Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.09.1994, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 11. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Stjörnubíó og Borgarbíó á Akureyri hafa tekið til sýninga nýjustu mynd Mike Nichols, Wolf, með Jack Nicholson, Michelle Pfeiffer, James Spader og Christopher Plummer í aðalhlutverkum. Myndin er kynnt sem rómantísk spennumynd sem fjalli um yfírnáttúrulega atburði á okkar tímum. „Myndin er sumpart hrollvekjandi en mestmegnis ævintýri," segir leikstjórinn. Hamskipti útgáfustjórans ÞAÐ er sunnudagskvöld og Will Randall (Jack Nicholson), útgáfustjóri í ótryggu starfí hjá bókaút- gáfu á Manhattan, er einn á ferð eftir fáförnum og snævi þöktum sveitavegi. Atvinnumissir virðist blasa við og því er Will annars hugar við aksturinn þegar dökk þúst birtist skyndilega í ljósgeislanum á miðjum veginum. Hann nauðhemlar en bíllinn skellur á þústinni áður en hann staðnæmist utan vegar. Will stígur ómeiddur út og sér blóðuga slóð sem leiðir hann þangað sem úlfur liggur hreyfingar- laus í fönninni. Þegar Will nálgast sprettur dýrið á fætur, glefsar í hönd hans og hverfur inn í myrkrið. Á þessari stundu fer líf Wills Randalls að breytast. Þótt umskiptin láti lítið yfir sér í fyrstu skerpist skynjun hans dag frá degi og Will gefur fólkinu í kringum sig nánari og betri gætur en áður. Smám saman gleypir ór- ætt og ótamið eðli úlfsins Will Randall og ekkert getur orðið eins og það var. Ham- skipin kalla á uppgjör hans við allt og alla, þ. á m. eigin- konuna Charlotte (Kate Nelligan), kaldrifjaða útgef- andann Alden (Christopher Plummer) og undirförulan samstarfsmann (James Spader). Eftir því sem Will fjarlægist sitt fyrra líf verð- ur samband hans við Lauru Alden (Michelle Pfeiffer) hins vegar nánara. Dóttir útgefandans er síðasta varðan á vegi þess að Will Randall og úlfurinn verði eitt en hér verður ekki öll sagan sögð. Myndin Wolf er byggð á frumsömdu handriti Jims Harrisons, fornvinar Jacks Nicholsons. Harrison er kunnur rithöfundur í Bandaríkjunum og hefur m.a. gefið út skáldsögu sem heitir Woif, en sú kemur þessari mynd ekkert við. Hugmyndina að handritinu fékk Harrison eftir að dóttir hans manaði hann til þess að skrifa eitthvað sem mundi skelfa hana. Hahdrit- ið var sýnt Jack Nicholson sem lofaði að ganga til leiksins. Þá var haft sam- band við Mike Nichols, leik- stjórann sem gerði m.a. Who's Afraid of Virginia Wolf, The Graduate, Silkwood, Heartburn, Working Girl, Postcards From the Edge og Regard- ing Henry. Flest sem Mike Nichols hefur snert á þrjátíu ára löngum leikstjórnarferli hefur breyst í óskarsverð- laun — eða a.m.k. óskars- verðlaunatilnefningar — eins og upptalningin ber með sér. Fyrri samstarfs- verkefni Nichols og Nichol- sons, myndirnar Carnal Knowledge, The Fortune og Heartburn, ber ekki hátt þegar æviferill þessara stór- menna á sínu sviði er reifað- ur en þeir ákváðu samt að láta slag standa einu sinni enn. Handritið var endurskrif- að og betrumbætt í sam- ræmi við hugmyndir þeirra tveggja og framleiðanda myndarinnar Douglas Wick (Working Girl). „Við reynd- um að losa handritið við alla siðadóma um það hvort Will Randall væri betur eða verr kominn sem úlfur. Það eru til góðir úlfar og slæmir úlfar," fullyrðir Jack Nichol- son. „Við Mike ræddum þetta ítariega. Hvorugur vildi að boðskapur myndar- innar yrði sá að Will væri betur kominn sem úlfur. Það er ekki málið því Will verst hamskiptunum en atburðir sögunnar taka af honum völdin," segir Jack. „Þaðeru til ákveðnar goðsagnir sem tengjast varúlfum og við gátum ekki annað en sótt í þær. Flestar hinna klassísku varúlfamynda voru gerðar á fimmta áratugnum, á þeim tíma þegar draga varð úr hinni kynferðislegu undir- öldu en goðsögnin um var- úlfínn er kynferðisleg. Á endanum drepur hann þann sem hann elskar og þess vegna stafar Lauru mest hætta af Will." Mike Nichols sparar ekki við sig háfleygar líkingar þegar hann fjallar um nýj- ustu mynd sína og segir að það sem í upphafi hafi laðað sig að hugmyndinni hafi verið hinn Kafka-kenndi blær sögunnar. „Eins og Hamskiptin er þessi saga ljóðræn tjáning á hugará- standi," segir hann og líkir Will Randall því við sögu- persónu Kafka, Gregor Samza, sem var orðinn að bjöllu þegar hann vaknaði einn góðan veðurdag. „Þetta er myndlíking sem fjallar um þá reynslu að verða frábrugðinn öllum öðrum, snúa baki við því sem mennskt er; þessa mar- tröð sem fólk getur upplifað á miðjum aldri. Þarna er líka Einstæður ferill LEIKFERILL Jacks Nicholsons spannar yfir á fímmta áratug, a.m.k. 47 kvikmyndir, 10 óskarsverðlaunatilnefn- ingar og tvenn óskarsverð- laun. Þótt mótleikkonur hans séu núorðið einatt 20 árum yngri en hann sjálfur, eins og t.d. Mich- elle Pfeiffer í Wolf, lætur Nicholson lltið á sjá og heldur aðdráttarafli sínu sem einn eftirsóttasti og besti leikari Bandarikj- anna. „Munurinn á Jack og öðrum leikurum, öðrum mðnnum, er sá að hans innri maður er uppí á yfír- borðinu. Það er bara til ein taumlaus útgáfa af hon- um. Þar sem hann er í stærstum dráttum mjög ljúfur að eðlisfari er hann afskaplega geðfelldur en samt eru hans dekkri hlið- ar alltaf augljósar. Hann er eins konar gangandi „það" (Id, sbr. Freud), mjög siðfágaður en samt algjörlega frjáls. Hann lætur sig tilfinningar ann- arra miklu skipta. Þannig er úlfur sem hann leikur nærfærinn og skynsamur, en ekki ótt villidýr sem æðir um að næturlagi og rífur menn á háls." Svona hljómar lýsing Mike Nic- hols, leikstjóra Wolf, á Jack Nieholson en saman hafa þeir nú gert fjórar kvikmyndir. Eins og flestir bestu kvikmyndaleikarar Bandaríkjanna nú á dög- um, svo sem Robert DeN- iro, Al Pacino og Harvey Keitel, er Jack Nicholson fæddur í New York. Það var árið 1937. Hann ólst upp í New Jersey en 17 ára gamall fluttist hann til Los Angeles og fór að vinna við teiknimyndagerð hjá MGM, meðfram starfi og námi í leiklist. Hann fékk hlutverk á sviði, síðan í sápuóperum 1 sjónvarpi en fyrsta kvikmyndahlut- verk sitt hreppti hann í mynd b-myndakóngsins Rogers Cormans, Cry Baby Killer. Samstarf þejrra Cor- mans stóð í um áratug og á þeim árum lék Jack m.a. sadíska tannlækninn í fyrstu kvikmyndinni um Litlu hryllingsbúðina. Hann fór snemma að vinna við annað en leik og átti þátt í framleiðslu tveggja mynda Monte Hellmans, The Raven og Ride The Whiriwind, og átti þátt í handriti þeirrar síðar- EFTIR því sem úlfseðlið nær auknum tökum á Will verður samband hans við Lauru (Michelle Pfeiffer) nánara. WILL Randall ásamt eiginkonu sinni Charlotte (Kate NeUigan) og undirförlum samstarfsmanni (James Spader). nefndu og sama var upp á teningnum í mynd Bobs Rafelsons, Head. Árið 1969 hafði Nichol- son leikið í 17 kvikmynd- um og þá loksins varð hann stórstjarna. Myndin var sú fræga Easy Rider, sem hann vann að í sam- vinnu við Denis Hopper og Peter Fonda. Jack hlaut óskarsverðlaunatilnefn- ingu og heimsfrægð. Styttuna hreppti hann hins vegar fyrst fyrir hlufc- verk McMurphys í One Flew Over The Cuckoo's Nest árið 1975 og svo aft- ur fyrir Terms of Endear- ment. Tilnefningarnar eru alls tfu fyrir Ironweed, Prizzi's Honor, Reds, Chin- atown, The Last Detail, Five Easy Pieces og A Few Good Men. Þá hefur hann hlotið aðrar viðurkenning- ar fyrir Reds og hlutverk Jokers í Batman Returns. Önnur eftirminnileg hlut- verk hans eiu m.a. í hryll- ingsmyndinni Sb'ning, eftir sögu Stephens Kings, árið 1980, og í The Postman Always Rings Twice á móti Jessicu Lange, árið 1981. Jack hefur einnig reynt fyrir sérsem leikstjóri en ekki með sama árangri. Fyrst mynda 5 þeim flokki var Drive, She Said, með Karen Black og Bruce Dern f aðalhlutverkum og sfðan hefur hann sjálfur verið meðal aðalleikenda í Goin' South og Two Jakes. Hvorug er eftirminnileg. Þótt Jack Nicholson hafi farið fremur sparlega með síg seinni árin og sjáist tæplega nema f einni mynd annað hvert ár, er hann vikulegur gestur á sjón- varpsskjánum í Ameríku stærstan hluta ársins. Þá situr hann sem fastast á fremsta bekk f Forum- höllinni þar sem Los Ang- eles Lakers leika heima- leiki sína f NBA-deildinni í körfubolta, geymir bblt- ann fyrir sína menn í leik- hléum og hvetur þá ákaf- lega inni á vellinum. ÞETTA byrjaði aUt þegar Will Randall (Jack Nicholson) ók á úlf á fáförnum snævi þöktum sveitavegi. á ferðinni sú hugmynd að handan hryllingsins sé ekki endilega aðeins svartnætti, endalokin þurfi ekki að vera endalok, hamskiptin og umskiptin séu ekki nauð- synlega alill." Mike Nichols segir að Wolf sé annað og meira en hryllingsmynd. „Ég lít svo á að þetta sé ævintýramynd," segir hann. „Sumt er hrollvekjandi en mestmegnis vona ég að þetta sé ævintýri, ferð á vit hugarflugsins en þó í tengslum við raunveruleik- ann." Wolf var^ frumsýnd snemma í sumar og hefur hlotið bærilegar viðtökur enda engir aukvisar á ferð. Auk Harrisons, Nichols og Nicholsons er eitt helsta kyntákn kvikmyndaheims- ins í dag, Michelle Pfeiffer (Age of Innocence, Frankie and Johnny, Dangerous Lia- sons, Batman Returns, Scarface, Married to the Mob, The Witches of Eastwick (ásamt Nichol- son), o.fl. o.fl) í aðalhlut- verki sem Laura; kanadíski stórleikarinn Christopher Plummer (nær 50 myndir, þ. á m. Sound of Music, The Man Who Would Be King) leikur útgefandann, yfir- mann Wills og föður Lauru, og James Spader (Sex, Lies and Videotapes, Bad Influ- ence, White Palace) á stór- leik sem Stewart Swinton, varasamur samstarfsmaður Wills í útgáfubransanum. Ekki er tækniliðið síðra. Rick Baker, tvöfaldur ósk- arsverðlaunahafi, sem m.a. farðaði varúlf f myndinni American Werewolf in London, sá um gervi Jacks Nichoisons, sem vakið hefur mikla eftirtekt, kvikmynda- tökumaðurinn Guiseppe Rotunno, sem á að baki um 50 myndir með leikstjórum á borð við Fellini, John Huston, Pasolini, Visconti, Wertmuller, Allan Pakula og Bob Fosse, vann hér með Nichols í þriðja skipti og búningahönnuðurinn Ann Roth og klipparinn Sam O'Steen hafa oftar en ekki átt þátt í myndum Mike Nichols. Tónlistin er svo eft- ir sjálfan Ennio Morricone. "

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.