Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
+ Rudold Thorar-
ensen fæddist f
Berlín í Þýskalandi
4. desember 1937.
Hann lést 5. október
síðastliðinn. Hann
var sonur Mariu
Brose og Ragnars
Skúla Thorarensen.
A barnsaldri missti
hann móður sína, en
faðir hans var þá
búsettur á íslandi.
Vegna heimsstyrj-
aldarinnar síðari var
engin Ieið fyrir föð-
ur hans að sækja
drenginn til Berlín-
ar fyrr en einu og hálfu ári eft-
ir móðurmissinn. Sendiherra Is-
lands í Berlín tók drenginn inn
á sitt heimili á meðan þetta
ástand varði. Árið 1947 komst
Ragnar til að ná í barnið. Þeir
feðgar fóru síðan til Islands og
Rudolf ólst upp hjá föður sínum
og föðurömmu, Louise Marie.
Þau eru bæði látin. Rudolf
ELSKU pabbi minn.
Hvað get ég sagt? Hvað get ég
gert? Ég sit sem lömuð og horfi á
blaðið og tárin blinda mig. Mikið
eigum við eftir að sakna þín, brand-
aranna þinna, flautsins, sem allir
þekktu og vissu að einkenndi þig,
og létta skapsins.
Þú varst með skipulagðari mönn-
um og kenndir mér það. Þú varst
einn af þeim sem gerðir kröfur til
þeirra sem þú umgekkst en þó aldr-
ei eins miklar og til sjálfs þín. Alltaf
varstu boðinn og búinn að rétta fram
hjálparhönd, sama hvað um var beð-
ið, stórt sem smátt. Snyrtimennska
þín var þér í blóð borin, það er sama
hvert litið er, allt snyrtilegt og skipu-
lagt.
Elsku pabbi minn, stórt skarð
hefur verið höggvið í okkar litlu íjöl-
skyldu með fráfalli þínu og ekkert
fær því breytt, en ég vil trúa því
að við hittumst einhvem tíma aftur
þó að þú tryðir nú ekki á neitt slíkt.
Megi góður Guð gefa okkur styrk
til að komast í gegnum sorgargöng-
kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni,
Eddu Emilsdóttur,
f. 15. október 1941,
í júlí 1963. Þau eign-
uðust eina dóttur,
Stellu Maríu Thor-
arensen, f. 1960.
Hún er gift Skúla
Agústssyni. Börn
þeirra eru Ragnar
Már, f. 1982, Edda
Rós, fædd 1987, og
Ástrós, f. 1991. Ru-
dolf starfaði sem
léttadrengur á Gull-
fossi á unglingsár-
um og sigldi um
heimsins höf og minntist hann
oft þeirra ferða. Síðar starfaði
hann hjá Pósti og síma í Kefla-
vík um árabil, samhliða starfi
hjá Slökkviliði Keflavíkurflug-
vallar. Nú hin síðari ár gegndi
hann eingöngu starfi við
slökkviiiðið. Utför hans fer
fram frá Keflavíkurkirkju í
dag.
in og sérstaklega elsku mömmu. Ég
kveð þig nú, elsku pabbi, með sár í
hjarta.
Nú til þín, faðir, flý ég,
á föðurhjartað kný ég,
um aðstoð ég bið þig.
Æ, vert með mér í verki,
ég veit þinn armur sterki
í stríði lífsins áyður mig.
En verði, Guð, þinn viiji,
þó veg þinn ei ég skilji,
ég fús hann fara vil.
Þó böl og stríð mig beygi,
hann brugðist getur eigi,
hann leiðir sælulandsins til.
(Guðm. Guðm.)
Þín einkadóttir,
Stella María.
Kveðja til afa
Við kveðjum þig, kæri afi, og
minnumst hinna kærleiksríku stunda
er við áttum með þér. Margrs er nú
að minnast á þessari kveðjustund.
Við drúpum höfði hljóðlát er þú kem-
ur á Guðs þíns fund.
Ragnar Már, Edda Rós
og Ástrós.
Komin er kveðjustund. Þessu sinni
kveðjum við mág minn, Rudolf, góð-
an og glaðværan dreng, sem nú fer
í þá ferð sem bíður okkar allra, en
bara alltof snemma — hann var að-
eins 56 ára gamall. En erum við
nokkurn tímann tilbúin þegar ástvin-
ur er kallaður í burtu — ég held ekki.
Þegar ég var látin vita að mágur
minn, Rúdi, eins og hann var kallað-
ur, væri dáinn kom yfír mig ein-
hvers konar doði, ég skildi þetta
ekki almennilega og verð örugglega
lengi að átta mig til fulls á þvf.
Hann hafði farið til vinnu sinnar
þennan morgun glaður og hress að
vanda, en dáinn nokkrum klukku-
stundum síðar. Ég sat eftir þetta
símtal í doða og undrun, en sjálfsagt
síast þetta endanlega inn með tíman-
um.
Kynni okkar hófust 1958 er hann
trúlofaðist systur minni og fluttist
til Keflavíkur. Frá fyrstu tíð urðum
við góðir vinir svo aldrei bar skugga
á og eiginmenn okkar systra góðir
félagar uns yfir lauk. Áttum við
saman margar góðar stundir á heim-
ilum hvort annars og eins á ferðalög-
um heima og erlendis.
Hann hafði skemmtilega kímni-
gáfu og gerði sífellt að gamni sínu
og gat alltaf komið fólki til að hlæja,
bömum sem fullorðnum. Þegar hann
var í fjölskylduboðum, jafnvel þar
sem allir þekktust ekki eða sáust
sjaldan, varð hann fljótt miðjan í
hópnum fyrir kímni sína og hláturinn
hristi fólkið saman.
Snyrtimennska hans var einstök
og áttu þau hjónin afar fallegt heim-
ili þar sem gott var að koma. Svo
var og um alla þá hluti sem hann
umgekkst, allt bar það vott um ein-
staka snyrtimennsku.
Starfí sínu hjá Slökkviliðinu á
Keflavíkurflugvelli var hann afar
stoltur af og setti allan sinn metnað
í að sinna því sem best hann mátti
og efast ég ekki um að þar var hann
sami fullkomnunarsinninn sem og á
öðrum sviðum, hvergi mátti vera
blettur eða hrukka.
En núna var uppskerutíminn í lífi
hans. Hann átti þijú yndisleg barna-
börn sem hann elskaði afar heitt,
en er nú kallaður burtu frá þeim,
frá yndislegri dóttur og tengdasyni,
sem hann unni sem hans sonur væri
og eiginkonu. En hans hljóta að bíða
áríðandi störf á öðrum stöðum sem
okkur eru ókunnir, fyrst hann var
kallaður í burtu svona skyndilega.
Árið 1985 fékk hann fyrst þann
sjúkdóm sem nú leiddi hann til
dauða. En þá fékk hann góðan bata
sem entist í nokkur ár. En fyrr á
þessu ári fór sjúkdómurinn að gera
vart við sig aftur, en Rúdi fór dult
með það og lét ekki á neinu bera —
alltaf sama glaðværðin.
Hreifur fram á hinstu stund
hann um mein sitt þagði,
faldi sína opnu und
undir glöðu bragði.
(St. G. St.)
Á þessari kveðjustund viljum við,
ég og fjölskylda mín, þakka þér,
Rúdi kæri vinur, fyrir samfylgdina
og þér, Edda mín, Stellu Maríu,
Skúla og afabörnum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð veri með ykkur.
Emilía S. Emilsdóttir.
Þegar mér barst sú harmafregn
að Rudolf Thorarensen væri látinn
reikaði hugurinn yfír farinn veg og
þeirra góðu kynna sem ég varð að-
njótandi af hálfu þeirra hjóna Eddu
og Rudolfs.
Ég kynntist Stellu einkadóttur
þeirra hjóna á unglingsárum mínum.
Alltaf fékk ég góðar móttökur á
heimili vinkonu minnar og minnis-
stæðar eru stundimar sem ég og
Stella sátum með kalda mjólk og
djöflatertu og spjölluðum við Eddu
og Rudolf. Rudolf var einstakur ná-
kvæmnismaður í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur. Það var alveg sama
hvort hann annaðist bílinn sinn eða
tók sér pensil í hönd, öll hans verk
voru vel unnin. Frásagnarsnilld Ru-
dolfs var mikil og oft var glatt á
hjalla þegar hann hafði orðið. Hann
talaði oft um að hann vildi lifa lífínu
_________________MIMMIMGAR
RUDOLF THORARENSEN
SVERRIR
EINARSSON
+ Sverrir Einars-
son fæddist í
Reykjavík 3. októ-
ber 1933. Hann lést
á heimili sínu í
Reykjavík 6. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðfinna Jó-
hannsdóttir (f. 1903,
d. 1980) og Einar
Ingvar Pálsson (f.
1900, d. 1984).
Systkini Sverris
eru: Sigríður, f.
1922, Jónas, f. 1925,
d. 1926, Jóhann, f.
1927, d. 1992, Jónas
Haukur, f. 1929, d. 1983, og
Hjördís, f. 1938. Eftirlifandi eig-
inkona Sverris er Katrín Elsa
Jónsdóttir, f. 6. júní 1936 í Innri-
Fagradal í Dalasýslu, áður gift
Ragnarí P. Bjarnasyni, f. 1932,
d. 1958. Saman áttu
þau tvö börn, sem
Sverrir gekk í föð-
urstað, Bjarna
Ragnarsson, f. 1954,
og Ölmu Ragnars-
dóttur, f. 1955. Dæt-
ur Sverris og Katr-
ínar eru Anna Mar-
ía, f. 1959, og Guð-
finna Inga, f. 1962.
Barnabörin voru
fjögur, Melissa
Katrín, Brynja
Björk, Gísli Ragnar
og Sverrír Tómas.
Sverrir Einarsson
starfaði mestan
hluta ævi sinnar í Nýju blikk-
smiðjunni hf. sem blikksmiður,
en tók síðan við starfi föður síns
sem forstjóri árið 1983. Útför
hans verður gerð frá Fossvogs-
kirkju í dag.
MIG LANGAR í stuttu máii að
kveðja föður minn, Sverri Einarsson.
Ég var vön að nefna hann „pása
minn“. En núna er hann „pási“ far-
inn frá okkur, en á yndislegan stað
þar sem ríkir ljós og friður. Pabbi
var mikið fyrir einfaldleikann og vildi
ekki láta hafa mikið fyrir sér. Hann
var mjög líkur föður sínum, Einari
Pálssyni, sem ég veit að hefur opnað
fyrir honum himnahliðið þegar hann
skildi við. Líkt og afi opnaði alltaf
hliðið fyrir okkur þegar við vorum
í sumarbústaðnum okkar á Þingvöll-
um. Einar sælustu minningar mínar
um pabba eru einmitt tengdar sum-
arbústaðnum.
Hann var mjög laghentur og lék
flestallt í höndunum á honum og
útkoman var sannkölluð „lista-
smíði“. Þegar ég hugsa um hann sé
ég hann fyrir mér lítinn og smágerð-
an. Hann var svo ósköp fínlegur og
alltaf svo snyrtilegur. Hann var mik-
il tilfinningavera og viðkvæmur, en
það var einmitt það sem gerði hann
svo hlýlegan og einlægan. Hann var
heiðarlegur og sérstaklega hvað
varðaði fjármál og var hann mér og
systkinum mínum fyrirmynd í þeim
málum. Við áttum oft góðar stundir
í eldhúskróknum í „Hvassó“, þegar
pabbi lagði hönd undir kinn og horfði
íhugull á mig og umræðuefnið var
oftast um lífið og tilveruna og and-
leg málefni. Ekki vorum við alltaf
sammála, en skilningur hans leynd-
ist í djúpu augnaráði þegar hann
strauk á sér hnakkann um leið og
hann sagði: „Lífíð er einn skóli, við
erum alltaf að læra.“ Eftir það stóð
hann yfírleitt upp frá eldhúsborðinu
og kvaddi mig með kossi á kinn og
faðmlagi.
Núna hefur hann yfirgefíð jarð-
neskt líf og er kominn á æðra tilveru-
stig og við munum halda áfram að
spjalla saman. En það er söknuð-
urinn eftir manneskjunni sjálfri.
Hláturinn hans, bilin á milli tann-
anna þegar hann brosti, þegar hann
hnerraði, allir „kækimir", hans sér-
staka lag á að elda góðan físk, frétt-
imar í útvarpinu, reiknivélin uppi á
skrifstofu, tölvan, gráa úlpan og
hatturinn og bláu joggingbuxumar.
Elsku „pási minn“, ég veit að þú
verður alltaf hjá okkur og fylgist
með þegar við erum að fást við lífíð
og tilveruna. Og það er mín trú að
sálin haldi áfram að þroska sig á
æðra tilverustigi og við höldum
áfram að læra. Þannig að skólagang-
an er endalaus.
Ég kveð föður minn með erindum
úr ljóði Sigurbjöms Einarssonar sem
heitir „Mig dreymdi mikinn draum".
En þetta ljóð ásamt fleiri ljóðum og
ritningum gaf ég honum á blöðum
sem lágu á hillu við hliðina á skrif-
borðinu hans og fannst mér það
táknrænt að þetta ijóð lá þar efst
ofan á bunkanum.
Mig dreymdi mikinn draum: Eg stóð
með Drottni háum tindi á
og horfði yfir lífs míns leið,
hann lét mig hvert mitt fótspor sjá.
Þau blöstu við. Þá brosti hann.
„Mitt bam“, hann mælti „sérðu þar,
ég gekk með þér og gætti þín,
í gleði og sorg ég hjá þér var.
Hvíl þú í friði, pabbi minn.
Þín,
Guðfinna Inga.
Ekkert varir að eilífu og einn
daginn stöndum við frammi fyrir
þeirri staðreynd, að tími góðra vina
er liðinn. Hún kom fyrirvaralaust
fregnin um að Sverrir frændi minn
og vinur væri dáinn.
Lífsganga okkar var samtvinnuð.
Mæður okkar voru systur og vinkon-
ur og mikill samgangur alla tíð.
Sverrir lærði rafvirkjun, en staldr-
aði stutt við í þeirri iðn, því hann
fór að læra blikksmíði hjá föður sín-
um, sem átti og rak Nýju blikksmiðj-
una í Reykjavík.
Konu sinni, Katrínu E. Jónsdótt-
ur, kynntist hann árið 1958 og eru
árin þeirra saman orðin 36. Þau
eignuðust saman tvær dætur, auk
þess gekk hann tveimur börnum
Katrínar í föðurstað.
Átta sinnum fórum við Sverrir
ásamt konum okkar í sumarfrí út
fyrir landsteinana og tókum á leigu
sumarhús eða íbúð á yndislegum
stöðum á meginlandi Evrópu. Við
skoðuðum næsta nágrenni, hvíldum
okkur frá daglegu amstri og nutum
þess að vera saman. Þau hjónin voru
góðir ferðafélagar og ljúf í samúð.
Árið 1988 og aftur 1989 fengum
við leigða íbúð við Bodensee, Þýska-
landsmegin, hjá áttræðri konu, sem
hafði í sinni umsjá fatlaða systur
sína nokkru eldri. Þarna var gott
að vera. Á kveðjustund voru teknar
myndir. Þær eru skemmtilegastar
myndirnar af Sverri, þar sem hann
kveður systurnar og undir þær
myndir höfum við skrifað: „Það þarf
ekkert að vera fær í þýsku til að
geta tjáð sig, þvl svona blíðu skilja
allir.“ Hann kvaddi þessar góðu kon-
ur á því alheimsmáli, sem hann
kunni svo vel.
Við frændurnir tókum upp á því,
þegar við nálguðumst fímmtugsald-
urinn, að læra að fljúga og rugluðum
þá saman fjármálum okkar að hluta.
Keyptum okkur saman flugskýli og
deildum saman flugvélinni TF-NES.
Nú flýgur hann ekki Nesinu oft-
ar. Hann er farinn í lengri ferð.
Ferðina sem við förum öll að lokum.
Við Fríða og börnin okkar þökkum
MORGUNBLAÐIÐ
lifandi og það gerði hann svo sannar- '
lega. Það var gaman að fylgjast með (
Rudolf og Eddu þegar barnabörnin
fæddust. Það var greinilegt að þau
nutu þess að horfa á þessi yndislegu
börn vaxa og dafna. Afastrákurinn
hans líkist honum í mörgu og leitaði
hann oft til afa síns.
Síðastliðin ár hef ég oftast hitt
Eddu og Rudolf á heimili dóttur
þeirra og tengdasonar og það eru
aðeins nokkrir dagar síðan við hitt-
umst þar. Það er sárt til þess að 1
hugsa að það hafí verið í síðasta i
sinn sem við sáum Rudolf.
En þannig er þetta líf, við vitum
aldrei hvenær kallið kemur. í mínum
huga mun Rudolf bíða okkar hinum
megin og segja okkur nokkrar grín-
sögur þegar við hittumst að nýju.
Elsku Edda, Stella, Skúli, Ragn-
ar, Edda Rós og Ástrós, megi Guð
vernda ykkur og styrkja í sorginni.
Guðbjörg M. Sveinsdóttir
og fjölskylda.
Elsku hjartans Rúddi minn, nú
kveð ég þig með döpru hjarta en ég
veit að hinum megin mun Guð skína
á þitt góða hjarta. Ég hefði ekki
getað hugsað mér betri mág. í öll
þau skipti sem ég heimsótti þig og
Eddu systur tókst alltaf á móti mér
með brandara og bros á vör og
reyndir alltaf að koma öðrum í gott
skap og var oft hlegið.
Vertu sæll, elsku mágur, og megi
Guð vera með þér og þinni fjölskyldu
og okkur öllum á þessari stóru stund.
Þín,
Kolbrún og Harry.
Að kvöldi dags 5. september 1994
hringdi síminn, sorgarfregn, hann
Rudolf er látinn. Við vorum fæddir
á sama árinu, 1937, ég í janúar,
hann í desember. Við ólumst upp í
sama hverfínu í Reykjavík, á Berg-
staðastræti á mótum Laufásvegar
og Hellusunds. Ég minnist Rudolfs
alveg frá því við vorum um tíu ára
gamlir í hverfinu þar sem við lékum
okkur ekki beint saman en svona í
grenndinni. Hann var alltaf sérstak-
ur þannig að eftir honum var tekið
fyrir hvað hann var vel klæddur og
glettinn. Sérstaklega man ég eftir
honum samfylgdina og óskum hon-
um góðrar landtöku í nýjum heim-
kynnum.
Guð blessi Katrínu og bömin
þeirra.
Hans Linnet.
Skjótt skipast veður í lofti, Sverr-
ir mágur minn er látinn. Hann varð
bráðkvaddur á heimili sínu. Er ég
nú kveð hann, koma ýmsar minning-
ar upp í hugann. Sverrir var bara
11 ára þegar ég kom fyrst á heim-
ili foreldra hans, Guðfinnu Jóhanns-
dóttur og Einars Pálssonar blikk-
smíðameistara, með stóra bróður
hans Jóhanni. Fljótlega tókst með
okkur Sverri vinátta sem hefur alla
tíð haldist þó oft hafí verið vík milli
vina. Hann kom oft á heimili okkar
Jóhanns og var góði frændinn í fjöl-
skyldunni, sem börnin mín elskuðu.
Þegar verið var að byggja Flóabúið
á Selfossi var Sverrir að vinna þar
og hann átti nú erindi þangað. Hann
kynntist þar ungri ekkju, Katrínu
Jónsdóttur, sem átti tvö lítil börn,
Bjarna og Ölmu. Þau felldu hugi
saman og gekk Sverrir börnunum í
föður stað. Síðar eignuðust þau
dæturnar Önnu Maríu og Guðfínnu
Ingu. Öll eru börnin elskulegt fólk.
Nú fyrir skemmstu stofnuðu Sverrir
og Katrín ásamt ísak syni mínum
og Ingu konu hans Nýju efnalaugina
í húsakynnum Nýju blikksmiðjunn-
ar, sem hafði verið starfsvettvangur
allra bræðranna, en nú hafa þeir
allir kvatt þetta jarðlíf.
Minningin lifir um góðan dreng.
Björg ísaksdóttir.
í dag kveðjum við kæran vin, mág
og svila. Sverrir Einarsson var mað-
ur framkvæmda, rak ásamt bróður
sínum blikksmiðju um árabil. Hann
var lærður blikksmiður og rafvirki
og þótti afburða góður fagmaður á
sínu sviði.