Morgunblaðið - 14.10.1994, Side 20

Morgunblaðið - 14.10.1994, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STEINGRÍMUR St.Th. Sigurðsson með nokkur málverka sinna á sýningunni, meðal annars af tískukóngi fyrir norðan og stóra Þingvallamynd. Steingrímur St.Th. Sigurðsson sýnir 1 Hafnarfirði Hamingj usamari en nokkru sinni ÁSTFANGINN og hamingjusam- ari en nokkru sinni, þannig lýsir Steingrímur St.Th. Sigurðsson sjálfum sér þegar hann opnar 77. einkasýningu sína. Það verður í Hafnarfirði í dag klukkan sex síð- degis, í húsakynnum Sunnubrauðs í Véltakshúsinu við Hvaleyrarbraut 3. Steingrímur ætlar að lesa upp úr bók sem hann hefur í smíðum og leikin verður Dixielandmúsík meðan gestir á opnuninni skoða fjörutíu málverk Steingríms frá ýmsum árum. Bókin sem Steingrímur-ies úr hefur fengið heitið Lausnarsteinn og er að hans sögn bæði ævisaga og fantasía. Hún á að koma út innan árs, en áður verður gefin út á ísafirði málverkabók Steingríms í tilefni af sjötugsafmæli hans næsta vor. Þriðja bókin er svo að bijótast í Steingrími og ferðalög líka, til Ameríku þar sem hann hugleiðir að setjast að. „Ég er orð- inn leiður á ástandinu hérna, snobbinu og klíkunum," segir hann, „þess vegna hlakka ég til ferðar til Flórída og _ New York seinna í mánuðinum. í New York fæ ég loft í Soho og ætla að mála í nokkra daga og svo fer ég á næsta ári að sýna í Boston. Hver veit nema ég flytji alveg út.“ Á sýningunni í Hafnarfirði verða hestamyndir, sjávarmyndir og nektarmyndir, kyrralíf og fantas- íur, bæði abstrakt og fígúratívar. „Meira að segja tunglskotsmynd," segir Steingrímur og á við hið eina og sanna skot árið 1969. Sýning- unni lýkur föstudaginn 21. okt. SÝNING á vefjarlist dönsku lista- konunnar Ruth Malinowski verður opnuð í Norræna húsinu á morg- un, laugardag, klukkan 14. Á sýn- ingunni eru veggteppi sem lista- konan hefur unnið að á þessu og síðasta ári. Ruth Malinowski er fædd í Vínarborg 1928. Hún flúði þaðan tíu ára gömul, ásamt móður sinni, undan ofsóknum nasista. Síðan hefur hún búið í Danmörku og einnig haft vinnustofu í Smálönd- um í Svíþjóð um árabil. Malinowski stundaði nám við Listiðnaðarskólann í Kaupmanna- höfn. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga á Norðurlöndum og í Hollandi og Skotlandi. Hún átti verk á sýningu Norræna textíl-tri- ennalsins 1976 og á sýningu Scandinavian Modern Design 1880-1980, sem haldin var í Bandaríkjunum 1982. Einnig tók hún þátt í sýningunni Scandinavian Design: A Way of Life, ‘sem var í Japan 1987-88. Meðal viðurkenninga og styrkja sem Malinowski hefur fengið eru þriggja ára starfslaun frá Lista- sjóði danska ríkisins 1981, Árs- verðlaun Listiðnaðarráðsins 1989 og Thorvald Binnesbol-verðlaunin 1991, en þau eru veitt af Konung- legu dönsku Listaakademíunni. Þá eru verk hennar í eigu margra stofnana og safna. Þess má geta að veggteppi, sem hefur hlotið nafnið Lífsins tré, skreytir vesturgafl kirkjuskips Staðastaða- kirkju. Séra Rögnvaldur Finnbogason ritar grein um Ruth Malinowski í sýningarskrá. Ruth Malinowski var gift danska skáldinu Ivan Malinowski, sem lést árið 1989. Ivan Malinowski var fulltrúi Danmerkur á Ljóðlistahátíðinni 1985, sem Norræna húsið stóð að ásamt fleirum. Sýningin í Norræna húsinu verð- ur opin daglega kl. 14-19 og henni lýkur sunnudaginn 6. nóvember. RUTH Malinowski við eitt verka sinna á sýningunm í Nor- ræna húsinu. HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR Ao veromæti um KR. 4.000.000- 1. VINIUINGUR Pajero Super Wagon jeppi, sjálfskiptur, V.6. árg. 1995 A MITSUBISHI MOTORS HJARTAVERND URVALUTSYN EITT verka Gunnars Arnar í Gallerí Borg. • • Gunnar Orn sýnir í Gall- eríi Borg GUNNAR ÖRN opnar sýningu í Galleríi Borg við Austurvöll laugardaginn 15. október. Gunnar Örn er fæddur í Reykja- vík 1946. Hann er sjáifmennt- aður listamaður, hélt sína fyrstu sýningu 1970 og hefur síðan haldið um þijátíu einka- sýningar hér á landi. Þá hefur hann haldið tvær sýningar í Kaupmannahöfn, tvær hjá Ac- him Moeller Fine Art í New York og eina í Haag í Hollandi í fyrra. Gunnar Öm hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, meðal ann- ars á Norðurlöndum, London, París, New York, Chicago, Sao Paulo_ og Tókýó. Hann var fuil- trúi íslands í Tvíæringnum í Feneyjum 1988. Verk Gunnars Arnar eru á söfnum á íslandi, New York, Saubu Museum í Tókýó og í Moderna Museet í Stokkhólmi. Að þessu sinni sýnir Gunnar Örn olíumálverk, höggmyndir og verk unnin á pappír, verkin eru unnin á síðustu tveimur árum og eru öll til sölu. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um helgar, en henni lýkur sunnudaginn 30. október. Gréta Mjöll sýnir í Galleríi 11 LAUGARDAGINN 15. októ- ber opnar Gréta Mjöll Bjarna- dóttir grafíksýningu í Gaileríi 11, Skólavörðustíg 4a. Verkin á sýningunni eru koparæt- ingar sem þrykktar eru á pappír. Við- fangsefnin eru tákn- myndir. Við gerð mynd- verkanna var Ieitað til ein- staklinga sem eiga þátt í end- anlegri niðurstöðu. Gréta Mjöll lauk námi frá myndlistarkenn- aradeild MHÍ 1984 og grafík- deild 1987. Þetta er önnur einkasýning hennar en hún hefur tekið þátt í samsýning- um hérlendis og erlendis. Sýn- ing Grétu Mjallar Bjarnadóttur í Gallerí 11 stendur til 27. október. Kvikmynda- sýning- í Nor- ræna húsinu SUNNUDAGINN 16. október kl. 14 verður danska brúðu- myndin Fyrtojet sýnd fyrir börn í Norræna húsinu. Þessi brúðumynd er byggð á hinu þekkta danska ævintýri eftir H.C. Andersen um eld- færin. Kvikmyndin er 35 mín. að lengd með dönsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. LISTIR Vefjarlist Ruth Malinowski sýnir í Norræna húsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.