Morgunblaðið - 05.10.1994, Side 28
28 MIÐYIKI'P.-UH R ;v OKTÓBER 1994
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Opið bréf til
menntamálaráðherra
HERRA menntamálaráðherra
Ólafur G. Einarsson.
I allt vor og sumar hefur mig
langað að skrifa ýður vegna þeirra
skólamálefna, sem nú eru efst á
baugi en veikindi hafa tafið mig.
Eg hef í huga mörg og
stór málefni en ræði
aðeins eitt að sinni.
Bréfið getur orðið all-
langt en ég vona að
yðúr endist vilji til að
lesa það.
Um forræði í skóla-
og menntamálum
Ég er fyrrverandi
grunnskólakennari og
nemendur á öllum aldri
í öllum byggðum lands-
ins eru mér sívakandi
áhugaefni. Þess vegna
bið ég yður að standa
ekki að því gerræði að
afnema þann eina litla
rétt eða möguleika sem þeir hafa
til jafnræðis í námi og felst í því,
að ríkið reki grunn- og framhalds-
skólann og að yfirstjórn og eftirlit
skólamála sé í höndum menntamála-
ráðherra og menntamálaráðuneytis
en ekki sveitarstjórna. Slíkt væri
margra áratuga afturfararspor. Ég
þekki sveitarstjómir að fomu og
nýju og nærsýnissjónarmið þeirra,
sem geta orðið svo biluð, að þeim
sýnist lengra frá A til B en B til A
ef það hentar þeim. Ég veit að sjálf-
sögðu, að sveitarstjórnarmenn eru
jafn misvitrir og þeir eru margir og
einnegin ráðherrar og ráðuneytis-
menn. Eigi að síður er ég fullviss
Ti'm, að það er vænlegra og traust-
ara fyrir nemendur að eiga rétt sinn
og jafnræði undir misvitrum ráð-
herra og/eða ráðuneytismanni en
misvitrum sveitarstjórnarmönnum.
Ég veit að yður er kunnugt um eitt
alvarlegasta og átakanlegasta dæmi
um ágreining á vett-
vangi skóla og sveitar-
stjórnar. Árið 1963 var
tilbúið nýtt skólahús í
Mývatnssveit. Með
fullu samþykki þáver-
andi sveitarstjórnar var
það reist miðsvæðis í
byggðinni, að Skútu-
stöðum, með ferðajafn-
ræði nemenda í huga.
Þar var og heimavist.
Skútustaðaskóli er vel
búinn gögnum og gæð-
um og starfaði sem
grunnskóli fyrsta til
níunda bekkjar til árs-
ins 1992. Á sjöunda
áratugnum fjölgaði
fólki í Mývatnssveit einkum norður-
hluta hennar. Á áttunda áratugnum
fékk tiltekinn hópur manna á nyrstu
bæjum Mývatnssveitar því fram-
gengt hjá ríki og þáverandi sveitar-
stjórn, að yngstu börnum yrði kennt
í Reykjahlíð og í framhaldi af því
fékkst að reisa þar skóla handa
fyrsta til fjórða bekkjar nemendum,
sem hafði fjölgað talsvert. Þessi
skóli hefur haldið áfram að stækka,
eflaust með vitund og samþykki
menntamálaráðuneytis og fjármála-
ráðuneytis, þótt annað skólahús
væri til í- sveitinni. Kröfu sína um
skóla í Reykjahlíð reisti hinn tiltekni
hópur á þeirri forsendu einkum, að
nemendum, tíu ára og yngri, væri
Ég þekki sveitarstjórnir
að fornu og nýju,
segir Asgerður Jóns-
dóttir, og nærsýnis-
sjónarmið þeirra.
ofgert með löngum akstri í mið-
svæðisskólann. Þáverandi sveitar-
stjórn var mjög samfélagslega sinn-
uð eins og sveitarstjórnir Mývetn-
inga hafa löngum verið og sinnti
óskum hópsins.
Nú hafa nýir menn úr norður-
hluta sveitarinnar myndað meiri-
hluta í sveitarstjórn og með viðhorf-
um sínum snúið veðri í lofti mjög
til verri vegar. Meirihluti sveitar-
stjórnar krefst þess nú, að öllum
skólaskyldum börnum, þeim yngstu
sem þeim elstu, skuli ekið til skól-
ans í Reykjahlíð jafnvel þótt þar
geti orðið um að ræða a.m.k. helm-
ingi lengri akstursleið en þá er áður
þótti ofviða nemendum norðan úr
sveit. Og ennfremur: Meirihiuti
sveitarstjórnar í Mývatnssveit vill
einnig, að nemendur sjái um sig
sjálfir á þjóðveg í veg fyrir skóla-
bíl, fimm til tíu km leið þeirra, er
lengst eiga að fara. Þetta tel ég
vera lýsandi dæmi um hve nærsýni-
sjónarmið geta leikið sveitarstjórn-
armenn grátt. Þeir skynja ekki sín
eigin hughvörf og siðblindu. Ég er
þess fullviss, að hvorki þér, félags-
málaráðherra né formaður Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga vildu
eiga hag og réttindi barna yðar
undir slíkum geðþóttagjörningum
sveitarstjórnar. Það mundi ekkert
foreldri vilja hvar sem er á landinu.
Þessvegna er fráleitt að leggja tögl
og hagldir skólamála í hendur sveit-
arstjórna. Lítið til Finna. Fyrir
tveimur árum fluttu þeir grunnskól-
ann alfarið frá ríki til sveitarfélaga.
Samkvæmt fréttum frá fréttaritara
ríkisútvarpsins í Finnlandi hefur nú
sjöundi hver grunnskóli verið lagður
niður. í kjölfar þess hefur öllu náms-
ferli hrakað svo mjög, að skólakerfið
nálgast rúst. Slíkt gæti einnig gerst
hér. Þess vegna heiti ég á yður að
leggja ekki nafn yðar og heiður við
þann gjöming að flytja rekstur, yfír-
stjórn og eftirlit gi-unn- og fram-
haldsskólans í hendur sveitarstjórna
en fremur við að afstýra honum.
Fjármál
í fréttum og umræðum um þenn-
an títt nefnda gjörning má glöggt
heyra, að oddvitum hans er ljóst,
að mjög fá eða jafnvel engin sveit-
arfélög hafi fjárhagslegt bolmagn
til þess að framkvæma hann. Þeir
tala um að leysa þann vanda með
því að flytja til þeirra arðbærar
stofnanir. Þeir nefna hveijar þær
eru en ailir sem komnir eru til vits
og ára vita að þær stofnanir eru
ekki til. Og jafnvel þó að þær væru
til mundi ekki takast að flytja þær
um set. Það er næg reynsla fyrir
því. Hér er því um að ræða hug-
mynd, sem er álíka haldgóð og
köngulóarvefur. Af fréttum ræð ég
að ýmsum sveitarstjórnarmönnum
sé þetta ljóst og sjái betur en oddvit-
arnir, að hér er á ferð stórfelld
menntunar- og menningarleg
áhætta, sem þeir eru ófúsir að bera
ábyrgð á. Vel sé þeim fyrir það.
Starfsmenn skóla - samningar
Ég hef áður látið þess getið, að
sveitarstjórnarmenn séu eins og
aðrir menn jafn misvitrir eins og
þeir eru margir og viðhorfin eftir
því. En hversu ágætir sem þeir
Ásgerður Jónsdóttir
FERÐAKORT
ESSO
5/10 1. Ferðagrillsett
5/10 2. Kolagrill
5/10 3. Grillsett
5/10 4. Grillsett
10 !. Grillsett
10 2. Ferðagasgrill
10 3. Ferðagasgrill
10 4. Kolagrill
10 5. Kolagrill
10 6. Koiagrill
10 7. Kolagrill
10 8. Kolagrill
10 9. Kolagrlll
10 10. Grillsett
10 11. Gritlsett
10 12. Grillsett
10 13. Grillsett
10 14. Grillsett
10 15. Grillsett
Björg Óskarsdóttir, Hellisgötu 18, 220 Hafnarfirði.
Jóhannes Tómasson, Bræðraborgarstíg 26, 101 Reykjavík.
Ingibjörg Eiríksdóttir, Tunguseli 1, 109 Reykjavík.
Svavar Leo Guðnason, Álfhólsvegi 89,200 Kópavogi.
Guðbjöm Eggertz, Ofanleiti 13, 103 Reykjavík.
Oddný Vala Hjartardóttir, Freyjugötu 36, 550 Sauðárkróki.
Jónína Gestsdóttir, Hraunbæ 60,110 Reykjavík.
Trausti Vilhjálmsson, Túnbrekku 2, 200 Kópavogi.
Atli Gunnarsson, Akurholti 5, 270 Mosfellsbæ.
Alexander Enok Sveinbjömsson, Vesturbraut 12, 220 Hafnarfirði.
Elín Valgeirsdóttir, Hjallavegi 2,400 ísafirði.
Bergþóra Aradóttir, Starmýri 21,740 Neskaupstað.
Kristín S. Guðmundsdóttir, Víghólastíg 3, 200 Kópavogi.
Ólafur Ó. Ólafsson, Háaleitisbraut 103,108 Reykjavík.
Jóhanna H. Hólmsteinsdóttir, Veghúsum 1,112 Reykjavík.
Guðjón Þ. Ólafsson, Jömndarholti 170, 300 Akranesi.
Rúnar Friðgeirsson, Álakvísl 17, 110 Reykjavík.
Sigurður Gunnarsson, Skaftárvöllum 12, 880 Kirkjubæjarklaustri.
Guðlaugur S. Helgason, Álfheimum 66, 104 Reykjavík.
, Vinningar hafa þegar verið sendir
I til vinningshafa.
<,
IVIeð þökk fyrir þátttökuna.
Olíufélagið hf. ESSQ.
Olíufélagiðhf
L
Vetrarstarfið
í Glerárkirkju
NÚ ÞEGAR veturinn er framund-
an og hefðbundið vetrarstarf kirkj-
unnar að hefjast, er vel við hæfi að
kynna ýmislegt af því sem boðið er
upp á í Glerárkirkju. Þá er gott að
glöggva sig á tímasetningum og
huga að því hvað mögulegt er að
stunda af starfinu í vetur. Trúrækni
okkar á að vera fólgin í fleiru en
að sækja kirkju á stórhátíðum og
þegar merkisviðburðir eru. Góður
Guð vill að fá að ganga með okkur
í gegnum lífið ailt, ekki einungis á
tyllidögum, heldur sérhvern dag og
hveija stund. Þess vegna þarf safn-
aðarstarfið að vera fjölbreytt. Við
þurfum að hafa mörg tilefni til að
koma í kirkjuna okkar.
Barnastarfið verður í vetur á
sunnudagsmorgnum kl. 11. Þar
gefst foreldrum tækifæri til að
rækja þá skyldu sem við göngumst
undir þegar börnin okkar eru borin
til skírnar. í barnastarfinu fá börnin'
fræðslu um fagnaðarerindið og í til-
beiðslunni kynnast þau Guði per-
sónulega í samfélagi við önnur Guðs
börn. Fræðsiudeild kirkjunnar hefur
látið útbúa nýtt barnaefni fyrir vet-
urinn en það ber áfram heitið Litlir
lærisveinar. Þetta efni er einstak-
lega litríkt og skemmtilegt. Börnin
fá öii möppur í hendur sem kostar
200 kr. fyrir hvert barn. Hver sam-
vera er byggð upp af miklum söng,
sögustund, fræðslu og bænagjörð.
Foreldrar eru hvattir til að mæta
með börnum sínum. Barnastarfið
hefst í raun frá og með fjölskyldu-
guðsþjónustunni sem verður nk.
sunnudag 25. september kl. 11.
Fermingarstarfið hefst í lok þessa
mánaðar. Fermingarbörnin munu
koma að jafnaði einu sinni í viku
til kirkjunnar til uppfærslu, en einn-
ig er þess vænst að þau sæki guðs-
þjónustur safnaðarins ásamt for-
Trúrækni okkar á að
vera fólgin í fleiru en
að sækja kirkju á stór-
hátíðum off þepfar
merkisviðburðir eru,
segir Gunnlaugur
Garðarsson. Góður
Guð vill að fá að ganga
með okkur í gegnum líf-
ið allt, ekki einungis
á tyllidögum.
eldrum sínum. Ferðir fenningar-
barna að Löngumýri í Skagafirði
verða væntanlega í síðari hluta
október. Fundur sóknarprests með
foreldrum fermingarbarna eru áætl-
aðir í nóvember.
Æskulýðsstarfið í kirkjunni er nú
þegar hafið og munu félagar taka
þátt í landsmóti æskulýðsfélaga
kirkjunnar sem haldið verður í
Vatnaskógi. Fundir félagsins eru
vikulega í safnaðarheimili kirkjunn-
ar á sunnudögum kl. 18.
Opið hús fyrir mæður og börn.
Áhugahópur um brjóstagjöf og vöxt
og þroska barna stendur fyrir opnu
húsi í safnaðarheimili Glerárkirkju
alla þriðjudaga frá kl. 16.-18.
Bibiíuiestur og bænastund. Þetta
mikilvæga starf verður áfram á
laugardögum kl. 11. Þar gefst gull-
ið tækifæri til að auka fróðleik og
dýpka skilning á heilagri ritningu.
1 vetur verður Lúkasarguðspjall les-
kunna að vera hygg ég að margir
hafi þá sameiginlegu tilfinningu að
líta hundrað augum þá ijármuni,
er renna til skólahalds og sér í lagi
til kennara og annars starfsfólks.
Orðræða Sigurgeirs Sigurðssonar
bæjarstjóra á Seltjarnarnesi á þingi
Sambands íslenskra sveitarfélaga
kom mér ekki á óvart. í henni spegl-
ast Ólafs Kárasonar táknið fyrir
kennara, sem hefur orðið býsna líf-
seigt með þjóðinni. í mínum kæra
Varmárskóla í Mosfellsbæ fengum
við kennarar að heyra það hjá
frammámanni í sveitarstjórnarmál-
um, að okkur kæmi skólinn „and-
skotann ekkert við“. Sami maður
réðst að skólaritaranum, ómissandi
hjálparhellu nemenda og kennara,
og sagði henni, að starf hennar
væri svo lítilfjörlegt, að hún ynni
ekki fyrir laununum sínum. Mér er
bæði ljúft og skylt að taka það fram,
að hér er hvorki um að ræða þáver-
andi sveitarstjóra né Jón fyrrverandi
oddvita á Reykjum, þann einlæga
velunnara skólans. En ég nefni þetta
vegna þess, að ef sú ógæfa áfellur
þjóðina að skólar færist frá ríki til
sveitarfélaga, munu þessi sjónarmið
fá byr undir vængi. Enn hefur ekki
komið fram ein einasta hugmynd
eða tillaga um samningsleið eða
samningssvið fyrir starfsfólk skól-
anna.
Eitt er nokkurn veginn víst: Þar
verður ringulreið, baktjaldamakk og
misrétti, sem er vísastur vegur til
þess að kæfa þann samstarfsanda
og vilja sem er lífsnauðsyn í skóla-
starfi ef vel á að takast. Það má
Iíka búast við að fólk með sjálfsvirð-
ingu veigri sér við að sækja um
störf sem litin eru smáum augum.
Það mun koma verst niður á nem-
endum.
Þá er ég aftur komin að upphafi
máls míns, nemendum landsins og
hag þeirra. Ég ætla að leyfa mér
að treysta yður til að virða hann vel.
Höfundur er fyrrverandi kennari.
GLERÁRKIRKJA
ið og fá þátttakendur skýringarefni
afhent jafnóðum. Biblíulestrarnir
heijast laugardaginn 8. október kl.
11. Takið eftir breyttum tíma.
Hádegissamverur verða í kirkj-
unni á miðvikudögum frá kl. 12 til
13. Að lokinni helgistund í kirkj-
unni, sem saman stendur af orgel-
leik, lofgjörð, fyrirbænum og sakra-
menti, er boðið upp á léttan hádeg-
isverð á vægu verði. Fyrsta hádeg-
issamveran verður miðvikudaginn
28. september. Það er von mín að
sem flestir geti notið þessara kyrrð-
arstunda í hádeginu í vetur.
Almennar guðsþjónustur og
messur verða að jafnaði kl. 14 á
sunnudögum. Fjölskylduguðsþjón-
ustur eru einu sinni í mánuði og
verða þær kl. 11 á sunnudögunum
25. september, 30. október og 27.
nóvember. Þungamiðja alls safnað-
arstarfs og allrar okkar persónulegu
guðrækni er og verður umfram allt
heilög messa. Okkur ber að rækja
hana, því þar njótum við náðarmeð-
alanna sem góður Guð hefur af for-
sjón sinni gefið okkur öllum til bless-
unar. Notum tækifærin sem Guð
gefur til að auðga Iíf okkar af þeim
fjársjóðum sem hann vill veita.
Jesús segir: „Komið til mín allir
þér sem erfiði hafið og þungar byrð-
ar og ég mun veita yður hvíld.“
(Matt. 11.28.)
Höfundur er prestúr.