Morgunblaðið - 05.10.1994, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
Forsetakosningarnar í Brazilíu
Yfirburðasig-
ur Cardoso
Sao Paulo. Reuter.
FERNANDO Henrique Cardoso,
jafnaðarmaður og talsmaður mark-
aðshyggju, sigi'aði með yfirburðum
í forsetakosningunum í Brazilíu á
mánudag. Fékk hann næstum sex
milljónum atkvæða meira en aðrir
frambjóðendur samtals ef marka
má skoðanakannanir á kjörstöðum
en talning hófst í gær og lýkur
ekki fyrr en í næstu viku.
Lula missti niður forskotið
Ljóst þykir, að ekki þarf að kjósa
á milli Cardosos og helsta keppi-
nauts hans, vinstrimannsins Luiz
Inacio Lula da Silva, í annarri
umferð og stuðningsmenn Cardos-
os eru þegar farnir að velta fyrir
sér skipan stjórnar hans. Fyrir
aðeins þremur mánuðum hafði
Lula gott forskot á aðra frambjóð-
endur en það breyttist næstum á
einni nóttu þegar barátta Cardos-
os, þáverandi efnahagsmálaráð-
herra, fór að skila árangri. Verð-
lagshækkanir fóru úr 50% á mán-
uði í 2% í september.
Cardoso, sem er félagsfræðingur
að mennt, hrökklaðist í útlegð á
valdatíma herforingjanna í Brazilíu
en varð síðan einn af forystumönn-
um jafnaðarmannaflokksins þegar
hann var stofnaður 1988. í útlegð-
inni færðist hann hugmyndafræði-
lega inn á miðjuna og meðframbjóð-
andi hans nú var Marco Maciel úr
Lýðræðislega sambandsfloftknum,
sem er hægriflokkur.
Síðasti lýðræðislega kjörinn for-
seti Brazilíu, Fernando Collor de
Mello, sagði af sér 1992 vegna
mútuþægni og annarra hneykslis-
mála og var Cardoso einn helsti
gagnrýnandi hans og hann studdi-
Lula gegn Mello í kosningunum
1990.
Ber sig vel
DÍANA prinsessa af Wales, ræðir
við liðsmenn væntanlegs Afríku-
leiðangurs í Kensingtonhöll í
gær. Viðstaddir sögðu að hún
hefði verið kát, hún virtist ekk-
ert láta á sig fá útkomu bókar
þar sem lýst er meintu ástarævin-
týri hennar og James Hewitts,
fyrrverandi liðsforingja og reið-
kennara prinsessunnar, meðan
hún var enn gift Karli Breta-
prins. Höfundur bókarinnar,
Anna Pasternak, fullyrti í gær
að Hewitt myndi ekkert fá greitt
fyrir bókina en fjölmiðlar hafa
sagt að hann fengi sem svarar
300 milljónum króna. Bresku
slúðurblöðin fordæmdu Hewitt
ákaft en birtu jafnframt tilvitn-
anir í bókina á forsíðu.
Mótmæla á
IMF-fundi
GRÆNFRIÐUNGAR stóðu fyrir
mótmælum á fundi Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins (IMF) í Madrid í gær,
köstuðu fölsuðum dollaraseðlum
yfir þá sem sátu fundinn og
breiddu út borða sem á stóð:
„Enga dollara til eyðingar óson-
lagsins". Eru talsmenn IMF ákaf-
lega reiðir vegna þessa atviks og
segja grænfriðunga hafa rofið
traust sjóðsins, sem hafði veitt
þeim aðgang að fundum IMF, en
það hefur ekki gerst áður. Klifr-
uðu grænfriðungar upp eftir lofti
fundarsalarins og létu seðlunum
rigna yfir fundarmenn, sem komu
frá 179 löndum, í þann mund er
Lewis Preston, forseti IMF, var
að ljúka ræðu sinni. Með þessu
vildu grænfriðungar vekja athygli
á því að IMF veitti fé til fyrir-
tækja sem eyðilegðu umhverfið,
auk þess sem hann græfi undan
aðgerðum til að koma í veg fyrir
frekari eyðingu ósonlagsins. Á
myndinni er einn mótmælenda,
Bretinn John Mead, leiddur á
brott.
Fyrsta stefnuræða Tony Blair á þingi Verkamannaflokksins
Blair reynir að róa
vinstrivæng flokksins
Blackpool. Rcuter.
TONY Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bret-
landi, flutti fyrstu stefnuræðu sína í gær á árs-
fundi flokksins í Blackpool og sagði að flokkurinn
ætti nú að endurspegla viðhorf þorra breskra
kjósenda. Var þessum orðum tekið með langvinnu
lófataki en nokkrir ákafir vinstrimenn á borð við
Arthur Scargill, leiðtoga námumanna, tóku engan
þátt í fagnaðarlátunum, þeir sátu steinþegjandi.
Blair fullvissaði fundarmenn um að þótt hann
legði áherslu á „nútímalega“ stefnu væri hann
ekki að segja skilið við grundvailargildi vinstri-
stefnunnar. „Sósíalismi- - við ættum að hætta
að biðjast afsökunar á að nota orðið“, sagði hann.
Fiokksleiðtoginn reyndi jafnframt að róa mið-
stéttarfólk með því að bæta við að hans tegund
af sósíalisma merkti ekki miðstýringu af hálfu
ríkisvaldsins. Skoðanir hans byggðust einfaldlega
á þeirri sannfæringu að einstaklingnum væri best
borgið í öflugu samfélagi. Flokkur BJairs hefur
mikið forskot í skoðanakönnunum á íhaldsflokk
Johns Majors forsætisráðherra en kosið verður í
síðasta lagi 1997.
í lok ræðu sinnar sagði Blair að ef liðsmenn
flokksins ætluðu sér að binda enda á 15 ára óslit-
inn valdaferil íhaldsmanna yrðu þeir að koma því
á framfæri að „Nýi Verkamannaflokkurinn" væri
nútímalegur flokkur á tímum breytinga. Hann
hvatti fólk á vinstrivængnum til að beijast með
sér. „Eg vil að þið vinnið með mér að þessu verk-
efni, þess óska ég af heilum hug og öllu hjarta.
Með varfærni getum við ekki sigrað í næstu kosn-
ingum en með hugrekki getum við það“.
Nýi leiðtoginn er 41 árs gamall og talinn nær
miðju en nokkur leiðtogi Verkamannaflokksins
síðustu áratugi. Hann hefur reynst íhaldsmönnum
skeinuhættur í baráttunni um miðjufylgið með
því að beita sér fyrir hefðbundnum hægrimálum
eins og lögum og reglu. Hann hefur einnig varað
við skattahækkunum og sagt að ekki verði hægt
að auka velferð nema hagvöxtur aukist.
Ilik og tortryggni
Þótt Blair væri fagnað er ljóst að víða kraum-
ar undir niðri. Fréttaskýrendur segja að margir
fulltrúar á fundinum séu hikandi og tortryggnir,
þeir vilji að væntanleg ríkisstjórn Blairs tryggi
betur hagsmuni almennings en stjórn íhalds-
flokksins sem ávallt hugsi fyrst og fremst um
hagsmuni fyrirtækjanna.
Er kosið var í trúnaðarstöður á mánudag kom
í ljós að andstaðan við stefnubreytingu Blairs
er sterk. Tveir fulltrúar af ysta vinstrivæng voru
óvænt kjörnir í flokkstjórn, helstu valdastofnun
flokksins. Einnig kröfðust verkalýðsleiðtogar
þess að settar yrðu fram ákvqðnar og afdráttar-
lausar tillögur um lágmarkslaun auk aðgerða
gegn atvinnuleysi. Scargill og Tony Benn, einn
þekktasti fulltrúi vinstrivængsins, fluttu báðir
ræður í anda hefðbundins sósíalisma og var
mjög vel tekið.
Norski
fjárlaga-
hallinn
minnkar
STJÓRN norska Verkamanna-
flokksins spáir því að fjárlaga-
hallinn minnki um þriðjung á
næsta ári vegna aukinna tekna
af Norðursjávarolíu, minna
atvinnuleysis og minni ríkisút-
gjalda. Sigbjorn Johnsen íjár-
málaráðherra sagði þegar
hann kynnti fjárlagafrumvarp-
ið á þinginu að búist væri við
2,75% hagvexti á næsta ári,
en talið er að hann verði 4,5%
í ár.
Kohl hyggst
hætta 1998
HELMUT Kohi, kanslari
Þýskalands, sagði í sjónvarps-
viðtali á mánudagskvöld að
héldi stjórn hans velli í þing-
kosningunum 16. þessa mán-
aðar myndi hann aðeins gegna
kanslaraembættinu í eitt kjör-
tímabil til viðbótar. Kohl er
64 ára að aldri og hefur verið
kanslari í 12 ár.
Flugvöllurinn
í Belgrad
opnaður
ÁKVEÐIÐ hefut' verið að
slaka á refsiaðgerðunum gegn
Júgóslavíu, þ.e. Serbíu og
Svartfjallalandi, og í dag verð-
ur heimilt að opna alþjóðaflug-
völlinn í Belgrad að nýju og
hefja ferjusiglingar til Itálíu.
Júgóslavíu verður einnig heim-
ilt að taka þátt í íþrótta- og
menningarsamskiptum. Þetta
var ákveðið eftir að öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna fékk
skýrslu þar sem fram kemur
að Serbía sé hætt að sjá Bosn-
íu-Serbum fyrir vopnum.
Scalfaro deil-
ir á stjórnina
OSCAR Luigi Scalfaro, forseti
Ítalíu, deildi. í gær á stjórn
Silvios Berlusconi forsætisráð-
herra og sagði hana hafa
meinað honum um þann
stjórnarskrárbundna rétt sinn
að fá að lesa fjárlagafrum-
varpið áður en það var lagt
fyrir þingið. Samkvæmt
stjórnarskránni verður forset-
inn að undirrita fjárlagafrum-
varpið ekki síðar en 30. sept-
ember. Scalfaro kvaðst hafa
fengið það á síðustu stundu
og ákveðið að undirrita það
af ótta við að töf gæti haft
slæm áhrif á fjármálamarkaði.
ESB undirbýr
nánari tengsl
við A-Evrópu
UTANRÍKISRÁÐHERRAR
Evrópusambandsins (ESB)
samþykktu í gær í grundvall-
aratriðum áætlun um nánari
tengsl við sex Mið- og Austur-
Evrópuríki. Samkvæmt áætl-
uninni taka ríkin sex m.a. þátt
í leiðtogafundum ESB einu
sinni á ári og fundi utanríkis-
ráðherra og dómsmálaráð-
herra tvisvar á ári. Ekki náð-
ist samkomulag um hvenær
áætlunin skyldi taka gildi og
embættismönnum var falið að
ganga frá ýmsum smáatriðum.