Morgunblaðið - 05.10.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 29
GUÐRUN ELIN
ERLENDSDÓTTIR
+ Guðrún Elín
Erlendsdóttir
fæddist á Mógilsá á
Kjalarnesi 27. sept-
ember 1897. Hún
lést á Grensásdeild
Borgarspítala 24.
september síðast-
liðinn. Foreldrar
Guðrúnar voru
Guðfinna Finns-
dóttir, f. 13. júní
1867 í Álftagróf í
Mýrdal, d. 7. júní
1953, og Erlendur
Jónsson, f. 21. maí
1864 á Dyrhólum í
Mýrdal, d. 5. október 1942. Þau
bjuggu á Mógilsá frá 1901 til
æviloka. Foreldrar Guðfinnu
voru Guðrún Sigmundsdóttir,
f. 1826, d. 1884 og Finnur Þor-
steinsson, f. 1817, d. 1893. For-
eldrar Erlends voru Elín Eyj-
ólfsdóttir, f. 1834, d. 1889, og
Jón Erlendsson, f. 1828, d.
1906. Albróðir Guðrúnar er
Jón, f. 12. maí 1900, fyrrum
bóndi á Mógilsá, kvæntur
Björgu Gunnlaugsdóttur. Kjör-
systir Guðrúnar er Unnur, f.
28. nóvember 1922, gift Magn-
úsi Finnbogasyni. Hálfsystir
Guðrúnar var Sigurlín Er-
lendsdóttir, f. 17. september
1885, d. 27. nóvember 1967,
gift Þorsteini Bjarnasyni. Tvö
alsystkini Guðrúnar, Ásta og
Finnur Ágúst Hans létust á
barnsaldri. Fyrri eiginmaður
Guðrúnar var Ragnar Þórar-
insson. Þau slitu samvistum.
Guðrún giftist 1934 Lárusi
Pálma Lárussyni, f. 15. maí
1896, d. 22. júní 1954, versl-
unarmanni í Reykjavík. Þau
Guðrún og Lárus voru systk-
inabörn. Faðir Lárusar var
Lárus Mikael Pálmi Finnsson,
bóndi í Álftagróf í Mýrdal,
bróðir Guðfinnu, móður Guð-
rúnar. Börn Guðrúnar og Lár-
usar eru: Erlendur, f. 1. júlí
1934, tryggingafræðingur og
forstöðumaður Vátrygginga-
eftirlits ríkisins, kvæntur Ás-
laugu Káradóttur, ritara hjá
Samskipum hf., og Pálmi, f. 27.
febrúar 1937, byggingaverk-
fræðingur hjá Al-
mennu verkfræði-
stofunni hf., kvænt-
ur Elsu Guðbjörgu
Vilmundardóttur,
jarðfræðingi hjá
Orkustofnun.
Barnaböm Guðrún-
ar eru fimm: Börn
Erlends og fyrri
konu hans Svövu
Stefánsdóttur eru
þrjú: Lárus, f. 11.
apríl 1962, tölvun-
arfræðingur hjá
Sjóvá-Almennum
tryggingum hf.,
kvæntur Sýtu Dal Haraldsdótt-
ur og á hún Öldu Björgu, f. 1.
nóvember 1980, og þau saman
Elínu Svövu, f. 23. desember
1985, og Elsu Dögg, f. 4. ágúst
1992; Stefán, f. 29. júli 1965,
lögfræðingur hjá Vegagerð
ríkisins, unnusta Vilborg
Helgadóttir og á hún Helga
Róbert, f. 26. apríl 1993; Pálmi,
f. 17. maí 1967, tónlistar- og
jarðfræðinemi, unnusta Hugr-
ún Ragnheiður Hólmgeirsdótt-
ir og eiga þau Álfrúnu, f. 29.
ágúst 1992. Börn Pálma og
Elsu eru tvö: Vilmundur, f. 19.
nóvember 1965, rafmagnsverk-
fræðingur hjá Nýheija hf.,
unnusta Lilja Björk Pálsdóttir.
Barn Vilmundar og Sesselju
Bjarkar Barðdal: Elsa Barðdal,
f. 22. október 1990, barn Vil-
mundar og Lilju: Ásrún Ösp f.
16. júní 1994; Guðrún Lára, f.
29. október 1967, búfræði-
kandidat hjá landgræðslu- og
skógrækt ríkisins, unnusti Böð-
var Baldursson. Guðrún Elín
var við nám í Kvennaskólanum
í Reylqavík 1915-1917. Hún
var húsmóðir í Reykjavík þar
til hún hóf störf sem ritari á
Barnadeild Heilsuverndar-
stöðvarinnar og vann þar
1954-1969. Guðrún bjó í
Reykjavík til ársins 1988 er
hún flutti í þjónustuíbúð fyrir
aldraða á Kópavogsbraut la í
Kópavogi, þar sem hún átti
heima til æviloka. Utför hennar
fer fram frá Kópavogskirkju í
dag.
TENGDAMÓÐIR mín Guðrún Elín
er látin eftir skamma legu á sjúkra-
húsi. Þegar ég sest niður og hyggst
skrifa nokkrar línur um þessa ást-
kæru vinkonu mína, kemur fyrst
upp í hugann djúpur söknuður. Allt
frá fyrstu stundu hreifst ég af þess-
ari fáguðu konu, sem er ein af þeim
manneskjum sem maður verður rík-
ari af að kynnast. Sá eiginleiki sem
ef til vill var mest áberandi í fari
hennar var sú virðing sem hún bar
fyrir samborgurum sínum og aldrei
heyrði ég hana halla orði á nokkurn
mann, enda ákaflega elskuð af öll-
um sem kynntust henni.
Ég man glöggt okkar fyrsta
fundi, sem bar að með dálítið sér-
stökum hætti. Fyrirhugað var að
fara á tónleika og fannst vini mín-
um og núverandi eiginmanni, upp-
lagt að kynna okkur mömmu sína
undir slíkum kringumstæðum og
eiga vel við þar sem tónlist var
þeirra beggja yndi. En einmitt
þennan dag veiktist hann svo að
ég fór ásamt vinkonu minni til
fundar við Guðrúnu. Við mæltum
okkur mót og þegar þangað var
komið skimaði ég eftir eldri konu.
Þarna sá ég manneskju á óræðum
aldri í dökkri glæsilegri dragt með
hatt. Hún brosti til mín og þetta
hlaut að vera Guðrún. Upp frá því
höfum við verið vinkonur og engan
skugga borið á okkar vináttu. Á
97. aldursári fór hún enn á tón-
leika með okkur bæði hjá Tónlistar-
félaginu þar sem hún var félagi frá
upphafi og annars staðar. Seinast
vorum við saman á tónleikum þeg-
ar h-moll messa Bachs var flutt
sl. vor.
Síðustu árin bjó hún í Kópavogi
í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Kópa-
vogsbraut la, þar sem hún átti sér
fallegt heimili eins og gamla heimil-
ið hafði verið á Háteigsveginum þar
sem hún bjó áður. Foreldrar mínir
búa einnig á sama stað og var það
fastur liður að Guðrún væri boðin
í eftirmiðdagskaffi til þeirra, væri
hún þá ekki boðin eitthvað annað,
en hún átti mjög miklum vinsældum
að fagna þama eins og ávallt ann-
ars. Um helgar fórum við, maðurinn
minn og ég, oft í kaffí til þeirra
og áttum þar miklar ánægjustund-
ir. Það var gaman að sjá hve vin-
átta þeirra var djúp og einlæg en
ánægjulegast var þó að heyra hve
þau voru öll ung í anda og aldrei
vottaði fyrir því að minnið þryti,
hvort sem talað var um gamla daga
eða það sem efst var á baugi. Guð-
rún fylgdist mjög vel með fréttum
og öðru sem var að gerast í núinu
og var ótrúlega minnug á allt. Hún
hafði ákveðnar skoðanir á hlutun-
um. Samt var alltaf sami léttleiki
sem hvíldi yfir henni og stutt í hlát-
ur ef svo bar undir. Hún hafði ein-
mitt þetta jafnaðargeð sem gerði
að verkum að hún tók öllu sem að
höndum bar. Til dæmis þegar hend-
urnar gáfu sig svo að hún gat ekki
lengur sinnt einu af áhugamálum
sínum, handavinnunni, heyrði mað-
ur hana aldrei kvarta, en hún var
mjög flínk í höndunum, hvort sem
um var að ræða að pijóna flóknar
peysur og kjóla eða gera dýrindis
púða sem eru hrein listaverk. Eins
var þegar sjónin fór að gefa sig og
hún gat illa lesið, talaði hún sem
minnst um það. Hún hafði frábæra
MINIMINGAR
athyglisgáfu og áhuga á öllum hlut-
um, maður gleymdi hreinlega hin-
um háa aldri og að líkaminn var
farinn að gefa sig. Guðrún hafði
verið ekkja í 40 ár eftir ástríkt
hjónaband og var manni sínum látn-
um trygg og trú til hinstu stundar,
þótt eflaust hefði ekki skort biðla
ef því væri að skipta.
Hún fékk líka mikla hvatningu
og athygli frá sonum sínum, og
samband hennar og þeirra var með
eindæmum kært. Varla leið sá dag-
ur að þeir hringdu ekki til hennar
og spjölluðu við hana um daginn
og veginn og er ég þess fullviss að
þetta var þeim jafnmikils virði og
henni.
Stuttu fyrir andlát sitt lét hún í
ljós þá ósk að hana langaði að
Mógilsá, ættaróðali sínu, en þar
átti hún ásamt systkinum sínum
landspildu. Þar var hún fædd og
uppalin, jörðin hafði verið seld
Skógrækt ríkisins fyrir mörgum
árum. Þangað hafði hún ekki kom-
ið lengi. Hún hafði um það leyti
sagt okkur að hún treysti sér ekki
til að halda upp á afmæli sitt, þann
27. september í þetta sinn með
veislu fyrir ættingja og vini, eins
og hún var vön. Við brugðumst
skjótt við ósk hennar og á dásam-
legu kvöldi fórum við synir hennar
og tengdadætur með henni að Mó-
gilsá. Það var eins og hún fengi
endurnýjaðan kraft þarna undir
Esjunni. Hún gekk hröðum, ákveðn-
um skrefum um landið og yfir henni
var einhver dularfullur blær. Hún
stakk staf sínum í jörðina á falleg-
um stað uppi á hæðinni og sagði:
Hér hefði ég viljað byggja lítið hús.
í framhaldinu áttum við synir og
tengdadætur kvöldstund með henni
eins og afmælisveislu á þann hátt
sem hún ætlaði að að hafa hana,
en hún lést þremur dögum fyrir 97.
afmælisdag sinn.
Ég kveð kæra vinkonu með þakk-
læti fyrir ljúf kynni.
Áslaug Káradóttir.
Þú hafðir fagnað með gróandi grösum
og grátið hvert blóm sem dó.
Og þér hafði lærst að hlusta uns hjarta
í hveijum steini hló.
Og hvernig sem syrti, í sálu þinni
lék sumarið öll sín ljóð,
og þér fannst vorið vera svo fagurt
og veröldin Ijúf og góð.
(Tómas Guðmundsson.)
Kynni okkar Guðrúnar hófust
fyrir 34 árum í Stokkhólmi. Hún
kom þangað til að heimsækja syni
sína er voru þar við nám. Ég var
heitbundin Pálma og ég beið þess-
ara fyrstu kynna við tilvonandi
tengdamóður mína með nokkurri
eftirvæntingu. Hún tók mér af vin-
semd og hlýju og sýndi mér það
viðmót ætíð síðan. Aldrei mælti hún -
til, mín styggðaryrði.
Guðrún ólst upp í foreldrahúsum,
en flutti til Reykjavíkur til náms
og starfa og þar átti hún heima
síðan ef undan eru skilin seinustu
æviárin. Strax á unga aldri vakti
heimasætan á Mógilsá athygli fyrir
gáfur og glæsileika og hélt hún
þeim eiginleikum með fullri reisn
til hinstu stundar.
Þegar kynni okkar hófust bjó hún
á Háteigsvegi 38 og starfaði sem
ritari á Barnadeild Heilsuverndar-
stöðvarinnar. Lárus Pálmi eigin-
maður hennar var þá látinn, langt
um aldur fram. Þegar Lárus Pálmi
lést 1954 var gamall draumur
þeirra um að eignast þak yfír höfuð-
ið í þann veginn að rætast. Guðrún
lét ekki hugfallast þrátt fyrir sáran
missi, en hélt áfram með bygging-
aráformin og flutti í eigið húsnæði
árið 1957. Syni sína studdi hún til
náms með ráðum og dáð, en þeir
dvöldu langdvölum erlendis á þess-
um árum.
Guðrún var heilsuhraust og gædd
miklum lífsþrótti og naut góðrar
heilsu fram til hárrar elli og and-
legu atgervi hélt hún óskertu til
dauðadags. Hún var fagurkeri og
listunnandi, næm á línur og liti og
smekkvís. Hún var bókelsk og átti
gott bókasafn, en mest yndi hafði
hún af tónlist. Hún hafði fagra sópr-
anröd og söng í kirkjukórum á sín-
um yngri árum. Hún sótti tónleika
hvenær sem færi gafst og grunar
mig að oft hafi hún verið aldursfor-
setinn á slíkum samkomum hin síð-
ari árin.
Guðrún var ekki margorð um
sína hagi og ræddi sjaldan um liðna
tíma þótt hún væri stálminnug. Hún
vildi heldur ræða um það sem gerð-
ist á líðandi stund og fylgdist vel
með bæði á innlendum og erlendum
vettvangi og dró sínar eigin álykt-
anir af því sem hún sá og heyrði.
Þetta kom vel í ljós þegar kosning-
ar voru í nánd, nú seinast í bæjar-
stjórnarkosningunum í vor. Hún
kaus þá í annað sinn í Kópavogi,
en þangað flutti hún þegar hún var
níræð. Hún notaði ekki þá afsökun
að hún væri orðin of gömul til að
spá í, hverjir ættu að stjórna bæn-
um, heldur setti sig inn í málin,
myndaði sér skoðun og kaus af
áhuga og sannfæringu.
Hjá Guðrúnu sat fjölskyldan allt-
af í fyrirrúmi. Væntumþykja henn-
ar átti sér engin takmörk. Hún
vakti yfir velferð okkar allra og
alltaf var hjartarúm fyrir nýja fjöl-
skyldumeðlimi, bæði skylda og
tengda.
Hún eignaðist tvo syni og fimm
barnaböm, sem öll eru uppkomin
og langömmubörnin hennar eru
orðin sjö. Hún var vinur okkar og
félagi og aðlögunarhæfileikar henn-
ar og næmleiki brúuðu bilið milli
kynslóðanna. Hún hélt líka góðu
sambandi við frændfólk sitt og tók
þátt i gleði þess og sorgum.
Guðrúnu varð vel til vina á lífs-
leiðinni og enn eignaðist hún nýja
vini þegar hún fór að taka þátt í
félagsstarfi aldraðra, fyrst í Löngu-
hlíð 3 og síðar á Kópavogsbraut
la, en þangað flutti hún í þjónustu-
íbúð þegar hún var níræð. Hún tók
þeim róttæku breytingum sem þá
urðu á högum hennar með æðru-
leysi, sem var aðalsmerki hennar.
Á Kópavogsbraut la hefur frá upp-
hafí verið mjög fallegur blær á sam-
skiptum íbúanna og öll þjónusta og
umönnun til fyrirmyndar.
Við fundum það undanfarna
mánuði að Guðrún hafði hugboð
um að hún ætti ekki langt eftir
ólifað, en það virtist ekki raska ró
hennar. Hún var í hópi vina sinna
og nágranna þegar hún veiktist og
sáu þau til þess að hún kæmist strax
undir læknishendur. Viku síðar lést
hún á Grensásdeild Borgarspítal-
ans.
Til er máltæki sem segir: „Allir
vilja verða gamlir en enginn vill
vera gamall.“ Fáum hefur tekist
jafn vel og Guðrúnu að iðka þá
erfiðu list að eldast án þess að verða
gömul. Ég vil ljúka þessum kveðju-
orðum með næstsíðasta erindinu
úr ljóði Reykjavíkurskáldsins Tóm-
asar Guðmundssonar, í Dauðans
höll.
Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim
þar sem hvelfingin víð og blá
reis úr húmi hnígandi nætur
með hækkandi dag yfir brá.
Þar stigu draumar þíns liðna lífs
í loftinu mjúkan dans.
Og drottinn brosti, hver bæn þín var orðin
að blómum við fótskör hans.
Guð blessi minningu Guðrúnar
Elínar Erlendsdóttur.
Elsa G. Vilmundardóttir.
Á hæðinni fyrir ofan okkur bjó
hún amma. Alltaf var hún til staðar
þegar við komum heim úr skólanum
- oftar en ekki með nýbakaðar
kleinur og pönnukökur. Eftir
„drekkutíma“ var svo hægt að fara
í ferðalag um heiminn í landafræði-
bókunum hennar eða skoða dular-
fullu dýrabækurnar. Ógrynni af
lopa hefur farið í að halda á okkur
hita á æskuárunum og sló amma
ekki slöku við að prjóna á okkur
peysur, húfur, vettlinga og sokka.
Þegar árin liðu lét hún eftir helming
ibúðarinnar undir plássfreka ungl-
ingana og gerði það með glöðu
geði. Það er stórmerkilegt hvernig
ömmu tókst alltaf hreint að rífa sig
upp úr veikindum. Jafnvel eftir
lærbrot og hryggbrot á níræðisaldri
gat maður átt von á þvi að hitta
hana eina á ferli í bænum eða í
strætó.
Amma var síung í anda og sló
flestum við í að fylgjast með þjóðfé-
lagsmálunum og stálminni hennar
kom oft að gagni þegar okkur unga
fólkið vantaði heimilisföng ættingja
sem við höfðum auðvitað gleymt.
Nú er amma dáin og við kveðjum- -
hana með söknuði.
Ég veit, að eins og fegurð kvöldsins flæðir
um farveg rykugs dags með hreina gljá,
fer heilög ást um afgrunnsdjúp og hæðir
með æðstu svölun fyrir hjartans þrá.
Handan við æstan endanleikans straum
eilífðin brosir - sem við ljúfan draum.
(Jakob Jóh. Smári).
Lárus, Stefán og Pálmi.
Ein af okkar fyrstu minningum.
af ömmu er hversu skemmtilegt
okkur þótti að heyra hana segja
okkur söguna af Búkollu. Ekki var
amma fyrr komin inn úr dyrunum,
eða við til hennar, en heimtað var
að fá að heyra Búkollusöguna og
alltaf var það auðsótt mál. Við sát-
um gjarnan hvort á sínu lærinu og
hlustuðum af athygli á lifandi og
skemmtilega frásögn hennar og
alltaf fannst okkur jafn fyndið þeg-
ar Búkolla baulaði.
Amma sagði okkur einnig marg-
ar skemmtilegar sögur af ævintýr-
um sem hún lenti í á ferðalögum
sínum, en hún ferðaðist mikið, jafnt
innan lands sem utan, langt fram
á níræðisaldur. Nokkrar utanlands-'
ferðir fórum við með ömmu og var
hún einstaklega skemmtilegur
ferðafélagi og mikill heimsborgari.
Það var gaman að fylgjast með
henni þegar hún var að prútta við
sölumenn en hún var mjög ákveðin
og fór jafnan vel út úr slíkum við-
skiptum. Margar voru heimsóknirn-
ar til ömmu á Háteigsveginn og var
jafnan mikið fjör þegar öll barna-
bömin voru þar saman komin en
amma sýndi þessum ærslabelgjum
sínum mikla þolinmæði. Bernsku---
stöðvarnar að Mógilsá voru ömmu
alltaf mjög kærar og margar eftir-
minnilegar ferðir fór fjölskyldan
þangað saman. Rúmri viku áður en
hún dó óskaði hún eftir því að fara
upp að Mógilsá, eins og hún vildi
kveðja staðinn, því hún virtist finna
það á sér að brátt kæmi að kveðju-
stund.
Amma lifði ávallt í nútímanum
og aðlagaðist breyttum tímum og
aðstæðum vel. Kynslóðabil var ekki
til hjá henni, það var eins og hún
skildi nákvæmlega hvernig það er
að vera ungur. Hún lét sér ekkert
óviðkomandi og hafði ákveðnar
skoðanir á flestum hlutum en var
jafnframt ákaflega hjartahlý og já-
kvæð. Hún hafði yfir sér sérstakan
glæsileika og vakti jafnan mikla
aðdáun og virðingu fólks sem í
kringum hana var. Henni þótti
ákaflega vænt um öll dýr og það
virtist vera gagnkvæmt því þau
sóttu jafnan til hennar. Hún gerði
litlar kröfur og virtist alltaf taka
fyrst tillit til annarra en persónu-
leiki hennar gerði það að verkum
að flestir vildu allt fyrir hana gera.
Þó sjónin væri farin að versna á
efri árum og hreyfingarnar ekki
eins öruggar og áður var hugsunin
alltaf skýr. Viðhorfið til lífsins var
einstakt, hún kvartaði aldrei yfir
aðstæðum heldur reyndi að njóta
lífsins. Hún tók þátt í félagsstarff'
með öðrum eldri borgurum, eða
„köllunum og kellingunum sínurn"
eins og hún kallaði þessa vini sína
og stundaði pijónaskap og aðra
handavinnu eins lengi og hún gat
og eftir hana liggja margir fallegir
nmnir.
Seinustu árin bjó hún í Sunnu-
hlíð í Kópavogi í hópi góðra vina
sem hún mat mikils og erum við
þakklát öllum í Sunnuhlíð fyrir þá
alúð og umhyggju sem hún naut
þar, jafnt frá öðrum íbúum sem og
starfsfólki.
Við erum þakklát fyrir öll árin
sem við fengum að njóta með
ömmu, hún lifir áfram í okkur sem
fengum að kynnast henni því hún
skilur eftir minningu um þá persónu
sem við öll viljum líkjast.
Blessuð sé minning ömmu.
Vilmundur og Guðrún Lára.