Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 9 FRETTIR Skoðanakönnun hjá Framsókn á Vestfjörðum Olafur Þ. Þórðarson ekki í framboð ÓLAFUR Þ. Þórðarson, alþingis- maður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, hefur tilkynnt kjör- dæmissamtökum flokksins fyrir vestan að hann gefi ekki k,ost á sér í fram- boð vegna veikinda. A þingi kjördæmissam- takanna sem haldið verður á Patreksfirði í dag og á morgun verð- ur ákveðið hvernig staðið verður að upp- stillingu. Talið er lík- legast að efnt verði til skoðanakönnunar meðal flokksmanna og annarra stuðnings- manna Framsóknar- flokksins. Ólafur Þ. Þórðarson er 53 ára gamall og hefur verið þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum í fimmtán ár og_ var þingmaður á tímabili þar áður. Ólaf- ur liggur á sjúkrahúsi í Reykjavík, alvarlega veikur, og hefur Pétur Bjarnason fræðslustjóri á ísafirði tekið sæti hans á Alþingi á meðan. Ólafur hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér í framboð. Sveinn Bernódusson, formaður Ólafur Þ. Þórðarson kjördæmissamtaka Framsóknar- flokksins á Vestfjörðum, segir að ákveðið verði á fundi samtakanna á morgun hvernig staðið verður að vali frambjóðenda. Sjálfur segist hann telja líklegast að efnt verði til skoðanakönn- unar meðal flokks- manna og þeirra sem vilja undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu við framboð flokksins. Slík skoðanakönnun yrði ráðgefandi en ekki bindandi fyrir kjördæ- misráðið. Pétur Bjarnason varaþingmaður sagðist í gær vera ákveðinn í að gefa kost á sér í fyrsta sæti listans. Sig- urður Kristjánsson, fyn’verandi kaupfélags- stjóri Kaupfélags Árnesinga á Sel- fossi, sem áður var kaupfélagsstjóri Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri, hefur lýst yfir áhuga á framboði en ekki náðist í hann í gær til að fá það staðfest hvort hann væri ákveð- inn. Búist er við að fleiri frambjóð- endur gefi sig fram á fundi kjördæ- missamtakanna. Kvennalist- inn skipar uppstilling- arnefnd SKIPAÐ var í uppstillingar- nefnd á félagsfundi Kvenna- listans í Reykjavík sem hald- inn var í vikunni. Jafnframt var gengið frá aðferðum við ákvörðun um framboðslista. Að sögn Þórunnar Svein- bjarnardóttur starfskonu Samtaka um kvennalista leit- ar uppstillingarnefnd nú bréf- iega til félagskvenna og óskar eftir ábendingum um konur í framboð. Eftir að rætt hefur verið við þær sem helst eru nefndar verður efnt til skoð- anakönnunar um röðun þeirra á listann. Kvennalistinn er með þijá þingmenn í Reykjavík, Krist- ínu Einarsdóttur, Kristínu Ástgeirsdóttur og Guðrúnu Halldórsdóttur. Sú síðast- nefnda tók sæti Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar hún tók við embætti borgar- stjóra. Vegna útskiptareglu Kvennalistans mun Kristín Einarsdóttir láta af þing- mennsku við lok þessa kjör- tímabils. - kjarni málsins! Franskar dragtir einhnepptar og tvíhnepptar TE88 V N' Neðsl við Dunliagn, sími 622230 Opið virka daga kl. 9-18, lanaardaaa kl. 10-14 ar saga Villibráðardagar verða í Skrúði föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Á hlaðborðinu verður mikið úrval girnilegra forrétta og aðalrétta eins og hreindýrasteikur, villigæsir, rjúpur, lundar, súlur og lax auk fjölbreytts meðlætis og spennandi eftiiTétta. Leikin verða létt lög á píanó á meðan á borðhaldi stendur. Verð 2.690 kr. Borðapantanir í síma 29900. -þín sagal Ef þig langar að fræðast um flest af því ser um líkurnar á lífi eftir dauðann og um hina fjölbreytilegu möguleika hugarorkunnar, þá er Sálarrannsóknarskólinn líklega eitmyað fyrir þig. Skemmtilegur skóli einn dag í viku. Síðasti bekkur ársins byrjar á morgun. Örfá nemendapláss eru ennþá laus. Hringdu og fáðu allar nánari upplýi 91-612015. ar i sima 0* Sálarrannsóknarskólinn, Vegmúla 2, Reykjavík. Sími 91-612015. _ ÖðrUVÍSÍ skóU - Skrifstofa stuðningsmanna Guðmundar Hailvarðssonar er að Suðurlandsbraut 12. Opið virka daga kl. 14-22 og um helgar kl. 13-19. Símar 882360 og 882361. W má um Gu&mund í 5. sætið í 35053ISBSSE3E3 29. okt.. n.k. lfeiðibann Rjúpnaveíði er bönnuð I landl jarðanna: Hrafnahóla og Stardals í Kjalarneshreppi, Hækingsdals, Hlíðaráss, vindáshlíðar, Fossár, Þrándarstaða og ingunnarstaða í Kjósarhreppi og Stíflisdals í Þingvallasveit. Landeigendur Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunni: 71 milljon Vikuna 6. til 12. október voru samtals 71.119.223 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur: Upphæö kr.: 6. okt. Háspenna, Hafnarstræti... 110.448 7. okt. Kringlukráin 197.865 7. okt. Kringlukráin 55.368 8. okt. Glaumbar 160.975 10. okt. Háspenna, Laugavegi 320.180 11. okt. Hótel Saga 164.900 11. okt. Ráin, Keflavík 111.238 12. okt. Háspenna, Laugavegi 77.999 Staöa Gullpottsins 13. október, kl. 12:00 var 6.674.190 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir i 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.