Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 65

Morgunblaðið - 08.12.1994, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 65 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ m Q íS SÍMI 19000 GALLERI REGNBOGANS: SIGURBJORN JONSSON ★★★ Ó.T. Rás 2 ★★★ G.S.E. Morgun pósturinn ★★★ D.V. H.K HX R msk Komdu og sjáðu THE MASK, skemmtilegustu, stórkost-legustu, sjúklegustu, brjáluðustu, bestu, brengluðustu, fyndnustu, fáránlegus- tu, ferskustu, mergjuðustu, mögnuðustu og eina mestu stórmynd allra tíma! Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Sýnd kl Bönnuð bornum yngri 11 16 °y en ara Skemmtileg erótísk gamanmynd með Hugh Grant ur „Fjögur brúðkaup og jarðarför." Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 12 ára ^.vcoJas CAGE Jon LOVITZ Dana CARVEY ^ak/caJbr^ðvirJ PARADIS TRAPPED IN PARADISE BAKKABRÆÐUR í PARADÍS Splunkuný og sprenghlægileg grín- mynd sem frumsýnd er samtímis í Bandaríkjunum og á íslandi. Myndin segir af þremur treg- gáuðum bræðrum sem álpast til að ræna banka í smábænum Paradís á jólunum og sannköl- luðum darraðardansi sem fylgir í kjölfarið. Frábær mynd sem framkallar jólabrosið í hvelli! Aðalhlutverk: Nicholas Cage (Red Rock West, Guarding Tess og It Could Happen To You), Jon Lovitz (Loaded Weapon, Wayne's World, City Slickers 2) og Dana Carvey (Wayne’s Worid). Sýndkl. 5, 7, 9 og 11. FOLK Burt og Loni náðu samkomulagi ►BURT Reynolds og Loni Anderson föðmuðust innilega eftir að þau náðu samkomulagi um meðlagsgreiðslur síð- astliðinn þriðjudag. Eftir að málið hafði verið tekið fyrir í rétti í tvo daga náðu þau samkomulagi. Þau vildu þó ekki giefa upp hvað fælist í samkomulaginu, en sögðu að hamingja Quintons væri fyrir mestu. _ Aður hafði Reynolds borgað Loni rúma milljón króna á mánuði til að styðja hana í uppeldi á syni þeirra Quin- ton sem er sex ára. Hann hafði farið fram á lækkun meðlagsins i hálfa millj- ón króna og borið við fjárhagsörðug- leikum. Hún hafði hinsvegar krafist einnar til einnar og hálfrar milljónar króna í meðlagsgreiðslur, allt eftir tekj- um Reynolds á hvetjum tíma. Burt Reynolds Loni Anderson ★★★★★ e.H., Morgunpósturinn. ★★★★ ö.N. Tíminn. ★★★Vj Á.Þ., Dagsljós. ★★★Vi A.I. Mbl. ★★★ Ó.T., Rás 2. REYFARI Quentin Tarantino, höf- undur og leik- stjóri Pulp Fiction, er vondi strákurinn i Hollywood sem allir vilja þó eiga. Pulp Fiction er ótrúlega mögnuö saga úr undirheimum Hollywood. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. B.i. 16 ára. I' *\/v/»nmnnrt«rvfvínn Undirleikarinn Gagnrýnendur hafa í hástert lofað þessa átakamiklu mynd er segir af frægri söngkonu og uppburðar- litlum undirleikara hennar undir þýsku hernámi í París. ro CLAUöTMttiER Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LILLI ER TÝNDUR Tæplega 15.000 manns á öllum aldri hafa þegar fylgst með ævintýrum Lilla. Meðmæli sem engan svíkja. ALLIR HEIMSINS MORGNAR Sýnd kl. 5. S v i k r á ð (RESERVOIR DOGS) Sýnd kl. 9 og11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5 og 7. Miðevrópsk rómantík Leikhústónlist hefur á sér sérstakan blæ mið- evrópskrar rómantíkur. í dag kemur út geisla- diskur með hljómsveitinni Skárren ekkert, sem á er tónlist sem flokkurinn samdi fyrir Kirsuberjagarð Tsjekhovs. Morgunblaðið/Þorkell SKÁRREN ekkert, Frank Þ. Hall, Eiríkur Þórleifsson og Guðmundur Steingrímsson. UM ÞESSAR mundir sýnir leikfé- lagið Frú Emilía leikrit Tsjekhovs Kirsuberjagarðurinn. Snar þáttur í þeirri uppfærslu er tónlist sem tríó- ið Skárren ekkert samdi fyrir verk- ið og hefur vakið athygli leikhús- gesta. I dag kemur svo út geisla- diskur með helstu stefjum úr verk- inu, sem er fyrsta plata Skárren ekkert, en verkin á disknum eru og það fyrsta sem hljómsveitarmeð- limir segjast hafa samið. Ljúf skemmtitónlist Skárren ekkert skipa þeir Eiríkur Þórleifsson sem leikur á kontra- bassa, Frank Þ. Hall sem leikur á gítar og Guðmundur Steingrímsson sem leikur á harmonikku. Hljóm- sveitin hefur vakið athygli fyrir leik á kaffihúsum og í samkvæmum af ýmsu tilefni, enda tónlist sem þeir félagar leika ljúf skemmtitónlist og síst ögrandi, þó hún þoli einnig yfir- legu og hlustun. Þeir félagar segj- ast reyndar hafa verið í ýmsu hljóm- sveitastússi í menntaskóla, og þá fengist við popp og rokk af ýmsum toga, en þegar þeir byijuðu af al- vöru undir þessu nafni einbeittu þeir sér að evrópskri kvikmynda- og kabaretttónlist. Þeir segjast hafa verið iðnir við að safna í sarpinn lögum frá ýmsum áttum. Eins og áður segir hefur flokkurinn og vakið athygli fyrir fjölbreytt efnisval í kaffihúsaspila- mennsku sína, en þeir segja að þetta hafí mestmegnis þróast af sjálfu sér. „Við fengum lánaða harmonikku og tókum nokkur lög úr Godfather, síðan vorum við beðn- ir að spila á einhveijum stað og þá pikkuðum við upp nokkur lög til viðbótar og þannig kom hvað af öðru.“ Úr frumsýningarpartíi í leikhúsið Þeir félagar segjast hafa verið fengnir til að spila í frumsýningar- partíi Frú Emilíu fyrir nokkru eftir það hafi aðstandendur leikhússins farið þess á leit við þá að þeir myndu semja tónlist við Kirsubeija- garðinn. Þeir segjast ekkert hafa samið áður að ráði, „en þegar við byrjuðum gekk það eins og í sögu og þessi lög bara runnu út; við sömdum alla tónlistina á þremur dögum, þannig að við vorum í meira lagi reiðubúnir að fara að semja, enda höfðum við mikið rætt um það hvernig við myndum vilja hafa okk- ar eigin tónlist. Upphaflega átti þetta bara að vera tvö þijú lög, en svo vatt þetta upp á sig og við spilum meira og minna allt verkið," segja þeir, en á disknum er úrval, tæpur hálftími af tónlist, sem þeir leika, og tekin var upp í leikhúsi Frú Emilfu í Héðinshúsinu á einum degi. Einnig syngja leikendur, Harpa Arnardótt- ir, Eggert Þorleifsson og Helga Braga Jónsdóttir, og Valgeir Skag- fjörð leikur á píanó í tveimur lag- anna. Langar að stækka hljómsveitina Skárren ekkert hefur eðlilega verið nokkuð bundið við spila- mennsku á sýningum á Kirsubeija- garðinum, en hefur einnig gefið sér tíma til að spila þess á milli og þeir félagar segjast hafa bætt frum- sömdu lögunum inn á tónleikadag- skrána með góðum árangri, þá helst tangóinn Wie Schakale, sem er eina eiginlega sönglagið. Þeir segjast reyndar gjarnan vilja bæta fleiri sönglögum á dagskrána, en til þess þurfi þeir söngvara því ekki treysta þeir sér til að syngja sjálfir; segjast raularar en alls ekki söngvarar. „Okkur langar að stækka hljóm- sveitina og við höfum leikið með fiðluleikara undanfarið, sem hefur verið afskaplega skemmtilegt. Okk- ur langar líka til að spila með trommara og svo að finna einhvern skemmtilegan karakter sem gæti sungið með okkur,“ segja þeir en leggja áherslu á að þeir stefni ekki á að breytast í poppsveit eða fara að flytja einhver popplög. „Við erum dálítið hrifnir af klunnalegum hlutum í tónlist, trumbuslætti og næstum fölskum tónum eins og heyra má hjá Tom Waits og líka i raun hjá Nino Rota og fleiri. Þann- ig eru nokkrir falskir tónar á plöt- unni, sem eiga vel heima þar.“ Þeir félagar segjast hafa nóg fyrir stafni eins og er; til viðbótar við Kirsuberjagarðinn og tilfallandi spilamennsku eru þeir að semja tónlist fyrir kvikmynd, sem þeir segja að sé afskaplega skemmtilegt og allt öðruvísi en að semja fyrir leikhús.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.