Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 45
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgimblaðið
fæst í Lettlandi
Frá Sólver Hafsteini Hafsteins-
syni:
KÆRA Morgunblað.
Mig langar að lýsa ánægju
minni yfir því að hægt sé að
lesa Morgunblaðið hérna lengst
úti í Lettlandi.
Eg er skiptinemi á vegum
AFS á Islandi og mun verða í
11 mánuði í Austur-Evrópu.
Það er alveg sérlega mikil-
vægt, að mínu mati, að íslenskir
nemendur, fjölskyldur erlendis
og útlendingar sem hafa áhuga
á atburðum frá Fróni geti komið
í Nordisk Information Center og
ltið í tímarit, blöð og bækur.
Þó það sé ekki nema 6-12
sinnum á mánuði sem ég sé blað-
ið er ég alltaf himinlifandi yfir
að fá almennar fréttir að heim-
an, sérstaklega þegar ég bjóst
ekki við að sjá íslenskt ritmál í
eitt ár.
Þakka ég kærlega fyrir mig.
SÓLVER H. HAFSTEINSSON,
2 Vainu Iela, Riga LV-1098,
Lettlandi.
Sorplúgulok
Oefnd loforð
eða siðleysi?
BRÉFRITARI segir að óhlutdrægni verði að vera ófrávíkjanleg regla í starfsemi RÚV.
Verð kr. 6.540
VERZLUNIN
Laugavegi 29,
s. 24320 og 24321.
Frá Jónasi Engilbertssyni:
MIKIÐ hefur verið rætt um sið-
gæði í pólitík á síðustu dögum og
hefur mál Guðmundar Árna Stef-
ánssonar verið í sviðsljósinu í því
sambandi. Er nú farið að tala um
Hafnarfjarðarsiðgæði svona svip-
að og Hafnarfjarðarbrandara og
kemur svo sem lítið á óvart þegar
það sveitarfélag á í hlut. En sið-
gæðisskortur virðist frekar vera
regla en undantekning á okkar
ágæta landi og má þar til dæmis
nefna skattamál. Hér láta stjórn-
arherrar sig hafa að skatta tekjur
sem eru langt undir viðurkenndum
framfærslumörkum. Við slíkt sið-
leysi mun almenningur ekki una
öllu lengur. Ekki verður heldur
sagt að hlutur launaþegahreyfing-
arinnar sé stór í þeim efnum. Það
verður að viðurkennast að verka-
lýðshreyfingin virðist af einhveij-
um ástæðum vera orðin ónýt til
að sinna þeim verkefnum sem hún
upphaflega var stofnuð til og er
það rannsóknarefni útaf fyrir sig.
Skattpíning eykst ár frá ári
En aftur að skattamálum.
Fyrsta janúar 1988 var tekið upp
staðgreiðslukerfi skatta og þá
strax gefin viss fyrirheit. Til dæm-
is var talað um að skattleysismörk
ættu að hækka í samræmi við
verðlagsþróun, sem sagt að fylgja
verðlagi. En hvetjar hafa efndirn-
ar orðið? Fróðlegt er að rifja það
upp: ÁRið 1988 var skattprósent-
an 35,2%, en í dag er hún 41,84%.
Miðað við loforðin frá 1988 ættu
skattleysismörkin á föstu verðlagi
að vera 74.846 kr., en í dag eru
þau hins vegar 57.228 kr. Ef mið-
að er við fyrirheitin frá 1988 ætti
skattafslátturinn að vera 31.301
kr. en er aftur á móti aðeins
23.944 kr. / stuttu máliþýða þess-
ar staðreyndir það m. a. að maður
með 74.846 kr. í laun á mánuði
ætti miðað við upphafleg fyrirheit
að vera skattlaus. Sá hinn sami
greiðir hinsvegar í dag 7.372 kr.
í skatt sem gerir 88.464 kr. á ári
og fer því úrO% skatti í 10% skatt.
Þá eru ótaldar ýmsar aðrar íþyngj-
andi aðgerðir. Þó ekki sé farið
lengra aftur í tímann en til 1991,
þegar siðspilltasti flokkur íslands
fór fyrir alvöru að framkvæma
sína undarlegu jafnaðarstefnu. Má
þar m.a. nefna:
* 1. Lækkun barnabóta um 600
millj. kr.
* 2. Endurgreiðsla tannlækna-
kostnaðar barnafjölskyldna hefur
verið verulega lækkuð.
* 3. Ýmiss konar gjaldtaka í heil-
brigðiskerfinu hefur verið hækk-
uð, gjöld fyrir sérfræðiþjónustu
o.fl. hafa verið stóraukin og í sum-
um tilvikum orðin óbærileg.
* 5. Skólagjöld hafa verið lögð á.
Þannig má endalaust telja
áfram en verður hér sleppt pláss-
ins vegna. Þá má minna á að á
sama tíma hafa skattar fyrirtækja
verið lækkaðir úr 45% í 39% og
aðstöðugjöld auk þess felld niður
á atvinnurekstri.
Biðlund þrotin
í ljósi þess sem hér hefur verið
sagt er umhugsunarefni hvers
vegna svo er komið. Það er vegið
að kjörum almennings úr öllum
áttum og hefur siðspilltasti flokkur
íslands ekki legið þar á liði sínu,
en við hveiju er að búast þaðan?
Líklega hefur almenninguyr sofn-
að eitthvað á verðinum og treyst
á að aðrir sæju um málin fyrir
sig, en því virðist vart að treysta.
Spurningin er því sú hvort ekki
sé kominn tími til að almenningur
fari að taka málin í eigin hendur
og treysta meira á sjálfan sig en
aðra. Fyrsta skrefið í þá átt er að
skoða hvort ekki sé tímabært að
stofna samtök um að upphafleg
loforð frá 1988 um skattleysis-
mörk verði efnd og krefja stjórn-
málaflokkana skýrra svara um
stefnu þeirra í þessum efnum fyr-
ir næstu kosningar. Raunar er
þröngur hópur þegar farinn að
kanna það. Ljóst er að stjórnmála-
flokkarnir gera ekkert nema undir
þrýstingi og helst hræddir vegna
kosninga.
JÓNAS ENGILBERTSSON,
vagnstjóri hjá SVR.
Frá Ólafi Reyni Guðmundssyni:
LENGI er hægt að deila um það
hvenær menn tala ógætilega í Rík-
isútvarpinu. Deila Hannesar H.
Gissurasonar og Illuga Jökulsson-
ar í fjölmiðlum um pistla þess
síðarnefnda ber vitni um það. Sú
deila snertir ýmsa þætti sem vert
er að geta.
Athugum þetta fyrst. í Útvarps-
lögum segir í 15. gr. að „Ríkisút-
varpið skuli gæta fyllstu óhlut-
drægni í frásögn, túlkun og dag-
skrárgerð.“
Ef tilvitnunin er skoðuð hlýtur
það að vera ljóst að löggjafinn
Ríkisútvarpið,
lög og óhlutdrægni
vill koma í veg fyrir það að dag-
skrárgerð útvarpsins þeri keim af
hvers konar áróðri og gildir þá
einu hvort hann er pólitískur eða
af öðrum toga, í formi pistils eða
frétta. Löggjafinn áttaði sig á því
að hætta gat verið á misnotkun
útvarpsins og því yrði að vanda
vel til umfjöllunar um viðkvæm
málefni og að öllum skoðunum
yrði gert jafn hátt undir höfði. Þá
gilti einu hvaða stjórnmálaflokk
menn styddu. Menn yrðu að gæta
orða sinna og sýna ábyrgð en
umfram allt skilja eðli óhlutdrægn-
innar.
Áhrif stjórnmálaflokka
í framhaldi af þessu er ekki úr
vegi að kanna þau áhrif sem
stjórnmálaflokkar hafa haft á Rík-
isútvarpið. Staðreyndin er nefni-
lega sú að yfirlýstir stuðnings-
menn stjórnmálaflokka, einkum
vinstriflokka, hafa haft geysileg
áhrif á starfsemi Ríkisútvarpsins
síðustu áratugi. Hér verða ekki
nefnd nein nöfn en alþjóð veit t.d
að margir af helstu starfsmönnum
útvarpsins hafa verið yfirlýstir
stuðningsmenn vinstriflokka í
gegnum tíðina án þess að nokkur
athugasemd hafi við það verið
gerð.
Óhlutdrægni merkir
fjölbreytni
Með hliðsjón af 15. gr. útvarps-
laga er því spurt hvort það sé
ekki farsælast að „yfirlýstir“ tals-
menn stjórnmálaflokka eigi sem
minnst með dagskrárgerð Ríkisút-
varpsins að gera. Eða í versta falli
hvort það eigi þá ekki að gilda
strangari reglur um stjórnendur
útvarpsþátta í Ríkisútvarpinu en
raun ber vitni. Hvernig sem þess-
um spurningum er svarað er brýnt
að menn átti sig á eðli óhlutdrægn-
innar. Óhlutdrægni er ekki fólgin
í því að flytja andlausa pistla eða
litlausa og einhæfa dagskrá.
Óhlutdrægni er það að sýna fjöl-
breytni, láta allar skoðanir koma
fram, sýna báðar hliðar hvers
máls. Óhlutdrægni er það að mis-
muna ekki og stuðla að því að
efni Ríkisútvarpsins sé þverskurð-
ur skoðana þjóðarsálarinnar.
Hér er því þeirri spurningu
varpað fram hvort ekki þurfi al-
mennt að taka þessi mál fastari
tökum, setja strangari reglur um
áhrif stjórnmálaflokka á starfsemi
Ríkisútvarpsins til þess að fyrir-
byggja hvers kyns misnotkun á
aðstöðu RÚV.
Löggjafinn setti fyrrnefnt
ákvæði í lög vegna þess að Ríkisút-
varpið er stofnun í eigu ríkisins
og þ.a.l. í eigu fólksins í landinu.
Fyllstu óhlutdrægni þarf því að
halda í heiðri vegna þeirrar lyk-
ilaðstöðu sem Útvarpið hefur. Hér
er ekki deilt á rekstur ríkisins á
RÚV. En ef menn telja stjórnmál
eiga erindi inn í slíka stofnun,
bæði í formi starfsfólks og dag-
skrár, þá verður að gæta fyllstu
óhlutdrægni og til þess þarf miklu
strangari reglur en nú eru í gildi.
Óhlutdrægni verður að vera ófrá-
víkjanleg regla í starfsemi RÚV.
Á því er of oft misbrestur.
ÓLAFUR REYNIR
GUÐMUNDSSON,
laganemi.
Laugardaginn 15.oktðber kynnum við
þér Internet - aðgang að milljónaupplýsingum!
Verið velkomin á einstaka
laugardagskynningu okkar.
Opiðfrákl. 10.00 til 14.00.
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664