Morgunblaðið - 05.10.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
STEFIMURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA
Mikilvæg umskipti
til hins betra
Hæstvirtur forseti,
góðir íslendingar.
Ég flyt nú stefnuræðu ríkisstjórn-
ar minnar í fimmta sinn og nú í
upphafi kosningavetrar. Þetta þing,
sem nú er að hefjast, er loka þing
kjörtímabils, sem hefur ekki með
öllu verið viðburðasnautt og á ýmsu
hefur gengið um efnahagslega af-
komu íslensku þjóðarinnar. Það er
ef til vill ekki til þess fallið að skapa
vellíðan í bijóstum landsmanna, að
nefna kosningaþing, því að bitur er
reynslan af slíkum þingum. Þá hef-
ur ábyrgðarleysið einatt vikið að-
haldinu til hliðar, festa horfíð fyrir
undanlátssemi og léttúð tekið við
af styrkri stjórn. Hvorki ég né þið,
hiustendur góðir, höfum gleymt
hvernig fyrri stjórn lauk ferli sínum.
Síðustu íjóra lífmánuði hennar
hækkuðu útgjöld ríkissjóðs um níu
þúsund milljónir króna og saup þjóð-
in lengi seyðið af þeirri upplausn.
Til voru þeir sem gerðu því skóna
í sumar að núverandi ríkisstjórn
mundi lenda í vandræðum á haust-
þingi og ekki ná að koma fram með
heilsteypta og skýra fjármálastefnu,
sem væri í takt við þann efnahags-
lega stöðugleika sem að ríkisstjóm-
in hefur tryggt á undanförnum
árum. Veruleg hætta væri á að þau
markmið sem að menn höfðu sett
sér við fjárlagagerð næðust ekki.
Jafnvel var fullyrt að umræður um
haustkosningar mætti rekja til
þessa vanda og menn vildu forðast
að afhjúpað yrði að ríkisstjórnin
hefði ekki burði til að koma fjárlaga-
dæminu saman. Allar þessar vanga-
veltur vom staðlausar og fjarri vem-
leikanum. Fjárlagaframvarp það,
sem fjármálaráðherra hefur nú lagt
fram, tekur reyndar af öll tvímæli.
Það dylst engum að það fjárlaga-
fmmvarp er til þess fallið að auka
tiltrú manna og markaða á þeim
stöðugleika sem tekist hefur að
skapa og hefur verið meiri undan-
farin þijú og hálft ár, en oftast áður.
Hagvöxtur hefur glæðst
Ég minnist þess að iðulega' hefur
verið haft á orði að spár opinberra
stofnanna um þróun efnahagsmála
hafí gjarnan virst taka meira mið
af óskhyggju en raunvemleika.
Sjálfsagt hefur siíkt álit á spádóm-
um og áætlunum hins opinbera
stundum átt við rök að styðjast. Því
athyglisverðara er að horfa á þjóð-
hagsáætlun fyrir það ár sem nú er
að líða og bera spár hennar saman
við hina raunvemlegu útkomu. Þar
kemur margt á óvart, en kannski
mest það að raunveruleikinn tekur
spánni og áætluninni langt fram og
er mun hagstæðari fyrir búskap
þjóðarinnar. Eins og fram kemur í
þeirri þjóðhagsáætlun, er þingmenn
hafa fyrir framan sig, þá hefur
framvindan á þessu ári orðið mun
jákvæðari á öllum sviðum, en búist
var við, þegar áætlunin var kynnt
síðastliðið haust. Verðbólgan er
minni en þá var reiknað með og
viðskiptajöfnuðurinn mun hagstæð-
ari. Vextir hafa lækkað og atvinnu-
leysi er minna en spáð var. Síðast
en ekki síst hefur kaupmáttur ráð-
stöfunartekna á mann aukist lítil-
lega, en í fyrrahaust var því spáð
að hann minnkaði nokkuð á þessu
ári. Hagvöxtur hefur glæðst á ný
og verður meiri en nokkurt eitt ár
síðan 1987, en gert hafði verið ráð
fyrir að hagvöxtur yrði neikvæður
enn eitt árið er áætlunin var gerð.
Þetta em mjög mikil umskipti til
hins betra. Hér er ekki spá á ferð
heldur raunvemleiki. En þrátt fyrir
að allir þessir mikilvægu þættir,
verðbólga, viðskiptajöfnuður, vextir,
atvinnuleysi, kaupmáttur og hag-
vöxtur, séu hagstæðari en gert var
ráð fyrir, neitar stjórnarandstaðan
Davíð Oddsson, for-
sætisráðherra, flutti
stefnuræðu á Alþingi
í gærkveldi. Ræðan fer
í heild hér á eftir.
Yfirskrift og millifyr-
irsagnir eru blaðsins.
enn að trúa því að mikill bati sé að
verða í þjóðfélaginu og tönglast á
að það sé ekki góð lykt af svo já-
kvæðum fréttum. Ég er afar þakk-
látur fyrir að deiia ekki pólitísku
lyktarskyni með stjórnarandstöð-
unni, fyrst það leiðir menn á þvílík-
ar villigötur.
Þegar litið er yfir efnahagssögu
íslands og efnahagsstjóm, þá blasa
við ótal dæmi um einkennilegar
uppákomur. Sífelldar glímur hafa
verið við árviss vandamál, þannig
að sjaldnast hefur náðst að leggja
línur til lengri tíma. Við munum öll
eftir því að þennan 1. júní eða hinn
1. september eða 1. desember væm
öll mál í uppnámi og tilefni til þess
að gripið yrði til smáskammtalækn-
inga af efnahagslegu tagi til þess
að bjarga í hom. Oftar en ekki var
þá gripið til millifærslna, stundum
í stómm stíl, til að bjarga því sem
aflaga fór. Því miður var alltof oft
tjaldað til einnar nætur. Á þessu
kjörtímabili hefur þessi mynd ekki
horft þannig við nokkrum manni.
Festa hefur ríkt, jafnvægi, vinnu-
friður og stöðugleiki. Að sönnu skul-
um við ekki draga úr því að þjóðin
hefur orðið að takast á við mikinn
samdrátt, sem jafna má við kreppu,
vegna minnkandi þjóðartekna en
hún hefur staðið hana af sér. Þau
skilyrði sem sköpuð hafa verið fyrir
íslenskt atvinnulíf hafa gert okkur
kleift að komast betur frá þeirri
kreppu en spár stóðu til. Vissulega
hafa ytri aðstæður verið óhagstæðar
allt fram undir það síðasta og auð-
vitað hefur það umhverfí sett fram-
kvæmd stjómarstefnunnar þrengri
skorður en ella hefði verið og þá
ekki síst haft áhrif á fjármál ríkis-
ins. Ríkisstjórninni og aðilum vinnu-
markaðarins var ljóst að forgangs-
verkefni við þessar aðstæður væri
að efla atvinnulíf landsmanna, upp-
sprettu lífskjara og velmegunar. Það
varð því að ganga fyrir öðru að
koma á stöðugleika í efnahagsmál-
um óg tryggja undirstöðurnar,
rekstur atvinnufyrirtækjanna.
Hverfa varð frá þeim smáskammta-
lækningum sem vom svo algengar
í tíð síðustu ríkisstjómar en grípa
hins vegar til markvissra aðgerða
sem miðuðu að því að skapa tryggt
ástand og ömggan gmndvöll sem
að fólk og fyrirtæki gætu byggt á
til lengri tíma og með því brotist
út úr margra ára kyrrstöðu.
Margvíslegar skipulagsbreyting-
ar hafa verið gerðar í hagkerfínu
og þá jafnan í þeim tilgangi að auka
fijálsræði og um leið samkeppni í
efnahags- og atvinnulífínu og gera
leikreglumar skilvirkari og réttlát-
Davíð Oddsson
ari. Það var annað höfuðmarkmið
ríkisstjórnarinnar að leiða samning-
ana um Evrópska efnahagssvæðið
til lykta með farsælum hætti og
með þeim að tryggja íslendingum,
jafnt einstaklingum sem fyrirtækj-
um þeirra, alla þá nýju möguleika
sem Evrópa hefur upp á að bjóða
og um leið íslenskum neytendum
verulegan ávinning.
Atvinnulífið hefur styrkst
Þegar ég flutti stefnuræðu mína
hér fyrir ári gat ég aðeins sagt að
nokkrar vísbendingar væru um að
efnahagsástandið færi nú hægt
batnandi. Stjórnarandstæðingar
gerðu þá hvað þeir gátu til þess að
telja fólki trú um að þarna væri
verið að draga upp mynd, sem ætti
sér enga stoð. Þegar þessi bata-
merki urðu skýrari með sumrinu og
frá því var greint, var uppi sami
söngurinn. En nú er svo komið að
þjóðin öll skynjar efnahagsbatann,
en stjómarandstaðan hefur allt til
þessa dags haldið dauðahaldi í
kreppuna. Það er eins og henni sé
meinilla við að nú sé bjartari tíð
framundan og allt erfiðið sé að skila
árangri. Ég vona að háttvirtir
stjórnarandstæðingar beri gæfu til
þess hér í kvöld að líta örlítið bjart-
ari augum til framtíðar. Hugsanlegt
er að talsmenn stjórnarandstöðunn-
ar hafí bakþanka vegna eigin um-
mæla um efnahagsaðgerðir ríkis-
stjórnarinnar. Ég býst ekki við að
margir séu búnir að gleyma þeim
fullyrðingum þeirra að þær ráðstaf-
anir myndu leiða til efnahagslegrar
kollsteypu, óðaverðbólgan mundi
fara af stað á nýjan leik og ekki
yrði við neitt ráðið. Vandinn var
orðinn svo hrikalegur sögðu þeir í
júní í fyrra að engri venjulegri meiri-
hlutastjórn væri ætlandi að taka á
honum. Nú yrði þjóðstjórn að koma
til. Það gleður þá vonandi nú, eins
og alla aðra, að þessi ríkisstjórn
hefur tekið á þeim vanda og leyst
hann.
Það er eðlilegt að spurt sé, hvers
vegna efnahagssamdrátturinn hér á
landi hefur ekki leitt til þess, að
atvinnuleysi hafi rokið upp í 15-20%
eins og gerst hefur í mörgum ríkjum
Evrópu. Meginástæðan er auðvitað
sú að íslensk stjórnvöld bragðust
fyrr við, gengu fyrr á hólm við
kreppuna og áttu náið samráð við
lykilsamtök og stofnanir samfélags-
ins. Almennum aðgerðum var beitt
til þess að treysta stöðu hins ís-
lenska atvinnulífs, gengi krónunnar
var lagað að þörfum útflutningsfyr-
irtækjanna, skattar voru lækkaðir,
kaupmáttur almennings var varinn
með lækkun virðisaukaskatts á
matvælum og um leið var hamlað
gegn atvinnuleysi með tímabundn-
um atvinnuskapandi framkvæmd-
um. Þess var þó jafnan gætt við
allar þessar ákvarðanir að ekkert
færi úr hömlu og stöðugleikanum
væri ekki stefnt í voða. Það tókst
að skapa skiining á þessum viðhorf-
um í þjóðfélaginu, og kjarasamning-
arnir í maí 1993 tóku mið af aðstæð-
um þjóðarbúsins og efnahagsstefnu
ríkisstjórnarinnar. Þær ákvarðanir
sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu
þrek til að axla eiga sinn dtjúga
þátt í þeim mikla árangri sem þjóð-
in hefur náð. • Það var ánægjulegt
að samstaða náðist um það í maí
síðastliðnum að láta nokkurn ávinn-
ing þessara aðgerða skila sér til
launþeganna í landinu. Það var ekki
síður ánægjulegt að eitt meginbar-
áttumál verkalýðshreyfingarinnar í
mörgum undanfarandi kjarasamn-
ingum, lækkun vaxta, sem stjórn-
völd höfðu um árabil heitið að beita
sér fyrir, gekk nú fyrst fram eftir
að efnahagslegi stöðugleikinn kom
til. Þegar ríkisstjórnin tók við völd-
um, var raunávöxtunarkrafa ríkis-
verðbréfa á Verðbréfaþingi 8,15%
en er nú 4,86%. Ríkissjóður er þann-
ig að fjármagna halla sinn, sem
tekist hefur að koma nokkrum bönd-
um á, við mun lægra vaxtastig en
hann gerði fyrir tíð þessarar ríkis-
stjórnar. Skattgreiðendur framtíð-
arinnar hagnast á því. En meira
máli skiptir að fjármagnskostnaður
almennings og fyrirtækjanna hefur
lækkað verulega. í því felast raun-
verulegar kjarabætur.
Erlendar skuldir
greiddar niður
Á þessu ári verður hagvöxtur hér
á landi meiri en nokkurt eitt ár síð-
an 1987 og á næsta ári eru góðar
horfur á áframhaldandi vexti. Þann-
ig hefur okkur tekist að ijúfa tíma-
bil stöðnunar og samdráttar sem
ríkt hafði undanfarin 7 ár. Þessi
umskipti eiga sér að hluta skýringu
í auknum afla á fjarlægum miðum
og einnig auknum umsvifum í okkar
helstu viðskiptalöndum. En hitt
skipti sköpum að ríkisstjórnin hefur
fylgt aðhaldssamri efnahagsstefnu
og aðilar vinnumarkaðarins hafa
lagt raunsætt mat á þjóðhagsleg
skilyrði. Vissulega er hagvöxturinn
enn minni en hann hefur verið að
meðaltali þau 50 ár sem lýðveldi
hefur verið á íslandi, en þá er rétt
að hafa í huga að á meðan við gát-
um aukið sjávaraflann með útfærslu
fiskveiðilögsögunnar voru skilyrði
hagvaxtar góð og uppbygging lífs-
kjara hröð. En vissulega hefur þessi
vöxtur verið óstöðugur eins og
fjölmjörg dæmi em um. Þannig hef-
ur landsframleiðslan dregist saman
11 sinnum á síðustu 50 árum. Þetta
eru mun fleiri samdráttarskeið en
aðrar þjóðir með sambærilegan
efnahag hafa þurft að ganga í gegn-
um. Við skulum einnig hafa hugfast
að slíkar sveiflur leiða til þess að
lífskjör eru ótryggari á íslandi en í
þeim löndum þar sem hagvöxtur er
jafnari og stöðugri. Vegna þessara
sveiflna hefur óstöðugleiki verið
helsti efnahagsvandi Islendinga í
Árið 1993 greiddum við erlendar raunskuldir
okkar niður um rúmar 6 þúsund milljónir króna.
Á þessu ári greiðum við niður raunskuldir þjóðar-
innar um 9 þúsund milljónir og væntanlega um
8 þúsund milljónir á því næsta.
marga áratugi. Allar ríkisstjórnir
hafa þurft að glíma við slíkan vanda.
Hann hefur birst í margvíslegum
myndum, ekki síst í viðvarandi við-
skiptahalla, mikilli erlendri skulda-
söfnun og þrálátri verðbólgu, stund-
um óðaverðbólgu. Á þessum fimm-
tíu árum, sem við höfum algjörlega
haft öll mál í okkar höndum, þá
hefur aðeins níu sinnum verið af-
gangur á viðskiptajöfnuði við út-
lönd. í fyrsta sinn á þessu tímabili
hillir nú undir að afgangur verði í
utanríkisviðskiptum í þijú ár í röð
1993, 1994 og 1995. Þessi árangur
er í raun þjóðarsigur. Hvað þýðir
þessi niðurstaða á mæltu máli? Hún
þýðir að árið 1993 greiddum við
erlendar raunskuldir okkar niður um •(
rúmar 6 þúsund milljónir króna. Á
þessu ári greiðum við niður raun-
skuldir þjóðarinnar um 9 þúsund
milljónir og væntanlega um 8 þús-
und milljónir á því næsta. Þetta
þýðir með öðrum orðum að á þrem-
ur árum greiðum við niður erlendar
raunskuldir okkar um 23 milljarða
króna. Það er sannkallaður þjóðar-
sigur. Meðan þannig er haldið á
málum, þá þarf enginn maður í
þessu landi að óttast að þjóðin sé á
þeirri braut sem frændur okkar
Færeyingar lentu á, illu heilli. En
við vorum á þeirri braut. Af henni
var horfíð og á hana má ekki aftur
fara.
Verðbólga nær engin
.. I
I fyrsta sinn í sögu Iýðveldisins [
næst sá árangur, að verðbólga verði. j
innan við 5% á ári fjögur ár í röð,
1992-1995. Nú er raunhæft að (j
halda verðbólgunni um eða innan .[
við 2%, þannig að ekki á að vera ,
hætta á, ef af festu er stjórnað, að
verðbólgan skekki viðskiptagrund-
völl okkar við erlendar þjóðir. Við
höfum aldrei verið nær því en nú
að festa stöðugleikann í sessi og
aldrei nær því að skapa forsendur
fyrir stöðugum og jöfnum hagvexti.
Það er því afar mikið í húfí að þess-
ari skýru efnahagsstefnu, sem nú-
verandi ríkisstjórn hefur fylgt fram,
sé haldið og hvergi frá henni vikið.
Þessi stefna leggur grunninn að
því, að við getum byggt upp þróttm-
ikið og fjölbreytt atvinnulíf á næstu
ámm. Á undanförnum sjö árum
hafa launþegar þurft að horfa upp
á kaupmátt sinn falla ótt og títt.
Aldrei þó jafnmikið og í tíð síðustu
ríkisstjórnar, er kaupmáttur launa-
fólks hrapaði stöðugt, ekki síst árin
1989 og 1990. Síðan hefur kaup-
máttur minnkað lítillega en nú á
þessu ári hefur tekist að varðveita
hann og reyndar hefur hann aðeins
aukist síðustu mánuðina. Nú þegar
kjarasamningar fara í hönd, er í
fyrsta sinn í langan tíma hægt að
gera ráð fyrir að þeir samningar
ekki aðeins tryggi kaupmátt, heldur
geti aukið hann, ef vel er á haldið
og allrar varfærni gætt.
Þetta kjörtímabil, sem nú er senn
liðið, og það á undan því, eru lýs-
andi dæmi um tvo ólíka kosti í stjórn
efnahagsmála. í kosningum á vori
komanda verður einkum tekist á um
þá tvo kosti og ætti það val að vera
auðvelt.
Stjórnmálamenn fortíðarinnar
hafa stundum haldið því fram, að
vexti sé hægt að lækka með hand-
afli eða tala þá niður. Ekkert er í
raun fjær sannleikanum en fullyrð-
ing af slíku tagi. Með yfirlýsingum j
og aðgerðum stjórnvalda er vissu-
lega hægt að stuðla að því að vext- ,
ir lækki. Ógætileg ummæli áhrifa- ,
manna eða peningastofnana geta
til skamms tíma haft óheppileg áhrif
á vaxtastöðuna, en meginatriðið er ;
þó það að nokkrir grundvallarþættir
efnahagslífsins séu í lagi, ef að tak- ,
ast á að lækka vexti. Þessi atriði
voru ekki í lagi, en úr því hefur ,i
verið bætt og þess vegna hefur tek-
ist að lækka vextina og einmitt þess
vegna er líklegt að vextir muni í
framtíðinni lækka enn meir. Ég
skal nefna nokkur dæmi um for-
sendur sem þurfa að vera til staðar
til að tryggja lágt vaxtastig þannig
að atvinnulífið og einstaklingarnir
njóti góðs af. Mikilvægt er að við-
skiptajöfnuður við erlendar þjóðir
sé hagfelldur. Áríðandi er að ríkis-
sjóðshalli fari ekki úr böndum. Þýð-
ingamikið er að nýsparnaður sé tölu-