Morgunblaðið - 29.09.1994, Síða 13

Morgunblaðið - 29.09.1994, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 13 NEYTENDUR Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir BRÆÐURNIR Örvar, Jakob og Elvar voru að byija að taka upp. SIGURLAUG með kálhaus sem vegur 5 kíló. Fræðslu- kvöld í Blómavali í KVÖLD fimmtudag og næst- komandi þriðjudag verða haldin fræðslukvöld í Blómavali. Verður fjallað um haustlauka og notkun þeirra og blómaskreytinga- meistarar sýna hvernig gera má haustskreytingar úr laufum og beijum úr garðinum. Að auki ætla matargerðarmeistarar að kokka eitthvað hollt og fljótlegt til að gefa þátttakendum að smakka. Dagskráin hefst klukkan 20 og eru allir velkomnir. Taka sjálfír upp græn- metið Egilsstöðum - í Mjóanesi, Vallahreppi koma viðskiptavin- irnir og taka sjálfir upp græn- metið sem þeir ætla að kaupa. Mjóanes, Vailahreppi er rétt fyrir innan Egilsstaði og hjónin Sigurlaug Stefánsdóttir og Eg- ill Guðlaugsson eru þSfr með stór garðlönd. Þar rækta þau kartöflur, kál, gulrætur og róf- ur og á haustin geta Austfirð- ingar komið og tekið sjálfir upp úr görðum þeirra. Þau settu fyrst niður græn- meti árið 1982 en hafa ekki fyrr en seinni ár boðið fólki að taka sjálft upp „Gott úr garðin- um“ eins og þau nefna fyrirtæki sitt. Verð á kartöflum er 50 kr. kg, rófur og hvítkál kosta 60 kr. kg og gulrætur eru á 150 kr. kg. Persil- þvottaefni aftur á Is- landi NÝLEGA hóf Nói-Síríus hf. sölu og dreifingu á Persil-þvottaefni hér á landi, en það hefur ekki sést hér á markaði síðan á millistríðsárunum. Nú er komin fram ný kynslóð af Persil-þvottaefni, bæði fljótandi og í duftformi þar sem notandi þarf að- eins helming þess magns sem áður þurfti ásamt því sem suðu- og for- þvottur heyra sögunni til. Þetta leið- ir til orkusparnaðar fyrir heimiiin ásamt því að náttúran þarf ekki að taka á móti eins miklum efnum, seg- ir m.a. í fréttatilkynningu frá um- boðsaðila. Framleiðandi efnisins er Henkel í Þýskalandi, en þar í landi eru gerðar miklar kröfur- um að vörur séu sem umhverfisvænastar. í því sambandi má nefna að tveggja kg umbúðir utan um Persil-þvottaduft eru gerðar úr 80% endurunnum pappír. Plastflöskurnar með fljótandi Persil eru gerðar úr endurunnu plasti og er efnismagn hverrar flösku með minnsta móti, segir ennfremur. Ennisbönd kr. 199 Dömuleggings smlogxl kr. 789, Herra gallabuxur, stærðir 30-42 kr. 1.695,- m Ullarsokkar, barna kr. 279,- Ullarsokkar, fullorðins kr. 359,- Ungbarnanærbolir Stærðir 70-110 kr. 249,- Ungbarnanærbuxur Staerðir 70-1 10 kr. 149,- Leikfangabox kr. 1.295,- Sprittkerti, 30 í pakka kr. 129,- Heilsusandalar, st.36- 45 kr. 989 Skíðahanskar kr. 399,- HAGKAUP SKEIFUNNI, AKUREYRI, NJARÐVÍK,KRINGLAN MATVARA Tilboðin gilda aðeins í viku, eða á meðan birgðir endast. Grænt númer póstverslunar er 996680.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.