Morgunblaðið - 29.09.1994, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
9-1-5
Ferdinand m
Smáfólk
THI5 I5THE BIBLE VERSE
I HAVE TO MEMORIZE
FOR 5UMPAV 5CHOOL..
Þetta er Biblíuversið sem ég á
að læra utanbókar fyrir sunnu-
dagaskólann.
„Mundu konu Lots.“ Þetta er Þakka þér fyrir. Hvað með að
mjög gott. hjálpa mér að búa til nokkra
svindlmiða?
BREF
TEL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
Jóhanna
Signrðardóttir
Frá Albert Jensen:
FYRIR nokkrum vikum
lét ég þess getið í DV
grein að heiðarleiki
einkendi störf Jóhönnu
Sigurðardóttur. Af
ýmsum uppákomum að
skilja sýnist að stjóm-
málamenn þurfi að
hafa kjark, til að vera
heiðarlegir. Af honum
hefur hún greinilega
mikið umfram kollega
sína. Jóhanna hefur
vakið athygli fyrir að
þora að berjast fyrir því
sem hún lofaði kjósend-
um sínum. Það er engu
líkara en sumir flokks-
bræður hafi orðið undrandi á þess-
ari baráttugleði hennar. Það hafi
aldrei verið í myndinni að efna
nema hluta. Þeir sneru því dæminu
í þá undarlegu veru að hún væri
að svíkja þá. Það er víst ekki and-
skotalaust að vera þingmaður.
Heiðarleiki Jóhönnu gagnvart
þeim sem réðu hana á þing, hefur
gert henni erfitt að starfa í Al-
þýðuflokknum. Þar á bæ virðast
menn uppteknir af sjálfum sér vin-
um og kunningjum. Þjóðin er leið
á þeim. Ofurblaður gagnast þeim
ekki lengur.
Jóni ráðherra hefur orðið tíð-
rætt um heiðarleik í
sambandi Jóhönnu.
Hann staglast á
áróðurskendum full-
yrðingum um óheil-
lindi hennar, en ætti
að líta sér nær. í
langan tíma hefur
engum stjórnmála-
manni tekist jafnvel
og honum að láta
hlutina líta öðruvísi
út en þeir eru í raun.
Fullyrða annað en
orðið hefur. Nokkuð
leiðinlegt, því hann
er efni í góðan póli-
tíkus, mælskan ótrú-
leg.
íslenskt þjóðfélag er gegnsýrt
af röngum ákvörðunum, eigin-
hagsmunapoti og hrikalegu launa-
misrétti. Ég fullyrði að allir flokk-
ar eiga þar sök. Aðgerðarleysis-
flokkar líka.
Ef Jóhanna fer af stað með lista,
vona ég að hún velji menn sem
vinni þjóðinni gagn og taki óspart
á þeirri spillingu sem hér hefur
náð að festa rætur. Til þess þarf
kjark, en menn skulu muna að
ætíð fara saman hagsmunir þjóðar
og manns eigin.
ALBERT JENSEN,
Háaleitisbraut 129, Reykjavík.
JÓHANNA er heiðar-
legur stjórnmálamað-
ur, segir í bréfinu.
Mistökin leiðrétt
Frá Magnúsi Guðmundssyni:
VEGNA skrifa Theodórs Einars-
sonar til söngfuglanefndarinnar
sem undirbjó útgáfu Nýju söng-
bókarinnar nr. 2 vilja hlutaðeig-
andi koma eftirfarandi á framfæri:
Eftir útgáfu bókarinnar komu
þau leiðu mistök í ljós að söng-
texti Theodórs var rangfeðraður
og heiti textans nefnt „Ég vil
dansa“ í stað þess að bera heitið
„Á hörpunnar óma“, eins og rétt
er.
Theodór fékk senda formlega
afsökunarbeini á þessum tíma og
honum tjáð að mistökin yrðu leið-
rétt í næstu prentun. í símtali við
Theodór kom þetta einnig fram
en Theodór bað aldrei um að mis-
tökin yrðu leiðrétt opinberlega en
mikil vinna margra einstaklinga
fór í að safna textum og leita að
höfundum texta og laga, m.a. til
að forðast að mistök yrðu gerð.
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
Það var ekki tilgangurinn að van-
virða höfundarrétt eða særa til-
finningar skáidsins. Við hörmum
þessi mannlegu mistök sem forlag-
ið, sem að útgáfunni stendur, ber
að sjálfsögðu fulla ábyrgð á.
í upphaflegum heimildum fann
söngfuglanefndin textann með
réttu höfundarnafni en textinn var
kallaður „Ég vil dansa“_og höfund-
ur lags var ókunnur. í útgáfunni
var lagt kapp á að geta bæði höf-
undar lags og texta og var því
send fyrirspurn til RUV um höf-
und lagsins og komu þau svör til
baka að höfundar að laginu „Ég
vil dansa“ væru Guðbrandur Þ.
Guðbrandsson textahöfundur og
Geirmundur Valtýsson væri höf-
undur lagsins. Þannig liggur í
málinu og sjálfsagt er rétt að þess-
ir tveir aðilar eru höfundar að lagi
sem ber þetta nafn.
Við biðjum eigendur Nýju söng-
bókarinnar nr. 2 að lagfæra á bls.
65 í söngbókinni að höfundur text-
ans er Theodór Einarsson og skrá
jafnframt hjá ser að lagið er þýskt.
Lagið heitir „Á hörpunnar óma“.
Vegna síðbúinna sumarleyfa
var ekki unnt að svara skrifum
Theodórs fyrr, en við sendum höf-
undinum kveðju og þakkir fyrir
árveknina. Útgáfan tekur heils-
hugar undir þau orð hans að aldr-
ei verði gert of mikið af því að
gefa út vinsæl íslensk og erlend
sönglög. Við munum leggja allt
kapp á að sú útgáfa gæti höfund-
arréttarins í hvívetna.
MAGNÚS GUÐMUNDSSON,
útgefandi.