Morgunblaðið - 05.10.1994, Page 2

Morgunblaðið - 05.10.1994, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samtök iðnaðarins vara við viðskiptum við réttindalausa verktaka Harður slagur við neðanjarðarhagkerfið SVEINN Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að talsvert sé um að samtökun- um berist kvartanir vegna vinnu réttindalausra verktaka við viðhald og endurbætur á íbúðarhús- næði. Oft sé um ólögleg nótulaus viðskipti að ræða og þá hafi fólk ekkert í höndunum til að sanna mál sitt ef vanefndir verða á verksamningi með einhverjum hætti. Virðisaukaskattur af vinnu iðnaðarmanna á byggingarstað við nýbyggingar eða viðhald og endurbætur fæst endurgreiddur. Endurgreiðslan nam 986 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 15% frá árinu áður er hún var 1.168 milljónir króna. Þessi samdráttur skýr- ist fyrst og fremst af samdrætti í byggingu íbúðar- húsnæðis vegna efnahagssamdráttar samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. I auglýsingu frá Samtökum iðnaðarins, sem birst hefur í fjölmiðlum að undanförnu, er fólki bent á að skipta við fagmenn og forðast nótulaus viðskipti sem séu ólögleg. Þá er á það bent á að virðisaukaskattur af vinnu iðnaðarmanna á bygg- ingarstað fæst endurgreiddur ef sótt er um það, Upphæð endurgreidds virðisaukaskatts dróst saman um 15% milli 1992 og 1993 auk þess sem bent er á mikilvægi þess að fá verklýsingu með tilboði og gera verksamning á grundveili þess. Endurbætur vaxandi þátt- ur Sveinn sagði að verkefni við viðgerðir og end- urnýjun á gömlum húsum væru mjög vaxandi þáttur. Það væru einkum smærri fyrirtæki í bygg- ingariðnaði sem einbeittu sér að þessu og í könn- un sem þeir hefðu gert meðal þeirra hefði komið í ljós að viðhaldsverkefni hefðu vaxið úr því að vera 29% af veltu 1992 í 38% af veltu í fyrra. Samdráttur væri á öðrum sviðum. Það væri eng- inn vafi að þessi þróun hefði haldið áfram í ár. „En þarna er mjög harður slagur við neðanjarðar- hagkerfið. Við verðum mjög varir við það,“ sagði Sveinn. Hann benti á að virðisaukaskattur af vinn- unni fengist endurgreiddur en hins vegar virtist nokkuð skorta á að fólk vissi af þeim möguleika. 216 milljónir endurgreiddar vegna viðhalds Endurgreiddur virðisaukaskattur vegna vinnu iðnaðarmanna við viðhald og byggingu nýs íbúð- arhúsnæðis nam 986 milljónum króna í fyrra og þar af var endurgreiðsla vegna viðhalds 216 millj- ónir króna. Þama er um 15% veltusamdrátt frá árinu áður að ræða vegna samdráttar í þjóðfélag- inu en á árinu 1992 nam endurgreiðslan 1.168 milljónum samtals og þar af vegna viðhalds 246 milljónum. Á árinu 1991 voru samsvarandi tölur 1.189 milljónir og 210 milljónir vegna viðhalds og á árinu 1990, á fyrsta ári virðisaukaskatts- kerfisins var endurgreiðslan 1.110 milljónir, þar af 169 milljónir vegna viðhalds og endurbóta á eldra húsnæði. Siglingamálastofnun Aukaskoð- un á ekju- feijum SIGLINGAMÁLASTOFNUN hef- ur ákveðið að stefnishlerar ís- lenskra ekjuferja verði skoðaðir sérstaklega vegna slyssins á Eystrasalti í liðinni viku. Benedikt E. Guðmundsson, siglingamála- stjóri, segir ekkert athugavert hafa komið í ljós.við skoðun Heijólfs í gær. Ekjuferjumar Akraborgin, Baldur og Fagranesið verða svo skoðaðar koll af kolli. Benedikt sagði að skoðaðir væru stefnishlerar, viðvörunarbúnaður og öryggisbúnaður honum tengd- ur. Hann sagði að vel væri fylgst með skoðun ekjuferja á hinum Norðurlöndunum. Aðgerðir þar myndu eflaust hafa áhrif á ákvarð- anatöku varðandi feijurnar hér. Morgunblaðið/Þorkell HLERAR í stefni Akraborgar verða skoðaðir af fulltrúum Siglingamálastofnunar í dag. Halldór Ásgrímsson vill breyta Byggðastofnun í atviimumálastofnun Jóhanna boðar stofnun nýs stj ómmálafls JÓHANNA Sigurðardóttir alþingis- maður sagði við umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á Al- þingi í gærkvöldi að í undirbúningi væri stofnun nýrrar stjórnmála- hreyfíngar jafnaðarmanna, sem hefði að markmiði að mynda breiðan samstarfsvettvang fyrir alla sem aðhylltust framsækna jafnaðar- stefnu. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði við um- ræðurnar að á flokksþingi framsókn- armanna í nóvember yrði stefnu- mörkun flokksins undirbúin undir kjörorðunum „fólk í fyrirrúmi." Yrði lögð höfuðáhersla á atvinnumál og að Byggðastofnun verði breytt í at- vinnumálastofnun, þar sem hið póli- tíska vald og aðilar vinnumarkaðar- ins tækju höndum saman um aðstoð við uppbyggingu atvinnulífs um land allt. í ræðum sínum lögðust fulltrúar stjórnarandstöðunnar mjög gegn því að hátekjuskattur verði lagður niður um áramót. Þá var ríkisstjórnin gagnrýnd og því haldið fram að trún- aðarbrestur hefði orðið milli stjórn- arflokkanna. Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- isráðherra fjallaði um þann árangur sem náðst hefði á stjórnartímabilinu og sagði að gagnstætt fullyrðingum um að aðgerðir í heilbrigðismálum hefðu engum árangri skilað þá hefði athugun Ríkisendurskoðunar leitt í ljós að á fyrstu tveimur árum kjör- tímabilsins hafi útgjöld hins opinbera til heilbrigðismála lækkað um 4 milljarða kr. og ef áætlun fjárlaga- frumvarpsins gengi eftir myndu út- gjöld til málaflokka ráðuneytisins lækka um 10% á kjörtímabilinu. Einnig kæmi fram í gögnum Þjóð- hagsstofnunar að samanlögð útgjöld einstaklinga og hins opinbera til heilbrigðismála hefðu lækkað um 8 þús. kr. á hvert mannsbam á árun- um 1991-1993. Áhersla á siðbót Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, viðurkenndi að ríkisstjórninni hefði tekist að við- halda þeim stöðugleika í verðlags- málum sem síðasta ríkisstjórn hefði skilað í hendur hennar. Hann gagn- rýndi hins vegar ummæli forsætis- ráðherra um lækkun erlendra skulda og sagði að skv. fjárlagafrumvarpinu hefðu hreinar skuldir hins opinbera aukist um 100% í tíð núverandi ríkis- stjómar og næmu 156 milljörðum á næsta ári. Ólafur Ragnar rifjaði upp að Alþýðubandalagið hefði lagt fram nýja tillögugerð í stjórn efnahags- mála fyrir ári síðan og lagt áherslu á siðbót í íslenskum stjórnmálum. Ólafur Ragnar sagði Alþýðubanda- lagið reiðubúið til að verða eitt sér eða með öðrum kjölfestan í nýrri hreyfmgu vinstri manna. í ræðu sinni lagði Jóhanna Sigurð- ardóttir áherslu á siðvæðingu í skattamálum og atvinnulífi og jöfn- un lífskjara. Sagði hún að skv. skatt- framtölum síðast liðins árs skulduðu 9.800 hjón og einstaklingar að með- altali um 3 milljónir króna umfram eignir. Á sama tíma ættu nokkur hundruð hjón og einstaklingar hvert um sig að meðaltali 103 millj. kr. í eignir umfram skuldir. Fram kom í máli hennar að á árunum 1987-1993 hefðu nærri 43 milljarðar verið af- skrifaðir hjá bönkum og fjárfesting- arlánasjóðum. Samkvæmt álagningu á árinu 1994 hefðu ónotuð rekstr- artöp fyrirtækja numið 86 milljörð- um kr. og hefðu hækkað um 20 milljarða á sl. tveimur árum. Sagði hún að velstæð fyrirtæki keyptu illa stödd eða gjaldþrota fyrirtæki og nýttu sér þessi rekstrartöp til að draga frá eigin hagnaði og lækkuðu þannig skattgreiðslur sínar. Þá hélt hún því fram að „sægreif- amir“ svokölluðu, væru smám sam- an að eignast fiskimiðin kringum ísland. 10 kvótahæstu fyrirtækin í sjávarútvegi væru með 25% af heild- arkvótanum og 40 stærstu kvótahaf- arnir á yfirstandandi fiskveiðiári, væru með yfir 50% af úthlutuðum veiðiheimildum. Þannig væru 4% kvótahafa með á sinni hendi meira en helming af öllum úthlutuðum veiðiheimildum. Gagnrýndi Jóhanna einnig harðlega „hið íhaldssama smákóngaveldi lífeyrissjóðanna átta- tíu,“ sem hún nefndi svo og sagði að tæki til sín árlega nærri 700 millj. kr. í laun og rekstrarkostnað. Þrjátíu og átta geð- fatlaðir á götunni ÞRJÁTÍU og átta geðfatlaðir em á götunni samkvæmt skýrslu samstarfshóps Hús- sjóðs Öryrkjabandalagsins, Svæðisskrifstofu málefna fatl- aðra og Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Af þeim eru 33 karlar og 5 konur. Meðalaldur er 37 ár. 227 einstaklingar Fyrir utan þá 38, sem eru á götunni, búa tólf, 11 karlar og ein kona, á gistiheimilum. Hundrað þrjátíu og fjórir, 100 karlar og 34 konur, búa í óör- uggu húsnæði og 43, 31 karl og 12 konur, búa á áfanga- eða langlegudeildum. Alls er um að ræða 227 einstaklinga, 175 karla og 52 konur. íslensk hjón fengu dansk- an kosninga- rétt fyrir misgáning Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. AÐEINS þurfti ásláttarvillu til að ung íslensk hjón í Viborg í Danmörku fengju kosningarétt í Danmörku við þingkosning- arnar fyrir skömmu. Nú er á valdi innanríkisráðuneytisins að ákveða hvort kosið verður aftur, en fordæmi eru fyrir slíku. í viðtali sjónvarpstöðvar- innar TV2 við þau Stefaníu Valdimarsdóttur og Hilmar Gunnlaugsson sagði Stefanía að þau hefðu kosið, þar sem þeim hefði skilist að fyrst þau hefðu kjörgögn gætu þau kosið. í frétt TV2 sagði Stefanía að það hefði komið þeim spánskt fyrir sjónir að fá til- kynningu um að þau væru á kjörskrá, þar sem þau væru íslenskir ríkisborgarar, en síðan hefðu þau kosið, þegar ekkert hefði virst í vegi fyrir því. Ole Larsen skattstjóri í Viborg, sem ber ábyrgð á kjörskrá kjör- dæmisins, harmaði mistökin við fréttamann TV2. Vinnuhópur um samskipti á vinnumarkaði FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað vinnuhóp til að fjalla um samskiptareglur á vinnumarkaði. Hópnum er enn- fremur falið að kynna sér sam- svarandi samskiptareglur at- vinnurekenda og launafólks í nágrannalöndunum og taka saman skýrslu um niðurstöð- una, auk þess að gera tillögur til úrbóta reynist þess þörf. í vinnuhópnum eiga sæti Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur ASÍ, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, Birgir Guðjónsson, skrifstofu- stjóri starfsmannaskrifstofu félagsmálaráðuneytis, Árni Benediktsson, formaður Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna, og Þórarinn V. Þórarins- son, framkvæmdastjóri VSÍ. Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, er formaður hópsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.