Morgunblaðið - 05.10.1994, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær móðir mín, fósturmóðir og sambýliskona,
INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR,
Ásvallagötu 51,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 3. október sl.
Ólafía Kristfn Sigurgarðsdóttir,
Erfa Andrésdóttir,
Óli Jónsson.
t
Útför eiginmanns míns, föður, tengda-
föður og afa,
HELGA JÚLÍUSSONAR
úrsmiðs,
sem andaðist 27. september síðastlið-
inn, fer fram frá Akraneskirkju í dag,
miðvikudaginn 5. október kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknarfélög.
Hulda Jónsdóttir,
Pjetur Már Helgason, Sigurbjörg E. Eiríksdóttir,
Hallfríður Helgadóttir, Símon Jón Jóhannsson,
Sigriður K. Óladóttir, Agnar Guðmundsson
og barnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÍSEY HALLGRÍMSDÓTTIR
frá Vfðivöllum fremri
f Fljótsdal,
sem andaðist 28. september sl., verður jarðsungin frá Valþjófs-
staðakirkju föstudaginn 7. október kl. 14.00.
Bergljót Jörgensdóttir, Hrafnkell Björgvinsson,
Anna Jörgensdóttir, Ólafur Valdimarsson,
Þorgrímur G. Jörgensson, Ásta Magnea Sigmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar,
ERNA HAFDÍS BERG
KRISTINSDÓTTIR,
Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12,
Reykjavík,
sem lést 30. september, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju mánudaginn
10. október kl. 13.30.
Borgar Þór Guðjónsson,
Bergþóra Berta Guðjónsdóttir,
Ragnheiður Björk Guðjónsdóttir.
t
Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og
útför föður okkar og bróður,
EINARS PÁLSSONAR,
Hátúni 10,
Reykjavík.
Þórarinn Einarsson,
Stefanfa Björg Einarsdóttir,
Ingvar N. Pálsson
og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför
ÁSTU HJARTARDÓTTU R,
Laugarnesvegi 84.
Haraldur Steingrímsson,
Jóna Ólafsdóttir, Þorvaldur Kristjánsson,
Ástríður Haraldsdóttir, Árni Kristjánsson,
Steingrímur Haraldsson, Þóra Pétursdóttir,
Arnar, Ásta, Kristín, Anna María,
Haraldur, Sandra og Helena.
HELGIJÚLÍUSSON
+ Helgi Júlíusson
úrsmiður fædd-
ist í Skógurn í Reyk-
holtdal 20. júní árið
1918. Hann lést á
Landspítalanum 27.
september síðastlið-
inn. Foreldrar
Helga voru hjónin
Júlíus Bjarnason,
bóndi á Leirá í Leir-
ársveit í Borgar-
firði, og Hallfríður
Helgadóttir kenn-
ari. Helgi átti þrjá
bræður; Kristin
bónda á Leirá,
Bjarna vélstjóra í Reykjavík og
Þórð verkfræðing í Mosfellsbæ.
Arið 1944 kvæntist Helgi eftir-
lifandi konu sinni, Huldu Jóns-
dóttur frá Skjöldólfsstöðum á
Jökuldal. Hulda og Helgi eign-
uðust þrjú börn. Þau eru; Pjet-
ur Már fulltrúi, f. 1945, kvænt-
ur Sigurbjörgu Erlu Eiríksdótt-
ur og eiga þau þrjár dætur,
Atli Þór úrsmiður, f. 1950, d.
1980, hann kvæntist Sigríði
Kristinu Oladóttur og eignuð-
ust þau þrjú börn, og Hallfríður
framhaldsskólakennari, f.
1957, gift Símoni Jóni Jóhanns-
syni, Hallfríður á tvær dætur
af fyrra hjónabandi. Helgi
stundaði nám við Héraðsskól-
ann í Reykholti árin 1935-
1937. Hann lauk íþróttakenn-
araprófi frá Iþróttakennara-
skólanum á Laugavatni árið
1939 og starfaði sem íþrótta-
kennari á vegum UMFI árin
1940-1942. Frá árinu 1942 til
1944 vann Helgi við lögreglu-
störf í Reykjavík. Arið 1944
fluttist hann til Akraness, starf-
aði fyrst sem lögregluþjónn, en
tók svo við forstöðumannsstarfi
Bjarnalaugar og
kenndi þar jafn-
framt sund um ára-
bil. Helgi hóf versl-
unarrekstur á
Akranesi árið 1956
og setti á fót úr-
smíðaverkstæði, en
þá hafði hann lagt
stund á nám í úr-
smíði við Iðnskól-
ann á Akranesi og
hjá Eggerti
Hannah, úrsmíða-
meistara í Reykaj-
vík. Hann Iauk
sveinsprófi í úr-
smíði árið 1958 og meistara-
prófi árið 1967. Eiginkona
Helga starfaði hjá honum í
versluninni meira og minna alla
tíð en vorið 1990 seldu þau
reksturinn og settust í helgan
stein. Sama ár fluttu þau til
Reykjavíkur í þjónustuíbúðir
aldraðra við Bólstaðarhlíð.
Árið 1992 lá leið þeirra aftur
til Akraness og bjuggu þau á
dvalarheimilinu Höfða þar til
Helgi lést. Þar býr nú eftirlif-
andi kona hans. Helgi vann
mikið að ýmiss konar félags-
störfum. Hann var um árabil
félagi í Rotaryklúbbi Akraness.
Oddfellowstúkunni Agli, Stang-
veiðafélagi Akraness. Norræna
félaginu og Ursmíðafélagi Is-
lands. Hann sat í sljórn íþrótta-
bandalags Akraness og var um
tíma formaður Sundfélags
Akraness. Einnig var hann
gerður að heiðursfélaga Ung-
mennafélagsins Hauks í Leirár-
sveit. Helgi söng árum saman
með karlakórnum Svönum og
Skagakvartettinum. Jarðaför
Helga fer fram frá Akranes-
kirkju í dag.
Kyrrir dagar
og hljóðir,
haust.
Húmskyggðar nætur.
Einnig hljóðar
og kyrrar
á þessu hausti.
Lauffall í litfölum garði.
Dökkbrýndur máni
og bleikur.
Sigð hans reiddi til höggs.
(Símon Jón Jóhannsson.)
Nú er Helgi Júlíusson tengdafað-
ir minn látinn. Með honum er geng-
inn góður drengur og ljúfur. Eg
kynntist Helga ekki fyrr en á hans
efri árum, kom seint inn í fjölskyld-
una en með okkur tókst góð vin-
átta. Eftir fyrstu kynni okkar varð
mér brátt ljóst að hvar sem Helgi
fór gat hann sér gott orð, hann var
vinmargur og vinsæll. Um árabil
rak hann úrsmíðaverkstæði og
verslun við Akratorg á Akranesi,
hann þekkti flesta ef ekki alla bæj-
arbúa og hvarvetna hef ég fundið
hlýhug í hans garð. Hann var einn
þessara manna sem öllum líkar vel
við og hann laðaði að sér fólk. Ljúf-
Eríldnklvjur
(ílæsilcg kaffi-
hlaðborð íallegir
salirogmjög
góð þjónusta.
llpplýsingar
ísúna22322
FLUGLEIBIR
HÖTEL LOFTLEIMft
mennsku hans, greiðvikni og ein-
stöku lundarfari var við brugðið.
Hann var skemmtilegur viðræðu,
glettinn og spaugsamur, sagði sög-
ur, fór með vísur og ef svo bar
undir hermdi hann eftir því fólki
sem ekki batt bagga sína sömu
hnútum og samferðamennirnir. Það
er gott að hafa þekkt slíkan mann.
Helgi var afskaplega félagslynd-
ur maður og starfaði árum saman
með ýmsum félögum. Hann var
söngmaður góður og auk þess að
syngja með karlakórnum Svönum
um árabil naut hann vinsælda
ásamt félögum sínum í Skagakvart-
ettnum sem söng m.a. Skagamenn,
Skagmenn skoruðu mörkin,
Umbrarassa og fleiri vinsæl lög inn
á hljómplötu. Eftir að Helgi hætti
störfum fyrir fáeinum árum fluttist
hann ásamt eiginkonu sinni til
Reykjavíkur og bjuggu þau í þjón-
ustuíbúð fyrir aldraða við Bólstaða-
hlið. Þar var Helgi brátt vinsæll,
spilaði við fólkið og stóð fyrir ýms-
um skemmtilegum uppákomum á
samkomum íbúanna. Hann var
gerður að formanni húsfélagsins og
beitti sér m.a. fyrir því að gerður
var „púttvöllur" á grasflötinni fyrir
utan húsið og haldin golfmót. Þegar
þau hjónin fluttu á ný til Akraness
og bjuggu á dvalarheimilinu Höfða
hélt Helgi uppteknum hætti. Hann
stóð fyrir ýmsu til skemmtunar á
kvöldin, las fyrir fólkið, sagði sög-
ur, sankaði að sér kveðskap og
gátum til að fara með í góðum
hópi, var hrókur alls fagnaðar.
Hann flutti með sér hugmyndina
um „púttvöllinn“ og stóð fyrir því
að honum var komið á fót. Skömmu
áður en Helgi dó hafði hann útveg-
að heimilinu ballskákborð og fengið
því pláss í húsinu.
Helgi sýndi dóttur sinni og fjöl-
skyldu okkar allri mikinn hlýhug.
Hann fylgdist með öllum þeim
margvíslegu verkefnum sem hver
fjölskyldumeðlimur var að glíma við
hveiju sinni í starfi, skóla og heima
við og lagði oft og tíðum eitthvað
til málanna án þess að vera á nokk-
urn hátt afskiptasamur. Hann hafði
áhyggjur af velferð okkar allra og
hjálpaði þegar eitthvað bjátaði á.
Þetta voru reyndar einkennandi
þættir í persónugerð Helga, að bera
umhyggju fyrir öðrum og hjálpa ef
honum var það unnt.
Oft gátum við Helgi setið saman
og spjallað um menn og málefni,
gamlan tíma, skrýtið fólk eða
spaugileg atvik og hlógum mikið.
Ef pólitík bar á góma greindi okkur
stundum á og þá gerðum við góðlát-
legt at hvor í öðrum. Helgi var
ekki alltaf sammála vinstri tilþrifum
undirritaðs og beitti þá föðurlegri
framsóknarmennsku sinni til að
freista þess að snúa mér á sitt band
sem oftast endaði með því að við
hlógum að öllu saman. Aldrei man
ég eftir Helga öðruvísi en í léttu
skapi þó að hann léti í ljós áhyggj-
ur af öðrum. Hann hafði síst áhygg-
ur af sjálfum sér og var sáttur við
líf sitt þegar hann fann dauðann
nálgast. Þrátt fyrir hina ljúfu lund
Helga hafði lífið ekki alltaf farið
um hann mjúkum höndum. Sonar-
missirinn varð honum mikið áfall
og sennilega hafa þau sár sem hann
hlaut þá aldrei gróið að fullu þó að
ekki bæri á þeim í daglegu lífi
Helga. Barnabörnum sínum og
ekkju sonar síns reyndist hann ein-
staklega vel. Nú hafa þeir Atli hist
að nýju.
Þegar Helgi lagðist inn á sjúkra-
hús fyrir rúmum mánuði óraði eng-
an fyrir því hversu stutt hann ætti
ólifað. Hann hafði vissulega fengið
alvarlegan sjúkdóm en hann var að
öðru leyti vel á sig kominn, hafði
gengið og synt reglulega og kenndi
sér ekki annars meins. Engum var
ljóst hvert stefndi þar til fáum dög-
um fyrir andlát hans. En svo fór
sem fór. Nú hefur lífsklukka hans
verið stöðvuð en við sem eftir lifum
yljum okkur við minninguna um
tifið og hin þýða slátt sem við feng-
um að njóta meðan hann lifði. Guð
gefi Huldu og öðrum aðstandendum
styrk í sorg sinni.
Megi þér, Helgi, farnast vel á
guðs vegum. Þakka þér fyrir allt.
Símon Jón Jóhannsson.
Okkur systurnar langar að minn-
ast Helga afa með örfáum orðum.
Það er ótrúlegt til þess að hugsa
að afí sé farinn. Hann sem var allt-
af svo hress og kátur. Við eigum
margar góðar minningar um heim-
sóknir okkar til afa og ömmu upp
á Skaga þar sem alltaf var tekið
vel á móti okkur og áttum við marg-
ar notalegar stundir með þeim sem
við munum minnast.
Það er tómleikatilfinning sem við
finnum fyrir nú er við kveðjum afa
með söknuði. Við þökkum honum
fyrir allar yndislegu samverustund-
irnar. Við biðjum Guð að veita
ömmu styrk í sorg sinni.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Hulda, Björg og Bryndís.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast Helga Júlíussonar úr-
smiðs. Helgi var lærður íþrótta-
kennari og var hann umsjónarmað-
ur sundlaugarinnar á Akranesi í
nokkur ár. A því tímabili fór hann
að gera við vekjara og stofuklukkur
fyrst, fyrir vini og kunningja, en
síðar spurðist orðstír hans út þann-
ig að áður en við varð litið var
hann farinn að gera við klukkur
fyrir nær alla bæjarbúa því þörfin
var mikil og enginn úrsmiður bú-
andi á Akranesi. Þegar hér var
komið sögu setti Helgi upp úra- og
skartgripaverslun ásamt Magnúsi
E. Baldvinssyni úrsmið í Reykjavík
og hóf úrsmiðanám hjá Eggert
Hannah úrsmiðameistara sem hann
lauk síðar í tímans rás. Helgi rak
ásamt konu sinni Huldu Jónsdóttur
glæsilegt fyrirtæki til margra ára
og þegar yngri sonur þeirra hafði
aldur til lærði hann úrsmíði í Úr-
smiðaskólanum í Ringsted í Dan-
mörku og ætlaði Helgi honum að
taka við fyrirtækinu þegar þar að
kæmi. Því miður varð ekki af því
þar sem sonur Helga, Atli, fórst við