Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.09.1994, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 KATRÍN > ÞÓRÐARDÓTTIR + Katrín Þórðar- dóttir fæddist í Reykjavík 6. sept- ember 1941. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 21. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórður Gíslason, verka- maður í Reykjavík, og Guðríður Árna- ___dóttir. Þau eru bæði látin. Katrín var yngst í sjö systkina hópi. Hin voru: Jóhanna Jónsdóttir, sammæðra við hin yngri; Jón Þórðarson, slökkvil- iðsmaður á Keflavikurflug- velli, kvæntur Þórunni Gottli- ebsdóttur; Svava Þórðardóttir, látin, var gift Sigurði Sigurðs- syni yfirlögregluþjóni í Kefla- vík; Unnur Þórðardóttir, gift Ásgrími Guðjónssyni skip- stjóra í Reykjavík; Gísli Þórð- arson, sjómaður í Njarðvík, kvæntur Bryndísi Veturliða- dóttur; Árný Þórðardóttir, gift Kristjáni Olafssyni kaupmanni í Hafnarfirði; Katrín, gift í febrúar 1969 Þorsteini E. Jóns- syni flugstjóra. Þau eignuðust saman einn son, Björn Þor- steinsson, sem nemur verk- fræði við Háskóla íslands. Út- för Katrínar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag. KATRÍN Þórðardóttir var félagi í Inner Wheel klúbbnum Reykjavík- , .Breiðholt frá árinu 1989 og var þar vel virtur félagi, sem starfaði með okkur af áhuga. Það var alltaf ánægjulegt að hitta hana á fundum og ræða við hana um mál líðandi stundar. Katrín ferðaðist mikið um heiminn og hafði ásamt eiginmanni sínum, Þorsteini Jónssyni fyrrum flugstjóra, komið til margra staða, sem eru langt utan alfaraleiða flestra íslendinga. Hún bjó meðal annars í Afríku á meðan borgara- styrjöldin í Biafra stóð yfir og kynntist af eigin raun því hjálpar- starfi sem íslendingar unnu þar. Var ekki síst gaman að heyra hana segja frá þessum ferðum sín- um og lýsa því sem fyrir augu hennar hafði borið. Katrín var frá upp- hafi veru sinnar í klúbbnum vel virkur félagi þó ekki gæti hún alltaf mætt á fundi vegna ferðalaga sinna. Hún tók þátt í stjórn klúbbsins strax á öðru starfsári sínu í honum þegar hún var ritari stjórnar. Það tíðkast ekki að félagar í slíkum klúbbum gefi hver öðrum gjafír nema ef til vill að sameinast sé um slíkt þegar einhver á stórafmæli. Það sýnir því vel hlýhug og hugulsemi Katrínar í okkar garð að eitt sinn þegar hún kom heim úr einni ferðinni gaf hún sérhverjum klúbbfélaga skemmti- lega gjöf sem hún hafði keypt í landi hinum megin á hnettinum og flutt með sér heim. Ekki vildi hún þó gefa gjafírnar í eigin nafni held- ur gaf hún í nafni stjórnar klúbbs- ins. Katrín var hógvær, glaðleg og skemmtileg persóna sem gott var að vera samvistum við. Fyrir um það bil tveimur árum veiktist Katr- ín af krabbameini. Þá hófst barátta sem Katrín háði af miklum dugn- aði og æðruleysi. Lengi gerðum við okkur góða von um sigur hennar í þeirri baráttu en síðustu vikur var þó ljóst að hverju stefndi. Það er alltaf erfítt að kveðja góðan vin hinstu kveðju, ekki síst þegar fólk fellur frá í blóma lífsins. Fyrir hönd félaga í IW Breiðholt vil ég þakka henni samveruna um leið og við vottum eiginmanni, svni og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum guð að blessa þau. Ásthildur Pálsdóttir, forseti IW Reykjavík-Breiðholt. Kata, gamla æskuvinkonan mín, er látin. Með þessum línum langar mig til þess að minnast hennar og ÞÓRUNN GUÐLA UGSDÓTTIR + Þórunn Guð- laugsdóttir fæddist á Gísla- stöðum í Grímsnesi 15. nóvember 1905. Hún lést á hjúkrun- ardeild Elliheimil- isins Grundar 21. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- laugur bóndi á Gíslastöðum Run- ólfsson frá Skálm- arbæ í Álftaveri og Margrét Jónsdóttir Þórðarsonar óðals- bónda og alþingismanns í Ey- vindarmúla, sem var af hinni þjóðkunnu Bergsætt. Kona Jóns alþingismanns var Stein- unn Auðunsdóttir prests á Stóru-Völlum á Landi Jónsson- ar á Mosfelli. Bróðir séra Auð- ÞÓRUNN Guðlaugsdóttir fékk hægt andlát eftir erfið veikindi á Síðustu mánuðum. Hún yfirgaf þetta jarðlíf í sátt og með reisn. Mæt og merk kona er gengin til feðra sinna eftir farsælt ævistarf. Þórunn fluttist með foreldrum sínum og systkinum til Reykjavík- ur árið 1921 og bjuggu þau á Bragagötu 34b. Þar hélt Þórunn heimili eftir lát foreldra sinna og bróður þar til hún fluttist til systur uns var séra Arnór Jónsson prófastur og sálmaskáld í Vatnsfirði. Móðir Jóns alþingismanns var Olöf Beinteins- dóttir lögréttu- manns á Breiðaból- stað í Olfusi Ingi- mundarsonar. Kona Beinteins var Vil- borg Halldórsdóttir biskups á Hólum Brynjólfssonar. Þórunn átti tvö systkini: Jón, f. 15. september 1901, d. 11. október 1953, vann sem bif- reiðarstjóri í Reykjavík; Stein- unn Bergþóra, f. 15. maí 1903, d. 13. maí 1989, ráðskona hjá Sigfúsi Blöndahl aðalræðis- manni. Útför Þórunnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag. sinnar, Steinunnar, að Víðimýri við Kaplaskjóisveg eftir lát Sigfúsar Blöndahls aðalræðismanns 1965. Steinunn hafði ung ráðið sig í vist til þeirra hjóna, Sigfúsar og Ás- laugar Þorláksdóttur Johnson, en eftir að Áslaug féll frá tveimur árum síðar varð Steinunn ráðskona Sigfúsar og stýrði heimilinu til dauðadags, lengst af í Víðimýri. Þórunn vann ýmis störf í Reykjavík, þar á meðal í Sælgætis- MINNINGAR þakka allar ánægjulegu samveru- stundirnar okkar. Við Kata kynnt- umst í skóla á unglingsárunum og urðum strax perluvinkonur. Á æskuheimili hennar kom ég oft og naut þar þeirrar lífsgleði, sem þar ríkti hjá hennar stóru fjölskyldu, og hefur síðan alltaf stafað ljóma frá þeim tíma í huga mér. Kata hafði sterkan persónuleika og var síkát og glöð. Einnig hafði hún ákveðni til að bera og fór hún vel með það, því hún var vel greind og hafði yndi af lestri bóka. Margt lærði ég af henni vinkonu minni og var þó nokkuð brallað á ungl- ingsárunum. Báðar hófum við verslunarstörf að skólagöngu lokinni og fljótlega bytjuðum við að safna til utan- landsferða, en þær áttu hug okkar allan. Fórum við síðan í mörg ferða- lögin saman og sóttum mörg lönd- in heim. Vil ég þakka- þér, Kata mín, fyrir samfylgdina og fyrir að mega eiga þig að vini. Einnig vil ég minnast og þakka þann tíma er við áttum saman eftir að þú flutt- ist með þína fjölskyldu á erlenda grund, þar sem ég naut mörgum sinnum gestrisni ykkar og vináttu. Nú er Kata farin þá ferð sem okkur öllum er ætluð og alltaf erum við óundirbúin fyrir slíka kveðju- stund, sérstaklega þegar hún er jafn ótímabær sem nú. En minning- una um vinkonu mína geymi ég sem perlu í hjarta mér. Eg vil votta Steina, Bjössa og öðrum aðstand- endum hennar mína dýpstu samúð og bið ég þann sem öllu ræður um styrk þeim til handa. Blessuð sé minning Katrínar Þórðardóttur. Erla Rúriksdóttir. Þegar Katrín Þórðardóttir nú kveður hugsa mörg okkar: Ekki stóð hún nú lengi við. Náði þó þremur um fímmtugt. Hún átti við andstyggilegan fjanda að etja; frammistaðan í þeirri baráttu veit ég að var einstök. Hún stóð meðan stætt var — og gott betur. Ekki barði hún sér, heldur lék sér að því að blekkja náungann, þykjast hafa það betra en endalokin bera vott um. Við hittumst fyrst á sjöunda ára- tugnum. Síðan höfum við haft sam- band, mismikið eftir staðsetningu. Hún hefur reynst fjölskyldu minni og mér alveg prýðilega, sem ekki gerð Magnúsar Th. S. Blöndahl í Vonarstræti 4, hjá Sælgætisgerð- inni Víkingi, einnig við netahnýt- ingar og fleira. Aðilar sem þekktu til hennar hafa sagt mér að hún hafi verið forkur dugleg og eljusöm til vinnu. Þórunn var mikið fyrir að ferðast og naut þess. Samgöngur á þessum tíma voru erfiðar bornar saman við nútímann. Henni heppnaðist þó að komast til Skotlands með vinkonu sinni. Hún var alla tíð mjög létt á fæti, gekk mikið, það var lítið mál fyrir hana að ganga frá Bragagötu vestur að Víðimýri og til baka. Ég man fyrst eftir Þórunni um 1960, þá sem ungur drengur. Á þeim árum buðu þær systur mér árlega í réttir, aðallega Hafra- vatnsrétt. Sigfús rak bú í Víðimýri ásamt Steinunni og einnig átti Þórunn nokkrar kindur. Þetta voru ætíð miklar ævintýraferðir fyrir mig, borgarbarnið. Þórunn var oft hjá Steinunni systur sinni og aðstoðaði hana, því mjög gestkvæmt var hjá Sigfúsi og bústýrunni Steinunni. Mikil og góð vinátta var á milli foreldra minna, Sigfúsar Blöndahls, Þór- unnar og Steinunnar. Minnisstæð eru heimboðin að Víðimýri, slíkur var gjömingurinn í mat og drykk hjá þeim systrum. Ef litið var inn var ætíð boðið til stofu, sherry-flaskan og konfekt tekið fram. Þórunn var mjög greind, ein- staklega minnug og var mjög gam- an að fræðast af hennar frásögn- um. þurfti endilega að vera sjálfsagt, einkum ef litið er á hve ung hún var. Börn mín dvöldu hjá henni, sum lengur, sum skemur, til gagns og gamans. Hún var ágætur uppa- landi og notaði ekki sérlega mikil vettlingatök en hún var líka hress og kát. Glöð án þess að vera geðlaus. Mér dettur engan veginn í hug að hennar lífshlaup hafi verið dans á rósum fremur en annarra, en ég álít að í heild hafí hún átt góða daga og notið ýmiss þess undra- verða er veröldin býr yfir. Þegar hún nú er horfin sjónum þökkum við fyrir góða samfylgd og fyrir það að hennar hremming- um skuli lokið. Vertu blessuð Kata kær og góða ferð. Margrét Thors, Ingibjörg, Anna, Margrét og Ólafur Þorsteinsbörn. Nú er Kata farin í ferðina sem við eigum öll vísa. Með ótrúlegum dugnaði og kjarki tókst henni að tefja þessa för furðu lengi. Fyrir tveimur árum veiktist hún af krabbameini í hálsi, gekkst þá und- ir skurðaðgerð og síðar endurtekna geisla- og lyfjameðferð. Oft sárþjáð lagði hún á ráðin um ýmsar ferðir, aðrar en þessa, og fór þær margar á þessum tíma, síðast í mánaðar- ferðalag nú á sl. vori allt til Suður- Afríku, og eins og ævinlega með Þorsteini manni sínum. Fyrir rúmum mánuði ætlaði hún með okkur í hina árlegu veiðiferð í Sandá í Þistilfírði. Eftir það ætl- uðu þau hjónin til Lúxemborgar. Hin alvarlegu veikindi komu þó í veg fyrir að þessar tvær ferðir yrðu farnar. Og það þótti henni miður. Fyrir réttu ári var hún með okkur í Sandá. Vegna veikinda sinna gat hún þó ekki gengið til veiða. En gott var að eiga hana að félaga í hópnum sem jafnan áður. Fyrir um það bil 20 árum kynnt- ist ég þeim hjónum, Kötu og Steina, einmitt í veiðiferð í Sandá, en Steini varð um það leyti félagi okkar Vikt- ors Aðalsteinssonar og Garðars H. Svavarssonar um Sandárdagana. Síðan þá eru ferðimar orðnar margar þangað norður, því stund- um var farið tvisvar á sumri í 4-5 daga veiðiferðir. Og oft höfum við líka átt ánægjustundir saman á heimilum hvers annars. Elskulegri félaga en þau hjónin er vart hægt að hugsa sér. Því eru samveru- stundirnar svo eftirminnilegar. Minnisstæðar eru heimsóknir til þeirra hjóna í Scheidberg í Lúxem- borg en þar bjuggu þau á árunum 1970-1987 þegar Þorsteinn var flugstjóri hjá Cargolux. Vorið 1980 gistum við hjónin í Scheid- berg ásamt fleirum. Þar var gott að vera. Húsið eins og herragarður á hæð í skóginum. Móttökurnar hjá Kötu og Steina eins og þeim einum var lagið og það þótti ekki tiltökumál að lána mér heimilisbíl- inn til að aka á suður um allt Þýskaland. Þau hjón dvöldust lengi erlendis. Á árunum 1968-1970 voru þau á eyjunni Sao Tomé þegar Steini stjórnaði hinu ævintýralega hjálparflugi þaðan til Biafra. Sög- umar af því hættulega flugi eru nær því jafn spennandi og þær sem við höfum heyrt af Steina þegar hann var orustuflugmaður í breskri flugsveit í síðari heimsstyijöld. Heim komu þau hjónin svo 1987 og hafa búið í Reykjavík síðan. En víða hafa þau ferðast. Ég man eft- ir stóru alheimskorti sem hékk á einum veggnum á heimili þeirra í Lúxemborg. Það var alsett rauðum deplum. Mér datt fyrst í hug að þeir táknuðu þá flugvelli sem Steini hefði lent á. En svo var ekki. Þeir táknuðu þá golfvelli sem hann eða þau bæði höfðu leikið golf á. Kata og Steini voru ekki bara hjón heldur líka einstakir félagar. Þau fóru saman í golf, á skíði og til veiða víða um lönd. Þau áttu sínar gleðistundir margar en erfið urðu þeim síðustu misserin þótt Ka,ta kvartaði aldrei. Hún þurfti oft á sjúkrahús en síðustu tíu dag- ana var hún heima og þau héldust í hendur, hún og Steini, þegar hún skildi við. í aldarfjórðung höfðu þau leiðst í gegn um lífið, alveg til þeirr- ar stundar er hún lagði í sína hinstu för. Við hjónin, Lúllý systir mín og Gísli Eyland mágur minn á Akur- eyri, sendum Steina og Bjössa okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. „Sorgarstundir gleymast en þær góðu geymast“, segir Steini í síð- ari endurminningabók sinni, Við- burðarík flugmannsævi. Öll mun- um við geyma góðu stundirnar mörgu með Kötu. Guð blessi minningu hennar. Ólafur G. Einarsson. Árin liðu og síðari hluta árs 1988 tók heilsu Steinunnar að hraka. Þórunn annaðist hana eins lengi heima og kostur var. Síðasta hálfa árið dvaldist Steinunn á sjúkrastofnun. Hvern einasta dag fór Þórunn til systur sinnar og veitti henni alla þá aðhlynningu og styrk sem hún frekast gat. Fráfall Steinunnar var mikíll missir fyrir Þórunni. Hún var nú ein í húsinu, dagarnir urðu langir og einveran sótti þungt að henni. Lengst af sýndi hún mikinn styrk og dugnað með því að búa ein og gæta heimilisins, heimilis systur sinnar og Sigfúsar. I næsta húsi við Þórunni bjuggu Einar Nielsen og frú Svanhildur Jóhannesdóttir. Góð vinátta mynd- aðist milli þeirra hjóna og Þórunn- ar. Einar kom á hveijum degi bæði kvölds og morgna til Þórunn- ar og aðstoðaði hana bæði við að dytta að húsinu og til ýmissa snún- inga. En mest um vert var að vita af traustum nágrönnum. Sama má segja um Inga Ú. Magnússon og frú Herdísi Hall sem fluttu síð- ar í næsta nágrenni. Einnig reynd- ist Árni Tómas Ragnarsson yfir- læknir þeim systrum mjög vel og veitti þeim mikla umönnun. Starfs- fólk hjúkrunardeildar Elliheimilis- ins Grundar á ennfremur þakkir skilið fyrir hjúkrun og aðhlynn- ingu. Að lokum viljum við hjónin þakka Þórunni alla þá hlýju, vinar- hug og traust sem hún sýndi okk- ur alla tíð. Blessuð sé minning^ hennar. Ágúst Ármann. Það var fyrir tíu árum sem við fluttum í næsta hús við Víðimýri, þar sem þær systur Steinunn og Þórunn bjuggu. Þrátt fyrir tals- verðan aldursmun tókst fljótlega vinskapur milli okkar og gat ég stundum rétt þeim hjálparhönd við ýmislegt sem gera þurfti. í desember 1988 veiktist Stein- unn og eftir nokkra mánuði eða í maí 1989 andaðist hún. Þennan tíma sem hún var rúmföst fyrst á Landakoti og síðar á Grund var Þórunni ákaflega mikilvægt að heimsækja systur sína daglega. Þær báru mikla umhyggju hvor fyrir annarri, þessar fullorðnu syst- ur enda orðinn langur ævidagur sem þær höfðu verið saman. Eftir að Steinunn dó varð Tóta mikill einstæðingur. Allir hennar nánustu ættingjar og vinir horfnir, en nokkrir afkomendur þeirra héldu þó alla tíð tryggð við þessa gömlu konu og umhyggju þeirra var henni ákaflega mikils virði. Þórunn var nett kona og fínleg. Hún var létt á fæti og snör við verkin sín. Langt fram á níræðis- aldur hugsaði hún ein um sitt heim- ili og hjá henni var alltaf hreint út á hlað. Það var líka oft gaman að heim- sækja hana og frá mörgu hafði hún að segja. Minnið var alveg óbrigðult og ævin orðin löng. En nú er æviferli hennar lokið og runnin upp stundin sem hún þráði svo mikið síðustu mánuðina. Á kveðjustund þökkum við sam- verustundirnar og biðjum Guð að geyma þig. Einar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.