Morgunblaðið - 05.10.1994, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 7
FRETTIR
Jón Baldvin um sam-
þykkt þing-flokks
Ekki
annarra
kosta völ
„EF ég hef tekið rétt eftir, hefur
forsætisráðherra sagt að þetta séu
mál Alþýðuflokksins og vitnað í því
efni til fordæma varðandi sam-
steypustjórnir fyrr. Ég er sammála
þessu mati forsætisráðherra," segir
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis-
ráðherra og formaður Alþýðuflokks-
ins um þau ummæli Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra í fréttum ríkis-
fjöimiðlanna um helgina að af-
greiðsla þingflokks Alþýðuflokks
varðandi málefni Guðmundar Árna
Stefánssonar sé ekki endanleg, ótjóst
sé hvað Ríkisendurskoðun eigi að
gera í málinu og það sé vont fyrir
viðkomandi ráðherra, Alþýðuflokk-
inn og ríkisstjómina að halda því
opnu með þessum hætti.
Jón Baldvin sagði það ranghermi
sem fram hefði komið í einum fjölm-
iðli að þingflokkur Alþýðuflokksins
hefði óskað eftir að Ríkisendurskoð-
un gæfi út siðferðisvottorð handa
fyrrverandi heilbrigðisráðherra. „Það
hefur ekki hvarflað að nokkrum
manni. Það er ekki hlutverk Rík-
isendurskoðunar. Málið snýst um
það, að ýmsir talsmenn stjórnarand-
stöðunnar og aðrir hafa haft á orði
að það þyrfti að rannsaka betur allan
málabúnað. Þeir hafa véfengt að
skýrsla fyrrverandi heilbrigðisráð-
herra sé seinasta orðið um málið.
Þegar ráðherra stendur frammi fyrir
því að greinargerð sem hann leggur
fram sé rengd þá er ekki annarra
kosta völ en að leita til eftirlitsstofn-
unar Alþingis, sem getur þá tekið
af öll tvímæli um það hvort öll kurl
séu komin til grafar, hvort rétt sé
frá sagt og lagt á það mat hvort
fram komin gagnrýni sé réttmæt eða
hvort embættisfærsla ráðherra sé í
samræmi við réttar stjórnsýslureglur
og venjur,“ sagði Jón Baldvin og
benti jafnframt á að ríkisendurskoð-
andi hefði fallist á að taka verkefnið
að sér.
> 6
Frumvarp um takmörkun veiða
á síld til bræðslu kynnt
SJAVARUTVEGSRAÐHERRA
kynnti í gær í ríkisstjórn frumvarp
til laga um takmörkun á ráðstöfun
síldar til bræðslu.
Á seinasta Alþingi var samþykkt
að fela ráðherra að skipa nefnd til
þess að kanna möguleika á hvernig
helst mætti nýta síld í ríkara mæli
til menneldis en verið hefur. Nefnd-
in skilaði áliti fyrir skömmu þar sem
m.a. er lagt til að komið verði á fót
sérstakri samráðsnefnd vinnslu-
fyrirtækja og útgerða til þess að
greiða fyrir að þetta gangi eftir.
Nefndin lagði jafnframt til að
sjávarútvegsráðherra yrði veitt
heimild til þess að takmarka síld-
veiðar til mjölvinnslu, ef ríkar
ástæður væru til og að fenginni
umsögn samráðsnefndar. „Hug-
myndin er sú að auka þau verð-
mæti sem til verða með sítdveiðum
og vinnslu. Vandinn er fyrst og
fremst sá að verið hefur mjög lágt
verð á saltsíld og vinnsluaðilar henn-
ar hafa þess vegna átt í erfiðleikum
með að keppa við mjölið og auðvitað
er það svo að ekki er hægt að taka
ráðin af markaðinum í þessu efni.
Það er þó samdóma álit flestra að
með góðu skipulagi sé hægt að
stækka markaðina fyrir unna síld
og greiða fyrir því að vinnsluaðilarn-
ir fái meira af síld til vinnslu,“ seg-
ir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra og kveðst telja hagkvæm-
astu leiðina til að ná því markmiði
vera samvinna kaupenda og selj-
enda. „Við föllumst þó á að nauð-
synlegt geti verið fyrir ráðherra að
hafa heimild til að grípa inn í, en
það verður ekki gert nema brýna
nauðsyn beri til.“
\~
Sameining
bændasamtaka
Lög end-
urskoðuð
SAMKVÆMT frumvarpi um samein-
ingu Búnaðarfélags íslands og Stétt-
arsambands bænda halda núverandi
starfsmenn Búnaðarfélagsins
óbreyttum réttindum sínum í lífeyris-
sjóði opinberra starfsmanna eftir
sameininguna.
Landbúnaðarráðherra kynnti á
ríkisstjórnarfundi í gær frumvarp um
sameiningu Búnaðarfélags Islands
og Stéttarsambands bænda í ein
heildarsamtök bænda. Sú sameining
var samþýkkt á aðalfundi Stéttar-
sambandsins og á aukabúnaðarþingi
í haust.
Búnaðarfélaginu og Stéttasam-
bandinu eru lagðar ýmsar skyldur á
herðar í fjölmörgum lögum, og sam-
kvæmt nýja lagafrumvarpinu yfir-
taka ný bændasamtök þessar skyldur
þar til öll þessi lög hafa verið endur-
skoðuð. Að sögn Sigurgeirs Þorgeirs-
sonar aðstoðarmanns landbúnaða-
ráðherra kemur meðal annars til
endurskoðunar hvaða tengsl samtök-
in muni hafa við ríkið.
Búnaðarfélag Islands fær óbreytt
framlag á fjárlögum næsta árs, sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpinu. Gert er
ráð fyrir að félagið fái 75,9 milljónir
í almennan rekstur og 3,8 milljónir
í uppbætur á lífeyri starfsmanna.
29. október.
Kartöfluuppskeran er mikil í ár. Um leið og við hvetjum landsmenn
til að borða þessa hollu, bragðgóðu og ódýru fæðu bjóðum
við þeim að taka þátt í lukkupotti Ágætis.
Þátttökuseðlar leiksins eru á Ágætis kartöflupokum.
Það eina sem þátttakendur þurfa að gera er að
klippa miðann af pokanum og setja hann í
Ágætis póstkassa eða senda til Bylgjunnar,
Lynghálsi 5, frá 1. til 29. október.
Dregið verður úr lukkupottinum á hverjum
virkum degi á Bylgjunni. Þrjú hundruð
heppnir þátttakendur fá 1000 kr. úttektarmiða
á Hard Rock Cafe. Og sá allra heppnasti fær
nýjan Renault Twingo frá Bílaumboðinu hf. að verðmæti kr. 838.000.-,
sem dreginn verður út laugardaginn 5. nóvember í beinni útsendingu á Bylgjunni
Renault