Morgunblaðið - 05.10.1994, Síða 35

Morgunblaðið - 05.10.1994, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994 35 FRÉTTIR Söfnunarátak vegna orgelkaupa í Langholtskirkju Stefnt að smíða- samningi fyrir jól SÖFNUNARÁTAK vegna orgelkaupa í Langholtskirkju hefur nú staðið yfir í tvö ár. Söfnunin hefur gengið samkvæmt áætlun, segir í fréttatilkynn- ingu frá Langholts- kirkju, og standa nú yfir ákvarðanatökur um hvaðan orgelið verður keypt og vonast til að samningar um smíði hljóðfæris verði í höfn fyrir jól. Söfnuanrféð kemur fyrst og fremst frá föstum styrktaraðilum, sem greiða ákveðna upphæð á mánuði flestir 500 kr., af sölu hljómdisksins „Það var lag- ið“, sem gefinn var út haustið 1992 með Kór Langholtskirkju, einsöngv- urum og Kammersveit Langholts- kirkju. Tónleikar Einu sinni á ári er efnt til tónleika fyrir styrktaraðila. og fær hver þeirra tvo miða. Þriðju styrktartónleik- ar orgelssjóðins verða dagana 6., 7. og 8. október. Þar munu koma fram Karlakór- inn Fóstbræður, Gunn- ar Kvaran, sellóleikari og Gísli Magnússon, píanóleikari. Kór Lang- holtskirkju ásamt Guð- rúnu Maríu Finnboga- dóttur sem var sigur- vegari í tónvakakeppni ríkisútvarpsins 1994 og söng lengi með Kór Langholtskirkju. „The Boy’s“ Rúnar og Arnar Halldórs- synir, ungu íslensku strákarnir sem búa í Noregi og hafa gert þar garð- inn frægan munu einnig koma Jón Magnússon. LANGHOLTSKIRKJA í Reykjavík fram. Þeir tengjast Langholtskirkju á skeinmtilegan hátt þar sem afi þeirra, Kristinn Siguijónsson, var yfirsmiður kirkjubyggingarinnar og er í sóknarnefnd kirkjunnar. Erindi þeirra til íslands er reyndar það að þeir fermast í Langholtskirkju sunnudaginn 9. október. Minningagjafir Á þessu ári hafa Orgelsjóði Lang- holtskirkju borist margar peninga- gjafir. Systurnar Guðný og Val- gerður Magnúsdætur færðu sjóðn- um 100.000 króna peningagjöf. Gjöfin er til minningar um bróður þeirra Jón Magnússon trésmið sem lést síðastliðið haust. Einnig barst sjóðnum 200.000 króna gjöf frá Erling Aldar Jennasyni sem hann gaf til minningar um foreldra sína Svövu Sveinsdóttur og Jenna Jóns- son. Garðar Þórhallsson hefur fært sjóðnum peningagjafir til minning- ar um konu sína Kristínu Sölvadótt- ur sem var mjög virk í félagi safnað- arins og sat m.a. í stjórn félagsins. Amenkufundar Leifs minnst með söguhátíð Fulltrúar 17 ríkja Bandaríkjanna kanna nýja við- skiptakosti FRÁ næsta fimmtudegi til mánu- dags verða Ameríkurdagar haldnir með margvíslegum hætti í Reykja- vík. Sýningin Americana ’94 verður í Perlunni og tengdar kynningar í fjölda verslana. Á þriðja tug Banda- ríkjamanna kanna nýja gagn- kvæma viðskiptakosti hér á landi, þar af 17 fulltrúar jafn margra ríkja í umboði um 400 bandarískra fyrir- tækja. Föstudagskvöldið 7. október verður Dags Leifs Eiríkssonar minnst með stórhátíð á Hótel Sögu. Að henni standa Amerísk-íslenska verslunarráðið, Sendiráð Bandaríkj- anna og Verslunarráð íslands, en hátíðin er jafnframt haustfagnaður íslensk-ameríska félagsins. Söguhátíðin hefst með síðdegis- boði í Átthagasal og heldur síðan fram með veglegum kvöldverði í Súlnasal. Þar minnist staðgengill sendiherra Bandaríkjanna, dr. Eug- ene D. Schmiel, Leifs Eiríkssonar og tengsla íslendinga og Banda- ríkjamanna. Óperusöngkonan Elsa Waage og Jónas Ingimundarson píanóleikari flytja söngdagskrá til- einkaða báðum þjóðum og heimslist óperunnar. Elsa á að baki söngnám á íslandi, í Bandaríkjunum og á Ítalíu og er nú að syngja í Valdi örlaganna í Þjóðleikhúsinu. Auk annars mun Hljómsveitin Saga klass ásamt Guðrúnu Gunnarsdótt- ur og Reyni Guðmundssyni flytja kvöldverðartónlist og standa fyrir hressilegum dansleik. Skráning þátttakenda í þessari hátíðardagskrá Dags Leifs Eiríks- sonar, Americana ’94 og á Haust- fagnað Íslensk-ameríska félagsins á Hótel Sögu er hjá Verslunarráði íslands í Húsi verslunarinnar þar sem opið er kl. 8-16. -Æ. '■-— Morgunblaðið/Auður Jónsdóttir Hauskúpuhúsið brennt og rifið SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík kveikti í húsi í Blesugróf á fimmtudagskvöld og slökkti eldinn um nóttina. Það sem eft- ir stóð af húsinu var síðan rifið á vegum hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar á föstudag. Ekki hafði verið búið í húsinu um nokkurt skeið en síðustu íbúar höfðu málað,á það heldur ófagra mynd af hauskúpu sem blasti við vegfarendum sem áttu leið úr Kópvoginum um Smiðjuveg og inn á Reykjanes- braut og var húsið þekkt fyrir hana. Bókaverðir fagna Þjóð- arbókhlöðu XII. landsfundur Bókavarðafé- lags íslands haldinn í Munað- arnesi dagana 24.-25. septem- ber 1994 fagnar þeim tímamót- um í sögu bókasafna á Islandi sem opnun nýs Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns er. Bókaverðir um land allt, á almennings- og skólasöfnum, jafnt sem rannsóknarbókasöfn- um, binda mikiar vonir við hina nýju stofnun og vænta þess að hún verði leiðandi afl á öllum sviðum bókasafnsmála og sam- einingartákn fyrir bókasöfn um land allt. Fundurinn óskar ný- skipuðum landsbókaverði vel- farnaðar í starfi. Námskeið um makróbíó- tískt fæði NÁTTÚRULÆKNINGAFÉ- LAG íslands stendur fyrir nám- skeiði um „makróbíótískt fæði“ dagana 11. og 12. október. Á námskeiðinu verður sagt frá hugmyndum á vak við „makró- bíótík“, gefnar uppskriftir og margar þeirra eldaðar á staðn- um. Námskeiðið verður haldið í Matreiðsluskólanum okkar. Skráning stendur yfir hjá Nátt- úrulækningafélaginu eða Mat- reiðsluskólanum okkar. Gengið um Vatnsmýri o g Landakotshæð í MIÐVIKUDAGSKVÖLD- GÖNGU Hafnargönguhópsins 5. október verður farið frá Hafnarhúsinu kl. 20 og gengið með Tjörninni suður í Vatn- smýrina og til baka um Landa- kotshæðina. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnargönguhópnum. Bíl stolið GRÁRRI Subaru-bifreið, með skráningarnúmer SD-969, var stolið frá Mávanesi í Garðabæ aðfaranótt sunnudags. Þeir sem geta gefið upplýs- ingar um ferðir bifreiðarinnar frá þeim tima eru vinsamleg- ast beðnir um að hafa sam- band við lögreglu. MMC Galant Dynamic 16 ventla, 150 hö 4W drif ár. ‘91, hvftur, ek. 59 þ. km„ álfelg- ur, 5 g. Verö kr. 1.750.000 stgr. Ath. skipti. MMC Pajero Disel SW árg. 92, ek. 82 þ. km., 5 g„ sóllúga, álfelgur. Verö kr. 2.950.000 stgr. Ath. skipti. Subaru Legacy 2.0 árg. '93, ek. 32 þ. km„ sægrænn, álfelgur. Verð kr. 2.050.000 stgr. Ath. skipti. Suzuki Vitara JLXI árg. ‘92, ek. 47 þ. km„ Ijósblár, 5 g. Verö 1.790.000 stgr. Ath. skipti. Suzuki Vitara JLX árg. ‘90, ek. 58 þ.km., Ijósblár, 3ja dyra, 5 g. Verö kr. 1.050.000 stgr. Ath. vill dýrari ‘93-'94 4WD, 4ra dyra. BILATORC FUNAHOFÐA I Nissan Patrol GR árg. ‘91, grásans, gulifallegur bíll, ek. 86 þ. km. Verö kr. 2.690.000. Mercedes Benz 260E árg. ‘88, brúnsans., sóllúga, álfelgur, ABS. Mjög fallegur blll, ek. 118 þ. km. Verö kr. 2.750.000. Suzuki Vitara JLXI árg. ‘92, hvltur, álfelgur, breiö dekk, ek. 39 þ. km. Verö kr. 1.790.000. Mercedes Benz 307D árg. '87, rauður, 11 farþega vsk bill, ek. aðiens 77 þ. km. Verö kr. 1.450.000. Dalhatsu Charade TX LTD árg. 91, hvitur, ek. 37 þ. km. Verð kr. 650.000. VANTAR NYLEGA BILA A STAÐINN - MIKIL SALA - FRIAR AUGLYSINGAR NYJA BILAHOLUN FUNAHOFDA T S:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.