Morgunblaðið - 05.10.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 23
AÐSENDAR GREINAR
Veltufjárhlutfall 1984-1993
Eigið fé á árslokaverðlagi 1993
Allár tölur í þúsundum króna
1985 1986
1988 1989 1990 1991
1992 1993
Myndin sýnir veltufjárhlutfall með og án fyrirframgreiddra tekna. Þegar farmiðar eru
keyptir eru tekjurnar færðar sem skammtímaskuldir þar til félagið hefur flutt farþeg-
ann. Brotalínan sýnir veltufjárhlutfallið án þessara skuldbindinga.
Eigið fé hefur vaxið á síðustu 10 árum um 3,7 milljarða króna eða 370 milljónir króna
á ári að jafnaði vegna hagnaðar af starfseminni og hlutafjáraukningar. Á þessu 10
ára tfmabili varð hagnaður af starfseminni í 7 ár.
Staða Flugleiða vænkast
Síðari grein
Lánardrottnar telja
stöðu Flugleiða
hafa vænkast
verulega
Undanfarin fjögur ár
hefur rekstur Flugleiða
líkt og allra annarra
alþjóðaflugfélaga verið
erfiður. Flugleiðum
tókst á þessum tíma að
sneiða hjá stóráföllum
þótt 1-2% halli hafi ver-
ið af starfseminni síð-
astliðin tvö ár. Á sama
tíma hafa sex evrópsk
þjóðarflugfélög verið
svo hart leikin að þau hafa samtals
fengið jafnvirði 700 milljarða ís-
lenskra króna í ríkisstyrki. Nú hefur
hins vegar snúið til betri vegar í al-
þjóðlegum flugrekstri. Flugleiðir
njóta þess í sínum rekstri líkt og
önnur flugfélög þrátt fyrir neikvæð
áhrif gengisbreytinga á rekstrar-
reikning félagsins á fyrri hluta yfir-
standandi árs.
Erlendir bankar og fjármálastofn-
anir, sem lánuðu Fiugleiðum meira
en 20 milljarða króna vegna flugvéla-
kaupa, fylgjast vel með rekstri fé-
lagsins. Þessi fyrirtæki, sem sérhæfa
sig í fjármálaþjónustu við flugfélög,
horfa fyrst og fremst til tveggja
meginþátta í rekstrinum þegar þau
meta fjárhagsstöðu og framtíðar-
horfur flugfélaga. Afkoma af reglu-
legri starfsemi og greiðsluflæði eða
peningaleg framlegð rekstrarins
skipta hér meginmáli. Báðir þessir
þættir í rekstri Flugleiða hafa þróast
í rétta átt að undanförnu.
Það er eðlilegt og rétt að hluthaf-
ar horfi einnig til fleiri liða á borð
við heildarafkomu, þróun eiginfjár
og eiginfjárhlutfalls. Þegar meta skal
þróunina skiptir verulegu máli hvaða
tímabil menn kjósa til viðmiðunar.
Eg kýs að horfa á 10 ára tímabil,
því fyrir 10 árum hófst nýtt skeið í
rekstri Flugleiða, þegar
félagið hóf undirbúning
að endurnýjun flugflot-
ans og flestra annarra
þátta í starfseminni.
Þróunin sést á með-
fylgjandi línuritum og
er skýrð með texta. Með
því að horfa t.d. ein-
göngu á línuritið sem
sýnir eiginljárhlutfall
kynni að hvarfla að ein-
hverjum að þróun í
rekstri félagsins frá
1988 hafi verið öll á
einn veg, niður á við.
Ef við rekjum okkur
hins vegar eftir línunni
og könnum hvað iiggur
að baki kemur í ljós raunsærri mynd
af rekstri fyrirtækisins. Eiginfjár-
hlutfall 1988 er óvenju hátt vegna
flugvélasölu sem skilaði féiaginu
miklum hagnaði, sem enn hafði ekki
verið festur í nýjum flota. Þegar nýi
flotinn kemur til sögunnar 1989 og
á árunum þar á eftir lækkaði eiginfj-
árhlutfallið vegna þess að félagið
skuldsetti sig við kaup á nýjum flug-
vélum. Eiginíjárhlutfallið mælir hlut-
fallið milli eiginíjár og heildarfjár-
magns. Það kom því engum á óvart
að hlutfallið lækkaði. Það kom hins
vegar ekki til af því að eigið fé
minnkaði heldur vegna þess að heild-
arfjármagn félagsins jókst á þremur
árum, frá árslokum 1988-1991, úr
5,3 milljörðum í 21,1 milljarð króna.
Einungis á síðustu tveimur árum
hefur félagið gengið á eigið fé vegna
taprekstrar og eiginfjárhlutfall lækk-
að af þeim sökum. Félagið leggur
allt kapp á að snúa rekstrinum í
hagnað á þessu ári og líkur eru til
að það takist. Rétt er að bæta því
við að flugfélög geta lifað við lægra
eiginfjárhlutfall en flest önnur fyrir-
tæki vegna þess hve flugvélaeign
þeirra er hreyfanleg milli markaða.
Islenskur hlutabréfamarkaður er
að slíta barnsskónum. Fastar reglur
hafa nú verið settar um viðskipti
Sigurður Helgason
Aðgerðir sem Flugleiðir
hafa gripið til í rekstrin-
um og með fjárfestingu
í nýjum flugflota, hafa,
að mati Sigiirðar Helga-
sonar, fleytt félaginu yfir
boða o g skapað því
grundvöll til heilbrigðs
framtíðarrekstrar.
með hlutabréf og upplýsingaskyldu
fyrirtækja. Ég held að óhætt sé að
staðhæfa að Flugleiðir voru í flokki
Eiginfjárhlutfall í
0,51------------------------
Hækkar vegna já-
kvæðrar afkomu
og eignasölu
1986
Hækkar
vegna
sölu
flugvéla.
þeirra fyrirtækja sem fyrst settu
fram ítarlegar upplýsingar úr árs-
reikningum og milliuppgjörum um
rekstur sinn og fjárhagsstöðu. Þekk-
ing á reikningsskilum og reiknings-
skilaaðferðum fer vaxandi hér á landi
og hér hefur orðið til stétt hæfra
fagmanna sem stunda ráðgjafarstörf
á sviði hlutabréfaviðskipta. Það má
því segja að nú fyrst séu að skapast
hér forsendur fyrir eðlilegu markaðs-
starfi með hlutabréf.
Enn er þó langt því frá að mark-
aðurinn hafi náð þroska eða að breyt-
ing á verði hlutabréfa í einstökum
fyrirtækjum endurspegli traust eða
vantraust hluthafa á framtíð fyrir-
tækisins. Sem dæmi um þetta má
nefna að frá síðustu áramótum eru
skráð 102 viðskipti með hlutabréf í
Flugleiðum á Verðbréfaþingi íslands
og tæplega 1,5% hlutafjár hefur skipt
árslok 1984-1993
0.IC
Lækkar vegna
fjárfestinga í
nýjum flugflota
Heildarfjár-
magn eykst úr
5,3 milljörðum
króna í 21,1
milljarð króna.
Lækkar
vegna tap-
rekstrar og
arð-
greiðslna.
um eigendur. Verðmyndunin er því
byggð á afskaplega lítilli umsetn-
ingu. Svipaða sögu er að segja af
öðrum hlutafélögum. Fjölmiðlum er
þó tamt að Qalla um verð hlutabréfa
hér líkt og verðmyndunin gerist á
eðlilegum og fullþroska hlutafjár-
markaði.
Innra virði hlutafjár í Flugleiðum,
sem fengið er með því að deila heild-
arhlutafé uppí heildareigiðfé, er nú
1,9. Þegar hugað er að því hvar eig-
ið fé Flugleiða liggur bundið kemur
í ljós að það er að mestu í flugvéla-
flotanum. Til viðbótar háu innra virði
er vitað að markaðsverð flugvéla
Flugleiða er töluvert hærra en bók-
fært verð þeirra, en til þessara þátta
er m.a. litið þegar hlutabréf eru virt
á markaði.
Aðgerðir sem skila árangri
Undanfarin ár hafa verið erfíð í
alþjóðlegum flugrekstri. Stjórnendur
Flugleiða eru sannfærðir um að þær
aðgerðir sem félagið hefur gripið til
í rekstrinum og þær ákvarðanir um
flárfestingu í nýjum flugflota, sem
teknar voru uppúr miðjum síðasta
áratug, hafa ekki einasta fleytt fé-
laginu yfir þessa boða heldur raun-
verulega bjargað rekstrinum og
skapað félaginu grundvöll til heil-
brigðs framtíðarrekstrar.
Allt Evrópuflug Flugleiða, sem er
langveigamesti þátturinn í starfsem-
inni, er nú á opnum markaði. Flug-
málareglur Evrópubandalagsins tóku
að fullu gildi hér á landi 1. júlí síðast-
liðinn og þar með féllu allar sam-
keppnishömlur í millilandaflugi nið-
ur. Sumir hafa enn ekki áttað sig á
þessari staðreynd. í flugi yfir Norð-
ur-Atlantshafið er félagið í opinni
samkeppni og flugmálareglur ESB
kveða á um opinn markað í innan-
landsflugi árið 1997. Mörg undanfar-
in ár hefur félagið búið sig undir
þessar nýju aðstæður með lækkun
kostnaðar, aukinni þjónustu og end-
urnýjun tækja. Með öflugri rekstri
verða Flugleiðir betur í stakk búnar
að heyja þessa baráttu og tryggja
að íslendingar eigi um ókomna tíð
öflugt flugfélag sem tryggir sam-
göngur til og frá landinu.
Höfundur er forstjóri Flugleiða.
danskir SKALA skórí
e£> vónduðu '""'"SfrgoaU skor
msurkir ogend-ng g óla.
meö glaft/blétt/brúnt.
St.23-30 K, 4.950.-
st. 31-36 Kr. 5.
St. 37-44 Kr. 6.950.
Takmarkað magn!
Gísli Ferdinandsson hf.
Skóverslun, Lækjargötu 6, Reykjavík S. 91-14711
Vandaðuc og sparneytlnn 5 dyra jeppi
Beinskiptur/sjálfskiptur
SKHSg
-