Morgunblaðið - 29.09.1994, Page 21

Morgunblaðið - 29.09.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ _______LISTIR____ Leikari grípur til örþrifaráða KVIKMYNPIR Laugarásbíó JIMMY HOLLYWOOD ★ Leiksljóm og handrit: Barry Levin- son. Aðalhlutverk: Joe Pesci, Christ- ian Slater, Victoria Abril. Para- mount. 1994. KVIKMYNDAGERÐARMAÐ- INN Barry Levinson hefur ekki riðið feitum hesti frá Hollywood undanfarin ár eða eftir að hann gerði stórmyndina „Rainman". Hann gerði stórmistökin „Toys“ síðast en hefur nú hallað sér aftur að smærri verkefrium með „Jimmy Hollywood“, gamansögu um at- vinnulausan leikara í Los Angeles. Hún er smámynd með þokkalegu leikaraliði en hefur ekki erindi sem erfiði, söguþráðurinn er með ólík- indum og það er fráleitt að gaman- semin kítli hláturtaugarnar. í henni leikur Joe Pesci atvinnu- lausan leikara sem reynir hvað hann getur að koma sér áfram í kvikmyndaborginni en árangurs- laust. Gervi Pescis er hið undarleg- asta, hárið er gulbrúnt og nær niður á herðar og virðist koma úr hárkolludeild Paramount-versins. Vinur hans er einfeldningur sem Christian Slater leikur en hefur lítið hlutverk í sögunni nema það að flækjast í kringum Pesci. Spænska Almadovar-leikkonan Victoria Abril leikur svo sambýlis- konu Pescis, en hennar hlutverk er líka heldur ómerkilegt. Það eina sem hún gerir er að rífast í Pesci. Nú hefði sjálfsagt mátt gera gamansama mynd um nauðir at- vinnulauss leikara og hvernig hon- um vegnaði í baráttunni við frægðardrauminn. En markmið Levinsons er mun háfleygara. Hann vill koma á framfæri boð- skap um hinar dökku hliðar kvik- myndaborgarinnar og hvernig lög- reglan hefur gefist upp á glæpun- um, svo áður en maður veit af er Pesci kominn í' fátækrahverfin og farinn að taka ýmis smáglæpaverk uppá myndband, handtaka smák- rimma og skila til lögreglunnar og jafnvel ræna glæpamönnum og halda í einn dag „til að skelfa þá“ og þar fram eftir götunum. Hvernig þetta kemur heim og saman í lítilli grínmynd um at- vinnulausan leikara í Hollywood er alltaf hulin ráðgáta nema auð- vitað verður Pesci frægur fyrir - uppátæki sitt og það verður leið hans á stjörnuhimininn. Þannig er myndin ein stór lumma um amer- íska drauminn og hvernig hann rætist með einkaframtakinu. Það sem undrar mann kannski mest er að Levinson skuli vera skrifaður fyrir þessari dellu. Arnaldur Indriðason FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 21 QTAKAR Rll rr i amramsR b Vi Islenskur fatnaður - Islenskt, já takk s s : NYBYLAVEGUR „i ' " .... ' íí!,' rr Toyot a DALBREKKA AUÐBREKKA Nýbýlavegi 4, (Dalbrekku megin) Kópavogi, sími 45800. Við sérhæfum okkur í að fram- leiða stakar btixur úr bestu fáau- legum efnum, saumað og liann- að af ísiensku fagfólki. Dömu- og hcrrabuxur úr terylín, ull og flaueli. ■ SAUMASTOFA Klæðskera- þjónusta á staðnum þannig að allir geta fengið buxur við sitt hæfí. Aðeins: i fullum gangi m/springdýnu ÁðUP 26.880 MKD ORNSOF svefnsófi Aðeins: L með 8 skuffum "B0X„dýna með krómgaffi ^ 80x200 cm - mm 120x200 cm»8MÍXD^ 140x200 cm-MGm Aðeins: fíYcYc 140x200 Holtagörðum ^SÉI Skeifunni 13 Reykjarvikurvegi 72 Norðurtanga 3 Reykjavík ■H Reykjavík Hafnarfirði Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.