Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VATNAVEXTIR I SVARFAÐARDAL
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Svarfaðardalsá flæddi yfir bakka sína
eins og í mestu vorleysingum
Búfénaði bjarg-
að með aðstoð
björgunarsveita
TÍU hross þar af tvö folöld lentu í nokkrum hrakningum þegar
Svarfaðardalsá flæddi yfir bakka sín í geysimiklum leysingum í
gær. Um klukkutíma tók að ná hrossunum í land með aðstoð félaga
úr Björgunarsveit Slysavarnafélags íslands á Dalvík, en áður höfðu
þeir unnið við að ná hópi kinda sem flætt hafði að neðan við bæinn
Grund. Einn þeirra skrámaðist í andliti þegar hann skall ofan á bens-
íntank gúmbáts sem þeir voru á þegar brot reið yfir bátinn.
„Mér var að verða svolítið kalt,
aðeins að byija að kólna á löppun-
um,“ sagði Zóphanías Jónmunds-
son á Hrafnsstöðum sem við annan
mann fór á dráttarvél út á bakk-
ana að ná í hestana. Hann reyndi
til að byrja með að reka hrossin
af flóðasvæðinu en tókst ekki fyrr
en aðstoð barst frá björgunarsveit-
armönnum sem komu að með
gúmbát. Tvö þeirra, eitt fullorðið
og folald, lentu út í ánni en tókst
að krafla sig að landi.
Eins og vorleysingar
„Ég er búinn að hafa hestana
þarna á bökkunum neðan við
bæinn frá því fyrri hlutann í
september og átti alls ekki von á
þessu, ég man ekki eftir svona
flóðum í ánni að hausti til, þetta
er eins og mestu vorleysingar það
fór allt á kaf,“ sagði Zóphanías,
en í þann klukkutíma sem þeir
voru á bökkunum taldi hann að
flætt hefði um hálfan metra að
dráttarvélinni. „Við áttum ekki
von á að vatnið væri svo djúpt
þannig að við tókum ekki með
okkur beisli þarna út, þá hefðum
við getað teymt eitthvert hross-
anna að landi og hin fylgt á eft-
ir,“ sagði hann.
Folöldin sem voru í hópnum
stóðu sig að sögn vel, en hross
þola vatn ekki sérlega vel og hafa
til að mynda mun minna úthald
en kýr. Eftir volkið voru hrossin
sett í hús og hlúð að þeim.
Félagar úr Björgunarsveit
Slysavarnafélags íslands á Dalvík
voru kallaðir út til aðstoðar nokkru
fyrir hádegi en þá hafði flætt að
hópi kinda á bökkunum neðan við
bæinn Grund í Svarfaðardal. Að
sögn björgunarsveitarmanna gekk
vel að ná kindunum í land, en þær
voru 38 talsins. Þær stóðu í nokk-
uð djúpu vatni er að var komið
en vatnið í ánni var í örum vexti
allan gærmorguninn. Kindurnar
voru reknar yfir álana og beindu
björgunarsveitarmenn þeim stystu
leið yfir að landi.
Laugartíaginn
15.
oktober
KKD - UMFC - FE5TI
MtífurstaKmarh 1B ár
Vegurinn grófst í
sundur við brúna
STÓRT stykki grófst undan vegin-
um við brúna yfir að Koti í Svarfað-
ardal í gær og var stórgrýti keyrt
í skarðið þannig að undir kvöld var
búið að fylla upp í það og bærinn
kominn í vegasamband á nýjan leik.
„Við tókum eftir því um áttaleyt-
ið í gærmorgun að þetta var að
byrja og létum mjólkurbílstjórann
vita að vegurinn væri að byija að
grafast í sundur við brúna,“ sagði
Anna Lísa Stefánsdóttir á Koti en
það má segja að rétt hafi sloppið
tíl að mjólkurbíllinn kæmist yfir
áður en vegurinn lokaðist.
Hún sagði að þegar skólabíllinn
hefði komið að hefðu vatnavextir
ágerst mjög í ánni en síðan upp úr
hádegi hefði stórt stykki við brúna
grafist burtu og þar með hefði
bærinn farið úr vegasambandi.
„Það var 10 stiga hiti hér í gær-
morgun, hlýtt í veðri og mikil rign-
ing, en strax eftir hádegi var hitinn
kominn í tvö stig og vatnið í ánni
fór þverrandi eftir því sem kóln-
aði,“ sagði Anna Lísa. „Það er langt
í frá að þetta angri mig, en ég
vona auðvitað að þetta gerist ekki
aftur,“ sagði hún en bætti við að
svipaður atburður hefði átt sér stað
árið 1985.
Litlu munaði að
skriða lenti á húsi
Steypt-
ist fram
eins og-
snjóflóð
„ÞAÐ urðu ægileg djöfulsins
læti þegar skriðan steyptist
eins og snjóflóð fram af klett-
unum,“ sagði Hallur Stein-
grímsson bóndi á Skáldalæk
í Svarfaðardal en hann varð
vitni að því er skriða féll nið-
ur hlíðarnar, yfir veginn og
niður á tún skammt frá bæn-
um Hreiðarstöðum í Svarfað-
ardal í gærmorgun. Hann var
í allan gærdag með hjóla-
skóflu á svæðinu til að halda
veginum opnum.
Munaði litlu
„Það munaði ekki nema
um hálfum metra að skriðan
lenti á íbúðarhúsinu, en hún
sveigði rétt framhjá og niður
eftir öllu túninu,“ sagði Hall-
ur og bætti við að hann hefði
naumlega getað stöðvað
skólabílinn áður enn hann
keyrði inn í skriðuna. „Ég sá
þegar stærsta skriðan kom
æðandi niður hlíðina rétt í
þann mund sem skólabíllinn
kom að, sem betur fer gat
ég gefið bílstjóranum merki
þannig að hann stöðvaði bíl-
inn, en hann hefði annars lent
inni í miðri skriðunni,“ sagði
Hallur.
Hann sagði að fyrsta spýj-
an hefði komið úr fjallinu kl.
7.30 í gærmorgun og síðan
hefðu smáskriður verið að
falla fram eftir degi, sú
stærsta um kl. 9.30 skömmu
áður en skólabíllinn var á
ferðinni en síðdegis hefði far-
ið að hægjast um.