Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 39
að eitt og annað í fari þeirra líktist
nú ansi mikið fjörulöllunum hennar
á Þingeyri. Þá var sú hugsun í óra-
fjarlægð að þetta væri kveðjustund-
in.
Það er því með miklum trega,
sem við kveðjum góða frænku allt •
of snemma.
Kæru Guðmundur, Guðrún, Edda
og Gunnar. Við sendum ykkur og
fjölskyldum ykkar okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Agúst og Rafn
Ragnarssynir.
„Einstakur" er orð
sem notað er þegar iýsa á
því sem engu öðru er líkt
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur" lýsir fólki
sem stjómast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur" á við um þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér.
(Teri Fernandez)
í dag kveðjum við elsku Möggu
frænku sem okkur systkinunum
þótti óskaplega vænt um. Það væri
hægt að skrifa heila ljóðabók um
þessa fallegu og skemmtilegu konu,
en ljóðið hér fyrir ofan lýsir henni
fylliiega. Hafi orðin „góð mann-
eskja“ einhveija meiningu, þá var
enginn að þessum orðum betur
kominn en hún Magga frænka.
Það var alltaf gaman að koma á
Heiðarbrautina þar sem móttökurn-
ar voru hlýjar og andrúmsloftið
hressilegt. Oft var setið í eldhúsinu
og skrafað í góðum félagsskap og
þá bar Magga alltaf eitthvað gott
á borð.
I okkar fjölskyldu var hún sam-
einingartákn, hún passaði upp á að
halda sambandi við alla og við erum
mörg sem syrgjum hana.
Elsku Gummi, Guðrún, Edda,
Gunnar og fjölskyldur, við systkinin
vottum ykkur okkar dýpstu samúð
og biðjum góðan Guð að gefa ykk-
ur styrk til að sætta ykkur við þenn-
an mikla missi.
Guð blessi minningu hennar.
Petrína, Guðmundur og Elfa.
Kveðja frá Kirkjukór og
kirkjustarfsfólki
Akraneskirkju
Sumir kveðja
og síðan ekki
söguna meir.
Áðrir með söng
sem aldrei deyr.
(Þ.Vald.)
Það er skarð fyrir skildi i Kirkju-
kór Akraness, stórt skarð sem lengi
mun opið og ófyllt standa, þegar
Margrét Ágústsdóttir hverfur á
braut. Þó að hún ætti fleiri starfsár
að baki á söngloftinu í Akranes-
kirkju en nokkur annar núverandi
kórfélagi, rúmlega 40 urðu þau, þá
skipaði hún þar alla tíð þann sess,
bæði sem söngkraftur og félagi, að
þar komast fáir með tærnar þar sem
hún hafði hælana. Hún hafði mikla
og einstaklega blæfagra sópran-
rödd, sem gaf kórsöngnum styrk
og gæddi hann aukinni fegurð. Það
var alltaf trygging fyrir því að vel
mundi takast, þegar hún var með
í hópnum. Sem félagi og vinur átti
hún fáa sína líka. Vart mun of-
mælt þótt sagt sé, að í gegnum
árin hafi hún verið vinsælasti kórfé-
laginn og skal þó á engan hallað í
þeim ágæta hópi. Hún var svo já-
kvæð og fundvís á björtu hliðarnar
í hvetju máli. Alltaf var hún fús
og reiðubúin til liðsemdar og hvers
konar þjónustu á vettvangi kirkju-
söngsins, væri til hennar leitað. Svo
var hún líka svo bráðskemmtileg,
að það var unun að vera í návist
hennar. Hún var logandi húmoristi
og hlátur hennar var svo smitandi,
að ekki var hægj. annað en að hlæja
með henni. Slíkir gleðigjafar eru
ómetanlegir í hvetjum góðum fé-
lagsskap.
Margrét var góð kona, ljúf í við-
móti og hjartahlý. Hún var sannur
vinur vina sinna, heilsteypt og
traust í smáu og stóru.
Ástvinum sínum var Margrét
framúrskarandi umhyggjusöm og
góð. Þess nutu systkini hennar og
háöldruð móðir, sem látin er fyrir
fáurn árum, í ríkum mæli. Eigin-
mann sinn, Ársæl Jónsson, missti
hún 18. mars 1988 eftir 35 ára
hamingjuríka samleið. Börnum sín-
um fjórum og íjölskyldum þeirra
var hún sú ástríka móðir, sem aldr-
ei brást.
Við þökkum Margréti samleiðina
bæði á sorgar- og gleðistundum í
kirkjustarfinu. Við þökkum óbrigð-
ula vináttu hennar og hlýhug í okk-
ar garð. En síðast og fyrst þökkum
við Guði fyrir kæra og elskaða fé-
lagssystur, sem nú hefir kvatt okk-
ur svo alltof fljótt. En það er hugg-
un harmi gegn, að minningin, sem
hún lætur eftir sig, er ósegjanlega
ljúf og björt. Og söngurinn hennar
himinbjarti hljómar áfram, af því
að hún er ein þeirra, sem kveður
„með söng, sem aldrei deyr“.
Guð blessi börnunum og öðrum
ástvinum minninguna um góða og
göfuga móður.
Þegar Margrét sagði okkur að
hún þyrfti að fara í læknisaðgerð
og yrði fj arverandi aðeins í nokkrar
vikur hvarflaði ekki að nokkru okk-
ar að þetta væri í hinsta sinn sem
við hefðum hana hjá okkur. Það
setti síðan að okkur óhug þegar við
fréttum að veikindi hennar væru
alvarlegri en í fyrstu var búist við
og hún væri orðin fársjúk. Við lifð-
um í voninni og báðum þess að hún
næði yfirhöndinni í baráttu sinni
fyrir lífinu. En sú von brást og
Margrét andaðist að kvöldi 8. októ-
ber sl.
Margrét Ágústsdóttir starfaði í
kaffistofunni hjá okkur í Lands-
bankanum á Akranesi og hafði séð
um hana sl. 12 ár. Hún var einstak-
lega vinsæl hjá starfsfólkinu enda
hafði hún góðan mann að geyma.
Bar hún hag okkar og velferð ætíð
fyrir bijósti og fylgdist vel með
framvindu okkar allra, bæði núver-
andi og fyrrverandi starfsmanna
bankans. Hún var svo sannarlega
ein af okkur.
Það var margt skrafað og rætt
í kaffitímunum hjá henni og alltaf
var stutt í glettnina því hún var
mjög glaðvær og fljót að sjá spaugi-
legu hliðar hversdagsleikans. Hún
var vel að sér og það var ekki kom-
ið að tómum kofunum hjá henni
þegar hin margvíslegu dægurmál
bar á góma. En það fór samt eng-
inn í grafgötur með að tónlistin var
hennar sanna áhugamál. Hún var
um árabil starfandi í kirkjukór
Akraness, hafði afbragðs söngrödd
og hefði örugglega náð langt í söng-
listinni hefði hún lagt hana enn
frekar fyrir sig. Þótt Margrét hafí
búið á Akranesi í yfir 40 ár þá var
hún sannur Vestfirðingur og fór
ekki leynt með það. Æskustöðvar
hennar á Þingeyri við Dýrafjörð
voru henni afar hugleiknar. Ætíð
sagði hún „heim í Dýrafjörð" þegar
þær bar á góma.
Hún lét okkur líka oft heyra það
að þau sem ættu ennþá eftir að
fara um Vestfirði ættu sannarlega
mikið eftir og þeir sem höfðu þegar
um þá farið gátu upplifað ferðina
öðru sinni og þá af vörum fræði-
mannsins sjálfs, Margrétar Ágústs-
dóttur.
Við trúum því að Margrét hafi
farið hjá firðinum sínum fagra á
leið sinni til almættisins í fang
genginna ástvina sinna.
Það var mikil gæfa okkar allra
sem störfuðum með Margréti að fá
að kynnast henni. Að leiðarlokum
viljum við þakka henni samfyigdina
og vottum börnum hennar, systkin-
um og öðrum ástvinum dýpstu sam-
úð okkar.
Gleðin er léttfleyg og lánið er valt.
Lífið er spurning sem enginn má svara.
Vinirnir koma og kynnast og fara,
kvaðning til brottfarar lífið er allt.
(Fr. G.)
Blessuð sé minning Margrétar
Ágústsdóttur.
Starfsfólk Landsbankans
á Akranesi.
Fleiri minningargreinar um
Margréti Ágústsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Baldvin Jónsson,
Anna og Jóhann Möller.
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end-
urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur-
eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer
691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að Iengd greinanna fari
ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví-
verknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCIl-skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
+ Bróðir okkar,
SVAVAR NÍELSSON
frá Fáskrúðsfirði,
Skúlagötu 62,
Reykjavík,
lést í Landakotsspítala 13. október.' Systkinin.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN HJÖRTUR JÓHANNSSON,
lést 13. október í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Þuríður Jónsdóttir, Gísli Guðjónsson,
Sævar Örn Jónsson, Heiðveig Guðmundsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Óskar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför móður minnar,
BJARNEYJAR SIGRIÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 15. október
kl. 14.00. Jarðsett verður í isafjarðarkirkjugarði.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Kristín Jóna Jónsdóttir.
+
Elsku eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
LAUFEY SIGRÍÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR,
Naustahlein 17,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði í dag, föstudaginn 14. októ-
ber, kl. 13.30.
Stefán Jóhann Þorbjörnsson,
Pálmi Stefánsson, Svanhildur Guðmundsdóttir,
Kristján Stefánsson, Soffía Arinbjarnar,
Ingibjörg Stefánsdóttir, Massimo Scagliotti,
Þorbjörn Stefánsson, Inga E. Káradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vin-
semd við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð-
ur og afa,
HELGA JÚLÍUSSONAR
úrsmiðs,
Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 11 E á Landspítalan-
um. Einnig þökkum við félögum í Oddfellowstúkunum á Akranesi
fyrir alla aðstoð.
Hulda Jónsdóttir,
Pjetur Már Helgason, Sigurbjörg E. Eiríksdóttir,
Hallfriður Helgadóttir, Sfmon Jón Jóhannsson,
Sigríður K. Óladóttir, AgnarGuðmundsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við fráfall og útför móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
RAGNHEIÐAR BJÖRNSDÓTTUR,
Kirkjúvegi 1,
Keflavík.
Elfn Hafdfs Ingólfsdóttir, Karl Sigurðsson,
Inga Hrönn Ingólfsdóttir, Haraldur Kristinsson,
Dóra Björk Ingólfsdóttir, David Bobrek,
Björn Reynald Ingólfsson, Sigríður B. Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.