Morgunblaðið - 29.09.1994, Síða 37
VIORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994 37
MINNINGAR ~
Fundum okkar Sigurpáls bar fyrst
iman á stjórnarfundi hjá SÍS að
ig minnir haustið 1981. Hann var
í fulltrúi samvinnustarfsmanna á
kureyri. Með okkur tókst góður
unningsskapur og varð brátt nán-
ri og meiri eftir því sem kynni juk-
st.
Árið 1982 var aldarafmæli Sam-
innuhreyfingarinnar á íslandi. Af
ví tilefni var stjórnarmönnum og
íökum þeirra boðið til Bandaríkj-
nna í orlofs- og skemmtiferð að
koða m.a. dótturfyrirtækið Iceland
ieafood er þá var í örum vexti og
tendur enn með blóma, að ég held.
Auk þess voru og ýmsir merkir
taðir sóttir heim, sem of langt mál
rði upp að telja. Þetta var um það
lil viku ferð. I henni tókust nánari
;ynni meðal þessa hóps en annars
lefðu orðið. Þeirra kynna gætir enn
dag á ýmsan hátt.
Þau hjónin Sigurpáll og Erla ann-
irsvegar og við Elladís hinsvegar
lundumst þá þeim vináttuböndum
ir ei síðan hafa rofnað.
Seint verða fullþakkaðar þær
inægju- og gleðistundir er við höfum
;aman átt síðan. Oftast vorum við
nggjendur en þau veitendur í sam-
skiptum okkar, en þau voru slíkir
löfðingjar að manni fannst stundum
dð gera þeim stóran greiða er við
úddumst hvað mest á greiðasemi
leirra og gestrisni.
Mig langar í stuttu máli að rifja
jpp þær samverustundir sem efst
?ru í huga. Nokkurra daga dvöl hjá
æim í bústaðnum þeirra „Lækjar-
undi“ í Axarfirði fyrir nær 11 árum.
Þar var Sigurpáll á heimavelli og
íunni á öllu skil bæði landi, fólki
Dg sögu.
Ekið var á Viðarfjall en þaðan er
útsýni mikið og fagurt. Komið var
við á Raufarhöfn í glaða sólskini.
Gjörður var á stuttur stans er farið
var yfir heimskautsbauginn. Síðasn
ekin sléttan sem leið lá og komið
að Leirhöfn og þegnar veitingar.
Þar var Sigurpáll gagnkunnugur
og fór þar oft í göngur og réttir
mörg haust.
Um kvöldið þegar heim vár komið
í bústað var gleðskapur mikill og
góður. Þá var sungið út í hausthúm-
ið af veröndinni.
Að morgni var haldið til Akur-
eyrar og hinn næsta dag heim að
Melum.
Öðru sinni óku þau með okkur
vítt og breitt um Eyjafjörðinn að
Villingadal og um Leynishóla. Út á
Grenivík, Svalbarðseyri, til Dalvíkur
og eitt sinn til Siglufjarðar á Síldar-
ævintýrið.
Hér er aðeins stiklað á stóru en
á þessu má sjá að margan nætur-
greiðann höfum við af þeim þegið
að annarri fyrirhöfn ótaldri.
Sem betur fór gátum við stundum
greitt fyrir þeim og fengið þau í
heimsókn.
Ég minnist þess t.d. að okkur
tókst að leiða saman hesta þeirra
Sigurpáls og Kristmundar á Gilja-
landi í Haukadal vestra.
Kristmundur hafði þá með hönd-
um vísnaþátt fyrir Tímann. Eftir það
mun Kristmundur oft hafa leitað
efnisfanga hjá Sigurpáli.
Ég minnist þess og að við ókum
með þau hjón eitt sinn síðsumars
og sýndum þeim þijú fjallbýli í
Hrútafirði er farið höfðu í eyði á
fyrri helmingi þessarar aldar.
Um haustið hringdi hann í mig
eitt sinn sem oftar og tjáði mér að
þessi för og dagur væri eftirminni-
legastur af frídögum sumarsins.
Þetta þótti okkur hjónum ákaflega
gaman að heyra.
Hér hafa nú í sem fæstum orðum
verið raktar minningar frá liðnum
samverustundum. En hvað var það
í raun er olli því að samvistir við
Sigurpál voru svo heiilandi er raun
bar vitni? Því er erfitt að svara í
stuttu máli og verður kannski aldrei
gert svo viðunandi sé. Þó er víst að
hin hæga ljúfmennska, leiftrandi
gáfur, frábært minni og alveg fram-
úrskarandi frásagnarlist, krydduð
léttri kímni áttu þar dtjúgan hlut.
Þekking hans á landi og þjóð, lífi
og starfi kynslóðanna var og þung
á metum. Hann var sannkallaður
fræðasjór og fjölhæfni hans á því
sviði átti sér lítil eða engin takmörk.
Kannski var það þetta eða eitt-
hvað þessu skylt. Ef til vill ekki.
Má vera að allt það er að framan
er skráð sé aðeins hismið um kjarn-
ann, þann eina og sanna, innan
umbúðanna. Það var bara hann sjálf-
ur, andi hans hið innra „sjálf", sem
segullinn er að sér dró. Þetta mun
það sem kallast persónutöfrar, en
þá átti hann í ríkum mæli.
Eins og áður sagði var Sigurpáll
mikill fræðasjór. Hann var enda
sjálfkjörinn í keppnislið þeirra Akur-
eyringa á hinu andlega sviðinu.
Hann var einstakur vísnavinur en
vildi aldrei við kannast sköpun sína
á því sviði. Þá fullyrðingu hans dró
ég nú alltaf í efa. Hvað um það en
fáa menn vissi ég fljótari að nema
vísu. Ef hann heyrði snjalla stöku
einu sinni var hún þegar lærð.
Hann var mikill bókamaður og las
mikið. Átti mikið og gott bókasafn
og hafði mikinn áhuga á eldri útgáf-
um fornra bóka. Kannski var hann
ástríðusafnari en hann gjörði og
meira. Hann las sínar bækur og
unun var að sjá hve hann fletti blöð-
um bóka sinna fimum fingrum og
fór um þær mjúkum höndum líkt
og elskhugi ástmey sína.
í einkalífi sínu var hann mikill
hamingjuhrólfur. Heimili þekra Erlu
bókstaflega ljómaði af ást og um-
hyggju.
Þau voru í okkar hugum ekki
aðeins elskendur og ástrík hjón. Þau
báru einnig svo glöggt vitni um
gagnkvæma virðingu hvors í annars
garð.
Það var ekki síst af þessum sökum
að svo yndislegt var að eiga þau að
vinum.
Erla var ekkja og einstæð móðir
þegar þau kynntust og átti þrjú börn
ung. Þeim gekk Sigurpáll í föður-
stað. Ég held þau hafi notið hjá
honum mikils ástríkis og hann verið
þeim sem besti faðir.
Tengdamóður sinni aldraðri var
hann sem synir gerast bestir.
Einn son, Rúnar, eignuðust þau
hjónin saman. Hann virðist sækja
flest gott til foreldranna beggja og
þar af leiðandi vera drengur góður,
sem var til forna mest lof hveijum
manni er hlaut.
Við sjáum á bak einlægum vini
sem var svo ljúft að leita til ef ein-
hver áleitin spurning þarfnaðist
svars. Var þá sama hvort það snerti
ætt eða uppruna einhvers eða notk-
un orðs í setningu eða texta að ekki
sé talað um ef beija átti saman bögu
af einhveiju tilefni. Umsögn Sigurp-
áls var dómsorð og varð ekki áfrýj-
að. Þess gjörðist ekki þörf.
í þá smiðju verður ekki lengur
sótt. Rödd hans er þögnuð og hann
mun ekki hringja okkur upp oftar
og hafa yfir nýjustu stökuna sem
rekið hefur á fjörur hans. Það þarf
ekki lengur að taka penna eða papp-
ír.
Við hittum hann síðast hérna
heima í lok júní í sumar. Við vissum
að vísu að hann hafði átt við veik-
indi að stríða seinni hluta vetrar og
í vor, en ekki hve alvarleg þau voru.
Svo var það að dyrasíminn
hringdi. Þar var kominn Sigurpáll.
Þá sagði hann okkur án allrar æðru
að hann væri að koma frá lækni
sínum á Landspítalanum.
Þar hefði hann gengið undir ná-
kvæma rannsókn og læknirinn úr-
skurðaði hann með þann sjúkdóm
er síðan dró hann til dauða, tæpum
þrem mánuðum síðar.
Okkur brá illilega við þessi tíðindi
en vildum þó ekki trúa að svo fljótt
tæki þetta af. Og nú er hann allur
þessi lífsglaði öðlingur er átti svo
mörgu ólokið.
Hann sagði oft við okkur að hann
kviði í engu þeim árum eftir að hann
léti af fastastörfum. Þá gæti hann
af alvöru sinnt hugðarefnum sínum,
svo sem ættfræði og ýmsum þjóðleg-
um fróðleik er hugur hans stóð jafn-
an til.
Til þess kom ekki. Hann var burt-
kallaður löngu áður en dagsverki
lauk.
Hann er öllum harmdauði er hann
þekktu og hans mun sárt saknað
og mest af þeim er þekktu hann best.
Nú er skarð fyrir skildi í hópi vina
og kunningja. Það var mannbætandi
að kynnast Sigurpáli.
En sárastur er harmur nánustu
ástvinanna, þeirra Erlu, Rúnars,
stjúpbarnanna og tengdamóðurinnar
öldnu.
Barnabörnin eiga á bak að sjá
umhyggjusömum afa.
Við hjónin sendum þeim öllum,
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi góður guð styðja þau og
styrkja í raunum þeirra.
En minnug skulum við þess að
minningin um góðan dreng mun lifa
og aldrei gleymast.
Þar sem góðir menn ganga þar
eru Guðs vegir. Þau skulu lokaorð
þessara sundurlausu þanka.
Við hjónin sendum vkkur aðstand-
endum öllum innilegar samúðar-
kveðjur.
Elladís og Jónas frá Melum.
Sálmaskáldsins man ég mál
um manninn verkaslynga.
Ljóðlínur þessar vísa í þann útfar-
arsálm sem sunginn hefur verið yfir
moldum íslendinga í meira en þijú
hundruð ár og eru teknar úr kvæði
eftir skáld sem sjálft féll fyrir hinum
slynga sláttumanni langt um aldur
fram. Þær leituðu á huga minn þeg-
ar ég frétti lát Sigurpáls Vilhjálms-
sonar, viðskiptafræðings, og fann
mig knúinn til þess að minnast hans
í nokkrum orðum. Þeim mun sterkar
orkuðu þær á mig að hið sama verk
hafði ég unnið fyrir réttum þremur
vikum vegna fráfalls Þórodds Jónas-
sonar, héraðslæknis á Akureyri.
Leiðir okkar allra þriggja lágu sam-
an fyrir tæpum 29 árum er við vor-
um valdir saman í sveit er keppa
skyldi fyrir hönd Þingeyjarsýslna í
spurningakeppni Ríkisútvarpsins,
„Sýslurnar svara“, veturinn
1965-66. Um keppni þessa og
ferðalög tengdum henni á aftaka
miklum snjóavetri fjallaði ég nokkuð
í mlnningargrein um Þórodd, en örð-
ugar samgöngur veturinn þann ollu
því að eitt sinn náðist ekki til Sigurp-
áls austan af Kópaskeri að hann
kæmi til liðs við okkur Þórodd í ferð
úr Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu,
til Akureyrar. Kynni okkar Sigur-
páls urðu ekki mjög náin við þetta
tækifæri enda, eins og hér kom
fram, gat á þeim tíma verið torsótt
leið frá Kópaskeri, þar sem hann var
starfsmaður Kaupfélags Norður-
Þingeyinga, til þáverandi heimkynna
minna að Laugum í Reykjadal.
Liðu svo nokkur ár. Sigurpáll
hvarf frá Kópaskeri að störfum á
Skattstofu Norðurlands eystra á
Akureyri. Starfstími hans þar var á
árunum 1967-69 en þá fór hann til
starfa á skrifstofu Iðnaðardeildar
Sambands íslenskra samvinnufélaga
á Akureyri að hvatningu sýslunga
síns, Ragnars Ólasonar, verkfræð-
ings og verksmiðjustjóra Skinna-
verksmiðjunnar Iðunnar.
Árið 1973 lá leið mín á hinn fyrr-
verandi vinnustað hans, Skattstofu
Norðurlands eystra. Jukust þá sam-
skipti okkar einkum sökum þess að
ýmsum aðilum þótti hann álitlegur
kostur að sækja til um framtalsgerð
með hliðsjón af viðskiptafræði-
menntun hans og störfum á skatt-
stofu. Þannig kynntist ég ljúf-
mennsku hans og hinni léttu,
græskulausu kímni er honum var
svo_ töm og laðaði fólk að honum.
Á árabilinu 1984-85 var ég
starfsmaður á aðalskrifstofu Iðnað-
ardeildar SÍS. Þar var Sigurpáll
aðalbókari og að því er ég best fékk
skynjað hinn verkaslyngasti í því
starfi. Hann var og einn í hópi
manna er héldu þarna uppi gaman-
semi og smábrellum til að bregða lit
á gráma hversdagsleikans. Settu
menn þá gjárnan í bundið mál álit
sitt á því er efst var á baugi aTinað
hvort á vinnustaðnum ellegar í þjóð-
lífinu. Vist mín þarna varð skemmri
en ætlað var í fyrstu og má segja
að þar hafi komið til þau innanmein
er innan tíðar felldu að moldu hinn
mikla risa íslenskra fyrirtækja, Sam-
band íslenskra samvinnufélaga. Að-
alskrifstofa Iðnaðardeildar átti þó
enn skemmra ólifað og eru nú mjög
breyttir hagir margra er þar unnu
áður. Sigurpáll sætti þó ekki þeim
örlögum að bragði. Þegar aðskilnað-
ur varð með skinnaiðnaði Sambands-
ins og ullariðnaði, er sameinaðist
Álafossi, hélt hann áfram starfi sem
aðalbókari hjá fyrrnefnda fyrirtæk-
inu. Stóð svo þar til gjaldþrot skinna-
iðnaðarins dundi yfir á síðastliðnu
ári að þá missti hann þar starfa sinn.
Fékk hann ekki aftur fasta vinnu
fyrr en snemma á þessu ári á skrif-
stofu Fjórðungssjúkrahússins hér á
Akureyri. En þá var skammt að bíða
árásar hins illvíga sjúkdóms er nú
hefur bundið enda á ævi hans, alltof
snemma að því er okkur finnst er
þekktum hann. Sú hugsun hvarflar
að, hvort þau snöggu umskipti til
hins verra er urðu á högum hans
við atvinnumissinn hafi greitt fyrir
atlögu hins slynga sláttumanns.
Þegar ég lít til baka til kynna
minna af Sigurpáli, verður mér
tvennt efst í huga, hvernig hann í
amstri hversdagsins var bæði gleði-
gjafi og fróðleiksbrunnur. Eins oft
var það er við áttum saman símtal
um eitthvert álitaefni í skattamálum
skjólstæðinga hans að hann í lokin
lét mig heyra hnyttilega vísu og vel
kveðna. Slíkar yrkingar virtist hann
alltaf hafa á takteinum, kunna oft-
ast skil á tilefnum þeirra og gera
sér far um að safna þeim. Þá var
heldur ekki komið að tómum kofun-
um hjá honum ef leita þurfti úrlausn-
ar um einhver vafamál varðandi
ættfræði.
Kom þar til hvorttveggja að hann
var sjálfur hafsjór af fróðleik og
hafði aflað sér hinna margvíslegustu
heimildarrita og sum af því tagi að
þau eru í fárra höndum eins og t.d.
hin mikla Þingeyingaskrá Konráðs
Vilhjálmssonar.
Þegar komið er að hinstu kveðju-
stund trúi ég að mörgum fari eins
og mér að efst í huga verði eftirsjá
þess bæði að njóta ekki lengur sam-
vistanna við Sigurpál og hins að
honum skyldi ekki auðnast lengri
ævidagar að sinna hugðarefnum sín-
um og miðla öðrum fróðleik og gleði.
En enginn deilir við hinn hæsta höf-
uðsmið er ákvarðar okkur öllum
endadægur. Okkur sem eftir lifum
eru faldar til varðveislu minningarn-
ar um góðan dreng og vammi firrð-
an og hin ljúfa skylda að votta eftir-
lifandi eiginkonu, Erlu Ásmunds-
dóttur, syni þeirra, Rúnari, og stjúp-
börnum af fyrra hjónabandi Érlu
samúð okkar á sorgarstundu.
Guðmundur Gunnarsson.
Kveðja frá
Skákfélagi Akureyrar
Ég kynntist Sigurpáli ekki fyrr
en ég kom aftur inn í stjórn Skákfé-
lags Akureyrar 1989. Ég vissi þó
það um Sigurpál að hann var víðles-
inn maður og þekktur af þátttöku
sinni í spurningaþáttum í útvarpi og
sjónvarpi.
Með Sigurpáli var sérstaklega
gott að vinna, hann var ætíð jákvæð-
ur og stutt í spaugsyrðin. Állt sem
hann vann fyrir Skákfélag Akur-
eyrar var unnið af mikilli alúð og
vandvirkni. Hann var gjaldkeri fé-
lagsins frá 1987-1992. Hann kom
á og stjórnaði, í nokkur ár, bóka-
dreifingu félagsmanna fyrir stóran
bókaklúbb. Siðastliðinn vetur var
hann formaður blaðanefndar alþjóð-
lega skákmótsins sem haldið var á
Akureyri í febrúar.
Sigurpáll fylgdist vel með öllu sem
gefið var út um skák og oft kom
hann með bæklinga, blöð og blaðaúr-
klippur sem hann taldi rétt að félag-
ið varðveitti. Skákmenn í Skákfélagi
Akureyrar kveðja Sigurpál Vil-
hjálmsson ineð miklu þakklæti og
votta Erlu og börnum hennar djúpa
samúð.
Guð blessi minningu Sigurpáls
Vilhjálmssonar.
F.h. Skákfélags Akureyrar,
Þór Valtýsson.
Á skólaárum mínum var ég svo
gæfusamur að vera í tveim skólum,
sem nemendur hvaðanæva af land-
inu sóttu. Ósjálfrátt mótaðist ímynd
ýmissa staða í huganum af kynnum
við skólafélagana, er þaðan komu.
Mikil birta var yfir mörgum stöðum,
en frá engum stafaði slíkum ljóma
sem Kópaskeri.
í Reykholti var Gunnlaugur Sig-
urðsson, íþróttakennari og rann-
sóknarlögreglumaður, herbergisfé-
lagi minn í tvo vetur. Hann var sjálf-
sagður oddviti hópsins þar. Þegar
ég kom síðan í Menntaskólann á
Akureyri var þar fyrir fámennur
hópur eftir hreinsunareld lands-
prófsins aldræmda. Oddviti þess
hóps var öðlingurinn Sigurpáll Vil-
hjálmsson frá Kópaskeri. Vegna fá-
mennis bekkjarins urðu kynni nán-
ari en ella innan hans og hópurinn
þjappaðist saman.
Á mótunartíma skólaáranna dreg-
ur hver dám af sínum sessunaut og
áhrif slíks hóps á einstaklinginn
endast út lífið. Hin góðu áhrif Sig-
urpáls á hópinn í heild verða seint
fullmetin, þótt aðrir góðir menn
legðu þar einnig mikið fram. Einn
vetur af fjórum í menntaskólanum
var öðrum erfiðari hvað námskröfur
snerti, fjórði bekkur að fornu tali.
Þann vetur var ég herbergisfélagi
Sigurpáls ásamt Lárusi Jónassyni,
landbúnaðarfræðingi. Sigurpáll var
ljóðelskur maður og hafði forgöngu
um að við skiptumst á að velja ljóð
kvöldsirts og lesa fyrir hina herberg-
isfélagana. Ennþá hlýnar mér um
hjartarætur við að minnast þessara
kvölda. Hann hafði mikið dálæti á
ljóðum Arnar Arnarsonar og læt ég
eitt erindi úr kvæðinu um Stjána
bláa fylgja með sem sýnishorni:
Horfi ég út á himinlána.
Hupr eygir glæsimynd:
Mér er sem ég sjái Stjána
sigla hvassan beitivind
austur af sól og suður af mána
sýður á keipum himinlind.
Á þessum árum vorum við haldn-
ir óskökkvandi þekkingarþorsta.
Ekki var þekkingarþorsti Sigurp-
áls þó í ætt þekkingarleit Galdra-
Lofts, sem var til þess að afla sér
valds, heldur vegna þeirrar lífsfyll-
ingar, sem víðfeðm þekking veitir.
Frábært minni, létt skopskyn og
frumleiki ásamt mannlegri hlýju ein-
kenndi Sigurpál. Seinna varð hann
landsþekktur vegna frammistöðu
sinnar í einni af þjóðaríþróttum ís-
lendinga, spurningakeppni. Hann
keppti þá í liði Þingeyinga í útvarps-
þáttunum „Sýslurnar svara“. Þessari
íþrótt hefur Sigurpáll komið til
næstu kynslóðar, þar sem sonur
hans, Rúnar, er orðinn landskunnur
fyrir þátttöku sína í spurningakeppni
skóla í liði Verkmenntaskólans á
Akureyri.
Öll menntaskólaárin var Sigurpáll
umsjónarmaður bekkjar, fyrst
bekkjarins í heild en eftir skiptingu,
stærðfræðideildar. Að afloknu stúd-
entsprófi 1954 lá leið verulegs hluta
hópsins í Háskóla íslands. Sigurpáll
fór í viðskiptafræði ásamt ileirum
en aðrir í verkfræði, læknisfræði og
guðfræði. Mikil samheldni var með
hópnum og var Sigurpáll ekki síst
sameiningaraflið.
Eftir þriggja ára fyrrihlutanám í
verkfræði hélt ég til Kaupmanna-
hafnar og eftir það var vík milli vina.
Við skiptumst þó á bréfum og var
tilhlökkun mikil að fá bréf frá Sig-
urpáli. Sem dæmi um létt skopskyn
hans get ég nefnt, að hann bað eitt
sinn kærlega að heilsa Friðriki Krist-
jánssyni og Ingiríði konu hans. Nöfn-
in hljómuðu eitthvað svo norður-þin-
geysk, að mér komu dönsku kon-
ungshjónin hreint ekki til hugar og
svaraði í mesta sakleysi, að ég hefði
því miður ekki hitt þessi ágætu hjón
ennþá. Við skemmtum okkur síðar
konunglega yfir skilningsskorti mín-
um. Síðar kom fyrir, en alltof sjald-
an, að við ræddum saman kvöld-
stund í síma og svo hittumst við að
sjálfsögðu, þegar stúdentaárgangur-
inn kom saman. Ávallt var ég vísari
og ánægðari með tilveruna eftir þau
samskipti.
Á 40 ára stúdentsafmælinu í vor
var ég því miður fjarstaddur, en
hringdi í Sigurpál seinna að leita
frétta. Hann hafði verið valinn til
þess að koma fram fyrir hönd ár-
gangsins og sagði af sinni meðfæddu
hæversku, að hann vonaði að það
hefði verið skammlaust. Hann hafði
nokkur orð um það, að hreystin
væri ekki sú sama og fyrir 40 árum,
en ég frétti seinna, að hann var þá
þegar sárþjáður.
Hann sagði mér hins vegar, að
hann hefði legið á sjúkrahúsi og einn
ágætur félagi okkar hefði heimsótt
sig. Helsta áhyggjuefni hans var,
að félaga okkar fylgdi ekki sami
dillandi hláturinn og fyrrum. Slíkur
var Sigurpáll.
Við Kristín sendum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur til Erlu og
annarra aðstandenda.
Helgi Sigvaldason.