Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
BENEDIKT
BJÖRNSSON
+ Benedikt Björns-
son fæddist á
Búðum 31. júli 1916.
Hann lést í Borg-
arspítalanum 23.
september sl. For-
eldrar hans voru
hjónin Sigriður Og-
mundsdóttir og
Björn Benediktsson
er bjuggu á Búðum.
Systur Benedikts eru
þijár, allar á lífi: Sig-
rún húsmóðir á Búð-
um, nú í Reykjavík,
Jóhanna deildar-
hjúkrunarkona í
Reykjavík og Birna
verslunarmaður, Reykjavík.
Benedikt bjó eystra til ársins
1972 og eftir það í Reykjavík.
Eiginkona hans er Kristin Magn-
úsdóttir, f. 5. nóvember 1921,
en foreldrar hennar voru Guðný
Guðjónsdóttir og Magnús Eiríks-
son, Eskifirði. Benedikt og Krist-
ín giftust árið 1945. Synir þeirra
eru: Haraldur, skipstjóri í
Garðabæ, kona hans er Brynja
Halldórsdóttir og eiga þau þijá
syni; Björn, sendibílstjóri í
Reykjavík, hans kona er Margrét
Finnbogadóttir og eiga þau eitt
barn, en Margrét átti þijú börn
áður. Benedikt verður jarðsung-
inn frá Askirkju í dag.
„ÞEIR tínast úr röðinni einn og
einn,“ kvað skáldið og með aldrinum
fjölgar þeim sem kveðja, en áður
áttu með manni hugþekka fylgd á
lífsins leið. Þegar góð-
vinur hverfur af leik-
sviði lífsins lifna gaml-
ar leifturmyndir frá lið-
inni tíð, þær líða hjá
og öðlast yljandi mátt
í munans innum um
leið og ákveðin eftirsjá
fangar hugann.
Nú hefur sæmdar-
maðurinn Benedikt
Björnsson kvatt og fá-
ein fátækleg kveðjuorð
skulu færð við leiðar-
lok.
Eg kynntist Bene-
dikt fyrst er ég kom
ungur kennari að Búð-
um og átti undurgott athvarf hjá
Sigrúnu systur hans, þeirri kærleiks-
ríku konu. Öll voru þau kynni hin
ágætustu og glöggt mátti greina
mæta eðliskosti, góðgirni, staðfestu,
samvizkusemi og um leið hógværa
en íhugula athugun á hverju einu.
Það fór heldur ekki milli mála að
þar fór maður sem vandaði vel verk
hvert, enda var Benedikt vel greind-
ur, aðgætinn og velvirkur ufti leið.
Hann fékkst löngum við verzlunar-
og skrifstofustörf, honum lét vel að
fást við tölur þar sem glögg ná-
kvæmni hans nýttist honum vel.
Hann var skoðanafastur skýrleiks-
maður, enda var hann valinn af sveit-
ungum sínum í sveitarstjórn og var
oddviti um skeið í Búðahreppi. Hann
bar hag byggðarlags síns mjög fyrir
bijósti, hann var sanngjarn og öfga-
laus í hveiju máli, en fastur fyrir.
Benedikt var mikill gæfumaður í
einkalífi sínu. Kristín kona hans mik-
il ágætis manneskja, dáðrík dugnað-
arkona s.s. hún á kyn til. Synir þeirra
farsælir drengskaparmenn iðjusemi
og atorku. Sá eldri, Haraldur, var í
sumardvöl heima hjá okkur í Selja-
teigi ungur drengur og hann bar
góðu fjölskyldulífi fallegt vitni.
Þannig tengdust vináttuböndin
betur við Benedikt og mætagott var
að mega hitta hann, finna hina eðlis-
lægu hlýju, hlýða á góðlátlegar at-
hugasemdir og smáglettnar sögur
hans.
Farsæl var öll saga þessa einiæga
Austfirðings og mér er söknuður í
huga.
Hans góðu eiginkonu, sonum
þeirra og aðstandendum hans öðrum
sendum við Hanna okkur einlægustu
samúðarkveðjur.
Vermandi er vestanblærinn eystra
og andar blítt inn til dala sem út við
sjó. Eðli og allt dagfar Benedikts var
í ætt við þennan ylhlýja andblæ.
Hans er minnst í mikilli þökk fyrir
kynni kær.
Blessuð sé minning hans.
Helgi Seljan.
Elsku afi okkar Benedikt Björns-
son frá Fáskrúðsfirði er látinn eftir
erfið veikindi.
Okkur bræðurna langar til þess
að þakka honum alla góðvildina og
umhyggjuna sem hann sýndi okkur.
Við biðjum guð að styrkja ömmu
okkar sem hefur verið honum stoð
og stytta í veikindum hans.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Halldór, Benedikt og Sigurð-
ur Jóhann Haraldssynir.
HAFLINA HAFLIÐADOTTIR
+ Haflína Haf-
liðadóttir var
fædd á Akranesi 8.
febrúar 1937. Hún
lést á Landspítalan-
um 20. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigríður Guð-
mundsdóttir og
Hafliði Páll Stef-
ánsson. Haflína var
þriðja elst í sínum
systkinahópi og eru
hin, í aldursröð:
Guðrún Björg, Guð-
mundur, Guðjón,
Viðar (látinn), Unn-
ur og Kolbrún. Eftirlifandi sam-
býlismaður Haflínu er Einar
Guðnason. Synir þeirra þrír eru:
Bjarki, f. 14.4. 1972, Guðni, f.
27.11. 1973, og Daði, f. 21.5.
1975. Fyrir átti Haflina Bjarka,
sem lést á fyrsta ári, og Frosta,
f. 13.8. 1966. Útför Haflínu fór
fram frá Fríkirkjunni í Reykja-
vík í gær.
VINKONA mín Haflína Hafliðadótt-
ir, eða Obba eins og hún var kölluð,
er látin. Það kom mér ekki á óvart
þegar Guðjón bróðir hennar hringdi
í mig og tilkynnti mér lát hennar.
Ég hafði heimsótt hana á sjúkrahús-
ið daginn áður og sá að
nú var Obba mín mikið
veik en samt svo æðru-
laus eins og svo oft áður.
Við Obba kynntumst
sem unglingar í gegnum
kunningsskap systra
okkar Gígju og Siggu á
þann hátt að ég fékk
lánaðan síðan hvítan
fermingarkjól af Obbu.
Við vorum báðar litlar
og grannar og notuðum
sömu stærð. Þannig
hófst okkar vinátta sem
entist alla tíð.
Hún ólst upp ásamt
stórum systkinahóp við
Vesturgötuna á Akranesi. Obba var
einstök hetja í sinni lífsbaráttu sem
var oftast erfið. Hún var fædd með
hjartagalla sem plagaði hana alla
ævi. Hún gekkst undir erfiðar að-
gerðir vegna þessa en aldrei bugað-
ist Obba. Hún fékk mænuveiki þegar
hún var barn og lamaðist annar fót-
ur hennar. Þess vegna varð hún að
nota sérsmíðaða skó og grind sem
háði henni mjög mikið. Aldrei heyrði
ég Obbu bölsótast yfir því, hún lét
þetta lítið stoppa sig í leikjum ungl-
ingsáranna, hún klifraði uppá húsþök
og var í fótbolta með hinum krökkun-
um og lét sem ekkert væri. Já, hún
var einstök hún Obba.
Að loknu skólanámi fór hún að
vinna á símstöðinni hjá Pósti og síma
á Akranesi og síðar í Reykjavík. Þar
fannst Obbu gaman að vinna innan
um hressar og skemmtilegar stelpur.
Obba var mjög félagslynd og hafði
gaman af að skemmta sér og lét
fötlun sína ekki hefta það. I vor sem
leið kom hún upp á Skaga til að hitta
gömlu skólafélagana þó að hún væri
orðin mikið lasin og mikið fannst
henni gaman að hitta og sjá hópinn.
Svona var með allt hjá Obbu,
æðruleysið og lífsgleðin alltaf í fyrir-
rúmi og þó að það hvessti á lífsins
ólgusjó þá brosti Obba og beið eftir
logninu með æðruleysi. Að hafa
fengið að kynnast vinkonu minni og
sjá hvernig hún tók á móti lífinu er
mikil guðsblessun.
Obba og sambýlismaður hennar,
Einar Guðnason, bjuggu í Reykjavík
og voru búin að koma sér upp húsi
í Grafarvoginum.
Við Bjarni sendum Einari og son-
unum og öllum öðrum sem um sárt
eiga að binda innilegar samúðar-
kveðjur.
Fyrir mér er dauðinn ekki endalok
og þess vegna segi ég: Elsku vin-
kona, vertu sæl að sinni og Guð
geymi þig.
Aslaug Hjartardóttir.
ÞORÐUR KARASON
+ Þórður Kárason fæddist í
Borgarlundi í Helgafells-
sveit 26. janúar 1917. Hann lést
á heimili sínu 29. ágúst síðast-
Iiðinn og var útför hans gerð
frá Laugarneskirkju 7. septem-
ber.
ÞÓRÐUR Kárason og Guðbrandur
Þorkelsson voru ráðnir til starfa
sem móttökustjórar hjá Menningar-
stofnun Bandaríkjanna fyrir um
áratug og kynntumst við ágætlega
á þeim vettvangi. Þessir tveir menn
þekktust vel enda báðir starfað í
lögreglunni um árabil og upplifað
umbreytingarskeið íslands frá sjón-
arhorni lögreglumannsins. Þetta á
að vera minningargrein um Þórð
heitinn en ég má til að nefna áfram
Guðbrand sem enn er í fullu fjöri
því þeir mynduðu skemmtilega heild
hjá Menningarstofnuninni. Þórður
var sískrifandi og að punkta niður
hið spaugilega enda af nægu að
taka á þeim vinnustað og Guð-
brandur er hafsjór sögulegra at-
vika, en hann var meðal annarra á
Ólympíuleikunum í Berlín 1936 og
kann þaðan margar skemmtilegar
sögur. Þórður var alltaf að grúska
í bókum og skrifaði auk þess nokkr-
ar. Ættfræði Dalamanna hafði
hann sterk tök á og gaf út rit þar
um. Þá komum við að þeirri bók
sem mér þótti vænst um að fá að
lesa og það var ferðalagabók hans
sem fjallar um ferðalög hans og
eiginkonunnar um ýmis lönd. Marg-
ir kynnu að segja að þetta hafi
verið ósköp venjuleg ferðalög á
þotuöld, en þurfa öll ferðalög að
vera óvenjuleg til þess að þau séu
skemmtileg? Er ekki samvera og
væntumþykja í góðra vina hópi það
sem skiptir máli? Skemmtilegast er
að hann skyldi hafa ráðist í að koma
sínum draumum á prent ásamt
myndum og dáist ég ávallt að slík-
um mönnum. Hver á ekki þúsund
ljósmyndir sem liggja einhvers stað-
ar í kassa. Hverri ljósmynd fylgir
saga sem þarf að skrá en fáir láta
verða af því.
Alltaf þegar ég hitti Þórð heitinn
á förnum vegi með derhúfuna góðu
tókum við tal saman um ferðalög
og fararstjórn, en Þórður hélt ávallt
þeirri miklu ósk vakandi um að fá
að verða fararstjóri með litla hópa
úti í löndum. Andlát hans var til-
kynnt í blaði sem ég las í flugvél
einmitt á leið til útlanda. Eitt er
víst að í hinum stóra hópi svo-
nefndra gamaímenna eru mörg
vannýtt handtök til framdráttar og
þroskunar þjóðarinnar. En hraðinn
og stjórnmálavafstur valtar því mið-
ur yfir slíkar hugmyndir og eyði-
leggur þar með að eilífu mörg tæki-
færi sem gefast til þess að koma
blessaðri þjóðinni í andlegt jafn-
vægi. Það er víst að Þórður minn
er nú þegar orðinn leiðsögumaður
í himnaríki og er sá vinnustaður
ekki af verri endanum. Blessuð sé
minning hans og sendi ég öllum
ættingjum Þórðar dýpstu samúðar-
óskir.
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
SIGRIÐUR GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
+ Sigríður Guðmundsdóttir
var fædd á Hjalteyri 22.
desember 1910, en ólst upp að
Stórubrekku. Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri
11. ágúst síðastliðinn og fór
útför hennar fram frá Akur-
eyrarkirkju 19. ágúst.
ÞAR sem ég ólst upp við Eyja-
fjörð, var skammt milli bæja og
mikill samgangur. Fólkið þekktist
og deildi kjörum hvað með öðru.
Það voru því tíðindi ef einhver kom
eða fór. Eitt sinn barst sú frétt að
Sigga frá Stórubrekku væri komin
í Syðribakka með tvo unga syni,
skilin við mann sinn Ólaf Eiríksson
bílstjóra, en þau höfðu búið á Akur-
eyri.
Ég man enn er ég sá þau fyrst.
Það var sumartíð og bræðurnir
stóðu í túninu og héldust í hendur.
Þetta voru Kristján Ólafsson síðar
útibússtjóri KEA á Dalvík og Haf-
liði bróðir hans, iðnaðarmaður og
harmonikuleikari, einnig á Dalvík.
Síðar kom í sveitina hálfsystir
þeirra Kristjana Ólafsdóttir síðar
húsfreyja í Litlubrekku, en hún lést
á besta aldri frá 10 börnum.
Pöður þeirra systkina Ólafi Ei-
ríkssyni kynntist ég löngu síðar í
Reykjavík. Hann hafði þá lengi
verið bílstjóri hjá Einari Sigurðs-
syni í Hraðfrystistöðinni, en^ var
hættur störfum vegna aldurs. Ólaf-
ur var hress og hreinskiptinn skap-
maður, samviskusamur gleðimaður
með persónuleika sem setti svip á
umhverfið. Trúlega hefur hann
fyrrum verið á - stundum erfiður
sambúðarmaður.
Sigríður dvaldi árabil á Syðri-
bakka með syni sína, sem þá urðu
nágrannar okkar og leikbræður.
Hún giftist svo ágætum sveitunga
sínum Herði Kristjánssyni verka-
manni og bjuggu þá á Akureyri
alla búskapartíð sína og eignuðust
tvö börn.
Ég sendi afkomendum Sigríðar
samúðarkveðju norðuryfir fjöll og
þakka liðnar samverustundir. Einn-
ig gömlum vinnufélaga mínum
Herði Kristjánssyni.
Jón frá Pálmholti.
Lokað verður vegna jarðarfarar KRISTINS ÞOR-
KELSSONAR í dag milli kl. 12.00-17.00.
Fatapressan Úðafoss,
Vitastíg 13, Reykjavík.
Inn- og útflytjendur
athugið
Búast má við röskun á þjónustu flutningamið-
stöðvar Eimskips í Sundahöfn eftir hádegi í dag,
fimmtudaginn 29. september, vegna jarðarfarar
KRISTINS M. ÞORKELSSONAR. Við biðjum við-
skiptavini okkar að sýna skilning á töfum sem
kunna að verða á þessum tíma.
Hf. Eimskipafélag íslands.
BRIDS
Umsjón Arnór G
Ragnarsson
íslandsmótið
í einmenningi
SKRÁNING er komin vel af stað í
íslandsmótið í einmenningi, sem
haldið verður í Sigtúni 9 helgina
8.-9. okt. nk.
Byijað verður að spila kl. 11 báða
dagana og spilaðar tvær umferðir á
laugardag og ein á sunnudag. Spiluð
verða forgefin spil og samanburður
við alla riðla.
Þar sem húsið tekur hámark 112
spilara í þessa keppni eru væntan-
legir þátttakendur beðnir um að láta
skrá sig sem fyrst svo þeir missi
ekki af þessari vinsæiu keppni. Spil-
að er um gullstig. Núverandi ís-
landsmeistari er Gissur Ingólfsson.
Bridsfélag Breiðfirðinga
Á öðru spilakvöldi félagsins var
spilaðUr eins kvölds tvímenningur
með þátttöku 22 para. Spilaformið
var Mitchell, 30 spil. Besta skorinu
í NS náðu eftirtalin pör:
Kristófer Mapússon - Albert Þorsteinsson 323
Bjöm Ámason - Björn Svavarsson 318
Erlendur Jónsson - Vigfús Pálsson 318
Oskar Karlsson - Guðlaugur Nielsen 297
Hæsta skorið í AV:
Lovísa Jóhannsdóttir - Erla Sigvaldadóttir 326
Torfi Axelsson - Geirlaug Magnúsdóttir 322
Ragnheiður Nielsen - Sigtryggur Sigurðsson299
Andrés Ásgeirsson - Ásgeir Sigurðsson 296
Næsta keppi fclagsins er þriggja
kvölda haustbarómeter sem hefst
fimmtudagskvöldið 29. september
klukkan 19.30. Skráning stendur
yfir í þá keppni og er skráð í síma
Bridgesambandsins, 619360, og hjá
keppnisstjóra á vinnutíma (ísak) í
síma 632820. Einnig er hægt að
skrá sig á spilastað.
Mjög góð þátttaka í Butler
hjá Bridsfélagi Suðurnesja
Alls mættu 23 pör í þriggja kvölda
Butler tvímenning sem hófst sl.
mánudag og hefir þátttaka aldrei
verið betri í þessari keppni í ára-
fjöld. MJög mikið er skorað miðað
við keppnisform og er staða efstu
para þessi eftir 7 umferðir af 23:
Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 128
Heiðar Agnarsson - Pétur Júliusson 126
Randver Ragnarsson - Kjartan Sævarsson 123
AmórRagnarsson-KarlHermannsson 118
Valur Símonarson - Kristján Kristjánsson 117
Meðalskor er 105
Drög að vetrarstarfínu liggur nú
fyrir og hefir m.a. verið ákveðið að
spila 20 spila leiki í aðalsveitakeppn-
inni í vetur. Þá verður aukamót fjög-
urra efstu sveita að lokinni aðal-
sveitakeppni en þetta mæltist mjög
vel fyrir í fyrra.
Spilað er í Hótel Kristínu á mánu-
dagskvöldum og hefst keppnin
stundvíslega kl. 19.45. Keppnisstjóri
er Isleifur Gíslason.