væru ekki forsendur fyrir því að þau sendu inn bréf til nefndar um aðstoð við fyrirtæki á Vestfjörðum um fyrirgreiðslu. Sameining leys- ir ekki vandann Verðum að fá sem mestan arð út úr kvótanum „Fyrirtæki i Bolungarvík verða að átta sig á því að landið er orð- ið eitt markaðssvæði. Það er verið að flytja fisk landshornanna á milli. Sjónarmið stjórnar Ósvarar hlýtur að vera að útgerðin hafi sem mest- an arð af þeim litla kvóta sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Við getum ekki annað en fengið hæsta verð, í fyrsta lagi til að mæta skert- um kjörum sjómanna. og í öðru lagi til að standa við þær skuld- bindingar sem eru samfara þessum togarakaupum. Fiskvinnslufyrirtæki í Bolungar- vík verða að vera samkeppnisfær í sínum rekstri til að kaupa hrá- efni frá útgerðarfyrirtækjum á sama verði og aðrir. Því miður er það svo að fiskvinnslufyrirtæki í Bolungarvík hafa ekki haft tök á því að kaupa fískinn á sama verði og aðrir. Sameining fyrirtækja leysir ekki ein sér þann rekstrarvanda sem útgerð og fískvinnsla eiga við að stríða í dag. Sameining á ekki að gerast á tilfinningalegum grunni. Hún á að gerast á vitrænum grunni. Það þurfa að liggja fyrir tölulegar upplýsingar um að þetta sé báðum til hagsbóta. Ösvör getur engan veginn farið fram á það við fyrirtækið Þuríði að það taki við skuldbindingum sem Ósvör ræður ekki við eða öfugt," sagði Ólafur. Ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn ?Nýr kapítuli hófst í lífi Ásgeirs Sigurvinssonar síðastliðið vor. Eft- ir langan feril í atvinnuknattspyrn- unni hefur hann nú hafið sjálf- stæðan atvinnurekstur í Þýska- landi./lO Verður innrás örþrif- aráð Clintons? ?Fylgi Bills Clintons Bandaríkja- forseta þykir orðið hættulega lítið og forsetinn virðist í örvæntingar- fullri leit að atkvæðum á sama tíma og utanríkisstefna hans ligg- ur undir gagnrýni. /12 Gullgröftur í Smugunni ?Blaðamaður segir frá ferð sinni í Smuguna í Barentshafi og lífínu í íslendinganýlendunni þar./16 Strákarnir í Skíris- skógi ?Rætt við Einar Ásgrímsson og Svanberg Guðmundsson um pizz- ur, veitingarekstur og land- græðslu./22 B ? 1-32 Á höf uðbóli með harm- onikku ?Skarð á Skraðsströnd ereitt frægasta höfuðból íslands. Þar hefur sama ættin setið allt frá landnámstíð. Guðrún Guðlaugs- dóttir heimsótti Ingibjörgu Krist- insdóttur að Skarði. Ingibjörg er þekkt fyrir fjörlegan harmonikku- leik og tæpitungulausa frásögn./l Rolling Stones ?Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á ísafirði, er óforbetranleg- ur aðdáandi hljómsveitarinnar The Rolling Stones. Hér fjallar hann um hetjur sínar af ríæmleik og virðingu eins og honum einum er lagið./4 Grease - Það er málið ?Söngleikurinn Grease'- það er málið, er frumsýndur á Hótel ís- landi um þessa helgi. Elfa Gísla- dóttir leikkona leikstýrir verkinu og ræðir hér um sýninguna og líf sitterlendis./14 Siðfræði ískógrækt og f ramvinda gróðurs ?Á aðalfundi Skógræktarfélags íslands, sem haldinn var á Kirkju- bæjarklaustri, fluttu erindi þeir Páll Skúlason, prófessor í heim- speki og Hörður Kristinsson, for- stöðumaður Náttúrufræðistofnun- ar á Akureyri, og er hér gerð laus- lega grein fyrir því sem þar kom fram./16 C BILAR ? 1-4 Fornbílar ?Mestur dýrgripur meðal fornbíla á íslandi, Cord 810 árgerð 1936./ 2 Rafbílar ?Þriggja hestafla Club Car í Hús- dýragarðinum./ 4 FASTIRÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Leiðari 26 Helgispjall 26 Reykjavíkurbréf 26 Minningar 30 Myndasögur 38 Brids 38 Stjörnuspá 38 Skák 3g Bréftilblaðsins 38 í dag/Velvakandi 40 Fólkífréttum 42 Bíó/dans 43 íþróttir 46 Útvarp/sjónvarp 48 Dagbók/veður 51 Mannlífsstr. 6b Kvikmyndir lOb Dægiirtónlist 12b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDARFRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.