Morgunblaðið - 05.10.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 05.10.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 17 _______LISTIR____ Bersögli og listræn tök BOKMENNTIR Söjjur TUNDUR DUFL. ERÓ- TÍSKAR SÖGUR eftir 13 höfunda Forlagið, 1994 - 174 síður. Tilboðsverð 1.750 kr. Verð frá 1. nóvember 2.490 kr. ERÓTÍK og erótískar sögur skilgreinir hver og einn fyrir sig. Kannski má flokka þær undir nytjabókmenntir eða skemmtibók- menntir eða eiga þær að teljast fullgild bók- menntaverk. Þetta allt kem- ur vissulega til greina. Tundur dufl er skemmtilegt heiti á erótísk- um sögum, segir mátulega mikið. Forlagið mun hafa leitað til höfunda í því skyni að fá frá þeim munúðar- fullar smásög- ur, helst sem djarfastar. Höfundarnir átta sig mis- jafnlega á til- ganginum, sumir leggja mesta áherslu á bersögli, aðrir beita listrænum tökum fyrst og fremst. Svo eru þeir sem sameina þetta tvennt. Vandasöm bókmenntagrein Smásagan er vandasöm bók- menntagrein. Eitt af því sem mönnum hættir við þegar þeir setj- ast niður til að semja smásögu er að ýkja um of, verða banalir í tján- ingu sinni. Hið ósagða er afar mikilvægt í smásögu, að því leyti líkist hún Ijóði þótt hún eigi ekki að vera ljóð. Eitt er víst: Sá sem getur samið boðlega smásögu kann ýmislegt fyrir sér. Tilgangur og væntingar Lítum við á tilganginn og vænt- ingar flestra lesenda kemst Hall- grímur Helgason nærri í Freilass- ing, ferðaævintýri ungra Islenskra karlmanna í Þýskalandi. Hallgrím- ur notast við flæðistíl þar sem hugrenningar eru í jafn miklu gildi og söguþráður sem er einfaldur. Þetta er fyndin saga og vitnar um hugkvæmni höfundarins. Fyrstu og áreiðanlega síðustu kynni ungs Islendings og miðaldra þýskrar veitingakonu verða í senn kátleg og neyðarleg: „Grófir en mjög hollir alpakossar. Saðsamir. Erlend kona. Eg reyni að bæta þá upp með fálmi. Áfengur í fullu fangi. Þéttvaxin. Ekki feit heldur great. Sú kann aldeilis að hneppa með einni hendi. Kemur mér úr að ofan. Ég gefst upp í bili og hún dreifir kossum niður eftir mér. Vantar fleiri bringuhár. Ég horfi á eftir hári hennar niður að belti“. Um endurtekna fundi eftir Guð- berg Bergsson er líkt og stokkin út úr síðustu skáldsögu hans, Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma, en er hrárri á yfirborðinu og laus við mannleik. Fyrirlitning- in skín í gegn. Árni Bergmann (Menningar- sagan lárétt) og Einar Kárason (Fríða Fríða) lýsa tilburðum ungs fólks, líklega eins og þeir voru einu sinni. Báðir gera þeir það laglega. Sjón má frekar flokka með konunum. Undir vængjum valkyijunnar, löng saga Sjónar, er gott dæmi um ímyndaheim kynlífsins þar sem samtímaefni blandast eða ruglast saman við kenndir,^ Ekki í mikilli fjarlægð frá Sjón er _Nína Björk Árna- dóttir sem á eina bestu sög- una í bókinni, mystíska og rómantíska ást- arsögu sem sþeglar líka hrollkaldan veruleika. Nína Björk er betri prósaisti en margur hyggur og hefur áður sýnt tilþrif í erótískum skrifum, samanber skáldsöguna Móðir kona meyja. Hróp í óbyggðum eftir Súsönnu Svavarsdóttur er vel byggð saga þar sem hið fínlega og hijúfa renn- ur saman án grófleiks. Nótt Kristínar Ómarsdóttur er á mörk- um draums og veruleika, skynjun- in barnsleg, en sagan slungin og leynir á sér. Aðdragandi Auðar Haralds og Góður skáti Guðrúnar Guðlaugs- dóttur eru sögur sem menn búast við að finna í safni af þessu tagi, saga Guðrúnar lipurleg, skýr og afmörkuð, en þó ekki án dýpri merkingar. Saga Rögnu Sigurðardóttur, Apríkósa eða laukur?, er vel skrif- uð og óvænt, en nokkuð utangátta á þessum stað. Frávik í spegli eft- ir Úlfhildi Dagsdóttur og Augað eftir Berglindi Gunnarsdóttur eru tilraunir til að sýna nýjar hliðar, sérstaklega sannfærandi sem slík er saga Berglindar í hálf-súrreal- ísku myndmáli sínu: „Augað forð- ast að líta þangað sem hljóðin berast, hálfkæfð, andstutt, líkt og kveinandi“. Húrrahróp spöruð Eigi Tundur dufl að vera til marks um hvar íslensk smásagna- gerð er á vegi stödd er ekki ástæða til húrrahrópa. Ljóst er þó að menn kunna til verka þegar best lætur. Kannski hefur það truflað suma höfundana, lamað andríki þeirra, að efnið hefur sett þá í vanda, þeir hafa ekki verið alveg vissir um hvaða leið ætti að fara. Það er sennilega tímanna tákn að konur eru í meirihluta í safninu. Jóhann Hjálmarsson Rýmingarsala á kjólum Verð frá kr. 4.000,- aðeins í nokkra daga ELÍZUBÚÐIN Skipholti 5. B í L H E I M A R □PEL Innifalið í verði: - útvarp og segulband meb þjófavarnarkvóta og 6 hátölurum - vökva- og veltistýri - stillanleg hæb ökumannssætis - toppbogar - (sjá mynd) - heilkoppar - samlæsingar og þjófavörn 5 gíra eða sjálfskiptur m/þremur stillingum. @ sparnaðar stilling (D spymu/ sportstilling (§) spólvörn/ vetrarstilling Fossliáls 1 110 Reykjavik Sími 634000 Opel Astra skutbill, þú fœrð ekki betn bil a kr, 1355.000,- Argerö 1995 Opel öryggi tvö- faldir styrktarbitar í hurðum. meö ryövörn, skráningu og fullan tank af bensíni. Vinsælasti skutbíll Evrópu. Yfir 41% seldra skutbíla í Evrópu er Opel Astra. Forskot Opel Astra er svo afgerandi ab þó svo næsti bílaframleiðandi í röbinni tvöfaldabi sölu sína á skutbílum myndi hann ekki ná Opel Astra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.