Morgunblaðið - 05.10.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.10.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 21 STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA verður í landinu og lánsfjárþörf hins opinbera sé minni en nýsparnaður- inn. Hvemig víkja þessar forsendur við nú? Eins og ég hef áður sagt, hefur okkur tekist að lækka raun- skuldir þjóðarinnar út á við um 23 þúsund milljónir króna, 23 milljarða króna, hvorki meira né minna. Þessi árangur er afar mikilvægur. Þegar ríkisstjómin tók við, var lánsfjár- þörfín um 40 milljarðar króna, mun meiri en allur nýsparnaður í land- inu. Þess vegna var vaxtastigið mjög hátt, þótt reynt væri að beita blekkingum með því að skrá vexti ríkisins lægri en sala bréfa þess á markaði sagði fyrir um. Nú horfir málið hinsvegar þannig við, að láns- ijárþörf hins opinbera verður aðeins um 14 milljarðar en nýsparnaðurinn nálægt 35 milljörðum króna. Hér er því um gjörbreytingu að ræða sem tryggir lágt vaxtastig. Undið ofan af fjárlagahallanum Fjárlagahallinn verður milli 6 og 7 milljarðar króna, eða 3 milljörðum lægri en í núgildandi Ijárlögum. Við fjárlagavinnu var markið sett á 9 milljarða í fyrstu,- en spár sumra stjórnarandstæðinga lutu að því, að haliinn mundi verða um 20 milijarð- ar króna. Þessi halli á ríkissjóði er of mikill, en rétt er að hafa í hpga að íslenska ríkið er rekið með minni halla en flest ríki OECD, helstu við- skipta- og saman- burðarlönd okkar. Einnig í þessum efnum hefur, þrátt fyrir kreppu, tekist betur til en á horfðist. Afgreiðsla fjárlaga, við- skiptajöfnuður, aukinn nýsparnað- ur, minni lánsljárþörf hins opinbera, allir þessir þættir benda til þess að vextir muni fara lækkandi á næstu misserum. Fréttir eru nú að berast frá fyrirtækjum og bönkum um bætta afkomu. Bankar og sjóðir hafa afskrifað óhemju fé á liðnum árum. Bættur hagur banka á að geta leitt til þess á næstu misserum að vaxtamunur fari minnkandi í bankakerfinu, sem áríðandi er fyrir viðskiptamenn bankanna og að mínu mati farsælt fyrir bankakerfið, þegar til framtíðar er horft. Við höfum öll viðurkennt að óhjákvæmi- legt væri að bankarnir hefðu hér háan vaxtamun meðan þeir borguðu niður vanda fortíðarinnar. Hagur bankanna fer nú batnandi og því full ástæða til að ætlast tii þess af bankakerfinu að það minnki vaxta- mun þegar fram líða stundir. Ríkis- valdið mun fylgjast náið með fram- vindu þeirra mála. Islendingar fái sanngjarnan kvóta garð. íslendingar voru forystumenn á heimsvísu um útfærslu landhelgi og stjórnun á veiðum í þágu skyn- samlegrar nýtingar á Hfríki hafsins. Norðmenn voru þar eftirbátar, spor- göngumenn, ekki brautryðjendur. Islendingar voru strax í kjarnahópi strandríkja á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna en Norðmenn ekki. Það var ekki fyrr en Noregur lenti í útistöðum við íslendinga að þeir breyttu um stefnu. Noregur hélt því fram í upphafi þessara deilna, að veiðar íslendinga í hinni svokölluðu Smugu væru ólögleg rányrkja, ekki stunduð af sjómönn- um heldur sjóræningjum. Þeir halda því ekki lengur fram að Smuguveið- ar séu ólöglegar. Norðmenn stóðu að því að trufla veiðar á Svalbarða- svæðinu og beittu til þess landhelg- isgæslu sinni. Þó var innlend laga- setning í Noregi og lagafrágangur þá með þeim hætti að nú nýlega töldu Norðmenn sig þurfa að breyta reglunum til þess að treysta laga- grundvöll sinn innanlands. Allur þessi málatilbúnaðar af hálfu Norð- manna hefur vakið mikla undrun mína sem jafnan hef haft mikið álit á Noregi og dálæti á norsku þjóð- inni. Ég býst við að flestum íslend- ingum sé þannig farið að þykja þessi samskipti dapurleg og geti ekki hugsað sér að'hafa þau lengi í þessu fari. Meginatriðið er þó það að Norð- menn geta ekki fært fram sann- færandi_ rök fyrir því að íslendingar skuli einir þjóða í okkar heimshluta, og sú þjóð sem mest er háð físk- veiðum, vera útilokaðir frá veiðum í Norðurhöfum á meðan ijarlægari þjóðum er hinsvegar ætlaður réttur á þeim slóðum. Deila þessi verður ekki leyst þannig að báðar þjóðir hafí sóma af nema að íslendingar fái sanngjarnan kvóta í þorskveiðum á Barentshafi. Þessi krafa sýnir að það er fjarri ísiendingum að ýta undir ofveiði einhversstaðar í heim- inum sem stofni viðkomu fiskistofna í hættu eða takmarki vöxt þeirra og viðgang. Norðmenn hafa beitt allri hörku gagnvart Islendingum en á hinn bóginn látið þjóðum eins og Rússum eftir að veiða á sama svæði án nokk- urra afskipta eða eftirlits. Við ís- lendingar beijumst fyrir því að sanngjörn niðurstaða fáist á úthafs- veiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við höfum áður barist fyrir því að sanngjarnar alþjóðlegar reglur, eins og Hafréttarsáttmálinn, gildi í sam- skiptum þjóðanna á hafinu. Norð- menn hafa enn ekki staðfest Ha- fréttarsáttmálann en nú er svo kom- ið að nægjanlegur ijöldi ríkja hefur í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins næst sá árangur, að verðbólga verði innan við 5% á ári fjögur ár í röð, 1992-1995. gert það, svo hann öðlast ótvírætt lagagildi að þjóðarrétti á næstu vik- um. Eg tel að samningsstaða okkar í þessum deilum sé sterk að því leyti til að sanngirnisrök mæli með því að komið verði til móts við sjónar- mið íslendinga, en jafnframt hljót- um við að forðast að sýna óbilgimi í samningskröfum okkar. Við mun- um auðvitað krefjast kvóta sem tryggi okkur reglubundinn afla og varanlegan aðgang að veiðum í Barentshafi. Með þeim hætti verður slegið á órökstuddar fullyrðingar um að íslendingar stuðli að því að þorskur sé ofveiddur á þessu haf- svæði. Jafnvel kæmi til álita af okk- ar hálfu í slíkum viðræðum að tengja þann kvóta sem okkur væri úthlutað í Barentsþorski við stofnstærð hans rétt eins og gert er í samningi um veiðar á Alaskaufsa í Norður-Kyrra- hafí, hinum svokallaða „kleinu- hringssamningi“. í slíkum tilfellum getur kvóti farið alveg niður í nán- ast ekki neitt ef stofnstærð fer nið- ur fyrir ákveðin mörk. íslendingar hafa verið forystu- þjóð í fiskverndarmálum og við verð- um það áfram, jafnt á nálægum sem ijarlægum miðum. Þekkingin á fiskistofnunum hefur verið tak- mörkuð, en þó aukist ár frá ári. Þrátt fyrir þær augljósu takmark- anir sem á þessum vísindum eru, þá hljóta menn að styðjast við þau í sínum ákvörðunum. Við höfum einnig ýmis önnur mál að ræða við Norðmenn en þorsk. Við eigum sam- eiginleg hagsmunamál á fleiri svið- um sjávarútvegs, svo sem síld, karfa og aðra mikilvæga stofna. Við eig- um reyndar samleið með Norðmönn- um í öllum meginatriðum á úthafs- veiðiráðstefnunni og norsk stjórn- völd mega ekki láta kapphlaupið inn í Evrópusambandið villa sér sýn og koma í veg fyrir eðlileg samskipti þessara fornu vinaríkja. Norsk stjórnvöld hljóta að skilja að við getum ekki samþykkt að islenskir sjómenn og útgerðir njóti ekki eðli- legs réttar. Þeir hljóta að skilja, að vilji íslendinga stendur til skipu- legra veiða og að þær deilur sem nú eru uppi séu ekki til þess fallnar að auka öryggi í umgengni við þorskstofna í Norðurhöfum. Við- ræðufundur ríkjanna verður hinn 11. október næstkomandi. Sá fund- ur er ekki eiginlegur samningafund- ur, heldur könnunarviðræður. En engu að síður hljótum við að binda vonir við að fundarhöld af því tagi og framtíðarviðræður muni að lok- um leiða til lausnar og samvinnu þjóðanna í þessum málum, sem þeim báðum væri tii hags og blessunar. Evrópumál Hæstvirtur forseti. Við vorum nokkuð mörg sem sett- umst í fyrsta sinn inn á þing í upp- hafi þessa kjörtímabils. Margt hefur komið á óvart, sumt þægilega en annað ekki. Mér hefur komið mest á óvart, hve ósparir sumir menn hér eru á fullyrðingar og hversu langt þeir hafa leyft sér að ganga í árás- um á menn, bæði innan þings og utan. Er þetta að mínu mati helsti ljóður á störfum þingsins. En við, nýliðarnir hér, þurfum þó ekki að ætla að þessi ósiður sé með öllu nýtilkominn. í fróðlegu útvarpser- indi fyrir réttum 20 arum ræðir Gísli Jónsson um stöðu íslands í rík- isráði danakonungs í byrjun aldar- innar. Erindinu lýkur hann svo, með leyfi forseta: „Þessi saga er „ímynd og sýningarverk" af því, hvernig mál eru meinlaus eða hættuleg eftir atvikum, eins og dýr merkurinnar og fuglar himinsins skipta um lit eftir árstíðum. Allan þann langa tíma, sem þrefað var um ríkisráðsá- kvæðið, menn bornir landráðabrigsl- um, ráðherrar sögðu af sér og flókk- ar stofnaðir og klofnir út af því, voru sérmál íslands borin upp í ríkis- ráðinu danska, og kom aldrei að sök.“ Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er tæplega ársgam- all og þegar orðinn okkur til góðs. Því miður báru stjórnarandstöðu- flokkarnir hér á Alþingi ekki gæfu til þess að standa að þeirri samn- ingsgerð. Hér var deilt dögum saman og margt af því, sem þá var sagt, er orðið jafn fá- fengilegt í ljósi ör- stuttrar sögu og sumt sem sagt var um ríkisráðið forð- um tíð. En sem betur fer virðast__________________ efasemdaraddirn- ar nú að mestu þagnaðar, og enginn nefnir að íslendingar eigi að losa sig frá samningnum og missa af þeim ábata sem í honum felst. Inn- ganga flestra EFTA-ríkjanna í Evr- ópusambandið leiðir til þess, að að- laga þarf EES samninginn að hinum breyttu aðstæðum. Þau mál hafa verið undirbúin af hálfu ríkisstjórn- arinnar og viðbrögð Evrópusam- bandsins eru þannig að ekki er ástæða til að ætla annað en að við- undandi lausn fáist Evrópusambandið stendur nú á tímamótum. Þeir sem best til þekkja telja að það endurmat á skipulagi Evrópusambandsins sem framund- an er verði afar flókið og ljúki ekki fyrr en undir aldamót. Islendingar munu fylgjast grannt með því sem þar gerist og þeim breytingum sem verða á Evrópusambandinu. Árið 1992 stóðu Islendingar frammi fyrir þeirri spurningu, hvort þeir ættu að eiga samleið með þeim ríkisstjórnum Norðurlanda sem þá leituðu eftir inngöngu í Evrópusambandið. Það Á þessu ári verður hagvöxtur hér á landi meiri en nokkurt eitt ár síðan 1987 ogá næsta ári eru góðar horfur á áframhald- andi vexti. var ákvörðun ríkisstjórnar og Al- þingis í raun að hafna þeim kosti þá. Forystumenn Evrópusambands- ins hafa sagt við mig að engin ný ríki verði tekin í Evrópusambandið fyrr en eftir þá breytingu á skipu- lagi sambandsins sem áður var get- ið. Þessi niðurstaða var áréttuð af einum af aðalráðamönnum ESB, Henning Christophersen, í sjón- varpsviðtali nú fyrir nokkrum dög- um, en reyndar virtist það hans mat að á inngöngu reyndi ekki fyrr en um 2003. Hugsanlegt er því að spurningin um það hvort ísland standi utan Evrópusambandsins eða ekki verði áleitin á ný undir lok ald- arinnar. Það ræðst þó algerlega af þeim breytingum sem verða á skipu- lagi Evrópusambandsins og með hvaða hætti forræðishyggja þess þróast í þeim málum sem okkur eru mikilvægust. íslendingar eru Evr- ópuþjóð í besta skilningi þess orðs. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið höfum við tryggt íslensku þjóðinni aðgang að öllum þáttum hins Evrópska efnahagslífs, með kostum þess, en ekki með þeim gölium sem Evrópusambandsaðild mundi fylgja við núverandi aðstæð- ur. Island er svo vel í sveit sett um þessar mundir að efnahagsleg skil- yrði eru með þeim bestu sem þekkj- ast í Evrópu. Allir kostir eru því ís- lendingum opnir ef þeir kjósa og eng- um tækifærum hefur verið á giæ kastað. Spurning- in er því einvörð- ungu sú, hvort að Evrópusambandið _______________ muni í framtíðinni breytast svo að það verði aðgengilegt fyrir íslend- inga að þeirra eigin mati. Hæstvirtur forseti, góðir Islend- ingar, Þingstörf hefjast nú á ný. Þótt þinghaldið verði skemmra en endra- nær vegna komandi kosninga, verða fjölmörg mál til úrlausnar og mikil- vægt að vel takist til um meðferð þeirra. Það er vissulega fagnaðar- efni fyrir okkur öll að sjá að verstu erfiðleikarnir eru nú að baki. En lífsbaráttan verður þó ætíð hörð, hér á okkar góða landi. Hún krefst þess að hver maður geri sitt besta, að samheldni og samhugur ríki meðal þjóðarinnar og að lífsins gæðum sé af sanngirni deilt. Sundr- ungaröfl hafa of oft slegið á baráttu- þrek þjóðarinnar og spillt fyrir því, að hún fái notið ávaxta atorku sinnar. Við skulum heita því að gera okkar ýtrasta til að tryggja að þeim efnahagslega ávinningi, sem er innan seilingar, verði ekki fórnað á altari sundrungar og óein- ingar. Hæstvirtur forseti, Nú um hríð hafa íslendingar deilt nokkuð við næstu nágranna sína í austri, forna vini og frændur, Norð- menn, og eftir atvikum einnig við Rússa. Ekkert stendur okkur þó fjær en að standa i illdeilum við þessar þjóðir. Okkur hefur hinsveg- ar óneitanlega sárnað viðbrögð Norðmanna við veiðum íslendinga á alþjóðlegu hafsvæði. Auðvitað geta menn deilt um slíka hluti, en því miður hafa forystumenn Noregs svarað rökstuddum óskum okkar af mikilli óbilgirni. Það hefur komið mér á óvart, hversu stór orð þessir forystumenn hafa haft um íslenska sjómenn og íslensk stjórnvöld. Því hefur verið haldið fram að Islending- ar hafi stundað rányrkju á eigin miðum og svo gjörsamlega misfarist fiskveiðistjórnun að nú neyði fisk- þurrð á heimaslóð okkur til þess að stofna lífríki hafs á íjarlægum mið- um í hættu. Látið er að því liggja að Norðmenn hafí haldið betur á sínum málum en við höfum gert. Jafnframt hafa norsk yfiivöld gert því skóna að íslendingar gangi á svig við málstað strandríkja og fylgi fram stefnu úthafsveiðiríkja og rán- yrkjuþjóða. Saga íslands í sjávarút- vegsmálum verðskuldar ekki þenn- an dóm og það sem meira er, okkar ágætu vinir Norðmenn hafa ekki efni á slíkum svigurmælum i okkar SVIPTUM HULUNNIAF UM HELGINA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.