Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 46
„ 46 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ';/aW»S Sniðnar að þínum þörfum GULU S í Ð U R N A R ...í símaskránni PÓSTUR OG SlMI Word námskeið 94026 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90 Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 Innlausnardagur 15. október 1994. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.415.619 kr. 141.562 kr. 14.156 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.259.628 kr. 629.814 kr. 125.963 kr. 12.596 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.203.175 kr. 1.240.635 kr. 124.063 kr. 12.406 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.105.825 kr. 1.221.165 kr. 122.116 kr. 12.212 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.623.148 kr. 1.124.630 kr. 112.463 kr. 11.246 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka Islands Suðurlandsbraut 24. Csfcl HÚSNÆÐISSTOFKUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUDURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 ÍDAG Með morgunkaffinu ur með nýja bílinn sinn að hann eyddi allri nóttinni í að sprauta hann og skipta um númera- plötu á honum. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Vitni óskast Vitni óskast að árekstri Nissan-fólksbif- reiðar og Nissan-jeppa á Hofsvallagötu á móts við Vesturbæjarapótek kl. 15.45-á þriðjudag. Vin- samlegast hringið í síma 19994 eða 629999. Gæludýr Páfagaukur í óskilum STÓR páfagaukur er í óskilum síðan sl. þriðju- dag í Kjalarlandi. Upp- lýsingar í síma 38648. Týndur köttur SÍAMSFRESS tapaðist frá Ásgarði 22 fyrir nokkrum dögum. Það er ólarlaust en eyrnamerkt 4096. Viti einhver um það er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 686581. Tík í heimilisleit SKOSK-íslensk þriggja mánaða tík óskar eftir góðu heimili. Upplýs- ingar í síma 15664 eftir kl. 18. Tapað/fundið Bankabók tapaðist BANKABÓK frá ís- landsbanka tapaðist 10. október á leið frá Fjöl- brautaskóla Breiðholts yfir í Seljahverfi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 71929 eftir kl. 18. Fundarlaun. COSPER ÞÚ verður að viðurkenna að þú ert orðinn svolít- ið fjarsýnn. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson •* ÞESSI staða kom upp í , svissnesku deildakeppninni í haust. 19 ára gamall Svisslendingur, Richard ' Forster (2.380), hafði hvítt og átti leik en öflugasti stórmeistari Þjóðverja, sjálfur Robert Hiibner (2.605), var með svart. Hiibner var peði yfir, en var að gefa færi á sér með 27. - Db7-c6? sjá stöðHipynd 28. Rh6+! - gxh6, 29. Df5 - Bg7, 30. Df7+ - Kh8, 31. gxh6 - De4+, 32. Kal - Dg6, 33. hxg7+ - Dxg7 (Eða 33. - Rxg7, 34. Df8+ og mátar) 34. De6 og Hiibner gafst upp því eftir 34. - Hd8, 35. Bh6 tapar hann drottningunni. Forst- er er sannkallaður kónga- bani, í sumar sigraði hann öflugasta skákmann Arm- ena, Rafael Vaganjan, á móti í Biel. Það gerðist ann- ars helst markvert i keppn- inni að Viktor Kortsnoj, 63 ára, vanp Frakkann Joel Lautier í annað skiptið á einum mánuði. Um helgina: Keppni í unglingaflokki á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur, fyrir 14 ára og yngri, hefst laugardaginn 15. október kl. 14 í félagsheimili TR, Faxafeni 12. Keppnin stendur yfir tvo laugardaga og lýkur 22. október. Víkveiji skrifar... Inýjasta tölublaði Víkurfrétta í Keflavík er afmæliskveðja til 15 ára stúlku, væntanlega frá vin- konum hennar. Með kveðjunni er birt mynd af stúlkunni, þar sem hún heldur á bjórflösku. Víkveiji telur forkastanlegt að birta slíka mynd af unglingi og blaðinu til skammar. xxx Eftirfarandi athugasemd barst Víkverja frá formanni félaga- skiptanefndar HSÍ, Ilelga Sigurðs- syni. Víkverji gerir að umtalsefni fé- lagaskipti Rúnars Sigtryggsonar sl. föstudag og úrskurð félagskipta- nefndar í málinu. Félagaskipta- nefnd taldi þrátt fyrir mótmæli Rúnars sannað að hann hygðist ganga til Iiðs við Víking en það gæti hann ekki gert nema því að- eins að lögboðið félagaskiptagjald yrði greitt. Úrskurðurinn byggist ekki á neinum vangaveltum um það hvað myndi gerast í framtíðinni eins og Víkveiji segir í sinni umíjöllun heldur þeirri staðreynd að nefndin taldi upplýst að Rúnar ætlaði að leika með Víkingi á keppnistímabil- inu. Þessi niðurstaða byggir á regl- um HSÍ um félagaskipti sem sett voru á ársþingi HSÍ 1993 en þar var viðurkenndur réttur féiaga til greiðslu vegna félagaskipta. Það hefur lengi þótt góð regla og grund- völlur faglegra vinnubragða þegar gagnrýna á einstaka úrskurði að kynna sér þau málsgögn og for- sendur sem úrskurðurinn byggir á. Þessi regla virðist hins vegar ekki trufla Víkveija mikið sl. föstudag. x x x Með athugasemd Helga fylgdi úrskurður félagaskipta- nefndar í heild og ýmis fylgiskjöl. Eiqþað fróðleg lesning. í úrskurði félagaskiptanefndar segir orðrétt: í lögum og reglum HSÍ er ekki að finna nákvæma skil- greiningu á valdsviði og verksviði félagaskiptanefndar. Fram kemur í áðurgreindu ákvæði að félaga- skiptanefnd á að úrskurða greiðslufjárhæð og aðra þætti er varða félagaskiptin. Telja verður að orðalag greinarinnar gefi til kynna að valdsvið félagaskipta- nefndar sé allverulegt og verksvið nefndarinnar mjög víðtækt. Þarna er nefndin sem sagt að skilgreina sjálf valdsvið sitt og verk- svið. Auðvitað átti ársþing HSÍ, sem ákveður lög og reglur sambandsins, að skilgreina þetta strax og nefndin var sett á laggirnar. Það er þetta sem Víkveiji átti við þegar hann sagði að alls konar vandræði hafi komið upp í handknattleiksforyst- unni vegna túlkunar á lögum og reglum. X x x Ffréttablað Nýrra tíma barst á borð Víkverja fyrir skömmu. I raðauglýsingum blaðsins var margvísleg þjónusta auglýst og hafði Víkveiji minnstu hugmynd um að margt af þessu væri til. í blaðinu er m.a. boðið uppá heil- un, reiki, áruteikningu, tarotspá, stjörnuspeki, kristallaheilun, hreinsun orkustöðva, jöfnun orku- flæðis, líföndun, upplausr. sjúk- dóma, fyrra líf(I), indíánaspil, mannrækt, persónuleika- og sálar- kort, andlitslyftingu, sogæðanudd, hugslökun, aðstoð að handan, ind- verska stjörnuspeki, íslenzka blómadropa og loks er fólki boðið uppá að losa sig við fíkn og vanlíð- an með því að heila barnið hið innra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.