Morgunblaðið - 05.10.1994, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
I óperuhúsi
óraunveruleikans
KVIKMYNDIR
Rcgnboginn
NEYÐARÚRRÆÐI („DESP-
ERATE REMEDIES") ★ ★
Leiksljórar og handritshöfundar
Stewart Main og Peter Wells. Kvik-
myndataka Leon Narbey. Tónlist
Peter Scholas. Aðalleikendur
Jennifer Ward- Lealand, Kevin
Smith, Lisa Chappell, Clifford Curt-
is, Michael Hurst, Kiri Mills. Nýja
Sjáland. Avalon/NFU Studios 1993.
REGNBOGINN hefur aflað sér
fanga á fjarlægum miðum Eyja-
álfu, oft með góðum árangri, ætíð
forvitnilegum. Ný-sjálenska
myndin Neyðarúrræði er harla
óvenjuleg í flesta staði. Textinn
minnir meira á leikhúsverk en
kvikmynd, sömuleiðis sviðsetning-
ar, en hún er öll tekin innan veggja
kvikmyndavers. Stórfengleg tón-
listin, ríkulega blönduð verkum
eftir Strauss, Berlioz, Verdi og
fleiri snillinga, undirstrikar tengsl
við óperuna og yfir myndinni allri
hvflir metnaðarfullur óraunveru-
leikablær þar sem ofangreindir
þættir samsamast í hinu undarleg-
asta sjónarspili.
Efnisþráðurinn sem er laus í
sér, segir af fögrum konum í hafn-
arborg í framandi landi á síðustu
öld. Þær eru vefnaðarvörukaup-
maðurinn Dorothea (Jennifer
Ward-Lealand), ástkona hennar
Anne (Lisa Chappell) og Rose
(Kiri Mills), yngri systir Dorotheu.
Rose er undir illum áhrifum frá
kynblendingnum Fraser (Clifford
Curtis), sem elur hana á ópíum.
Grípur Dorothea til þess ráðs að
festa hana manni og ginna Fraser
úr landi með fégjöfum. Flest fer
á annan veg en ætlað er.
Neyðarúrræði er í ljósára fjar-
lægð frá því hefðbundna afþrey-
ingarefni sem flestir sækjast eftir
i kvikmyndahúsum. Andi absúrd-
leikhússins svífur yfir vötnunum,
hvort sem litið er á leikinn, um-
gjörðina, búninga eða textann
sjálfan. Útkoman er á köflum
skemmtun fyrir augað, hömluleysi
kvikmyndagerðarmannanna skap-
ar fijálslegt andrúmsloft, búning-
arnir eru stórkostlegir, tónlistin
skínandi, dramatíkin er ýkt, áhrif-
in ójarðnesk. Ýjað er að erótík,
hún er stílfærð eins og annað og
ósköp náttúrulaus, en kvenfólkið
er lostafullt og munaðarlegt og
engum ætti að leiðast tónlistin.
Sviðin eru drungaleg, leikurinn rýr
í roðinu, að Clifford Curtis undan-
skildum, heildaráhrifin fremur lýj-
andi.
Forvitnileg mynd sem höfðar til
fárra, enda af þeirri gerð sem tíðk- „
ast frekar á kvikmyndahátíðum
en almennum sýningum.
Sæbjörn Vaidimarsson
Tannstöngnllinn
og tvífarinn
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
JÓITANNSTÖNGULL(„JO-
HNNY STECCHINO “) *
Leikstjóri og handritshöfundur Ro-
berto Benigni. Aðalhlutverk Robert
Benigni, ítölsk. Penta Europe 1994.
ROBERTO Beningni er sagður
vinsælasti gamanleikari ítala,
ástæðurnar vefjast fyrir manni.
Hann gerði stuttan stans í Holly-
wood fyrir nokkru, uppskeran
handónýt gamanmynd (sem
reyndar er verið að sýna í einu
kvikmyndahúsi borgarinnar þessa
dagana) sem hlaut hroðalega út-
reið og þessi afurð hans, sem sögð
er vinsælasta mynd ítala fyrr og
síðar, virðist sanna það enn frekar
að náunginn hentar ekki til út-
flutnings.
Dante (Robero Benigni) er aula-
bárður og hornreka í samfélaginu
sem á sína einu vini meðal þroska-
heftra nemenda sem hann keyrir
í skólann. Einn fagran veðurdag
vænkast hagur strympu er hann
kynnist konu ægifagurri sem sýn-
ir honum áhuga og býður til hallar
sinnar á Sikiley. Ástæðan er þó
hvorki ást né umhyggja heldur er
Dante tvífari mafíósans Jóa tann-
stönguls, manns hennar. Hann
má dúsa í felum en konan ætlar
sér að fórna Dante svo þau Jói
geti lifað róleg til dauðadags í
Suður-Ameríku. Vitaskuld fara
allar áætlanir úr skorðum.
Myndin er örugglega klæð-
skerasniðin fyrir þennan ítalska
ærslabelg en útkoman er ótrúlega
gleðisnauð, lengst af hreint út
sagt hundleiðinleg. Orsökina má
sjálfsagt að einhveiju leyti rekja
til mismunandi skopskyns Itala og
íslendinga, sem eftir þessari
metaðsóknarmynd að dæma virð-
ist harla ólíkt.
Þá er skemmst að minnast hinn-
ar ítalskættuðu Svínin þagna,
einni hvimleiðustu mynd síðari
ára. Fettur og brettur og þreyt-
andi farsaleikur Benigni held ég
að hressi ekki mikið uppá andlega
heilsu landsmanna, svona almennt
séð. Né fávitalegir sykursýkis-
brandarar. I einu skiptin sem má
brosa útí annað er í atriðum sem
gert er grín að siðferði ítalskra
stjórnmálamanna. En íslenskir af-
reksmenn á þessu sviði komast
ekki með tærnar þar sem ítalskir
starfsbræður þeirra hafa hælana.
Þó flestum þykji sjálfsagt nóg um.
Sæbjörn Valdimarsson
RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FÁLKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS ■ RAFT
Telemecanique groupe ,sc /inudlr—%-
RAFBUNAÐUR
TELEMECANIQUE er leiöandi fyrirtæki (rofa- og stýribúnaöi til iðnaðar
FARAR -
BRODDI
liíS«J
-Mjúkræsibúnaður (soft start)
-Hraðabreytar (riðastýringar)
-Iðntölvur
-Skjámyndákerfi
-Spólurofar
-Mótorrofar
-Skynjarar og Ijósnemar
-Almennur rafstýribúnaður
Allir rafverktakar og hönnuðir þekkja gæði rafbúnaðarins frá
TELEMECANIQUE. Höfum allan aigengan TELEMECANIQUE
búnað á lager og útvegum annan búnað með hraði.
Veitum tæknilega ráðgjöf um val á rafbúnaði. Snúið ykkur til
sölumanna og leitið upplýsinga.
RAFVÉLAVERK-
STÆÐI FÁLKANS
Mótorvindingar,
dæluviðgeröir
og allar almennar
rafvélaviðgeröir.
90ÁFK
Þekking Reynsla Þjónusta®
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8-108 REYKJAVlK
SlMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS • RAFTÆKNIVERSLUN FALKANS
Harka
og léttleiki
MYNPLIST
Norræna húsið
OLÍA - VATNSLITIR
HAFSTEINN AUSTMANN
Opið daglega milli kl. 14 og 19.
Til 9. október. Aðgangur 200 krón-
ur.
MÁLARINN Hafsteinn Austmann
er þekktur fyrir staðfestu í málverki
og sækir myndmál sitt í sömu smiðj-
una ár eftir ár, líkt og sumir taka
ástfóstri við afmarkað myndefni.
Þannig átti Cézanne sitt fjall, sem
hann málaði í sífellu, og Morandi
sína samstillingu, sem hann hélt
trúnað við allt lífið, og Mondrian
sinn strangflataheim.
Spursmálið er ei heldur fjöldi
myndefna né fjölbreytni þeirra, frek-
ar en magnið, heldur einfaldlega
lokaárangurinn og sumir eru stöðugt
að slípa það myndefni sem þeir lögðu
útaf og finna á því eng-
an botn.
En skyldi ekki kjarn-
inn í þessu öllu saman
vera að flýta sér hægt,
endurnýja sig stöðugt,
svona líkt því að lesa
sama ljóðið aftur og aft-
ur og stöðugt fínna eitt-
hvað nýtt í því? Ljóð
skal síður læra utanbók-
ar, frekar upplifa upp á
nýtt í hvert sinn sem
það er lesið, því gott ljóð
verður aldrei tæmt.
Mér er þannig farið,
að ég sé engan botn í
skoðun hinna stóru safna og finn
gamlar myndir, sem ég hef ótal sinn-
um borið augun í stöðugri endurnýj-
un. Að tæma eitthvað, skoða eða
lesa í botn er misskilningur, og ekk-
ert gott málverk er fullklárað, því
ef svo væri gæti það ekki endurnýj-
að sig og lifað sjálfstæðu lífi.
Myndlistin krefst þess líka, að
menn lapi aldrei þræðinum, séu
vígðir henni hvern dag og sumar
tegundir lista krefjast beinnar þjálf-
unar daglega. Þannig kynnti kín-
verskur túlkur vinnubrögð sín í kalli-
grafíu á hótelherberi í Suður-Kína
fyrir skömmu. Sýndi öðru fremur
hvernig hann hélt á penslinum og
sérstaka beitingu hans, sem er mik-
ið atriði í málaralist, og kveðst hafa
verið þijú ár að þjáífa handlegginn.
Fá réttu tilfinningu í hann fyrir hinni
sérstöku hrynjandi letursins. Sagði
svo að hann yrði að æfa sig upp á
hvern dag til að halda sér í þjálfun.
Þetta er grundvallaratriði sem
hefur mikið að segja fyrir alla sem
taka á pensli, en er stundum erfitt
að koma mönnum í skilning um, og
jafnframt hve mikil vinna liggi að
baki því að vera frambærilegur
málari. Og sorglegast er að listskól-
arnir ýta undir þetta frekar en hitt
með smáskammtakennslu, og eru
þeir sem nefna þetta íhaldssemi, sem
er álíka skynsamlegt og að telja
þróað málfar íhaldssemi eða grun-
neiningar byggingarlistarinnar
óþarfa.
Ég nefni þetta allt hér vegna þess,
að í dúkum Hafsteins Austmanns
eru jafnt áhrif frá kalligrafíu sem
strangflatalist, sem hafa í báðum
tilvikum með byggingu myndflatar-
ins að gera en á andstæðan hátt.
Kalligrafían er mjúk og mettuð
sveigjanlegri hrynjandi, en
strangflatalistin uppbygging ná-
kvæmt afmarkaðra tvívíðra mynd-
heilda.
Þetta eru grunneiningarnar og
veigurinn í myndheimi Hafsteins, og
hann virðist leggja jafna áherslu á
þá. í vatnslitamyndunum eru vinn-
brögðin skyld óformlegri list, sem
er leikur forma i fjálsri mótun, en í
olíunni ber mun meirra á yfirveg-
uðum vinnubrögðum og nákvæmum
útreikningum. Og þó sækja þessar
andstæður hver í aðra þannig að
menn skynja byggingu í hinum laus-
formaðri myndum og tilraunir til að
mýkja hinar ströngu formheildir með
mýkt í áferð og listrænni uppbygg-
ingu.
Hið síðasttalda kemur vel fram í
myndunum Þríleikur (2) frá 1990
og Rómanza (10) frá þessu ári, en
hins vegar eru stóru myndirnar á
endavegg gott dæmi um vinnubrögð
Hafsteins í strangflatalistinni. En
ætli honum tekist ekki best að sam-
ræma þetta í myndinni „Birting"
(15), sem er mjög einföld og rík list-
rænt séð, þótt hún sé einungis í
svörtum og gráum tónum. Svona
myndir nefnir maður stundum „þru-
muskot í bláhornið“, því að það er
eins og allt gangi upp. Af líkum
meiði er myndin „Kaldi“ (8), sem er
elsta myndin á sýningunni og frá
1987, en það er erfitt að átta sig
fullkomlega á henni vegna oflýsingar.
Vatnslitamyndirnar eru kafli út
af fyrir sig á þessari sýningu, en
þetta myndmál er í stöðugri þróun
hjá listamanninum, og hér er fersk-
Ieikinn og mýktin aðall þeirra. Jafn-
framt er formræn fjölbreytnin meiri
en nokkru sinni fyrr þótt maður
skynji jafnan sama höfund að baki
hverri einstakri mynd.
Litið á heildina er þetta sterk sýn-
ing og gott dæmi um listamann sem
vill öðru fremur slípa sitt myndmál
og vera trúr sínu myndræna uppeldi.
Bragi Ásgeirsson
EITT verka Hafsteins Austmanns.
Ingveldur Ýr og Krist-
inn Örn í Óperunni
FYRSTU tónleikar á nýju starfsári
Styrktarfélags íslensku óperunnar
eru á morgun, miðvikudag, kl.
20.30. í íslensku óperunni.
Þar koma fram Ingveldur Ýr
Jónsdóttir messósópran og Kristinn
Örn Kristinsson píanóleikari. Á efn-
isskránni verða íslensk sönglög,
ljóð eftir Manuel de Falla, aríur úr
óperum eftir Richard Strauss,
Rossini og Bizet auk ýmissa er-
lendra laga m.a. úr þekktum söng-
leikjum.
Ingveldur Ýr hefur haldið ljóða-
tónleika bæði hérlendis og erlendis,
m.a. í Gerðubergi og íslensku óper-
unni og tekið þátt í mörgum ópru-
uppfærslum í Mið-Evrópu. Síðast,-
liðin vetur þreytti Ingveldur Ýr
frumraun sína á íslensku óperusviði
í óperunni Évgení Ónegín. Á eftir
hafa fylgt hlutverk í Niflunga-
hringnum og nú síðast í óperu Þjóð-
leikhússins Á valdi örlaganna.
Kristinn Örn Kristinsson hefur
numið píanóleik á íslandi og í
Bandaríkjunum. Hann hefur starf-
að við tónlistarkennslu frá árinu
1982 og gegnir nú skólastjórastöðu
hjá Tónlistarskóla íslenska Suzuki-
sambandsins, auk þess að kenna
við Tónlistarskólann í Reykjavík.