Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Er ekki löngu tímabært að leggja meiri áherslu á að fá konurnar til að klæðast eggj-
andi undirfatnaði svo að karlarnir þeirra séu ekki að dandalast út um borg og bí . . .
Heilbrigðisnefnd kannar
förgun sóttnæms úrgangs
SVO VIRÐIST sem reynt hafi verið
að losa úrgang frá fleiri en einni
sjúkrastofnun í jarðvegsgáma að
undanfömu.
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur
hefur af því tilefni óskað eftir að
héraðslæknirinn í Reykjavík og yfir-
dýralæknir gangi úr skugga um
hvemig staðið sé að söfnun, flokk-
un, flutningi og förgun sóttnæms
úrgangs vegna aðgerða hjá lækn-
um, dýralæknum, tannlæknum og
almennum sjúkrastofnunum. Jafn-
framt er óskað eftir upplýsingum
hjá umhverfísráðuneyti um gildandi
reglur um framangreind atriði varð-
andi sóttnæman úrgang.
Heilbrigðiseftirlit í Reykjavík og
nágrenni hafa greint frá því að
borið hafi á úrgangi frá heilbrigðis-
stofnunum, t.d. lyfjaglösum og not-
uðum sprautunálum, í jarðvegsg-
ámum á höfuðborgarsvæðinu að
undanfömu. Síðast hafi starfsmað-
ur í Gufunesi komið auga á tvær
fötur með úrgangi frá heilbrigðis-
stofnun á gömu sorphaugunum í
Gufunesi fyrir um þremur vikum.
Áhersla er lögð á að hér sé um ólög-
legt og hættulegt athæfi að ræða.
Víða pottur brotinn
Oddur Rúnar Hjartarson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits-
ins, segir að svipað tilfelli hafi
komið upp fyrir um einu og hálfu
ári. Hafi læknar og heilbrigðis-
stéttir á almennum sjúkrastofnun-
um í bréfi verið hvattar til að flokka
og fara rétt með úrgang. Borist
hefðu svör frá mörgum um að rétt
væri farið að en greinilega væri
enn pottur brotinn í þessum efnum
og ástæða ti! að frara frekar í
saumana á þeim.
Áformað að loka einni flugbraut
Keflavíkurflugvallar
Flugmenn óska
eftir frestun
Forseti Alþingis um
viðhald Skjaldbreiðar
Fjármagn
hefur ekki
fengist
SALOME Þorkelsdóttir, forseti Al-
þingis, segir að Alþingi hafi ekki
fengið fjármagn til að sinna nauðsyn-
legum endurbótum á Skjaldbreið,
husi Alþingis við Kirkjustræti 8,
þrátt fyrir ítrekaðar óskir forseta
þingsins. Hún segir hugsanlegt að
húsið verði lagfært næsta sumar.
Þróunarfélag Reykjavíkur sendi
byggingarfulltrúanum í Reykjavík
bréf fyrir skömmu þar sem kvartað
er yfir ástandi Skjaldbreiðar. í bréf-
inu segir að húsið sé Alþingi til van-
sæmdar.
Salome sagði að ein af ástæðunum
fyrir því að litlum fjármunum hafi
verið varið til viðhalds húsa Alþingis
við Kirkjustræti væri að enn hefði
ekki verið mótuð framtíðarstefna í
húsnæðismálum Alþingis. Hún sagði
að ýmsir væru þeirrar skoðunar að
rétt væri að rífa húsin. Sjálf sagðist
hún vera þeirrar skoðunar að varð-
veita ætti húsin, en endurbæta þau
eða byggja við þau.
ÖRYGGISNEFND Félags íslenskra
atvinnuflugmanna hefur óskað eftir
því við utanríkisráðherra að frestað
verði lokun flugbrautar 25/07 á
Keflavíkurflugvelli þar til heildar-
sýn varaflugvalla hafi verið könnuð.
Pétur Guðmundsson, flugvallar-
stjóri í Keflavík, segir að ákvörðun
um lokun brautarinnar hafí verið
tekin í spamaðarskyni og til að
tryggja þjónustu á aðalbrautunum.
Hann telur flugöryggi ekki ógnað
með lokun brautarinnar. Lokunin
var fyrirhuguð 10. nóvember.
Pétur sagði að í tengslum við
samkomulag við Bandaríkjamenn
um sparnað í rekstri hefði verið
ákveðið að kanna hvort óhætt
væri að loka brautinni. Hann sagði
að með tilvísun til reglna Alþjóða-
flugmálastofnunarinnar um nýt-
ingu flugbrauta hefði Veðurstof-
unni verið falið að kanna hliðarvind
á aðalbrautunum miðað við 13
hnúta. Niðurstaðan hefði leitt í ljós
að nýting brautanna væri 95,40%
eða nokkuð fyrir ofan alþjóðleg
viðmiðunarmörk. Að þessari nið-
urstöðu fenginni sagði Pétur að
ákveðið hefði verið að loka braut-
inni til frambúðar til að ná fram
sparnaði og tryggja jafn góða þjón-
ustu á hinum brautunum og verið
hefði.
Könnun nauðsynleg
Hallgrímur Jónsson, formaður
öryggisnefndar FÍA, sagði að
nefndin hefði óskað eftir því við
utanríkisráðherra að frestað yrði
lokun flugbrautarinnar þar til heild-
arsýn varaflugvalla með tilliti til
innanlands-, millilanda-, og Atl-
antshafsflugs, hefði verið könnuð.
Hann sagði könnunina nauðsynlega
áður en jafn stór ákvörðun og að
loka mannvirki á við flugbrautina
væri tekin.
Aðferð til að meta heilaskaða
Góð greining
leiðir til markvissr-
ar meðferðar
Guðrún Árnadóttir.
Heimssamband iðju-
þjálfa lagði til á
þingi, sem haldið
var í Skotlandi sl. vor að
14. október yrði helgaður
iðjuþjálfun um allan heim.
Af því tilefni fékk Iðju-
þjálfafélag íslands Guð-
rúnu Árnadóttur til þess
að segja frá nýlegri aðferð
við staðlað mat á heila-
skaða, sem hún þróaði og
byggir á faglegum for-
sendum iðjuþjálfans. Að-
ferð sína kynnti Guðrún í
fræðiritinu The Brain and
Behavior: Assessing
Cortical Dysfunction
Through Activities of Da-
ily Living, eða skert heila-
starfsemi metin út frá at-
höfnum daglegs lífs. Þetta framiag
Guðrúnar til alþjóðlegs iðjuþjál-
fastarfs hefur vakið mikla athygli
fagmanna og hefur hún að undan-
förnu haldið fíölda fyrirlestra um
þetta efni víða um lönd.
„Áður hafa iðjuþjálfar notað
tvær aðskildar aðferðir við mat á
sjúklingum með skerta heilastarf-
semi: annars vegar mat á sálræn-
um einkennum af vefrænum toga
og hins vegar mat á sjálfsbjargar-
getu viðkomandi eða færni við at-
hafnir daglegs lífs,“ sagði Guðrún
Árnadóttir í samtali við Morg-
unbiaðið. „Ég gerði hins vegar til-
raun til að tengja þessar tvær að-
ferðir og notaði til þess athafna-
greiningu.
Athafnagreiningu nota iðjuþjálf-
arar til að skilgreina þær lág-
markskröfur sem athöfn eða at-
hafnaferli gera til hæfniþátta
framkvæmdaaðilans. Tilgangur
með athafnagreiningu er tvenns
konar. Annars vegar að átta sig á
hvaða hæfniþættir eru nauðsynleg-
ir til að einstaklingur geti fram-
kvæmt ákveðna athöfn, s.s. að
bursta tennurnar, og í framhaldi
af því hvernig hægt sé að aðlaga
athöfnina ef þessir hæfniþættir eru
ekki fyrir hendi. Hins vegar er svo
athafnagreining framkvæmd til að
hægt sé að velja hentuga athöfn
til að þjálfa ákveðna hæfniþætti í
meðferð.
Matsaðferðin miðar að staðlaðri
greiningu á þeim einkennum er
hindra að viðkomandi sé sjálf-
bjarga. Góð greining leiðir til
markvissari meðferðar. Stöðlunin
gerir rannsóknir mögulegar og er
hægt að nýta það í ýmsum til-
gangi. Það er t.d. hægt
að bera saman frammi-
stöðu einstaklings í tvö
mismunandi skipti til
að áthuga hvort um
framför eða afturför sé
að ræða. Það er einnig hægt að
bera saman mismunandi hópa
sjúklinga. Það er hægt að athuga
hvaða áhrif mismunandi einkenni
hafa á framkvæmdafæmi, framf-
arahorfur og eðli framfara. Það
er einnig hægt að athuga hvaða
einkenni koma í veg fyrir framfar-
ir og þannig mætti lengi telja."
- Hvernig hefur gengið að út-
breiða þessa aðferð og kynna hana
iðjuþjálfurum?
„Síðastliðin þijú ár hef ég þróað
námskeið sem byggir á kennsluefni
sem tengist bók minni. Þetta er
40 klukkustunda námskeið sem
lýkur með prófí. Nemendur eru
yfirleitt um þijátíu á hveiju nám-
skeiði, enda verkefnin þess eðlis
að ómögulegt er fyrir einn leiðbein-
anda að sinna fleiri nemendum. Á
þessum tíma hafa um þúsund iðju-
þjálfar í mismunandi löndum sótt
námskeiðin, sem eru orðin þrjátíu
talsins. Biðlistar eftir námskeiðum
hafa yfirleitt verið langir og ég hef
þurft að skipuleggja meira en ár
►GUÐRÚN Árnadóttir iðju-
þjálfari hefur undanfarin ár
haldið námskeið fyrir um þús-
und iðjuþjálfara í ýmsum lönd-
um um faglega aðferð sem hún
hefur þróað til að leggja við
staðlað mat á heilaskaða. Auk
námskeiðanna hefur Guðrún
Árnadóttir gert grein fyrir
rannsóknum sínum í fjölmörg-
um fyrirlestrum og ráðstefnum.
Þá hefur hún starfað við að leið-
beina nemendum í masters- og
doktorsnámi í Bandarikjunum
og Hollandi og einnig unnið við
kennslu iðjuþjálfara í fram-
haldsnámi í Svíþjóð.
fram í tímann. Auk námskeiðanna
hef ég haldið fyrirlestra tengda
rannsóknum á matsaðferð minni á
ýmsum ráðstefnum, t.d. á heims-
ráðstefnum iðjuþjálfa.
Auk kennslunnar og skipulagn-
ingar þessara námskeiða er ýmis-
legt annað sem þarf að sinna. Það
þarf að halda áfram þróun og rann-
sóknum og slíkt er tímafrekt. Upp
á síðkastið hafa fyrrverandi nem-
endur mínir á námskeiðum farið
yfir í framhaldsnám í iðjuþjálfun
og viljað nota matið við rannsókn-
arverkefni. Þetta er mjög æskileg
þróun því ég get ekki sinnt öllum
þeim þáttum sem sinna þarf ein.
Ég hef því t.d. leiðbeint nemendum
í mastersnámi í Bandaríkjunum, í
doktorsnámi í Hollandi og í fram-
haldsnámi í iðjuþjálfun í Svíþjóð,
bæði varðandi verkefnaval og að-
ferðir. Ég hef í sumum tilvikum
reynt að koma á samböndum milli
aðila til að þróa gagnagrunn til
slíkra rannsókna og að-
stoðað við gagnasöfn-
unina sjálfa. Eftirspum
eftir námskeiðum hefur
verið meiri en ég get
annað. Brýnustu verk-
efnin hjá mér eru því í dag að reyna
að þróa kennsluefni fyrir leiðbein-
endur og stuðla að rannsóknum
og jafnvel tölvuvæðingu á matinu
í fleiri löndum."
- Hvernig standa menntunar-
mál íslenskra iðjuþjálfara?
„Þar sem ekkert iðjuþjálfanám
er í boði við Háskóla íslands enn
sem komið er hafa íslenskir iðju-
þjálfar þegið sína menntun í mis-
munandi löndum. Iðjuþjálfafélag
íslands hefur barist fyrir námsbraut
í iðjuþjálfun við Háskóla íslands í
mörg ár, en hingað til hefur fjár-
magnsskortur hindrað að hægt
væri að hefja framkvæmdir. Pró-
fessor frá bandarískum háskóla er
væntanlegur hingað í vor til að
hanna námskrá fyrir slíka náms-
braut og til að kenna námskeið sem
tilheyra mastersnámi við Florida
Intemational University ætluðu ís-
lenskum iðjuþjálfum. Nú standa
sem sagt vonir til að námsbraut
fyrir iðjuþjálfa geti farið af stað
innan fimm ára við Háskóla íslands.
Stöðlunin ger-
ir rannsóknir
mögulegar
I
I
1