Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STEINGRÍMUR St.Th. Sigurðsson með nokkur málverka sinna á sýningunni, meðal annars af tískukóngi fyrir norðan og stóra Þingvallamynd. Steingrímur St.Th. Sigurðsson sýnir 1 Hafnarfirði Hamingj usamari en nokkru sinni ÁSTFANGINN og hamingjusam- ari en nokkru sinni, þannig lýsir Steingrímur St.Th. Sigurðsson sjálfum sér þegar hann opnar 77. einkasýningu sína. Það verður í Hafnarfirði í dag klukkan sex síð- degis, í húsakynnum Sunnubrauðs í Véltakshúsinu við Hvaleyrarbraut 3. Steingrímur ætlar að lesa upp úr bók sem hann hefur í smíðum og leikin verður Dixielandmúsík meðan gestir á opnuninni skoða fjörutíu málverk Steingríms frá ýmsum árum. Bókin sem Steingrímur-ies úr hefur fengið heitið Lausnarsteinn og er að hans sögn bæði ævisaga og fantasía. Hún á að koma út innan árs, en áður verður gefin út á ísafirði málverkabók Steingríms í tilefni af sjötugsafmæli hans næsta vor. Þriðja bókin er svo að bijótast í Steingrími og ferðalög líka, til Ameríku þar sem hann hugleiðir að setjast að. „Ég er orð- inn leiður á ástandinu hérna, snobbinu og klíkunum," segir hann, „þess vegna hlakka ég til ferðar til Flórída og _ New York seinna í mánuðinum. í New York fæ ég loft í Soho og ætla að mála í nokkra daga og svo fer ég á næsta ári að sýna í Boston. Hver veit nema ég flytji alveg út.“ Á sýningunni í Hafnarfirði verða hestamyndir, sjávarmyndir og nektarmyndir, kyrralíf og fantas- íur, bæði abstrakt og fígúratívar. „Meira að segja tunglskotsmynd," segir Steingrímur og á við hið eina og sanna skot árið 1969. Sýning- unni lýkur föstudaginn 21. okt. SÝNING á vefjarlist dönsku lista- konunnar Ruth Malinowski verður opnuð í Norræna húsinu á morg- un, laugardag, klukkan 14. Á sýn- ingunni eru veggteppi sem lista- konan hefur unnið að á þessu og síðasta ári. Ruth Malinowski er fædd í Vínarborg 1928. Hún flúði þaðan tíu ára gömul, ásamt móður sinni, undan ofsóknum nasista. Síðan hefur hún búið í Danmörku og einnig haft vinnustofu í Smálönd- um í Svíþjóð um árabil. Malinowski stundaði nám við Listiðnaðarskólann í Kaupmanna- höfn. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á Norðurlöndum og í Hollandi og Skotlandi. Hún átti verk á sýningu Norræna textíl-tri- ennalsins 1976 og á sýningu Scandinavian Modern Design 1880-1980, sem haldin var í Bandaríkjunum 1982. Einnig tók hún þátt í sýningunni Scandinavian Design: A Way of Life, ‘sem var í Japan 1987-88. Meðal viðurkenninga og styrkja sem Malinowski hefur fengið eru þriggja ára starfslaun frá Lista- sjóði danska ríkisins 1981, Árs- verðlaun Listiðnaðarráðsins 1989 og Thorvald Binnesbol-verðlaunin 1991, en þau eru veitt af Konung- legu dönsku Listaakademíunni. Þá eru verk hennar í eigu margra stofnana og safna. Þess má geta að veggteppi, sem hefur hlotið nafnið Lífsins tré, skreytir vesturgafl kirkjuskips Staðastaða- kirkju. Séra Rögnvaldur Finnbogason ritar grein um Ruth Malinowski í sýningarskrá. Ruth Malinowski var gift danska skáldinu Ivan Malinowski, sem lést árið 1989. Ivan Malinowski var fulltrúi Danmerkur á Ljóðlistahátíðinni 1985, sem Norræna húsið stóð að ásamt fleirum. Sýningin í Norræna húsinu verð- ur opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur sunnudaginn 6. nóvember. RUTH Malinowski við eitt verka sinna á sýningunm í Nor- ræna húsinu. HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR Ao veromæti um KR. 4.000.000- 1. VINIUINGUR Pajero Super Wagon jeppi, sjálfskiptur, V.6. árg. 1995 A MITSUBISHI MOTORS HJARTAVERND URVALUTSYN EITT verka Gunnars Arnar í Gallerí Borg. • • Gunnar Orn sýnir í Gall- eríi Borg GUNNAR ÖRN opnar sýningu í Galleríi Borg við Austurvöll laugardaginn 15. október. Gunnar Örn er fæddur í Reykja- vík 1946. Hann er sjáifmennt- aður listamaður, hélt sína fyrstu sýningu 1970 og hefur síðan haldið um þijátíu einka- sýningar hér á landi. Þá hefur hann haldið tvær sýningar í Kaupmannahöfn, tvær hjá Ac- him Moeller Fine Art í New York og eina í Haag í Hollandi í fyrra. Gunnar Öm hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal ann- ars á Norðurlöndum, London, París, New York, Chicago, Sao Paulo_ og Tókýó. Hann var fuil- trúi íslands í Tvíæringnum í Feneyjum 1988. Verk Gunnars Arnar eru á söfnum á íslandi, New York, Saubu Museum í Tókýó og í Moderna Museet í Stokkhólmi. Að þessu sinni sýnir Gunnar Örn olíumálverk, höggmyndir og verk unnin á pappír, verkin eru unnin á síðustu tveimur árum og eru öll til sölu. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar, en henni lýkur sunnudaginn 30. október. Gréta Mjöll sýnir í Galleríi 11 LAUGARDAGINN 15. októ- ber opnar Gréta Mjöll Bjarna- dóttir grafíksýningu í Gaileríi 11, Skólavörðustíg 4a. Verkin á sýningunni eru koparæt- ingar sem þrykktar eru á pappír. Við- fangsefnin eru tákn- myndir. Við gerð mynd- verkanna var Ieitað til ein- staklinga sem eiga þátt í end- anlegri niðurstöðu. Gréta Mjöll lauk námi frá myndlistarkenn- aradeild MHÍ 1984 og grafík- deild 1987. Þetta er önnur einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í samsýning- um hérlendis og erlendis. Sýn- ing Grétu Mjallar Bjarnadóttur í Gallerí 11 stendur til 27. október. Kvikmynda- sýning- í Nor- ræna húsinu SUNNUDAGINN 16. október kl. 14 verður danska brúðu- myndin Fyrtojet sýnd fyrir börn í Norræna húsinu. Þessi brúðumynd er byggð á hinu þekkta danska ævintýri eftir H.C. Andersen um eld- færin. Kvikmyndin er 35 mín. að lengd með dönsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. LISTIR Vefjarlist Ruth Malinowski sýnir í Norræna húsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.