Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forverðir gerðu tvö málverk úr einu með því að kljúfa 1,5 mm pappírsspjald
Myndin var
eins og
hrökkkex
„MYNDIN var eins og þunnt hrökkkex,“ sagði Rannver H. Hannesson,
forvörður í samtali við Morgunblaðið í gær en hann og kollega hans,
Viktor Smári Sæmundsson, hafa nýlega lokið við að kljúfa í sundur 1,5
millimetra þykkt pappírsspjald sem Nína Tryggvadóttir listmálari hafði
málað mynd beggja megin á svo að úr eru orðin tvö sjálfstæð olíumál-
verk. Ekki er vitað til að þetta hafi verið gert áður hérlendis enda er byggt
á tækni sem er upprunnin í A-Þýskalandi og hefur einungis verið þekkt
í nokkur ár. Viktor Smári er sérhæfður í málverkaforvörnum en sérgrein
Rannvers er pappír og skjöl. Þeir lögðu saman krafta sína að beiðni eig-
anda myndarinnar fyrir milligöngu Gallerís Borgar.
Að sögn Péturs Más Qunnarsson-
ar hjá Gallerí Borg kom myndin í
sölu þar í vor. Hún var nokkuð
skemmd og illa farin og þarfnaðist
viðgerða. Beggja vegna á pappírinn
hefur Nína málað mynd af lítilli
stúlku sitjandi í stól og áritað báðar
hliðar þannig að um tvær fullgerðar
myndir er að ræða. Talið er víst
að báðar myndirnar eigi sömu fyrir-
mynd en tilurð myndarinnar er
óljós. Sennilegast þykir, að sögn
Péturs, að myndin hafí verið máluð
á fjórða áratugnum.
„Áður fyrr, einkum á kreppuár-
unum þegar skortur var á pappír
og flestu öðru, nýttu málarar allt
eins vel og þeir gátu og þá var tals-
vert um það að myndir væru málað-
ar með þessum hætti,“ sagði Viktor
Smári og Pétur Már Gunnarsson
segir þau átta ár sem hann hefði
starfað hjá Gallerí Borg hefðu fjöl-
margar myndir af þessu tagi komið
til sölumeðferðar hjá fyrirtækinu.
Rannver H. Hannesson segir að
það séu í raun engin takmörk fyrir
því hve þunnan pappír sé hægt að
kljúfa með þeirri tækni sem þeir
hafi beitt en Viktor segir að meta
þurfí við hverja mynd fyrir sig hvort
gerlegt sé að ráðast í verkið. Sé
ákveðið að kljúfa mynd með þessum
hætti séu um 30% líkur á að eitt-
hvað komi fyrir sem valdi spjöllum
á myndinni en í flestum tilvikum
verði þar um að ræða minniháttar
Breyting undirbú-
in á lyfjalögum
Lyfsölu-
leyfi til
dýralækna
Heilbrigðisráðherra undir-
býr frumvarp, í samráði við
landbúnaðarráðherra, til að
breyta lyflalögum á þann hátt
að dýralæknar geti stundað
nauðsynlega lyfsölu.
Sturla Böðvarsson þing-
maður Sjálfstæðisflokks upp-
lýsti þetta á Alþingi í gær í
umræðu um breytingartillögu
Ingibjargar Pálmadóttur og
fleiri þingmanna Framsóknar-
flokks við lyfjalögin.
Breytingartillaga þing-
mannanna miðar að því að
lifnema þá takmörkun á lyf-
sölu dýralækna, sem nýsett
lyfjalög fólu í sér. Fram kemur
í greinargerð með frumvarp-
inu að ákvæði í lyfjalögunum
um lyfsölu dýralækna, sem
talið var að myndi rýmka
starfsmöguleika dýralækna,
þrengir þess í stað þessa
möguleika.
Morgunblaðið/Sverrir
VIKTOR Smári Sæmundsson og Rannver H. Hannesson, til
hægri, með myndirnar tyær sem áður voru hvor á sinni hlið
sama pappírsspjaldsins. Myndin sem Viktor Smári heldur á sneri
til veggjar í gamla rammanum.
skemmdir sem auðvelt sé að bæta.
Viktor Smári var kvaddur til að
skoða myndina hjá Galleríi Borg
og segist strax hafa komið auga á
að góðar líkur væru á að hægt yrði
að kjúfa hana. Hann segir að mynd-
ir séu misvel til aðgerða af þessu
tagi fallnar og meðal þess sem
máli skipti sé þykkt litanna, því
þykkara litalag, því meiri líkur á
að myndin verði fyrir hnjaski þegar
hún er klofin.
„Mér fannst þetta spennandi
verkefni og sló til eftir að hafa feng-
ið Rannver í lið með mér því það
var nauðsynlegt að geta nýtt sér-
greinar okkar beggja til að þetta
gæti tekist," sagði Viktor Smári.
Rannver segir að eftir að þeir hafí
skoðað myndina hafi þeir byrjað á
að gera módel úr sams konar papp-
ír til að gera sér grein fyrir verk-
inu. Eftir að öryggisgrisja hafði
verið sett yfir myndirnar beggja
vegna spjaldsins til að koma í veg
fyrir skemmdir var spjaldið með-
höndlað með raka til að ná fram
upprunalegum eiginleikum pappírs-
spjaldsins en vegna olíulitanna sem
pappírinn hafi drukkið í sig hafði
hann morknað og var orðinn stökk-
ur eins og hrökkkex. Pappírinn var
síðan klofmn þannig að myndinni
var rúllað upp á kefli og síðan tekin
í sundur án þess að hnífum eða
eggjum væri nokkurs staðar beitt.
Myndirnar tvær eru nú komnar
hvor í sinn rammann og Viktor
Smári hefur lokið við að gera þær
upp og endurbæta en beggja vegna
spjaldsins höfðu orðið nokkrar
skemmdir.
Rannver og Viktor Smári eru í
hópi 18 íslendinga sem hafa aflað
sér menntunar í forvörslu, sem felst
að bjarga hvers kyns menningar-
verðmætum frá skemmdum. Þeir
segjast hafa varið um það bil viku
í að vinna við myndina og er undir-
búningstími þá ekki meðtalinn.
Þeir veijast fregna af kostnaðin-
um sem eigandinn þarf að bera en
Pétur Már Gunnarsson segir að sér
þyki sá kostnaður ekki umtalsverð-
ur ef miðað sé við að eigandinn
hafi áður verið með skemmt mál-
verk í höndunum, sem e.t.v. hafi
verið hægt að selja á um 240 þús-
und kr., en eigi nú tvær myndir í
fullkomnu lagi sem sennilega séu
samtals að verðmæti um 700 þús-
und krónur.
Innbrot í
fyrirtæki
og bíla
ERILSAMT var hjá lögregl-
unni í Reykjavík í gærmorgun
vegna innbrota í fyrirtæki og
bíla í fyrrinótt sem tilkynnt
var um í gærmorgun.
Brotist var inn í barnaheim-
ilið Suðurborg við Suðurhóla
og þaðan stofið rafmagnstækj-
um og einhveiju af barnaföt-
um.
Brotist var inn í fjögur fyrir-
tæki í Austurstræti 8. í Nýja
kökuhúsinu var stolið um
5.000 krónum, mikið var rótað
í versluninni Thelmu, úr sölut-
urninum Velli var stolið tals-
verðu af sígarettum og í Hljó-
malind var stolið raftækjum
og geisladiskum.
Lyfjahvarf
rannsakað
LÖGREGLAN á ísafirði hefur
til raunsóknar mál sem snýst
um hvarf á lyfjum úr heilsu-
gæslustöðinni á Suðureyri og
hugsanlega misnotkun lyf-
seðla þaðan.
Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins leikur grunur
á að hjúkrunarfræðingur teng-
ist málinu.
Guðjón Bijánsson hjá heil-
sugæslustöð ísafjarðar, sem
heilsugæslustöðin á Suðureyri
heyrir undir, vildi engar upp-
lýsingar gefa um málið í sam-
tali við Morgunblaðið í gær
og sagði það farsællega leyst
fyrir alla aðila.
Lögreglan á ísafrði stað-
festi í gær að mál sem varðaði
hvarf lyíja úr heilsugæslustöð-
inni og misnotkun lyfseðla
væri þar til rannsóknar. Ekki
fengust aðrar upplýsingar um
málið en að umfang þess væri
ekki ljóst enn sem komið er.
Ekki mikið um uppsagnir á brunatryggingum fasteigna hjá Húsatryggingum Reykjavíkur og VÍS
Nýtt umsýslugjald
skilar Fasteigna-
mati 35 milljónum
Nýtt umsýslugjald,
verður innheimt með
brunatryggingum fast-
eigna frá áramótum og
rennur til Fasteigna-
mats ríkisins til að halda
utan um matið í kjölfar
þess að tryggingamar
voru gefnar fijálsar.
GJALD þetta er 250 kr. af 10 millj-
óna kr. íbúðarhúsi og er áætlað að
það skili 35 milljóna kr. tekjum á
næsta ári. Enn sem komið er virðist
ekki vera mikið um uppsagnir bruna-
trygginga fasteigna hjá Húsatrygg-
ingum Reykjavíkur og Vátrygginga-
félagi íslands og ný félög á þessum
markaði bjóða sama iðgjald og þau
sem fyrir eru.
Húsatryggingar Reykjavíkur hafa
haft einkarétt á brunatryggingum
fasteigna í Reykjavík og Vátrygg-
ingafélag íslands hefur tryggt allar
fasteignir utan höfuðborgarinnar.
Samkvæmt nýjum lögum um bruna-
tryggingar frá því í vor, sem m.a.
voru sett vegna aðiidar íslands að
Evrópska efnahagssvæðinu, er hús-
eigendum heimilt að tryggja eignir
sínar hjá hvaða tryggingafélagi sem
er frá næstu áramótum. Menn verða
þó að segja núverandi tryggingu sinni
upp fyrir 1. desember næstkomandi,
annars framlengist hún í eitt ár. Með
uppsögn verður að fylgja staðfesting
á tryggingu hjá öðru félagi.
Ekki mikil hreyfing
Tryggingafélögin hafa verið að
hafa samband við viðskiptaviní sína
og bjóða þeim að taka við bruna-
tryggingunni. Samkvæmt upplýsing-
um félaganna virðist enn sem komið
er ekki vera mikið um uppsagnir þó
'bvergi séu tölur handbærar. Gunnar
Sigurðsson, deildarstjóri hjá VIS,
telur að félagið hafí fengið uppsagn-
ir fyrir innan við 10% fasteigna og
Eyþór Fannberg, forstöðumaður
Húsatrygginga Reykjavíkur, segir
að lítið sé um uppsagnir. Reynir
Þórðarson, forstöðumaður markaðs-
deildar einstaklinga hjá Sjóvá-
Almennum tryggingum hf., segir þó
að einhveijar þúsundir eigna séu
komnar i brunatryggingu hjá félag-
inu en það var ekki með slíkar trygg-
ingar áður. Telja talsmenn trygg-
ingafélaganna að það vaki einkum
fyrir vátryggingatökum að vera með
ailt sitt tryggt á einum stað, það sé
hentugra ef tjón verði. Eyþór segist
mest verða var við að fyrirtæki, sem
séu með tryggingasamning við eitt-
hvert tryggingafélaganna, væru að
huga að uppsögn.
Iðgjald brunatryggingar íbúðar-
húsnæðis hefur verið 0,14%o hjá
Húsatryggingum Reykjavíkur, sam-
kvæmt ákvörðun borgarstjómar, eða
sem svarar 140 kónum af hverri
milljón í brunabótamati. Sama ið-
gjald hefur verið hjá VÍS á stærri
stöðunum. Iðgjald af húsi sem metið
er á 10 milljónir kr. er því 1.400 kr.
á ári. Þau tryggingafélög sem rætt
var við í gær bjóða öll þetta sama
iðgjald á næsta ári. Reynir Þórðarson
hjá Sjóvá-Almennum segir eðlilegt
að miða við óbreytt iðgjald þegar það
sé að hefja þessa starfsemi. Það verði
endurmetið að fenginni reynslu,
markaðshlutdéild félagsins skipti þar
einnig máli.
Reikningurinn er hærri
Auk iðgjaldsins innheimta trygg-
ingafélögin 0,25%o iðgjald fyrir Við-
lagatryggingu, 0,045%o brunavarna-
iðgjald til Brunamálastofnunar og
nýtt 0,025%o umsýslugjald til Fast-
eignamats ríkisins. Samtals gera
þetta 0,46%o iðgjald og er trygginga-
reikningurinn 4.600 krónur fyrir 10
milljóna króna íbúð. Þar af er trygg-
ingaiðgjaldið 1.400 krónur eða innan
við þriðjungur af reikningnum.
Nýja umsýslugjaldið var sett á með
reglugerð Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins í síðasta mánuði.
Magnús Ólafsson, forstjóri Fasteigna-
matsins, segir að stofnunin eigi að
halda utan um eignir í brunabóta-
mati. Umsýslugjaldið sé þóknun fyrir
það svo og þá þjónustu sem því er
samfara, svo sem að veita almenningi
og fasteignasölum upplýsingar um
matið. Innifalið í þessu gjaldi er einn-
ig fyrsta brunabótamat á fasteign ef
það er gert hjá Fasteignamatinu.
Endurmat verða menn að greiða sér-
staklega fyrir, einnig ef þeir óska
eftir að dómskvaddir matsmenn ann-
ist fyrsta mat, að því er Magnús segir.
Iðgjaldið ætti að lækka
Forstjóri Fasteignamatsins segir
að vegna þessa hlutverks sem Fast-
eignamatinu hafi verið falið ætti
kostnaður tryggingafélaganna að
lækka. Þau hafí haldið úti eigin tölvu-
kerfum vegna þessa og ættu nú að
geta sparað sér það. Félögin hafa
hins vegar ekki lækkað iðgjaldið og
virðast öll bjóða sama iðgjald. Reynir
Þórðarson hjá Sjóvá-AImennum seg-
ist ekki sjá möguleika á að bjóða
lægra iðgjald þrátt fyrir þessa þjón-
ustu Fasteignamatsins enda sé fyrir-
tækið nýtt á þessum markaði og
muni skoða sinn gang að fenginni
reynslu.