Morgunblaðið - 29.09.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 17
FERJUSLYSIÐ I EYSTRASALTI
Hverfandi líkur á að Islend-
ingar hafi verið í feijunni
ANDRES Tamm, stýrimaður á eistneska skipinu Kull, í brúnni
Eistneskir sjómenn
á Húsavík
Eru slegn-
ir yfir tíð-
indunum
ANDRES Tamm frá Tallinn, stýri-
maður um borð í Kull, sem landaði
afla úr Smugunni á Húsavík í gær,
sagði að eistneska áhöfnin væri
felmtri slegin yfir feijuslysinu á
Eystrasalti í fyrrinótt.
„Við vorum í bókabúð hérna og
þá var okkur sagt að fréttir af slys-
inu hefðu verið í útvarpinu," sagði
hann. „Okkur brá mikið, þetta er
svakalegt. Við höfum engar fregnir
haft að heiman og vitum ekkert.
Ég ætla að hringja heim í kvöld
og reyna að fá einhveijar fréttir,
við höfum ekki haft tíma í dag því
við höfum verið að vinna við löndun-
ina,“ sagði Andres Tamm.
Fimmtán Eistlendingar eru í
áhöfn Kulls, flestir frá Tallinn.
Hann sagði mennina eðlilega
áhyggjufulla. „Ég hef aldrei ferðast
með þessari feiju en ég á nokkra
vini sem vinna hjá þessu fyrirtæki,
ég veit ekki hvort þeir voru með í
þessari ferð,“ sagði Andres Tamm.
„ÞAÐ HEFUR ekki verið staðfest
formlega hvort íslendingar voru um
borð í feijunni Estoniu, en mér þykja
líkumar á því hverfandi miðað við
þær upplýsingar sem nú liggja fyrir.
Þá hafa sendiráðinu ekki borist nein-
ar fyrirspumir frá fóiki, sem telur
sig hafa ástæðu til að .óttast um af-
drif ættingja sinna,“ sagði Heimir
Hannesson, sendiráðsritari í sendiráði
íslands í Stpkkhólmi, í samtali við
Mogunblaðið síðdegis í gær.
Hannes sagði að ef íslendingar
hefðu verið um borð í feijunni hefðu
þeir hugsanlega verið skráðir í hóp
um 500 Svía, en af þeim eru um
450 taldir iátnir.
Engin íslensk nöfn
„Miðað við upplýsingar okkar er
engin íslensk nöfn að finna í þessum
hópi, en það fer tvennum sögum
af því hversu áreiðanlegt bókunar-
kerfi Eistlendinganna var.“
Hannes sagði að í fjölmiðlum í
Svíþjóð væru átakanlegar lýsingar
frá slysinu. „Um borð í skipinu var
góð ráðstefnuaðstaða og einn þeirra
hópa sem fundaði þar vom 60 lög-
reglumenn af Stokkhólmssvæðinu.
Af þeim eru 5 á lífi nú. Þá fórst
hópur ellilífeyrisþega frá Jönköping
og svona má lengi telja. Að því er
ég best veit hafa sænsk stjórnvöld
ekki birt lista yfir nöfn þeirra sem
komust af, svo ættingjar farþeg-
anna um borð bíða milli vonar og
ótta,“ sagði Hannes Heimisson,
sendiráðsritari.
Reuter
Skipbrots-
mönn-
um hjálpað
BJÖRGUNARMENN koma með
tvo af þeim, sem þeir fundu á lífi,
til Turku í Finnlandi. Henrik Sill-
aste, sem er annar frá hægri, var
skipverji á Estonia og sagði í við-
tali við sænska fréttastofu, að
skuthlerarnir hefðu ekki lokast
alveg og sjórinn komist inn með
þeim. Eins og sjá má eru skip-
brotsmennimir berfættir og var
injög af þeim dregið.
- Almennur lífeyrissjóður VIB — var stofnaður árið 1989. ALVÍB er jullgildur lífeyrissjóður með
öllum sömu réttindum og skyldum sem slíkum sjóðifylgja. Sjóðurinn jjárfestir í traustum
markaðsskuldabréjum ogskilaði 15,1% raunávöxtun árið 1993.