Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 2
FRETTIR
Milljónatjón af völdum vatns og aurs í vatnavöxtum í Siglufirði í fyrrinótt
Flæddi inn í
þrjú hús og'
vegur lokaðist
Siglufirði. Morgunblaðið.
MILLJÓNATJÓN vegna aur- og vatnsflaums varð í fyrrinótt í Siglu-
firði. M.a. flæddi inn í þijú íbúðarhús, frárennslisrör bæjarins stífluð-
ust og þjóðvegurinn til Siglufjarðar lokaðist um tíma vegna aurs.
Gríðarleg úrkoma varð í fyrrinótt í Siglufírði. Mældist hún 80 mm á
15 klst. og er þetta með mestu úrkomu frá því að mælingar hófust.
Menn urðu fyrst varir við að
farið var að flæða inn í hús um
kl. hálffjögur um nóttina og voru
bæjarstarfsmenn þá þegar kvaddir
til vinnu. Unnu þeir í allt að sólar-
hring sleitulaust. Þettá hófst er litl-
ar aurskriður tóku að falla og stifla
niðurföll bæjarins. Svpkallaður
Hafnarlækur rann yfir bakka sína
og flæddi um götur og garða og
eru lóðir víða illa farnar og
skemmdar vegna aurs og leðju sem
barst með læknum.
upp einhverjar götur til að ná að
hreinsa kerfið. Holræsabíll var
fenginn frá Ólafsfirði.
Xjónið bætt
Holræsakerfið stíflaðist
Skemmdir urðu talsverðar í
þremur húsum þar sem flæddi inn
á teppi og parket. Malbikað plan
við Höfn skolaðist hreinlega burt.
Að sögn Björns Valdimarssonar
bæjarstjóra á Siglufirði er aðaltjón-
ið þó í holræsakerfi bæjarins sem
er nú mjög víða stíflað af eðju og
aur og nemur það tjón milljónum
króna. Það hefur gengið frekar illa
að hreinsa holræsakerfið og búist
er við að þurfi jafnvel að brjóta
Að sögn Bjöms mun Viðlaga-
sjóðstrygging greiða kostnað
vegna tjóns sem varð á holræsa-
kerfinu og hreinsun á því og einnig
mun Viðlagasjóður greiða skemmd-
ir á þeim húsum sem eru bruna-
tryggð. Ljóst er að mikil vinna er
framundan hjá bæjarstarfsmönn-
um við að hreinsa bæinn.
Þjóðvegurinn til Sigluíjarðar lok-
aðist um tíma sl. nótt er umtals-
verðar aurskriður féllu á tíu stöðum
á veginn. Mest var um skriður á
leiðinni frá gangamunna að vestan
og inn að svokölluðum Mánárskrið-
um, en vegurinn var orðinn vel fær
öllum bílum upp úr klukkan níu í
morg-un. Að sögn Hreins Júlíusson-
ar hjá Vegagerð ríkisins tók að
snjóa upp úr hádegi og því festist
jarðvegurinn betur og er því lítil
hætta á ferðum nú.
Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir
AURSKRIÐUR féllu á tíu stöðum á þjóðveginn til Siglufjarðar.
Úrkoman mældist um 80 miilimetrar á fimmtán klukkustundum
og er það með því mesta frá því mælingar hófust.
Víkiiigalottó
Danir
happa-
sælastir
DANIR hafa verið happasæl-
astir Norðurlandaþjóða í Vík-
ingalottói og fengið um 25%
hærri upphæð til baka í vinn-
inga en þeir hafa lagt til í
fyrsta vinning. Nú síðast
skiptu tveir Danir með sér
fyrsta vinningi og komu 23,8
milljónir í hlut hvors þeirra.
Bónusvinningur að verð-
mæti 1,1 milljón gekk ekki út.
Hins vegar skiptu fjórir með
sér þriðja vinningi og komu
65.095 kr. í hlut hvers þeirra.
Tvöhundruð þijátíu. og fjórir
fengu §óra rétta og 1.770 kr.
hver og áttahundruð fjörutíu
og sex fengu þijá rétta og
bónustölu og 210 kr. hver.
Finnar fengið minnst
Danir hafa látið um 1,5
milljarða af höndum rakna til
fyrsta vinnings og fengið um
1,9 milljarða til baka. Mismun-
urinn er um 400 milljónir eða
um 25%. íslendingar koma
næstir á eftir Dönum. Héðan
hafa farið 73,1 milljón í fyrsta
vinning og svipað hlutfa.ll, eða
um 71,5 milljónir, komið til
baka. Mismunurinn er því að-
eins um 1,6 milljónir. Næstir
á eftir okkur eru Norðmenn.
Þeir hafa fengið 87,23% vinn-
ingsfjár til baka. Svíar hafa
fengið 82,32% til baka og
Finnar minnst eða 73%.
2 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Fékk tund-
urdufl í
dragnótina
GUÐMUNDUR Þór SU fékk tund-
urdufl í dragnótina þegar báturinn
var á veiðum í Reyðarfirði í fyrra-
dag. Kom tundurduflið í dragnótina
á um 70 faðma dýpi og vegna
þyngsla tókst ekki að draga hana
inn. Var þá haldið til hafnar og þar
kom í ljós hvað var í nótinni.
Sprengjusérfræðingar Landhelg-
isgæslunnar, þeir Sigurður As-
grímsson og Gylfi Geirsson, voru
fengnir til að gera tundurduflið
óvirkt, en sprengihvellhettan reynd-
ist vera eins og ný þrátt fyrir að
hafa verið rúmlega hálfa öld í sjó.
. Morgunblaðið/Benedikt
SERFRÆÐINGAR Landhelgisgæslunnar skoða tundurduflið.
Bann við Smuguveiðum ekki talið rétta leiðin
Nefnd geri tillögur um
öryggismál í Smugunni
AÐ TILLÖGU Halldórs Blöndals
samgönguráðherra hefur verið skip-
uð nefnd til að vinna tillögur eða
skila greinargerð um áframhaldandi
veiðar í Smugunni með tilliti til ör-
yggismála. Þetta var niðurstaða
fundar samgönguráðherra í gær
með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi
og fleirum um öryggismál í sam-
bandi við veiðar íslendinga í Smug-
unni. Samgönguráðherra boðaði til
fundarins að beiðni Sjómannasam-
bands íslands og Farmanna- og
fiskimannasambandsins.
Halldór Blöndal sagði í samtali
við Morgunblaðið að á fundinum í
gær hefði hann gert grein fyrir því
að í framhaldi af áskorun, sem bor-
ist hefði um að veiðum í Smugunni
yrði hætt yfir vetrarmánuðina, hefði
verið fjallað um málið í samgöngu-
ráðuneytinu, sjóslysanefnd, Sigl-
ingamálastofnun, siglingaráði, Veð-
urstofunni og sjávarútvegsráðu-
neytinu og undirstofnunum þess.
Ekki rétt að banna
Á fundinum hefðu menn lýst
skoðunum sínum á málinu, og þeir
virtust vera sammála um að það
væri ekki rétt leið að banna veiðar
í Smugunni, en á hinn bóginn væri
nauðsynlegt að reyna að gæta
ýtrustu varúðar, endurskoða örygg-
isreglur og bæta veðurþjónustu.
„I lok fundarins bar ég fram þá
tillögu að undir stjórn siglingamála-
stjóra, Benedikts Guðmundssonar,
myndi undirnefnd skipuð fulltrúum
sjómanna, útgerðarmanna, Veður-
stofu og sjávarútvegsráðherra
vinna tillögur eða skila greinargerð
um þetta áhyggjuefni og að við
myndum síðan reyna að hittast í
næstu viku,“ sagði Halldór.
Auk fulltrúa samtaka sjómanna
sátu fundinn með samgönguráð-
herra fulltrúar útgerðarmanna, Veð-
urstofunnar, Landhelgisgæslunnar,
Siglingamálastofnunar, Slysavama-
félagsins og umhverfisráðuneytis.
Óhöpp SÖgð
fylgja hverri
uppsetn-
ingu áValdi
örlaganna
„ÆFINGASTJÓRINN laum-
aði því út úr sér rétt fyrir
frumsýningu að þessari óperu
fylgdu gjarnan ákveðnir örð-
ugleikar hvar sem hún væri
sýnd svo okkur létti,“ segir
Stefán Baldursson þjóðleik-
hússtjóri í samtali við Morg-
unblaðið, en heyrst hefur að
sýningar á óperunni Valdi
örlaganna hafi ekki gengið
alveg snurðulaust fyrir sig.
„Við höfum verið að henda
gaman að þessu, en það hafa
elt okkur ýmis óhöpp í kring-
um sýninguna, meiðsl, veik-
indi og fleira. Til dæmis
meiddist Kristján Jóhannsson
í skylmingum á einni af loka-
æfingunum og svo urðum við
að fella niður eina sýningu
þegar hann missti röddina
vegna veikinda," segir Stefán.
Brotnaði í slagsmálum
„Og söngvarinn Keith Reed,
sem ráðinn var á móti Norð-
manninum Trond Halstein
Moe, til að syngja á þremur
síðustu sýningunum, meiddist
í þeirri fyrstu. Það gerðist í
slagsmálaatriði þar sem hon-
um var kastað fram ogtil
baka, meðal annars í gólfið.
Hann fingurbrotnaði og marð-
ist eitthvað en kláraði sig í
gegnum sýninguna. Þetta var
rétt fyrir hlé, þannig að það
var bundið um fingurinn á
Morgunblaðið/Krístínn
honum það sem eftir var sýn-
ingar. Síðan fór hann upp á
slysavarðstofu þar sem kom í
ljós að hann hafði brotnað, eða
brákast mjög illa á þumal-
putta á hægri hendi og átti
því erfitt með að skylmast á
hinum sýningunum, en kláraði
það þó,“ segir hann.
„En við erum að verða öllu
vön. Það er sagt að þessari
óperu fylgi ákveðnir örðug-
leikar. Hún hefur það orð á
sér í óperuheiminum, líkt og
Macbeth í leikhúsunum. Þegar
æfingastjórinn okkar, Peter
Locke, vann við uppsetningu
á sömu óperu í Feneyjum fyr-
ir nokkrum árum gekk á
ýmsu, til dæmis fótbrotnaði
tenórinn í sýningunni og einn-
ig kviknaði í húsinu,“ segir
Stefán.
Óperan verður flutt átta
sinnum í viðbót og hefjast sýn-
ingarnar aftur 25. nóvember
en uppselt er á þær flestar
að sögn Stefáns.