Morgunblaðið - 05.10.1994, Page 48
L*TT*
alltaf á
Miðvikudögnm
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: IlAFNARSTRÆTl 85
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
*
Ogætilega farið með úrgang frá heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu
Sjómannasambandið
Lyfjaglös og sprautunál-
ar sett í jarðvegsgáma
GRUNUR leikur á að reynt hafi verið að losna
við úrgang frá stórri sjúkrastofnun með jarðvegs-
úrgangi á gömlu sorphaugunum í Gufunesi fyrir
tveimur til þremur vikum. Oddur Rúnar Hjartar-
son, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur, segir að atburðurinn sé ekki eins-
dæmi. Ögmundur Einarsson, framkvæmdastjóri
Sorpu, telur að um vítavert kæruleysi sé að ræða.
Hann segir að úrgangurinn geti valdið mikilum
skaða sé honum ekki fargað á réttan hátt. Starfs-
menn Sorpu hafa orðið fyrir nálarstungum úr
gámaúrgangi.
Förgun kostar allt að 23 krónur á kg
Hei 1 brigðiseftirlit í Reykjavík og nágrenni segja
í fréttatilkynningu að borið hafi á úrgangi frá
einni eða fleiri heilbrigðisstofnunum í jarðvegs-
gámum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.
Aðallega sé um að ræða glös með lyfjaafgöngum
og tóm lyfjaglös en einnig annars konar úrgang,
s.s. notaðar sprautunálar. Ekki sé vitað hvaðan
úrgangurinn komi en af gerð hans megi ráða að
hann komi frá aðgerðarstofnun eða -stofu. Leifar
svefnlyfs hafi fundist í úrganginum.
Ögmundur Einarsson nefnir að starfsmaður
hafi komið auga á tvær fötur með úrgangi frá
heilbrigðisstofnun á gömlu sorphaugunum í Gufu-
nesi fyrir tveimur til þremur vikum. Hann dregur
í efa að horft hafi verið í kostnað við löglega
förgun úrgangsins, allt að 23 krónur fyrir kílóið.
„Ég trúi ekki að það sé orsökin," segir hann,
„heldur algjört kæruleysi. Þó bendir til að fag-
menn hafí meðhöndlað efnin og eigi hlut að
máli, en þeir geta.hafa beðið starfsmenn sem
ekki hafa farið að reglum um að farga efnun-
um.“ Sorpa hefur látið heilbrigðiseftirlitið vita
þegar vart hefur orðið við tilraunir til ólöglegrar
förgunar úrgangsins.
Hafi úrgangurinn verið settur í jarðvegsgám
er hann losaður beint úr gámnum eins og annar
úrgangur. Því hafa þeir sem leið eiga um losunar-
stað greiðan aðgang að úrganginum. Rétt leið
til að losa sig við lyfjaleifar og skarpa hluti, eins
og hnífsblöð og sprautunálar, er hins vegar að
skila þeim í þar til gerðu gullituðu, lokuðu og
merktu plastíláti til spilliefnamóttöku Sorpu eða
í lyfjaverslun sé um lyf að ræða. Skila skal sótt-
menguðum úrgangi til Sorpu samkvæmt nánara
samkomulagi eða til annarra förgunarstöðva sem
kunna að hafa leyfi til móttöku á honum. Með
annan úrgang má fara eins og um venjulegt sorp
sé að ræða.
Ekki í fyrsta sinn
Oddur Rúnar Hjartarsson leggur áherslu á að
fundurinn nú sé ekki einsdæmi. Svipað hafi kom-
ið upp fyrir rúmu ári og hafi allir tannlæknar,
heimilislæknar, aðstandendur læknastöðva,
heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa, í bréfi verið
hvattir til að flokka og fara rétt með sóttnæman
úrgang. Svör hafi borist frá mörgum og sá sem
átt hefði hlut að máli hefði tekið sig á. Hann
væri ekki ábyrgur fyrir úrganginum í Gufunesi.
Vetrarveið-
um í Smugu
verði hætt
FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjó-
mannasambands íslands telur rétt
að stöðva haust- og vetrarveiðar í
Smugunni að teknu tilliti til að-
stæðna þar og skorar á samtök skip-
stjórnarmanna og útvegsmanna að
beita sér fyrir veiðistöðvun yfir
mesta hættutímann.
Framkvæmdastjórn sambandsins
hefur fjallaði um bréf sem Skip-
stjóra- og stýrimannafélagið Sindri
á Austfjörðum sendi ráðherrum sam-
göngu- og sjávarútvegsmála í liðinni
viku, en þar er liðsinnis þeirra óskað
við að banna veiðar í Smugunni.
Stjórnin kveðst í ályktun taka
undir varnaðarorð félagsins og vitn-
ar í mat veðurfræðinga. Ekki aðeins
geti veðurþættir „orðið mjög óhag-
stæðir nær fyrirvaralaust, heldur
einnig að talsverð sigling getur ver-
ið fyrir höndum í hlýrri sjó, þar sem
aðstæður eru nokkuð skárri".
■ „Ráða ekki/6
Innsiglað
hjá Hag-
virki-Kletti
VERKTAKAFYRIRTÆKIÐ Hag-
virki-Klettur var innsiglað síðdegis
í gær vegna vangoldinna opinberra
gjalda. Jóhann Bergþórsson, fram-
kvæmdastjóri Hagvirkis-Kletts, seg-
ist allt eins eiga von á að þetta þýði
endalok fyrirtækisins. Hann sagðist
ekki sjá lausn á vanda þess.
Hagvirki-Klettur skuldar 30-40
milljónir í vörsluskatta, aðallega
virðisaukaskatt og staðgreiðslu. Jó-
hann sagðist hafa boðið sýslumanni
Hafnarfjarðar að borga inn á skuld-
ina, en hann hefði hafnað því. „Emb-
ættið vill meira en ég get innt af
hendi. Ef það eru hagsmunir ríkis-
sjóðs að hafna greiðslum sem aug-
sýnilega bæta stöðuna þá verða þeir
að bera ábyrgð á því,“ sagði Jóhann.
Guðmundur Sophusson, sýslu-
maður í Hafnarfirði, sagði að sýslu-
mannsembættið hefði gert ítrekaðar
tilraunir til að innheimta skattaskuld
hjá Hagvirki-Kletti. Ekki hefði verið
hægt að gefa fyrirtækinu iengri
frest. Hann sagði að Hagvirki-Klett-
ur hefði borgað inn á skuidina, en
ekki nægilega mikið að mati emb-
ættisins.
----♦--------
Alvarlegl
bifhjólaslys
NÍTJÁN ára gamall Húnvetningur
var fluttur mikið slasaður á Borgar-
spítala eftir bifhjólaslys á Húnabraut
á Blönduósi síðdegis í gær.
Lögregla á Blönduósi sagði að
ungi maðurinn hefði ekið ónúmeruðu
hjóli og svo virtist sem hann hefði
misst stjórn á því. Hann var með
vinnuhjálm en ekki bifhjólahjálm á
höfði og hlaut höfuðáverka, innvort-
is meiðsl og beinbrot þegar hann
skall í götuna. Maðurinn var í vinnu-
samfestingi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Borgarspítala er maðurinn alvarlega
slasaður. Hann var við vinnu á
Blönduósi en er búsettur í nærliggj-
andi sveit.
Morgunblaðið/Árni Sæbcrg
HALLDOR Blöndai samgönguráðherra hlustar íbygginn á umræður um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi og Sighvat-
ur Björgvinsson viðskiptaráðherra og Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra slá á létta strengi.
Davíð Oddsson forsætisráðherra um kvótakröfur í Barentshafi
Kemur til álita að tengja
kvótann við stofnstærð
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu á Alþingi í gær-
kvöldi að til greina kæmi af háli'u íslendinga að tengja þann kvóta, sem
íslendingum kynni að verða úthlutað í Barentshafi, við stofnstærð Bar-
entshafsþorsksins. „I slíkum tilfellum getur kvóti farið alveg niður í
nánast ekki neitt ef stofnstærð fer niður fyrir ákveðin mörk,“ sagði Davíð.
Forsætisráðherra nefndi sem
fordæmi fyrir þessu fyrirkomulagi
samning um veiðar á Alaskaufsa í
Norður-Kyrrahafi, svokallaðan
„kleinuhringssamning".
„Kleinuhringsgatið“ er alþjóð-
legt hafsvæði í Beringshafi, umluk-
ið lögsögu Rússlands annars vegar
og Bandaríkjanna hins vegar. Um
árabil var stunduð þar gífurleg of-
veiði á Alaskaufsa og hrundi árs-
veiðin þannig úr 1,4 milljónum
tonna árið 1989 niður í tíu þúsund
tonn árið 1992. Til að bregðast við
þessum vanda var 11. febrúar síð-
astliðinn gert samkomulag sex
ríkja um veiðistjórnun í „gatinu“;
Rússlands, Bandaríkjanna, Japans,
Kína, Suður-Kóreu og Póllands.
Kvóti miðaður við lífmassa
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins gerir samkomulagið ráð
fyrir að aðildarríkin reyni að semja
um skiptingu kvóta. Semjist ekki
er sóknarkvóti settur á veiðar á
svæðinu, þ.e. ákveðinn heildarkvóti
sem skip aðildarríkjanna keppa síð-
an um þar til hann er uppurinn.
Ströng eftirlitsákvæði eiga að
tryggja að ekki sé veitt meira en
sem nemur heildarkvótanum.
Eitt meginatriði samningsins, og
það sem forsætisráðherra vísar til,
er að kvótinn miðast við lífmassa
ufsastofnsins. Sjálfstæðri vísinda-
nefnd er falið að reikna út stofn-
stærðina og kvótinn er síðan reikn-
aður út sem fyrirframákveðið hlut-
fall af lífmassanum. Sé lífmassinn
undir ákveðinni stærð er enginn
kvóti gefinn. Eins og ástandi
stófnsins er nú háttað er talið ólík-
légt að nokkrar veiðar verði leyfðar
úr honum fram undir aldamót.
Forsætisráðherra sagðist í ræðu
sinni telja að samningsstaða íslend-
inga í fiskveiðideilunni við Norð-
menn væri „sterk að því leyti til
að sanngirnisrök mæli með því að
komið verði til móts við sjónarmið
íslendinga", en einnig yrði ísland
að gæta þess að sýna ekki óbil-
girni í samningskröfum.
„Við munum auðvitað krefjast
kvóta, sem tryggi okkur reglubund-
inn afla og varanlegan aðgang að
veiðum í Barentshafi. Með þeim
hætti verður slegið á órökstuddar
fullyrðingar um, að íslendingar
stuðli að því að þorskur sé ofveidd-
ur á þessu hafsvæði," sagði Davíð.
■ Jóhanna boðar/2